Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 7. febrúar 1980 1170 voru neyddir til þess að setjast niður í röð. Að baki þeim stóðu sov- éskir f oringjar og afganskir stjórnar- hermenn. — „Skjótið!" öskraði rúss- neski yfirmaðurinn, Kalashinikov- rifflarnir geltu í fimm mínútur. Karlmennirnir í sveitaþorpinu Ker- ala voru dauðir. Þegar bergmálið af síðasta skotínu hafði dáið út, var kyrrðin næstum áþreifanleg andar- tak. Svo drundi í jarðýtunum. Líkum ji þessara 1170 var skóflað ofan í! fjöldagröf. Til verksins var gengiði með köldu blóði eins og hverjum öðr- ■ um skurðgreftri. Þannig voru f jölda- J morðin í Kerala. j Þessir 1170 voru drepnir að morgni I 20. apríl 1979. Hann var helgidagurj hjá múhameðsmönnum. Þessir mennj gátu enga björg sér veitt. Þeir vorul vopnlausir. I Fjöldamorð í Afganistan JARÐÝTURNAR HUSLUÐU 1170 LÍK KARLMANNA Þ0RPSINS KERALA Kerala er afganskt þorp i Kunarhéraði, 190 km norðaust- ur af höfuðborginni Kabul og um 20 km frá Raghai-skarðinu við landamæri Pakistan. Daginn áður, 19. april, höfðu verið harðir bardagar milli skæruliða og stjórnarher- manna skammt frá þorpinu, sem var undir eftirliti komm- únistastjórnar Tarakis og Amins. Ibúar þorpsins, um 5000aðtölu,láguundir sterkum grun um stuðning við skæru- liða, sem og reyndar rétt var. 1 hegningarskyni fyrir það voru fjöldamorðin i Kerala framin. bar voru sjö sinnum fleiri drepnir en i My Lai i Vietnam. Þrisvar sinnum fleiri en nasistar drápu i Lidice. Það er fyrst núna á siðustu dögum, að umheimurinn fær fréttir af blóðbaðinu. Fjórir fréttamenn vestrænna blaða fengú upplýsingarnar hjá flóttafólki frá Kerala, sem flúði inn á Bajaur-svæðið i norðvest- urhluta Pakistan. Það hérað er lokað ferðamönnum vegna á- taka milli ættflokka á þeim slóðum. Sjónarvottar Þessir fjórir fréttamenn sem yfirheyrðu flóttafólkið frá Kerala og fengu þar skýrslur fólks, sem séð hafði atburðina eigin augum, voru Edward Girardet frá Christian Science Monitor, Nicholas Profitt frá Newsweek, Rauli Virtanen frá Helsingin Sanomat, og höfund- ur þessarar greinar, Kaare Verpe frá norska blaðinu Mor genbladet. Þeir spurðu flóttafólkið i þaula til þess að sannreyna framburð þess, og reyna að fá sem gleggsta mynd af þvi, sem skeði, þegar sovéski foringinn fyrirskipaði aftökur allra full- orðinna karlmanna i Kerala. „Faðir minn og ég vorum dregnir út úr húsinu okkar klukkan niu að morgni helgi- dagsins 20. april, sem var föstudagur. Það voru stjórnar- hermenn, sem sóttu okkur. Þeir sögðu, að óskað væri við- ræðna við þorpsbúa vegna at- burðanna daginn áöur. Við vor- um reknir niður á völl inni i þorpi. Þangaö dreif að hundr- uð: ’ annarra þorpsbúa. Konur og börn voru lokuð inni i moskunni, sem stendur við völlinn”, segir Nabib Modez Khra, átján ára skólapiltur frá Kerala. „Þegar við komum á völlinn, sveimaði þyrla þar yfir okkur allan timann. Þar voru á þriðja hundraö stjórnarhermenn, og sjálfur sá ég þrjá sovéska hernaðarráðgjafa. Völlurinn var umkringdur skriðdrekum og brynvöröum liðsflutninga- bilum”, heldur Nabin áfram, sem viðurkennir, að