Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 12
vtsnt Þriðjudagur 5. febrúar 1980 F. 12 vtsm Þriöjudagur 5. febrúar 1980 13 1 1 Geir Hallgrimsson formabur SjálfstæOisflokksins og Ólafur G. Einarsson formaöur þingflokks koma til fundarins eftir aö hafa talaö einslega viö þá Pálma og Friöjón nokkra hriö fyrlr fundinn. Sjálfstæöismenn voru yfirleitt ekki hýrir á svip á þingflokksfundunum i gær. Geir Hallgrimsson visaöi á Ólaf G. Einarsson, þegar hann var inntur tfö- inda af fundinum. Fast þrýsl á Frlðjón og Pálma úr öllum áltum „Ég get ekki neitaö því" sagöi Albert Guömundsson alþingismaður, þegar Vísir spurði hann, hvort fast hefði verið lagtað Friðjóni Þórðarsyni og Pálma Jóns- syni á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að styðja ekki stjórn Gunnars Thoroddsens. Búist var við að á þessum fundi drægi til úrslita í þessu máli og var beðið eftir niðurstöðu hans með mik- illi eftirvæntingu. Þingstörf voru afgreidd á örskömm- um tíma, og upp úr því hófst biðin eftir því, hvað gerð- ist í Sjálfstæðisflokknum. _ Þingflokksfundurinn átti aö hefjast klukkan fjögur og var her- sveit fréttamanna og ljósmyndara i viöbragösstööu. Þingflokkar Al- þýöubandalags og Framsóknar- flokks voru einnig meö fundi, en menn sýndu þeim litinn áhuga, enda, eins og Guömundur J. sagöi: „Þaö veröur ekkert skemmtilegt á okkar fundi” Nokkuö eiröarleysi virtist vera i mönnum og þeir Friöjón og Pálmi voru teknir á eintal af hinum ýmsu sjálfstæöismönnum. Ekki virtist þaö bera mikinn árangur, og lok- uöu formaöur flokksins og for- maöur þingflokksins sig inni meö þeim félögum uppi á l.ofti og frestaöist fundurinn um fjörutlu minútur af þeim sökum. Voru sjálfstæöismenn, sem voru á sifelldu rápi um anddyri og ganga,' orönir æöi þungbúnir. Loks komu þeir fjórmenning- arnir niöur stiga og dyrnar aö fundarherbergi Sjálfstæöisflokks- ins lokuöust á eftir þeim og biöin hófst. Þaö vakti athygli aö Gunnar Thoroddsen mætti ekki til fundar. Vildu ekki hlíta meiri- hlutaákvörðun. A fundinum mun þaö hafa gerst i meginatriöum, aö Friöjón og Pálmi lögöu til, aö Sjálfstæöis- flokkurinn athugaöi aöild aö stjórnarsamstarfi meö Alþýöu- bandalagi og Framsókn, burtséö frá þvi, hver stýröi þeim. Málefni væru látin ráöa,. Skiptar skoöanir voru um þessa hugmynd. Sumir vildu alfariö hafna henni, en aörir töldu koma til greina aö gengiö yröi til viö- ræöna og könnuö málefnaleg sam- staöa og látiö á þaö reyna hvort þessir flokkar væru reiöubúnir aö starfa meö Sjálfstæöisflokknum en ekki aöeins Gunnari Thorodd- sen. Yröi fallist á þessa könnun myndu allir þingmenn flokksins veröa aö skuldbinda sig til aö hlita meirihlutaákvöröun aö könnun lokinni. Þetta vildu Friöjón og Pálmi ekki fallast á og drógu tillögu sina til baka. Þeir vildu alls ekki gefa afdráttarlaus svör um, hvaöa af- stööu þeir ætluöu aö taka fyrr en málefnasamningurinn lægi fyrir og kváöust báöir vera undir miklum þrýstingi heiman úr héraöi aö styöja meirihlutastjórn Gunnars, ef samstaöa næöist um