Vísir - 04.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Mánudagur 4. febrúar 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjorar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjornarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra fretta: Guómundur G. Petursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jonina Michaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Pall AAagnússon, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn Ullit og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglysinga og sölustjori: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 a mánuöi _ .. .. r■ » n n . innanlands. Dreifingarst|ori: Siguröur R. Petursson. Verö i lausasölu Auglysingar og skrifstofur: 230 kr eintakiö. Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siöumula 14, simi 8661 1 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f S00ULEG STJÖRNARMYNDUN Takist sú tilraun til stjórnar- myndunar, sem Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stendur nú að ásamt Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu, verður það sögulegur stjórnmálaevið- burður, sem hafa mun ófyrirsjá- anlegar afleiðingar í íslensku stjórnmálalífi. Myndun slíkrar ríkisstjórnar væri í fullkominni andstöðu við meginþorrann af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og yrði þvi sjálfsagt af drif aríkasti at- burðurinn í þeim innanflokks- deilum, sem hrjáð hafa Sjálf- stæðisflokkinn nú í næstum heilan áratug. Af henni mundi leiða alvarlegan klofning í Sjálf- stæðisf lokknum, en að sjálfsögðu mundi það, hversu alvarlegur klofningurinn yrði, ráðast af þvi, hvort einhverjir af þingmönnum fiokksins fylgdu Gunnari Thoroddsen, og þá hversu marg- ir. Að vonum velta margir þvi fyrir sér, hvers vegna til ágrein- ings hafi þurft að koma innan Sjálfstæðisflokksins um stjórn- armyndun með Framsóknar- f iokknum og Alþýðubandalaginu, þar sem ýmsir áhrifaménn innan flokksins hafi viljað halda opn- um möguleika á stjórnarsam- starfi við Alþýðubandalagið og jaf nvel mælt með því. Þrátt f yrir þetta mun það vera staðreynd, að flestir af fyrirsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins munu hafa verið komnir að þeirri niður- stöðu, að Sjálfstæðisflokknum yrði alls ekki stætt á því að mynda ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu vegna sterkrar og sívaxandi andstöðu gegn sam- vinnu við kommúnista bæði innan þingf lokksins og meðal kjósenda flokksins, ^nema þá hugsanlega sem neyðarrræði og þá í sam- stjórn allra flokka. Hér í Vísi hefur þráfaldlega verið mælt með því, að lýðræðisflokkarnir reyndu að ná með sér samstöðu um stjórn landsins. Því miður hafa flokkarnir ekki borið gæfu til slíks samstarfs. Ugglaust mun ýmsum þykja léttir að því, að hinni tveggja mánaða löngu stjórnarkreppu Ijúki nú loksins, þótt það verði með þeim miklu átökum, sem horfureruá. Enhættervið, að sá léttir verði skammvinnur. Samkvæmt því, sem vitnast hefur um efni málefnasamnings hinnar væntanlegu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens sýnist Gunnar Thoroddsen varaformaður SjálfstæOisflokksins, er nú sagOur vera langt kominn meö aö mynda nýja rfkis- stjórn ásamt einhverjum fylgjendum sfnum úr Sjálfstæöisflokknum, Fram- sóknarflokknum og Alþýöubandalaginu. Þó aöýmsum muni þykja léttir aö þvi, aö stjórnarkreppunni Ijúki nú loksins, er hætt viö, aö sá léttir veröi skammvinnur. Óráösian og veröbólgan munu halda á- fram af fullum krafti. Ijóst, að ekki sé ætlunin að taka af neinni alvöru á þeim efna- hagsvanda, sem við er að glíma í þjóðfélaginu. öráðsían og verð- bólgan munu halda áfram af fullum krafti. úrræðin bera keim af venjulegu vinstri stjórnar káki, en svo sannarlega er það eitthvað annað en enn ein vinstri stjórnin, sem íslenska þjóðin þarfnast nú. Ef kostirnir í stjórnarmynd- unarmálinu eru nú þeir, hvort mynda eigi þá ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, sem hér hefur verið um rætt, eða utanþingsstjórn, er tvimæla- laust, að utanþingsstjórn er heppilegri kostur. Með myndun utanþingsstjórnar væri þó haldið opnum möguleikanum til að mynda með eðlilegum hætti stjórn á vegum þingsins, þegar öldur hefði lægt og málefna- staðan skýrst. Hin ráðgerða ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens mun hins vegar ekki einu sinni geta dáið, hversu illa sem henni tekst til, nema með leyfi Framsóknar og Alþýðubanda- lagsins, því að frá og með þeirri stundu, er Gunnar Thoroddsen og hugsanlegir liðsmenn hans úr Sjálfstæðisf lokknum ganga til þessa stjórnarsamstarfs og brjóta þar með allar brýr að baki sér innan síns eigin flokks, eru þeir orðnir bandingjar í höndum Framsóknar og Alþýðubanda- lagsins. „ÞAD STYDUR HVAÐ ANNAD Eitt af vorverkum í sveitum er að ganga á