hann hafi orðið hræddur. Hann reyndi að spyrja afganska liðsforingj- ann, sem næstur honum stóð, um leyfi til þess að yfirgefa staðinn. Liðsforinginn svaraði engu, hann var i samræðum við aðra. „Ég notaði þá tækifærið til þess að laumast út af vellin- um”, segir Nabib, en faðir hans, fimmtugur opinber starfsmaður, Golman Khra að nafni, varð eftir. — Mennirnir á vellinum voru neyddir til þess að setjast á hækjur sinar. Af þeim voru teknar ljósmyndir, og siðan hörfuðu hermenn- irnir, sem næstir þeim stóðu, nokkra metra aftur á bak. Sov- éski foringinn, sem stóð að baki þeim ásamt um hundrað her- mönnum, gaf þá fyrirmælin um að skjóta. „Ég fékk mig ekki til þess að horfa á þetta, heldur sneri mér undan. Skothriðin varði að mér fannst óratima, en hefur kannski verið fimm minútur”, segir Nabib, sem hvergi fékk komið auga á föður sinn, þegar hann loks sneri sér við aftur. Á vellinum lágu yfir þúsund lik. Faðir hans var á meðal þeirra, sem jarðýturnar skófluðu sið- an ofan i eina fjöldagröf. i kvenmannsfatnaði ,,t ringulreiðinni, sem á eftir fylgdi”, segir Nabib, „notaði ég tækifæriö til þess að koma mer burt. Ég fór inn i moskuna, og þar fékk ég hjá konunum föt, svo að ég gæti dulbúið mig likt þeim”. Nabib segir, að fleiri hafi ætlað að reyna sama bragð, en stjórnarhermennirnir leituðu eftir á meðal kvennanna og fundu nokkra þessara. Þeir voru leiddir út úr moskunni. Nabib telur, að þeir hafi senni- lega verið drepnir, þótt hann sæi það ekki eigin augum. Flestir hermennirnir hurfu á braut skömmu siðár. „Flestir hinna eftirlifandi flúðu i skelfingu sinni eftir þennan atburð yfir fjallið til Bajaur i Pakistan”, segir Nabib, sem beið ekki boðanna sjálfur, heldur hélt strax af stað. Nabib er fjarri þvi eini sjón- arvotturinn. Abdul Lafit, um- ferðarlögregluþjónn, var. að sinum vanastörfum, þegar þrjátiu brynvaröir bilar komu til Kerala. Hann staðfestir sögu Nabib. Fréttamennirnir yfirheyrðu hann, þar sem þeir fundu hann annars staðar i Bajaur. Flóttafólkið frá Ker- ala er dreift þar yfir stórt svæöi. „Mennirnir áttu sér einskis ills von, þegar þeir voru dregn- Afganskur hirðingi. Þeir þykja harðgeröir karlar.sem halda sig aðallega uppi á hálendinu, en eru þó stundum i ferðum milli fjall anna til þess að höndla með geitur og sauðfé á mörkuöunum. Þeir hafa tekiö snarplega á móti innrásarliðinu. i dag er fjöldi barna foreldra- laus eftir fjöldamorðin i Kerala og aðra atburði í Afganistan. Þau eru nú upp á bláókunnugt fólk komin. ir til aftökunar. Þeir hrundu niður eftir stutta skothrið og jarðýturnar sáu svo um af- ganginn. — Saga Lafits kemur heim og saman við lýsingu Nabibs. Hann bætir þvi þó við, að hann hafi séð konurnar koma út úr moskunni eftir skothriðina til þess að sækja lik manna sinna. Hermennirnir fældu þær frá með þvi að skjóta af byssum sinum upp i loftið. Þegar konurnar gengu út á völlinn höfðu þær haldið kóraninum, hinni helgu bók mú- hameðstrúarmanna, á lofti. Fréttamennirnir spurðu Abdul Lafit að þvi, hvers vegna hann hefði ekki verið skotinn eins og aðrir karlmenn þorps- ins. Hann