málefni. N.okkrar umræöur uröu einnig á fundinum um skriflega yfirlýsingu Alberts Guömundssonar sem hann lagöi fram I gær þar sem hann segist munuverja stjórn Gunnars Thoroddsen vantrausti. Tókst ekki að útkljá málið. Fundinum lauk ekki fyrr en klukkan var byrjuö aö ganga átta, ogstormuöu þá þingmenn fram og visuöu á Olaf G. Einarsson, sem • myndi lesa upp þaö sem væri aö segja af fundinum. Hann skýröi frá þvi aö afstaöa Albert væri skýr, en hinir tveir heföu enn ekki gefiö svar. Þaö var þvi ljóst, aö ekki haföi tekist aö útkljá málin á fundinum, eins og fyrirhugaö haföi veriö. Friöjón Þóröarson sagöi I sam- tali viö VIsi, aö hann vonaöi aö þetta mál leystist á friösælan og farsælan hátt. Fjöldi manna heföi haft samband viö hann úr kjör- dæmi þvl, sem hann væri þing- maöur fyrir og óskaö þess, aö hann styddi starfhæfa rikisstjórn, ef Gunnari Thoroddsen tækist aö mynda hana. Einnig heföi haft samband viö hann fólk, sem heföi aöra skoöun. Hann kvaöst vilja láta málefni ráöa, en sagöist ekki fram aö þessu hafa vikist undan flokkssamþykktum. Hvort til þess kæmi vildi hann ekkert segja um og heldur ekki, hvort hann tæki viö ráöherraembætti I sllkri stjórn. Ertu búinn aö ákveöa þig, Pálmi? Málin myndu skýrast innan skamms. Tuttugu mánaða stjórnar- myndunarviðræður. Mismunandi skoöanir voru rlkj- andi um hugsanlega stjórn Gunnars Thoroddsens hjá þeim sem Visir ræddi viö I gær. Almennt var taliö aö margir flokksbundnir sjálfstæöismenn og alþýöubanda- lagsmenn væru óhressir, en al- menningur hins vegar hrifinn af framtaki Gunnars og feginn aö starfhæf stjórn væri i sjónmáli. Ýmsir Alþýöuflokksmenn telja aö hrifningin endist I nokkrar vikur, eöa þar til sýnt veröur aö notast veröur viögömlu úrræöin og menn fara aö finna fyrir aögeröum, sem óhjákvæmilega veröur aö gripa til. Framsóknarmenn telja sig hafa hagafþessari þróun mála og Alþýðubandalagsþingmenn dylja ekki ánægju slna. Gamla kempan Björn á Löngumýri var staddur I þinginu, en vildi ekkert tjá sig um, hvernig honum litist á ástandið. „Ég ætla aö biöa og sjá, hvernig þeir standa sig”. Hann kallaöi til Kjartans Jóhannssonar, sem átti leið framhjá, að nú yrði honum gefiö frl. „Þaö er nú liklega óhætt eftir aö maöur hefur staöiö I stjórnar- myndunarviðræöum I tuttugu mánuöi’’ ansaöi Kjartan. — JM. Albert Guðmundsson: „Það verður að mynda starfhæla stjórn Albert Guömundsson gaf þá skýringu á ákvöröun sinni um aö verja væntanlega rikisstjórn Gunnars Thoroddsens vantrausti, að Alþingi væri nú óstarfhæft og ef menn vildu viöhalda hér lýöræöis- skipulagi yröi aö mynda starfhæfa rlkisstjórn. Hann var spuröur hvort þaö myndi ekki kljúfa Sjálf- stæöisflokkinn, þegar einstakir þingmenn styddu rikisstjórn, sem þingflokkurinn samþykkti ekki. Hann sagöi, aö ef þaö ætti fyrir Sjálfstæöisflokknum aö liggja aö viöurkenna ekki umboö, sem for- seti gæfi varaformanni flokksins, þegar hann gæti myndað meiri- hlutastjórn, þá væri þaö ekki fyrir sinn tilverknaö, sem flokkurinn klofnaöi. Loks varspurt, hvorthann