Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 24
febrúar 1980, 29. tbl. 70. árg. síminner 86611 I SpásvæOi Veðurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Bre$afjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4: 'Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins A sunnanverðu Grænlandshafi er 994 mb. lægö, sem þokast VSV, en 1027 mb. vaxandi hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. Frost veröur áfram viðast á landinu. Suðvesturland til Breiðafjarð- ar: SA-gola eða kaldi, él. Vestfirðir: SA og S-gola eða kaldi, él, einkum sunnan til. Norðurland og Norðaust- urland: Hægviðri og sums staðar léttskýjað til landsins. Austfirðir: Hægviöri, léttskýj- að. Suðausturland: N-gola eða kaldi, viöa skýjað til landsins, smáél á miðunum. VeðriD hér og jar Klukkan sex: Akureyri léttskýjað 4-11, Bergen léttskýjað 4-10, Hel- sinki þoka 4-8, Kaupmanna- höfn alskýjað 4-2, Osló létt- skýjað 4-23, Reykjavlk snjóél 4-2, Stokkhólmur léttskýjað 4-19, Þórshöfn snjóél 1. Klukkan átján i gær: Aþena léttskýjað 13, Berlin snjókoma 4-1, Feneyjar þoku- móða 5, Frankfurtalákýjað 4, Nuuk heiðskirt 4-5, Luxem- burg rigning 12, Las Palmas léttskýjað 20, New Vork létt- skýjaö 4-1, Paris rigning og súld 12, Malaga þoka 11, Vln léttskýjaö 6, Winnipeg snjó- koma 4-8. i I I I I I I I Lokl seglr Gunnar Thoroddsen viröist hafa skiliö leiftursóknina öðru vlsi en aörir. í stað þess aö beina henni gegn veröbólgunni hefur hann hafiö leiftursókn gegn Geir. VHRÆBUNEFND FER TIL SAUDI-ARARlU til að athuga kaup á hráolíu fyrir islendinga ,,Ég tel sjálfsagt að athuga þetta tilboð og I undirbúningi er að senda viðræðunefnd til Saudi- Arabiu”, sagði Kjartan Jóhannsson viðskiptaráðherra, i samtali við Visi i morgun um möguleika á ollukaupum ts- lendinga i Saudi-Arabiu. Um er að ræða kaup á 700.000 tonnum af hráoliu, en eftir er að huga að þvl, hvernig hún verður hreihsuð. Kjartan sagði, að mörg lönd væru aflögufær um hreinsiaðstöðu t.d. Portúgal, Finnar og Bretar. Saudi-Arabar hafa selt oliu sina lægsta verði. Þeir hafa verið mun neðar en mörg önnur lönd innan sambands oliuút- flutningsrikja, OPEC. A siðasta fundi landanna var reynt að komast að samræmdu verði þeirra allra, en þaö tókst ekki, Saudi-Arabar vildu ekki eins miklar hækkanir og t.d. íranir og Libiumenn. Rotterdamverðið hefur verið margfalt verð oliuútflutnings- landanna, jafnvel þeirra, sem selja hæsta verði. Saudi-Arabar hafa marglýst þvi yfir að þeir væru óánægðir með, að hagnað- ur af oliusölunni færi i annan vasa en þeirra, sem framleiða oliuna, en spákaupmenn hafa ráðið markaði t.d. i Rotterdam. Visir hafði samband við Jóhannes Nordal formann oliu- nefndarinnar I morgun og sagði hann að gera mætti ráð fyrir þvi að verðlag á oliunni frá Saudi- Arabiu ætti að geta orðið hag- stætt þvi Saudi-Arabar seldu oliuna á lægsta verði allra OPEC-rikjanna. Ekki væri þó nákvæmlega hægt að segja til um þetta vegna þess að hér væri um hráoliu að ræða. Ekki taldi Jóhannes að þetta tilboð hefði áhrif á oliukaup frá breska fyrirtækinu BNOC á þessu ári hvað sem siðar yrði. Viðræður við Saudi-Arabana væru aftur á