hélt, að það hefði ver - ið vegna þes s, að hann var álit- inn tryggur lögreglumaður og ekki grunaður um hjálp við skæruliðana. Rússar án tignarmerkja „Af hvaða tign var sovéski yfirmaðurinn?” „Það veit ég ekki”, segir Lafit og heldur þvi fram, að sovésku foringjarnir hafi ekki borið nein tignarmerki, né hin- ir rússnesku hernaðarráðgjaf- ar yfirleitt. Sjálfur hafði hann séð sovéska stjórnandann skammt frá sér sex sinnum á undanliðnu hálfu ári fyrir fjöldamorðin. Hann var oft i Kerala. Lafit var einnig meðal þeirra,. sem flúðu strax til Pakistan, eða eins fljótt og hann kom þvi við. Hann lét fréttamönnunum i té nöfn afgönsku yfirmannanna, sem voru samsekir i fjöldamorðun- um. Nismodin var yfirmaður lögregluliðsins, og Muhammed Sadek stjórnaði hermönnunum. Það er erfitt að fá múham- eðskonur til þess að tala við sig, en fréttamennirnir fengu Bibi Rakhana, 45 ára konu frá Kerala, til þess að segja frá. Hún missti mann sinn og fjóra bræður i fjöldamorðunum i þorpinu. Nú er hún ein með fimm drengi og fjórar telpur á framfæri. Hún segir, að konurnar hafi verið reknar inn i moskuna, en mennirnir voru reknir frá þeim. — „Við heyrðum skot- hriðina, og héldum að skjóta ætti okkur lika. 1 örvæntingu okkar tókum við kóraninn og fórum út til þess að mæta dauða okkar. Þegar okkur skildist að ekki ætti að drepa okkur, vildum við taka lík manna okkar, en við vorum reknar burtu. Hins vegar gerðu þeir okkur ekkert mein. Ég fór með börnin til Muhammeds Shaib, frænda mins, sem bjó skammt utan þor.psins, og hann flutti okkur hingað”. Þetta segir Bibi Rakhana, en fréttamennirnir hittu einnig frænda hennar, Muhammad Shaib, sem staðfesti, að hann hefði tekið við Bibi og flutt hana og börnin yfir landamærin. Rolhamman er 26 ára og kenndi við skólann i Kerala. Fréttamennirnir spurðu hann þvi hann væri i Pakistan. Hann sagðist hafa búið tvo kilómetra utan við Kerala, en heyrt skot- hriðina þaðan 20. april. Til hans komu þó engir hermenn. — „Mér varð þó um og ó, og ákvaö að flýja”, sagði Rolhamman. Blaðamennirnir hittu fleiri; sem heyrt höfðu skothriðina. T.d. yfirmann stærsta fyrir- tækis Kerala, en hann heitir Jan Madjero. Hann talar bæöi frönsku og ensku, en hann hafði ekkert séð með eigin augum. Hann bjó handan árinnar, sem rennur i gegnum Kerala. Hann heyrði hins vegar skothriðina og skildi, hvaö um var að vera. Fólk hafði raunar kviðið hefndaraðgerðum lengi, þvi að menn i Kerala höfðu hjálpað skæruliðum á allan máta. A þvi svæði bar aðallega á skæru- liðahópnum Jamait-i-íslami. Svörin á reiöum höndum Fréttamennirnir segja, að það hafi gengið nærri þeim að þaulspyrja þetta ógæfusama fólk og jafnvel rengja, en önnur tök áttu þeir ekki á þvi aö sann- prófa framburði þeirra. Svörin voru þó alltaf á reiðum hönd- um, skýr og skilmerkileg og á- vallt samkvæm sjálfum sér. Þeir hittu foreldralaus smá- börn, sem eru nú upp á blá- ókunnugar manneskjur komin. Þetta var allslaust fólk. Stálp- aðri drengirnir voru stað- ráðnir i aö snúa við og berjast siðar með skæruliðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.