teldi, að ákvöröun hans myndi skemma fyrir honum í komandi kosninga- baráttu til forsetaembættis. „Ef ég er ekki maöur til aö taka þá afstööu, sem samviskan býöur mér, hef ég ekkert aö gera f for- setaframboö”, sagöi Albert Guö- mundsson. —JM Þingmenn Sjálfstæöisflokksins byrjuöu fundahöld sin þegar fyrir hádegl I gærmorgun. Þá komu þeir saman til óformlegs þingflokksfundar I flokkshúsinu Valhöll. Um þennan fund haföi einn þingmanna, Halldór Blöndal, þessi orö. „Þetta er enginn fundur. Viö erum bara aö tala sam- an”. Hérna koma þeir út af fundinum Pálmi Jónsson og Guömundur Karlsson, en á bak viö þá sést Þorvaldur Garöar Kristjánsson. VIsls- myndir: BG. Pálml Jónsson: Held öiium mögu- leiKum onnum „Ég gaf þá yfirlýsingu, aö ég væri ekki tilbúinn til aö taka á- kvörðun um stuöning viö stjórnina á þessu stigi málsins” sagöi Pálmi Jónsson I samtali viö VIsi eftir þingflokksfundinn. „Éghef ekki séö málefnasamn- ing hugsanlegrar rikisstjórnar og vil ekki taka ákvöröun fyrr en ég hef séö hann”, sagöi Pálmi. Hann sagöist halda öllum mögu- leikum opnum eftir sem áöur og sagöi þaö vera spurningu um einn eða tvo daga, hvenær hann tæki á- kvöröun. —PM Fréttamenn biöu klukkutimum saman eftir niöurstööu þingflokksfundar sjálfstæöismanna, sem hófst kl. 16.401 gærdag i Alþingishúsinu, og voru orönir æriöleiöir á biöinni. ólafur G. Einarsson haföi orö fyrir Sjálfstæöismönnum og kvaö málin enn óútkljáö, nema hvaö Albert ætlaöi aö verja stjórn Gunnars Thorodd- sens vantrausti. Ólalur G. Elnarsson eftlr Þlngflokksfund slállstæðismanna: „ Vlð erum engu nær” Friöjóni Þdröarsyni og Pálma Jónssyni, sem helst hafa verið nefndir I þessu sambandi, hvort þeir myndu styöja þessa stjórn. Ástæöan fyrir þvi mun vera sú, aö þeir hafa enn ekki séð málefna- samning stjórnarinnar”. — Gáfu þeir I skyn að þeir myndu styöja stjórnina, ef mál- efnasamningurinn veröur þeim aö skapi? „Ég vil ekki svara þessari spurningu”. — Hvernig myndi þingflokkur- inn bregöast viö þvi, ef einstakir þingmenn styddu umrædda stjórn? „Ef einhverjir þingmenn taka þátt í rlkisstjórn, sem ekki nýtur stuðnings Sjálfstæöisflokksins, er ljóst aö þeir munu ekki sitja þing- flokksfundi. Aö ööru leyti vil ég ekkert um þetta segja”. — PM Þegar ólafur G. Einarsson, for- maöur þingflokks sjálfstæöis- manna kom út af fundi þingflokks- ins f gærkvöldi, eftir aö fundurinn haföi staöiö i tvær og hálfa klukku- stund, var hann inntur eftir þvi, sem fram haföi fariö á fundinum. „Viö ræddum málin fram og aftur”, sagöi Ólafur og könnuöum afstööu manna meö tilliti til stjdrnarmyndunartilraunar Gunnars Thoroddsens ekki sist vegna itrekaðra yfirlýsingu Gunnars um, aö hann heföi stuön- ing meirihluta Alþingis á bak viö sig. Albert Guðmundsson lagöi fram skriflega yfirlýsingu þess efnis, aö hann myndi verja hugsanlega stjórn Gunnars Thoroddsens van- trausti, en aö ööru leyti erum viö engu nær eftir þennan þingflokks- fund. Þaö kom ekki fram hjá þeim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.