Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 3
vísm Fimmtudagur 31. janúar 1980 Haffari SH 275 er kominn til Grundarfjaröar eftir miklar breytingar, og er m.a. búinn nýjum og fulikomnum siglingatækjum. Aö sögn eigenda skipsins kostaöi endurnýjunin um 160 milljúnir króna. Myndin var tek- in af Haffara viö bryggju i Grundarfiröi. Visismynd BC Grundarfiröi. Ráöstelna BSRB um efnahagsmal Efnahagsráðstefna BSRB hefst i dag, fimmtudag, og er þegar fullbdkað á ráöstefnuna. A ráö- stefnunni halda erindi margir af helstu hagspekingum þjóðarinn- ar. Þeir munu einnig svara fyrir- spurnum þátttakenda og taka þátt I hringborðsumræöum, segir I f réttatilkynningu frá BSRB. A ráðstefnunni verður fjallað um flesta meginþætti Islensks efnahagslifs s.s. þjóðhagsreikn- inga, gengisskráningu, fjárlaga- gerð.opinber gjöld, fjárfestingar, áhrif opinberra aögerða á efna- hagslifið, landbiinað, iðnað, verslun og viðskipti, sjávarútveg, og fiskvinnslu. Ráðstefnunni lýkur með hring- borðsumræðum þar sem þátt taka fulltrúar stjórnmálaflokk- anna, þeir Geir Hallgrimsson, Kartan Jóhannsson, Steingrimur Hermannsson og Svavar Gests- son. Áskoranir til íslensku ólympíunetndarinnar: IÞRÚTTAMENN FARI EKKI TIL MOSKVU Islenska andófsnefndin hefur sent íslensku ólympiunefndinni áskorunumaö hætta við að senda iþróttamenn á fyrirhugaða Ólympiuleika i Moskvu, þar sem þar hafi verið framið hvert mannréttindabrotið af öðru. Andófsnefndin bendir á innrásina i Afganistan og að visindamaöur- inn og andófsmaðurinn Andrei Sakarov hafi verið sviptur frelsi. Þá var samþykkt ályktun hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna, i gærkvöldi þar sem segir að um allan heim fordæmi menn út- þenslustefnu kommúnista og til að mótmæla innrásinni i Afganistan og ofsóknum á hendur Sakarov og öðrum andófsmönn- um skori félagið á forráðamenn iþróttamála á islandi að senda ekki menn á ólympiuleikana i Moskvu. — JM MOTMÆLA HERNAMI Fundur Samtaka herstöðva- andstæðinga á isafirði haldinn 21. jan. I980fordæmir hemám Sovét- rikjanna á Afganistan og Viet- nams á Kampútseu. Fundurinn lýsir yfir fullum stuöningi viö baráttu þjóða Kampútseu og Afganistans fyrir sjálfstæði sfnu og tilverurétti. Barátta þessara þjóöa er nátengd baráttu is- lenskra herstöðvaandstæðinga en mun örlagarikarinú sem stendur. Fundurinn skorar á alla unnend- ur þjóðfrelsis að láta heyrast til sin og gripa til tiltækra aðgerða til stuðnings baráttu þessara þjóða, segir i fréttatilkynningu. 3 Undraverður samlelkur Myrkir músíkdagar Kammermúsikklúbburinn I Bústaöakirkju 27. jan. Flytjendur: Manuela Wiesler, flautuleikari Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. Efnisskrá: Johann Mattheson: Sónata i e-moll Leifur Þórarinsson: ,,Da”, fantasla fyrir sembal (1979) Páll P. Pálsson: Stúlkan og vindurinn (1979) Leifur Þórarinsson: Sonata per Manuela fyrir einleiks flautu (1979) Þessir siðustu tónleikar „Myrkra músikdaga” hófust og enduðu meö sónötum fyrir flautu og sembal eftir þá sam- timamennina Mattheson og Bach. Sónata Bachs er vel þekkt, en gaman var aö kynnast þessu sýnishorni af verkum þúsundþjalasmiösins Matthe- sons. Hann var á sinni tið fræg- ur söngvari, sembal- og organ- leikari, tónskáld og rithöfundur, bæði um tónlist og mörg önnur efni, enda mjög fjölmenntaöur maöur. Auk þess var hann um árabil embættismaöur I þjón- ustu enska sendiherrans I Ham- borg. Hann hefur á siðari timum veriö talinn merkari rithöfund- ur en tónskáld, enda er til hans sóttur margvlslegur fróðleikur um þau umbrot sem urðu I evróps kri tónlist á fyrri hluta 18. aldar. Bæði ritverk hans og tón- verk mega nú heita óþekkt nema meðal sérfræðinga. En ef tónlist Jón Þórar insson tón skáld skrifar dæma má eftir þessu verki einu, hefur hann alls ekki verið slak- ur tónhöfundur. Tónskáld dagsins var annars Leifur Þórarinsson, sem átti tvö ný verk á efnisskrá þessara tón- leika. Annað þeirra, sem ber hið dularfulla nafn ,,Da”, var frumflutt þarna ? Þessi sembal- fantasia ber heföbundnari svip en flest önnur verk Leifs, og kann það að liggja að einhverju leyti I eðli þess hljóðfæris, sem skrifað er fyrir. Semballinn er lágróma og hógvært hlóðfæri, en rikt að blæbrigðum, ef grannt er hlustaö. Verkið virtist samið I llkum anda, hófsamlegt, ein- lægnislegt og fallegt. Með allt öðrum hætti er sónatan fyrir Manuelu glæsilegt „virtúósa- stykki”. Það er ekki margt hægt að gera á flautu, sem þar er ekki reynt, og flest með ágætum á- rangri. Verk Páls P. Pálssonar er einnig mjög hugvitssamlega gert, einkum fyrir flautuna, og er skemmtileg hugleiðing um á- kaflega haglega ort kvæöi Þor- steins Valdimarssonar. A undan verkinu fór Þðrarinn læknir Guönason meö kvæöiö, og var það vel til fundið frávik frá prentaöri efnisskrá tónleik- anna. Þá er aðeins að geta þeirra tveggja frábæru listakvenna, sem fluttu alla þessa tónlist og gæddu hana llfi og sérstökum þokka. Þær Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir eiga ekki marga sina llka, og samleikur þeirra er undraveröur, enda margvigður i sjálfri Skálholts- kirkju. Ég yrði ekki hissa þó aö sá hljóðfæraleikur sem við eig- um I vændum til yndisauka á eillfðarlandinu reyndist vera þessum llkur. Jón Þórarinsson. YFIR GESTUM OÐALS I KVOLD OrnArason leikur á klassískan gítar, lög úr ýmsum áttum Ebony Eisse veróur að sjálfsögóu í disco tekinu meö gœóa disco tónlist AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 ___________________________________J afsakió örstutt hlé Við flytjum á Nýbýlaveg 21 ný og glæsileg húsakynni. Lokaö frá og með mánudegi til fimmtudags. JÖFUR HF.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.