Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 15
Gamanblngö tll styrktar Sólhelmum I Grímsnesl - unnið að endurbyggingu sundlaugarinnar i kvöld efnir Lionsklúbburinn Ægir til Gamanbingós til fjáröfl- unar fyrir heimili þroskaheftra aö Sólheimum i Grimsnesi, en þaö hefur frá upphafi veriö aöal- verkefni klúbbsins aö aöstoöa, efla og styrkja þetta heimili. Bingóiö veröur haldiö í Sigtúni og hefst kl. 19.30. Núverandi verkefni klúbbsins er að standsetja og endurbyggja sundlaug og búningsklefa á Sól- heimum, en þessi mannvirki voru komin i hina mestu niöur- niöslu og raunar oröin ónothæf vegna viöhaldsleysis. Siöastliöiö vor hófst klúbbur- inn handa viö aö lagfæra og end- urbyggja þessi mannvirki. Framkvæmdir þessar hafa kostaö mikiö fé og margar mill- jónir vantar enn til aö ljúka verkinu, en klúbbfélagar hafa einnig lagt fram mikiö starf i sjálfboðavinnu. Meiningin er að hinir þroska- heftu vistmenn á Sólheimum geti farið aö nota sundlaugina i vor og er beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir þvi á staðnum að klúbburinn ljúki þessu verkefni, þannig að vistmenn geti aftur fariö aö nota sundlaugina. Astæðulaust er aö taka fram hversu bráðnauðsynlegt er að koma lauginni og aöbúnaöi öllum i þaö horf aö viöunandi sé, þvi að allir vita hversu stór þáttur i heilsu þroskaheftra hverskonar likamsrækt er. Hún bætir likam- legt þrek þeirra og veitir þeim ómældar ánægju og gleöistundir. f tilkynningu frá Lionsklúbbn- um Ægi eru allir þeir sem vilja veita þroskaheftum liðhvattir til að mæta i Sigtúni i kvöld, en auk fjölda verðmætra vinninga er hér á ferðinni afbragðs fjöl- skylduskemmtun, sem veröur i umsjá Svavars Gests, sem stjórnar bingóinu, Sigfúsar Hall- dórssonar og Guðmundar Guö- jónssonar, einsöngur meöundir- leik Sigfúsar og Baldur Brjáns- son, sem sýnir töfrabrögö. í anddyri Sigtúns taka á móti samkomugestum þeir Jör- undur, ómar Ragnarsson, Halli og fl. og bjóða bingóspjöld til sölu. Fyrir nokkru útskrifaöi Lyfjatækniskóli tsiands sjö lyfjatækna, og eru þeir á þessari mynd ásamt skólastjóra Lyfjatækniskólans. í fremri röö frá vinstri eru Kristin Jónsdóttir, Guöbjörg Andrésdóttir og Ragnheiöur Hinriksdóttir. t aftari röö frá vinstri Guðlaug Agústsdóttir, Sigrún Ósk Skúladóttir, Ólafur Ólafsson skólastjóri, Sigriöur Jóhannsdóttir og Guörún Einarsdóttir. Nám lyfjatækna tekur þrjú ár. vtsm Fimmtudagur 7. febrúar 1880 Frá óformlegum þingfiokksfundi s jáifstæöismanna sl. miövikudagskvöld. Fremstir á myndinni eru Friörik Sophusson, Guömundur Karisson og Steinþór Gestsson, hinum megin viö boröið Eyjólfur K. Jónsson, Lárus Jónsson, Birgir isi. Gunnarsson, Halldór Blöndal og Matthias Bjarnason, en innst eruþeir Sverrir Hermannsson, Pétur Sigurösson, Egill Jónsson, Þorvaldur Garöar Kristjánsson og Geir Hallgrimsson. (Vlsismynd: GVA). Þlngmenn Sjáltslæðlsflokksins: Funda án belrra Gunnars, Al herts. Friðlðns og Pálma Sl. miðvikudagskvöld var haldinn óformlegur fundur i þingflokki sjálfstæðismanna, sem var að þvi leyti sögulegur, aö þetta var fyrsti fundur þing- flokksins, sem haldinn var að þeim öllum fjarstöddum Gunn- ari Thoroddsen varaformanni flokksins og þingmönnunum Al- bert Guðmundssyni, Friöjóni Þórðarsyni og Pálma Jóns- syni, er taldir hafa verið stuön- ingsmenn Gunnars i stjórnar- myndunartilraun hans meö Al- þýöubandalagi og Framsókn- arflokki. A fundi þessum báru þing- mennirnir saman bækur sinar um viöbrögð sin viö hinni ráð- geröu stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens og þeim klofningi, sem hún hefur skap- aö í flokknum. lilicmflutninðy (læki? Tökum í umboðssölu allar gerðir af hljómflutningstækjum. Mikið úrval. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKÍDA VÖRUR Ofí IIIJÓMFLUTNINfíSTÆKI kjumir GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI:31290

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.