Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 29. janúar 1980 Umsjón: Katrin Páls- ,dóttir ANDORRA FRUMSVNT A NESKAUPSTAÐ - 30 ára afmæli Leikfélagsins á dessu ári Leikfélag Neskaupstaðar frumsýnir leikritið Andorra í kvöld klukkan 20.30 i Egilsbúð. Andorra er eitt helsta verk hins þekkta höfundar Max Frisch. 1 verk- inu er fjallað um þaö til hvers fordómar geta leitt. Andorra á ekkert skylt við samnefnt smárlki, hiö raunverulega I þessu verki býr aðeins I manninum sjálfum. Leikstjóri er Magnús Guð- mundsson og er þetta fimmta leikritiö, sem hann setur upp fyrir félagiö. Tveir ungir og upprenn- andi leikarar spreyta sig I aðal- hlutverkunum, þau Þröstur Rafnsson, sem leikur Andra, og Hrefna Hjálmarsdóttir, sem leikur Barblin. Andorra er 31. verkefni Leik- félags Neskaupstaöar, en þaö var stofnaö 1950 og á þvi 30 ára afmæli á þessu ári. Formaður Leikfélagsins er Anna Margrét Jónsdóttir. Þau Hrefna Hjálmarsdóttir og Þröstur Rafnsson fara með aöalhlut- verkin i Andorra. Danski rithöfundurinn Erik Stinus heldur erindi I Norræna húsinu I kvöld klukkan 20.30. Þaö nefnir hann Rejser pá jorden og er þaö kynning á eigin skáldskap. Erik Stinus sendi fyrstu bók sina frá sér 1958. Eftir þaö ferðaö- ist hann vltt og breitt um Asiu og Afriku og var reyndar búsettur árum saman i þeim heimshlut- um. Ritverk hans bera þvi og mjög vitni. Nýjasta bók hans Jorden under himlen var önnur þeirra bóka, sem Danir lögðu fram til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráös I ár. Stinus veröur aftur I Norræna húsinu laugardaginn 2. febrúar klukkan 16. Þá ræðir hann vanda- mál þróunarlandanna, árangurs- lausar tilraunir hinna minni máttar til aö komast yfir þröskuld vandamála þjóöanna. Danski rithöfundurinn Erik Stinus. Dðnsk Ijóð í Norræna húsínu Síðustu sýningar á Orfeifi og Everidís Nú eru siöustu forvöö að sjá óperu Þjóðleikshússin Orfeif og Evridis. Siðustu sýningar eru laugardaginn 2. febrúar og föstudaginn 8. febrúar. óperan er eftir Christoph Gluck, en hana samdi hann fyrir um tvö hundruð árum. Hún skiuar veelegan sess f tonlistarsögunni, þar sem hún er merkilegt timamótaverk. Uppfærsla Þjóöleikhúsins hefur fengiö mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda. Einsöngshlutverkunum þrem er skipt milli sex söngkvenna. Sigriöar Ella Magnúsdóttir og Sólveig M. Björling syngja hlut- verk Orfeifs, Ellsabet Erlings- dóttir og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir syngja Evridisi og Anna Juliana Sveinsdóttir og Ingveldur Hjaltested syngja hlutverk ástar- guðsins Amors. Auk þeirra koma fram Þjóö- leikshúskórinn og Islenski dans- flokkurinn. Sinfóniuhljómsveit Islands sér um tónlistina. Stjórn- andi er Ragnar Björnsson. Leikstjóri og dansahöfundur er Kenneth Tillson, en leikmyndin er eftir Alistair Powell. Mörg atriöi I ieiknum eiga efiaust eftir að vekja kátfnu áhorfenda. Hér hefur Björn Karisson heimilis- faðirinn lent I kerfiskarli, sem ieikinn er af Gisla Rúnari Jónssyni. Heimilisdraug ar í Llndarbæ „Heimilisdraugar” heitir nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, sem Alþýðuleikhúsið frumsýnir um mánaðamótin. í leiknum eru 24 persónur, margar hverjar dá- litið óvenjulegar t.d. eins og vixill, sem fellur i dag, farseðill til sólarlanda og álagningarseðill opinberra gjalda. Aöalpersónur leiksins eru Svala og Hrafn, sem leikin eru af þeim Sólveigu Hauksdóttur og Birni Karlssyni. Þau eru venjuleg hjón, sem eiga i basli við að koma þaki yfir höfuöið. Þau ganga pislargöngu milli lánastofnana, en fá ekki alltaf vinsamlegar móttökur. Þau vinna mikiö og þessir erfiö- leikar setja sitt mark á heimilislifið. Erna og Haukur eru börn Svölu og Hrafns. Þau eru leikin af þeim Eddu Björgvinsdóttur og Gunnari Rafni Guömunds- syni. Þau Erna og Haukur lita aftur til bernskuáranna I leiknum og reyna aö finna skýringu á basli foreldranna. Foreldrarnir kom- ast að þvi aö fræg skotta fylgir ætt fööurins, og ef til vili er skýringuna þar aö finna. Nú fer þessi skotta að birtast i ýmsum myndum á heimilinu. Bessý, sem er vinkona og jafnaldra Svölu, kemur einnig viö sögöu. Hún er lukkuriddari auðvaldsþjóöfélagsins, fædd inn I ,,góða” fjölskyldu. Hana leikur Anna S. Einarsdóttir. Aiþýðuleikhúsið frumsýnir um mánaðamðtln Gisli Rúnar Jónsson bregöur sér I mörg gervi I leiknum. Hann hitta hjónin viðsvegar i kerfinu. t.d. sem bankastjóra, lækni, sem kann engin ráð, sál- fræöing, prest, fasteignasala og fulltrúa „þeirra”. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en leikmynd og búninga gerir Valgerður Bergs- dóttir. Grimur gerir Gisli Rúnar Jónsson. Ahrifahljóö sér Askell Másson um og lýsing er I hönd- um David Walters. Það er i mörg horn að lita hjá félögum Alþýöuleikhússins fyr- ir sýningar, Milli þess sem td. leikarar standa á sviðinu, sauma þeir búninga i anddyri Lindarbæjar, gera leikmynd og leikskrá og útbúa grimur og aðra leikmuni. Gefiö veröur út póstkort i til- efni sýningarinnar á Heimilis- draugunum. — KP. Allir leggjast á eitt viö að koma sýningunni upp. 1 anddyri Lindarbæjar er hamast viö að sauma búninga og útbúa leikmynd. Visismynd GVA. Atriöi Ur úperunni Orfeifur og Evridis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.