Vísir - 01.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1980, Blaðsíða 1
^9x i ¦]fliiMrtSi Föstudagur 1. febrúar 1980, 26. tbl. 70. árg. Úrslit ráðast í stiórnarmyndunartilraunum Gunnars Thoroddsen í dag: VERÐUR GUNNAR EINN Á OÁTI í NNGFLOKKNUM? Sú spurning brennur heitast á vörum manna I sambandi vio stjórnarmyndunartilraunir þessa stundina, hvort Gunnari Thoroddsen takist að tryggja sér stuöning það margra Sjálf- stæðisflokksþingmanna, aö nægi til myndunar meirihluta- stjórnar meö Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lfk- legir þykja til stuðnings vio Gunnar, beittir miklum þrýst- ingi af hálfu flokksforystunnar i gær og þeim gefiö berlega i skyn, a6 þeir þyrftu ekki aft hyggja á frekari frama innan flokksins, ef þeir létu vcröa af stuðningi við Gunnar. „Ég óskaöi eftir þingflokks- fundi hjá Sjálfstæöisflokknum um þessi mál og hann verður klukkan þrjú I dag. Meira get ég ekki sagt á þessu stigi", sagöi Gunnar Thoroddsen i morgun, þegar Visir spurðist fyrir um stöðuna I stjórnarmyndunartil- raunum hans. ,,Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þessi mál" sagði Frið- jón Þórðarsonalþingismaður og sagðist búast við að mál þessi yrðu til lykta leidd á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins i dag. „Ef fyrir liggur að sjálf- stæðismaður geti myndaö st jórn með góðum málefnagrundvelli, þá hljóta allir að fagna þvi" sagði Eggert Haukdal þegar hann var spurður hvort hann styddi tilraun Gunnars. „Það er ekki rétt að flokkur- inn hafi sett þessum ákveðnu þingmönnum afarkosti" sagði ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæöisflokksins. en sagði að viðræður hefðu fariö fram i gær við „ýmsa úr þessum hópi". Hann taldi að þingflokk- urinn hlyti að bregðast heldur illa viö þessari tilraun Gunnars á fundi þeim sem verður nú I dag. Ekkitókstað ná sambandi við Pálma Jónsson þingmann Sjálf- stæðisflokksins i morgun, en hann er einn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hefur veriö orðaður viö stjórnar- myndunartilraun Gunnars. — PM/HR. Hlutabrét Nlagnúsar í Kreditkortum: Neita að iðta uppi hver keypti bréfin! Komiðaf fundiá heimiliGunnars Thoroddseni gsrdag. F.v. Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttorms- son, báðir þingmenn Alþýðubandalagsins, Guðmundur G. Þórarinsson og Steingrímur Hermanns- spn, þingmenn Framsóknarflokksins. Vfsismynd: GVA „Já það er búið að selja hluta bréf Magnúsar K. Jónssonar I Kreditkortum hf., en við upplýs- um ekki að svo stöddu hverjir eru kaupendur" sagði Gunnar Bæringsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins f viðtali við Visi. Gunnar sagði þó að þar væri um tvo aðila að ræða, annar væri hluthafi í fyrirtækinu og hefði hann hækkað hlutafé sitt, en hinn væri nýr hluthafi. Magnús var eins og kunnugt er stærsti hluthafinn I Kredit- kortum hf. með samtals 9,9 milljónir króna, eða tæp 20% af heildarhlutafénu. —HR Rukkaðir um skatt af gamla bílnum Ýmsir þeir er seldu bila slna i fyrra hrökkva við þessa dagana þegar þeir fá tilkynningu frá tollstjóra um að þeim beri að greiða bifreiðaskatt af gamla bílnum fyrir þetta ár. 1 opinber- um plöggum eru þeir enn skráð- ir eigendur að seldum bilum. óskar ölason yfirJögreglu- þjónn umferðardeildar sagði I samtali við Visi aö nokkur mis- brestur væri á þvi að umskrán- ing færi fram við sölu á notuðum bflum. Núer talsvertumþaðaðmenn koma til lögreglunnar og óska eftir því aö númer veröi klippt af bilum sem þeir seldu I fyrra en eru enn á þeirra nafni. —SG Friðrik hætti við Friðrik Ólafsson stórmeistari og forseti FIDE varö aö hætta við þátttöku I Reykjavikurskák- mótinu. Astæðan er sú aö búast má við ófriði er einvigi Korts- nojs og Petrosjans hefst I Austurriki 8. mars og þarf Frið- rik eflaust að stilla til friðar. Sovéska rfkisstjórnin hefur svarað áskorun Islensku rfkis- stjórnarinnar um að eiginkonu Kortsnoj og syni verði leyft að fara frá Sovét. Er svarið á þá leið að þetta sésovéskt mál ein- göngu. —SG Tefla um 5 milljóna verðiaun Atta stórmeistarar og sex aiþjóðlegir meistarar munu keppa um verðlaun, er nema samtals fimm milljónum króna, á Reykjavikurskákmótinu sem hefst 23. febrúar og stendur til 10. mars. Stórmeistararnir eru Torre, Filipseyjum, Miles, Bretlandi, Browne og 3yrne Bandarikjunúm, Sosonko, Hol- landi, Vasjukof og Tseshkofsky Sovétríkjunum og Guömundur Sigurjónsson. Alþjóðlegu meistararnir eru Helgi Ólaí'sson, Jón L. Arnason, Margeir Pétursson, Haukur Angantýsson, Helmers frá Noregi og Schussler frá Svlþjóö. Mótið er I 10. styrkleikaflokki ogmeðalstigafjöldi keppenda 2.490 stig. Yfirdómari, verður Guðmundur Arnlaugsson og formaður mótstjórnar Einar S. Einarsson, en það eru Skák- samband íslands og Taflfélag Reykjavíkur. sem standa sameiginlega aö mótinu. Rússarnir hafa enn ekki stað- fest þátttöku slna en hafa frest til morguns til þess. Fyrstu verðlaun á mótinu eru ein milljón króna, en auk verðlaun- anna er keppendum greiddur bónus er nemur 50 dollurum (20. þús. kr.) fyrir unna skák, 15 dollarar fyrir tapaða skák og 10 dollarar fyrir jafntefli. Kostnaður viö mótið er áætlaður um 20 milljónir króna en Einar S. Einarsson sagði I samtali við Visi að ekki lægju fyrir loforð um hækkun fjár- styrks frá opinberum aðilum en vonandi stæði það til bóta. -SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.