girðingar. Oft er byrjað á túngirðingunni, sfðan er farið í næst-beztu girðingarnar og endað á þeim lökustu og lengst frá. I minni sveit var þetta þannig. Þó var kúa- girðingin langverst við- fangs. Hún var í svo- kallaðri Austurmýri, þar sem skiptust á flæðiengi, fúamýrar, vilpur og dý. Að vfsu voru þarna einnig indælis vallendisbakkar og lynggróin holt, en girð- ingarstæðið var ekki á þeim. Aðafloknu dagsverkinu, sem kallaö var aö fara I Austur- mýrina, er mér minnisstæöur aldinn bóndinn, meö niöurrekiö iannarri hendi, sem oftast var gamall bilöxull, og tóbakspont- una og vasaklútinn I hinni, yfir- lita dagsverkiö meö kankvisu brosi undir miklu yfirvara- skegginu. „Það styður hvað annað, þetta" Sumstaöar báru nefnilega ryögaöir virarnir alveg eins uppi staurana.eins og annar- staöar, þar sem staurarnir báru uppi virana, sem þó er ráö fyrir gert. Vilpurnar voru slikar, aö ekki var möguleiki aö finna neina staurfestu þar. Þá snýtti hinn aldni búhöldur sér, kinkaöi kolli I átt til mýrarinnar og sagöi I blöndn- um tón uppgjafar og klmni: „Þaö styöur hvaö annaö, þetta..’. A eftir fylgdu svo nokkur vel valin orö. Giröingin geröi sitt gagn og mjólk og smjör draup af kúnum, sem óspart úöuöu I sig gulstör og blástör, ásamt öörum gjöf- um flæöiengisins. Girðing um þjóðarhag Þessi giröingarmál koma stundum uppi huga mér þessa dagana i þeirri umræöu, sem nú á sér staö um stjórn efna- hagsmála og stjórn landsins. Enginn fer I grafgötur um þaö, aö á margan hátt er efnahagur þjóöarinnar meö blóma. Þrátt fyrir ýmsar vilpur og fen er ágætis atvinna I landinu og segja má aö smjör drjúpi af hverju strái efnahags lifs ins. Aöeins veröbólgan skyggir á aö verulegu marki. En hvernig veröur þetta i framtiöinni? Ber þjóöin gæfu til þess aö standavöiöum þetta til- tölulega góöa ástand? Styöja Islendingar hver annan þegar á reynir, þrátt fyrir erfiöleika eöa standast þeir ekki sam- jöfnuö viö gömlu Austur- mýrargiröinguna? Fellur vörnin útaf nokkrum istööu- lausum staurum. Girðingin jafnsterk veik- asta hlekknum Enginn giröing er sterkari en veikasti hluti hennar. Ef strengirnir geta ekki haldiö uppi þeim staurum, sem ekki hafa festu, þá er giröingin ónýt, jafnvel þótt keppzt sé viö aö setja nýa kafla I hana, þar sem betur hagar meö giröingar- stæöiö. Búsmalinn rásar út og hin frjósömu flæöiengi gefa ekkert af sér. Nautgripirnir geldast og hallæri fylgir I kjöl- fariö. Mjólk og smjör drýpur ekki af blástarar- og gul- stararbeit. Alþingi veikasti hlekkur- inn Alþingi Islendinga er sómi þjóöarinnar, sverö hennar og skjöldur. A þinginu bylja stormar þjóölifsins, en jafn- framt kristallast þar þau hagsmunaátök, sem eru meöal þjóöarinnar. Þaö má þvi segja, aö þingiö standi stundum á þvi fúafeni, sem hvaö istööulaus- ast getur veriö vegna ánæöingsins. Þar kemur þá saman i eitt hagsmunapot kjör- dæma og þrýstihópa ásamt framagirni og skæklatosi einstaklinga og hópa. Rfkisstjórn forsenda góðs efnahags Eitt megin verkefni þingsins er aö sjá landinu fyrir rikis- stjórn. An rikisstjórnar er neðanmáls - Guölaugur Tryggvi Karlsson, hagfr æöingur, fjallar hér um stjórn efnahagsmála og stjórn landsins og segir, aö þing- mennirnir veröi aö standa i sinu stykki og mynda rikis- stjórn, sem ráöi viö veröbólgu- vandann. hætt viö aö slái I bakseglin fyrir hag þjóöarinnar, fram- kvæmdavaldiö lamast en sundrungaöflin ráöa ríkjum. Blómi þjóöarinnar hverfur, ótryggt ástandiö eykur verö- bólgubáliö, þvi aö ekkert fram- kvæmdavald er til þess aö tak- ast á viö verkefni efnahags- málanna. Þjóðin standur fyrir sínu lslenska þjóöin er vinnusöm þjóö. Hún stendur I sinu stykki, en auövitaö dugar þaö ekki eitt sér. Þingiö, rikisstjórn og framkvæmdavald er hlekkur I þeirri keöju, sem stuölar aö þjóöarhag. Ef sá hlekkur bregst, dugar ekki dugnaöur og elja þjóöarinnar. Þjóöin ber góöan hug til þingsins. Þingræöiö er óum- ræöilega ofiö I þjóöarvitund ís- lendinga. Þeir eru stoltir af lýöræöinu og þingræöinu og vilja veg þess sem mestan. Þessi góöi hugur þjóöarinnar er sá strengur, sem styrkt get- ur þingiö i þeirri vilpu sem þaö stendur i. Fólkið og þingið styður hvort annað Þingmennirnir veröa aö leit- ast viö aö finna þennan góöa streng. Láta hann hjálpa sér til aö standa jafn vel I Istaöinu og þjóöin stendur Ibaráttunni fyr- ir tilveru lýöveldis ins. Ekki láta erfiöleikana valda þvi, aö giröingin falli og hagsmunir fólksins fari fyrir bl. Fólkiö hefur stutt þá, nú veröa þeir aö styöja fólkiö. Þingmennirnir veröa aö standa I slnu stykki alveg eins og þjóöin I slnu. Mynda rlkis- stjórn, sem ræöur viö verö- bólguvandann. Þá er hægt aö segja llkt og gamli bóndinn sagöi um giröingu slna. Þaö styöja allir hver annan á Is- landi. Guölaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.