móti fyrirhugaðar á næstunni. — KP.HR Þeim er mar gt til lista lagt, Búlgörum, þvi kynnumst við næstu vikuna á Hótel Loftleiðum. Þar er búlgörsk vika. Boðið er upp á alls konar skemmtiatriði að ógleymdum mat og drykk. A myndinni er söngkonan Iskra Malechkova og töframaðurinn Grudi Dvchev. Visismynd GVA. Málefnasamningur kominn lang leíðina að endaniegri gerð” - segir Stelngrlmur Hermannsson ,,Ég iagði það til viö forseta islands i gær, að Gunnari Thor- oddsen yrði veitt umboð til myndunar meirihlutastjórnar”, sagöi Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins, I samtali við VIsi I morgun. Steingrimur sagöist hafa greint forseta frá þvi mati sinu, að stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen væri eini raunhæfi möguleikinn á meirihlutastjórn eins og nú væri málum kom- ið, og þvi hafi hann ráðlagt ior- seta aö veita Gunnari umboðið. „Þaö er búið að leggja drög að öllum helstu þáttum málefna- samningsins og óhætt að segja, að hann sé kominn langleiðina að endanlegri gerð”, sagði Stein- grimur. —P.M. Fiknlefnanevsla landans eriendls: TUGIR ÍSLENDIHGA REKNIR HEIM FRÁ NORDURLÖNDUNUM Liðlega tvitugur islendingur kom til landsins frá Noregi i gær I fylgd tveggja norskra lögreglu- manna. Honum var visaö burt frá Noregi vegna fikniefnamis- ferils og með sömu flugvél kom islendingur frá Danmörku, sem var rekinn þaðan af sömu ástæðu. Sá sem kom frá Noregi hafði veriö handtekinn þar og dæmdur i 100 daga fangelsi, en að þeim tima liðnum rekinn úr landi. Hann hefur einnig gerst brot- legur hérlendis, bæði hvað viö- kemur fikniefnum og ööru. Guðmundur Gigja. lögreglu- fulltrúi fikniefnadeildar, sagði I samtali við Visi I mogun, að brottvisanir Islendinga frá Noröurlöndum vegna fikniefna- mála þættu ekki lengur tiðindum sæta. Arlega væru 20-30 lslend- ingar reknir þaðan af þessum orsökum. — SG Ráðiagði Gelr forseta aö fela Gunnarl ekkl sflórnarmyndun? ..VIL EKKERT UMÞAÐ SEGJA” „Ég vil ekkert um það segja”, sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæöisflokksins, þegar Visir spurði hann, hvort hann h.eföi lagst gegn þvi, að Gunnari Thoroddsen yröi falin stjórnarmyndun, þegar hann I gær átti viðræður við forseta Is- lands. Geir vildi heldur ekki að ööru leyti tjá sig um það, sem honum og forseta fór á milli. —P.M. Dk fram af bryggju og drakknaði: Hafði áöur lent I áreksirl Ungur maður drukknaði er bifreið hans fór fram af Lofts- bryggju i Reykjavik um klukkan hálf tölf I gærkvöldi. Klukku- stund áöur hafði maðurinn lent i árekstri á Kaplaskjólsvegi, en sinnti þvi ekki og ók áfram. Óku- maður hins bilsins reyndi aö veita honum eftirför en missti af honum. Fólk, sem statt var á Ægis- • garði um klukkan 23.30 sá billjós Isjónum og tilkynnti þaðþegar til lögreglunnar á Miðborgarstöð- inni. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang með gúmbát og lög- reglumaður sem þjálfaður er i köfun,var kallaður út. Hann náði liki ökumanns upp um miðnættk og kranabifreið dró siðan bilinn upp, en hann er af gerðinni Lada’ sport. ökumaðurinn, sem drukknaði, var 25 ára gamall Reykvikingur. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.