Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 23
vtsm Fimmtudagur 31. janúar 1980 útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklassísk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóð- færi. 14.45 Til umhugsunar. Gylfi Asmundsson sálfræðingur fjallar um áfengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartlmi barnanna Stjórnandi Egill Friðleifsson. 16.40 Ctvarpssaga barn anna. 17.00 Síðdegistónleikar. 19.00 Fréttir.' Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 lslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Biko” eftir C'arlo M. Pedersen. Þýðandi: ÆvarR. Kvaran. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Steve Biko, Þórhallur Sigurðsson. David Soggott verjandi, Róbert Arnfinns- son. Attwell rikissaksókn- ari, Rúrik Haraldsson. Dómarinn, Valur Gfslason. Sidney Kentridge lögmaður, Ævar R. Kvaran. van Vuuren liðþjálfi, Flosi Olafsson. Snyman major, Benedikt Arnason. Goosen ofúrsti, Jón Sigurbjörnsson. Wilken liðsforingi, Bessi Bjarnason. Siebert höfuðs- maður, Klemenz Jónsson. Dr. Lang héraðslæknir, Erlingur Gislason. Loubser prófessor, Guðmundur Pálsson. Sögumaður, Jónas Jónasson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Að vestan. Finnbogi Hermannsson sér um þátt- inn og talar viö Jón Odds- son á Gerðhömrum og Ein- ar Jónsson fiskifræðing um selastofninn og selveiðar. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þýðandinn: Ævar R. Kvaran fangelsinu Biko: Þórhallur Sigurösson Leikstjórinn: Gisli Alfreðsson. Leikritið „Biko” eftir Carlo M. Pedersen verður flutt i útvarpinu i kvöld. Þetta leikrit er byggt á samnefndri bók eftir Donald Wood og fjallar um blökkumanninn Steve Biko, sem lést fyrir rúmum tveim árum i fangelsi Suður-Afrikustjórnar. Þetta mál vakti mikla athygli á sinum tima, þar sem fullljóst þótti vera að Biko hefði verið eitt fórnarlamba pyntinga suður- afrisku lögreglunnar. Biko haföi um margra ára skeið barist fyrir réttindum svertingja i landinu og verið lýstur i bann. Þaö þýddi aö honum var gert að búa á tilteknum staö viö tak- markaö málfrelsi. Engu aö siöur var hann leiddur sem vitni I réttarhöldum áriö 1976, er vöktu mikla athygli. Um þau fjallar fyrri hluti leikritsins, „Svört vitund”. 1 siöari hlutan- um, „Dauöa Bikos” er lýst yfir- heyrslunum eftir lát hans, þar sem yfirvöld reyna að hvitþvo sig af allri sekt. Ævar R. Kvaran þýddi leikritiö á Islensku, en GIsli Alfreösson er leikstjóri. Meö stærstu hlutverkin fara Þórhallur Sigurösson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Valur Gislason og Ævar R. Kvaran. Tæknimenn eru Friörik Stefánsson, Jón örn As- björnsson, Sigurður Ingólfsson og Þórir Steingrimsson. Flutningur leiksins tekur um 2 klukkustund- ir. Útvarp í kvöld kl. 20.10: Dauösfail í Otvarp í dao kl. 16.40: BARNASAGA FVRIR ALLA ALDURSHÚPA „Þessi saga er ekkert siöur fyr- ir fulloröna en börn,” sagöi Guö- björg Þórisdóttir þýöandi bókar- innar „Ekki dettur heimurinn” eftir bandarisku skáldkonuna Judy Bloome. Guöbjörg byrjar lestur bókarinnar i dag. Bókin lýsir tilfinningalifi 12 ára stelpu, Karenar, sem stendur á þeim timamótum, aö foreldrar hennar eru aö skilja. Sagöi Guö- björg, aö eftir lestur bókarinnar gæti fólk oröiö miklu nær um þaö hvernig börnum getur liðið viö slik umskipti. Judy Bloome hefur vakiö mikla athygli I Bandaríkjunum undan- farin ár og oft og tiöum veriö um- deild vegna opinskárrar umfjöll- unar um kynferöismál. 