Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 15
vtsm Þriðjudagur 5. febrúar 1980 15 Skíðaferöir til Akur- eyrar og Húsavfkur á vegum Flugleiða Um siðustu mánaðamtít hóf- ust á vegum Flugleiða skiöa- ferðir frá Reykjavik til Akur- eyrar og HUsavikur. A þessum tima verða i gildi sérstök kjör varðandi flug og gistingu og gilda þau frá 1. febrúar til og með 28. mars. í sklðaferðunum til Akureyr- ar og Húsavikur er lágmarks- dvöl fjórirdagar og þr jár nætur. Siðan er hægt að kaupa til við- bótar fleiridaga og er slikt sam- komulagsatriði við viðkomandi gististað. í skiðaferðum til Akureyrar er gist á Hótel KEA og Hótel Varðborg en enn fremur sér ferðaskrifstofan tlrval um skiöaferðir þeirra sem dvelja i skiðahótelinui Hliðarfjalli. Gert er ráð fyrir þriggja nátta dvöl i hverri ferð. Dveljist gestir á Hótel KEA kostar flug og dvöl i eins manns herbergi kr. 47.000, en kr. 38.000 sé dvalið i tveggja manna herbergi. Gisting hverja nótt umfram þær þrjár, sem seldar eru i ferðina kostar kr. 8.000. Dveljist skiðafólkið á Hótel Varöborg kostar flug og þriggja nátta dvöl i eins manns herbergi kr. 41.000, en kr. 35.000 séu tveir I herbergi. Hver nótt umfram kostar þar kr. 6.000. 1 sklðaferöum til HUsavikur er gist á Hótel Húsavik. Flug til og frá HUsavik ásamt þriggja nátta dvöl á hótelinu kostar kr. 47.000 sé dvalið i eins manns herbergi,enkr. 38.000sé dvaliði tveggja manna herbergi. Hver umfram nótt kostar þar kr. 8.000. Góð loðnuveiði um helgína - áframhaidandl veiðar leyfðar Um siðustu helgi var mjög góö loðnuveiði á miöunum. A laugar- dag tilkynntu 36 skip um veiði, samtals 15.900 tonn. A sunnudag tilkynntu 13 skip um veiði meö 9.280 tonn. Fram á mánudags- morgun höfðu svo 10 skip tilkynnt um 7.000 tonna afla til viðbótar. Veiðisvæðið er á svipuðum slóðum og áður, norður af land- inu. Sjávarútvegsráöuneytið hefur ákveðiö með tilliti til óvissu i frysting á loönu og loönuhrogn um að leyfa að svo stöddu áfram- haldandi loðnuveiðar til mjöl-og lýsisvinnslu. Afram verður þó gert ráð fyrir nokkru magni til frystingar og hrognatöku. FLUGVÉL- STJÓRI LÉST Þegar áhöfn Flugleiðaþotu var að undirbúa vélina til brottferðar frá Kennedyflug- vellii New Yorká laugardags- kvöldið, fékk flugvélstjóri hennar aðsvif. Þegar i stað var kallað á sjúkraliða ogvoruþeirkomnir út i vélina innan þriggja minútna, en sjúkrastöð er á flugvellinum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús, en var látinn þegar þangað kom. Hann hét Karl Óskarsson. Það styður þessa ákvörðun að enn er óljóst hvort loðna muni ganga suður á bóginn f yrir vestan landið eða vestur með suöur- ströndinni, en þessi atriöi ráða miklu um þaö hversu mikið magn tekst að frysta. Horfur og aðstæöur veröa endurmetnar i vikunni og frekari ákvarðanir um veiöarnar teknar, segir I frétt frá Sjávanítvegs- ráðuneytinu. — KP. Sumarbústaður brann tii ösku Sumarbústaður brann til kaldra kola i Grimsnesi um miöj- an dag á laugardaginn. Bústaður- inn var mannlaus en eigendurnir höfðu fariö þaðan um klukku- stundu áður en eldsins varð vart. Fólk sem ók þarna framhjá varð vart við eldinn og geröi að- vart. Slökkviliðið á Ljósafossi kom á vettvang en fékk ekki við neitt ráðið. Logn var á og hefur það eflaust hindrað að eldur kæmist i trjágróður sem þarna er. Sumarbústaðurinn var Ur timbri, nýendurbyggður og brann allt sem brunnið gat. Ókunnugt er um eldsupptök. — SG Pi Hef ekki mikla menntun en drjúga peynslu” segir Rðgnvaldur Pálsson nýjastl forsetaframhjóðandlnn „Mér sjálfum hefði aldrei dott- ið þetta til hugar en það var nokk- uðdrjúgurhópur sem benti mér á það að enda þótt ég hefði ekki mikla menntun, þá hefði ég drjúga reynsiu” sagöi Rögnvald- ur Pálsson málarameistari i Kópavogi en hann hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til framboðs f forsetakosningunum. Rögnvaldur sagöi aö hann hefði af alvöru farið af stað með fram- boð sitt fyrir u.þ.b. viku og hefði hann þegar fengið I kringum 200 meðmælendur á lista hjá sér. Ekki kvaðst hann þó reikna meö þvi að hann ætti neina sérstaka möguleika fram yfir þá aðra frambjóðendur sem gefið hefðu kost á sér. RögnvaldurPálsson er fæddur i Fljótum i Skagafiröi áriö 1925. Hann er ókvæntur og barnlaus. NU stundar hann málningarstörf fyrir bandariska herinn á Kefla- vikurflugvelii. — HR ÚTGERÐARMENN MÚTMÆLA ÁKVÖRBUN LOBNUVERBS - Teija fé úr verðjöfnunarsjóðl vera afhent verksmlðjuelgendum A fundi yfirnefndar Verölags- ráðs sjávarútvegsins, sl. föstu- dag, var ákveðiö lágmarksverö ioðnu, veiddrar til bræðslu á vetrarloðnuvertiö 1980. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. mars. með viku fyrirvara. Var þetta ákveðiö af oddamanni og fulltrúum kaupenda, gegn at- kvæðum fulltrúa seljenda. Fulltrúar seljanda létu bóka, að þeir mótmæltu harðlega veröákvöröun þessari og of stórum hlut kaupenda, þar sem kr. 4.50 væru teknar úr Verö- jöfnunarsjóöi fiskiskipa og af- hentar verksmiöjueigendum. Ekki væri tekið tillit til afla- skerðingar og stórhækkaös kostnaðar, svo sem 170% hækk- un olluverðs til fiskiskipa milli ára. Fulltrúi sjómanna, Óskar Vigfússon, lét ennfremur bóka, að sjómenn yrðu fyrir stór- felldri kjaraskerðingu á þessu ári, vegna ákvörðunar stjórn- valda um takmörkun á afla- magni. Verð loönunnar miðast við 8% fituinnihald og 16% fitufrítt þurrefni. Þannig breytist verð um kr. 1.30 til hækkunar eða lækkunar, fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá v’iömið- un og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Sama er aö segja um þurrefnismagn, nema aö þar breytist verðið um kr. 1.60, til hækkunar eða lækkunar, fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagnið breytist frá viðmiöun. Hvert kg loðnu kostar þá kr. 16.20, en þá þurfa kaupendur ennfremur aö greiða 4 aura fyrir kilóið til loðnunetndar. Auk þess skulu kaupendur, lögum samkvæmt, greiða 10% gjald til stofnfjár- sjóðs fiskiskipa og 5% oliugjald. Heildarverð sem verksmiðjun- um ber þvi að greiða, á grund- velli þessarar verðákvöröunar, er kr. 18.63. — HS. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk, banka og lög- manna fer fram opinbert uppboð á neðangreindu iausafé og hefst það I dómssal borgarfógetaembættisins að Skóla- vörðustig 11 þriöjudag 12. febrúar 1980 kl. 10.30 og verður framhaldið þar sem lausaféð er, sem selja skal. 2 stk. prjónavélar, eign Alis h.f., áfyliingarsamstæða elgn Atlas efnaverksmiðja h.f., búðarkassi og frystikista eign Barmahlfðar s.f., blómakælir eign Birgis K. Kristjánsson- ar, 4” naglavél eign Boita- og naglaverksmiðjunnar h.f., setjaravél eign Borgarprents, leirbrennsluofn eign Eldstó h.f., hjólsög og bandsög eign Fagplasts h.f., 2 nagiafram- leiðsluvélar, eign Goss h.f., prentvél eign Grafik h.f., pen- ingaskápur, trésmiðavél og þykktarhefill eign Hansa h.f., prentvél eign Hilmir h.f., kantpússivél, bandsög og keðju- borvél eign Hjáimars Þorsteinssonar Co h.f., 2 bakaraofn- ar, 2 Isskápar, skjalaskápur og peningakassi eign Hress- ingarskáians h.f. trésmiðavél eign Ilmtré s.f., prentvél eign Ingólfsprents h.f., höggpressa eign ts-spor h.f., prentvél eign Jakobs Hafstein, 3 höggpressur eign Lama- iðjunnar h.f., 2 vinnuskúrar að Valshólum 2-6 eign Njörva h.f., 2 búöarkassar, peningaskápur, ritvél og sam- iagningarvél eign óðinstorgs h.f., frystikista, bandsög, hjólsög og sambyggður afréttari og þykktarhefill eign Ólafs Baidvinssonar, gufugina eign Petter Tafjörd, prent- vél eign Prentsm. Arna Valdimarssonar, þunktsuðuvél og rafsuðuvéi eign Runtal ofna h.f„ beltakrani eign Sindra- Stál h.f., plaststeypuvél eign Sæplasts h.f„ trésmiðaverk- færi eign Trésm. I. Defensor s f, eldavél eign Veitinga h.f„ kassi utan um frysti eign Þórver h.f„ 3 saumavélar eign Z-Húsgögn h.f„ járnrennibekkur eign Vélsm. Guð- jóns ólafssonar. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 168., 71. og 73. tölublaði Lögbirtingablaös- ins 1979 á eigninni Hegranesi 29, Garðakaupstað, þingl. eign Elsu Sigurvinsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös og Garðakaupstaöar á eigninni sjálfri föstudag- inn 8. febrúar 1980 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn IGarðakaupstað Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Breiövangi 12, 3.h.t.h„ Hafnarfirði, talin eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjáifri föstudaginn 8. febrúar 1980 ki. 3.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Strandgötu 37, III. hsð, Hafnarfiröi, þingl. eign Einars Rafns Stefánssonar, fer fram á eigninni sjáifri föstudaginn 8. febrúar 1980 ki. 4.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta I Kóngsbakka 13, þingl. eign Jakobs Jakobssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 7. febrúar 1980 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavfk. óskast! STEKKIR SKJÓLIN Brúnastekkur Granaskjól Fornistekkur Frostaskjól Fremristekkur Kaplaskjólsvegur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.