1 þessari sögu kemur hún þó ekki inn á þau viökvæmu mál, heldur reynir aö lýsa vangaveltum og hræöslu telpunnar viö þessar breytingar I llfi slnu. Guöbjörg sagöi, aö þarna væri fjallaö um svipaö efni og I Kötlu- bókum Ragnheiðar Jónsdóttur, en Guöbjörg vann útvarpsþátt fyrir nokkru meö Astu Ragnheiöi Jóhannesdóttur, þar sem meðal annars var byggt á þeim. „Judy Bloome er ekki aö predika neitt fyrir fólki,” Hún nálgast efniö út frá sjónarmiöi barna, enda hefur hún getaö stuöst viö fjölda hreinskilinna bréfa frá börnum, auk þess .sem hún miöar viö eigin reynslu.” —SJ FRJALST UTVARP B)A TRUB0OSSTASSJ0N Hugmyndir um frjálsan út- varpsrekstur ættu aö veröa til þess aö hvetja núverandi ráöa- menn Rikisútvarps til aö endur- skoöa starfshætti slna. Ekki bóiar þó á sliku, enda munu þeir telja aö þeir veröi varöir I ein- okunaraöstööu sinni um aila framtiö, vegna þess aö sú ein- okunarstaöa kemur heim og saman viö þarfir stjórnmála- valdsins I landinu. Meö þessum hætti hafa rikisfjölmiðlarnir orðið dæmi um þaö, hvernig rikisrekstur þjónar fyrst og fremst undir forráöamenn hans á hverjum tima. Skyldur viö hina raunverulegu eigendur, þ.e. þjóöina eru I lágmarki, og stundum brýst jafnvel út heift út i einstaklinga meö þeim hætti, aö rikisfjölmiöillinn er ailt i einu oröinn einskonar sjálfs- eignarstofnun starfsmanna. Baráttumenn fyrir frjálsu út- varpi þurfa margt aö vinna áöur en sá dagur kemur, aö fargi rlkisfjölmiöla veröurlétt af þjóö eöa einstaklingum. A sinum tima tók rikiö aö sér rekstur út- varpsins vegna þess aö þá var útvarpstækni þaö ófullkomin og dýr, aö hún varð varla nýtt I iandinu nema rfkiö kæmi til. Þessi rekstur stafaöi hvorki af sósialisma eöa vilja til aö koma jafn sterkum fjöimiöli og út- varpi i póiitlskar hendur. Hins vegar hefur sú orðið raunin á, aö rikisfjöimiölarnir hafa i vax- andi mæii falliö i gryfju ein- stefnu um upplýsingamiölun og gripiö svo aö segja hvert ein- asta tækifæri til aö „cannoni- sera” allar þær hégiljur minni- hlutahópa, sem vösku liöi hefur dottiö I hug aö bera á borö fyrir almenning. Þrátt fyrir pólitiska yfirstjórn, hefur pólitiskur minnihluti I þjóðfélaginu i raun yfirtekiö mest alla starfsemi rikisf jölmiölanna, sem undir yfirskyni alveg yfirþyrmandi hlutieysis blanda sjónarmiöum sinum inn i almennan fiutning. Og sé þessu andmæit skortir ekki málflytjendur gegn and- mælum, alveg eins og þaö sé alveg óumbreytaniegt aö svona eigi rikisfjölmiölarnir aö vera. Frjál&t útvarp er oröiö nauösyn fyrir löngu, þó ekki væri til annars en koma á fram- færivottiaf frjáisrihugsun, eins og hún fær best þróast utan rikisreksturs. Séu einhverjir menn til, sem telja sig geta rekiö útvarpsstöövar og eru reiöubúnir til aö standa viö fjár- skuldbindingar þvi samfara, hefur rikis vaidiö ekki leyfi til aö hindra framkvæmdina, frekar en þaö hef.ur leyfi til aö banna útgáfu dagblaða. Forsendur fyrir útvarpsrekstri f dag eru allt aörar en þær voru fyrir fimmtlu árum, og reynslan af rikisreknum fjöimiöium hefur veriö allt annað en góö upp á síökastiö. Fari hins vegar svo, aö rfkis- valdiö teiji hagsmunum sfnum á pólitisku sviöi best borgiö meö rikisreknum einkafjölmiölum, þarf aö hverfa aftur til lands- höföingjatimabilsins tii aö fá samjöfnuö. Þá þótti óhæfa aö biöö kæmu út án leyfis, og minn- ir mig aö þaö tæki ein fimmtfu ár aö vinna bug á slfkum hugsunarhætti. Þjóöféiag sem gerir kröfur tii aö allir séu læsir og skrifandi og sæmilega menntaöir, getur varla staöiö fast á þvf, aö jafnframt skuli rikisvaldiö hafa yfirumsjón meö áhrifamestu fjölmiölum sam- timans. Þaö er of augljóst mái. Fóik á aö geta valiö á milli stööva, og þeir sem vilja fyrir alla muni treysta rikisrekinni einkastofnun fyrir upplýs- ingunni, geta eftir sem áöur hlustaö á hinar blönduöu dag- skrár, þar sem saman fer f einum graut innræting og stefnumótun, ýmist f formi fræöslu eöa fróöleiks, og jafn- vei þótt bara sé veriö aö tala um smjör, vegna þess aö þeir sem liggja stööugt viö dyr rfkisfjöimiöla til aö komast þar inn, eiga þangað þaö persónu- lega erindiaö reka trúboö fyrir hinu og þessu, og lita svo á aö tii þess eins séu fjölmiölar gagniegir. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.