Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Katrin Páls- ilóttir VÍSIR Fimmtudagur 7. febrúar 1980 „Listamenn áhugaiausir - eða álta slg ekki á hvaða tækifæri er hér á lerðinni” segir Berglind Ásgelrsdðttlr um Norrænu menningarkynninguna í Bandaríklunum „Ég er mjög bjartsýn þvi ég held að við stöndum mjög vel með listamenn i hinum ýmsu listgreinum miðað við önnur Norðurlönd, en þessi þátttaka byggist fyrst og fremst á listamönnunum sjálfum, — hafi þeir ekki áhuga á að koma verkum sinum á framfæri getum við ekki boðið uppá þau”, sagði Berglind Ásgeirsdóttir fulltrúi i utanrikisráðuneytinu um þátttöku íslands i Norrænu menningarkynningu i Bandarikjunum sem nú er i undirbúningi. Það helsta sem þar verður kynnt er ljósmyndun, grafik, myndlist, hönnun, tónlistleiklist og til geina kemur að kynna einnig arkitektur og tekstil. Þá verður kynning i sjónvarpi og auk þess umræðuhópar og fyrir- lestrar. Berglind á sæti i samnorrænu undirbúningsnefndinni af hálfu utanrikisráðuneytisins en Krist- inn Hallsson af hálfu mennta- málaráðuneytisins. Norræna menningarkynning- in mun fara fram árið 1982 i nokkkrum borgum Bandarikj- anna og standa yfir i 6-8 vikur. Berglind sagði að vegna þess hversu söfn leikhús og óperu- hús væru bókuð langt fram i timann, væri nauðsynlegt að meginefni þess.sem þarna ætti að kynna lægi ljóst fyrir i sum- ar. Hingað kæmu aðilar til að skoða og dæma hvar við stæðum og upp á hvað við hefðum að bjóða og siðan yrði valið úr. Fimm Noröurlönd stæðu að kynningunni en það væru gæðin sem réðu. Þannig gætum við til dæmis verið með stærra fram- lag en annaö land ef við byðum upp á áhugaverðara prógram. Það væri þvi mjög mikilvægt að aðilar væru reiðubúnir með það besta sem völ væri á þegar hinir erlendu aðilar kæmu hingað i vor og sumar. Dræmar undirtektir Berglind kvaðst hafa snúið sér til samtaka og tengiliða hinna ýmsu samtaka lista- manna og yröi að segjast eins og væri aö hún hefði fengið mis- munandi undirtektir. Ekki væri ljóst hvort það væri vegna áhugaleysis eða að menn skildu ekki hvaða tækifæri væri þarna á ferðinni. Eitt atriði væri til dæmis iðnhönnun eitt atriði og gæfi það ómetanlega aöstöðu til að kynna vörur og framleiðslu. Þessi kynning næði frá Austur- strönd Bandarikjanna til Vestur strandarinnar og væri stærsta sýning sem Norðurlöndin hefðu tekið þátt i þar i landi og ómetanlegt tækifæri til að kynna islenska menningu og is- lenska listamenn. ,,Þó kynningin sjálf standi að- eins I nokkrar vikur þá stóð til dæmis svipuð kynning sem fór fram i Japan i eitt og hálft ár”, Berglind Asgeirsdóttir * sagði Berglind. ,,Þá var farið með hin ýmsu atriði úr kynning- unni i minni borgir i Bandarikj- unum og gafst það vel. Ég vona að menn taki senn við sér hér heima og leggi sig fram um að koma með það sem við getum boðið upp á, þvi ég er þeirrar «koðunar að i sumum listgreinum stöndum við ekki aðeins jafn framarlega og frændurokkar á Norðurlöndum, heldur framar. Við eigum þvi að leggja metnað okkar i að kynna það fyrir öðrum þjóðum þegar augu þeirra beinast að okkur”, sagði Berglind Asgeirsdóttir. —JM Þeir Egill úlafsson, Tómas Tómasson, Asgeir Óskarsson Karl Sighvatsson, Björgvin Gislason og Rúnar Viibergsson hafa æft saman undanfariö sérstaklega fyrir hljómleikana. Visismynd JA. Kampútseuhljðmleikar I Austurbæjarbfól Ifijómleikar á vegtóf Hjálpar- stdfhunnar kirkjunn^Éverða i Aúfiturbæjarbiói á láhgárdaginn og hefjast klukkan KJáiHlur ágóð- inn-rennur i Kampúltóusöfnun- inal' A skemmtuninni koma fram Fræbblarnir, eina ífpftnkrokk- hljómsveitin hér á landi, Snilling- ar, Kjarabót og ný'hljómsveit, m sem sérstaklega hefur æft undir þessa hljómleika. Hana skipa Egill Ólafsson Tómas Tómasson, Asgeir Óskarsson, Karl Sighvats- son, Björgvin Gislason og Rúnar Vilbergsson. Allir aðstandendur þessarar skemmtunar gefa vinnu sina. Einnig hafa eigendur Austur- bæjarbiós gefið eftir leigu hússins og starfsfólkið vinnu sina. Kynnir á skemmtuninni verður Guömundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin i Fálkanum og Austur- bæjarbió. —KP. Fogg og Passerparloul I Austurbælarskðla Herranótt Menntaskólans i Reykjavik sýnir þessa dagana leikritiö Umhverfis jörðina á 80 dögum. Sýningar eru i biósal Austurbæjarskólans. Sýning er I kvöld klukkan 20.30, en næstu sýningar verða á mánudag, þriöjudag, miðviku- dag og fimmtudag. Phileas Fogg leikur Bjarni Guðmarsson og Passepartout Stefán G. Stefánsson. Fix leyni- lögreglumann leikur Ingólfur Sv. Guðjónsson og Aúdu prins- essu leikur Helga Leifsdóttír. Með önnur hlutverk fara: Jón I. Pálsson, Skúli Gunnarsson, Bjarni Lárusson Guöbjörg Páls- dóttir, Vilhelm Steinsen, Anna Björk Magnúsdóttir, Sigriöur Pálsdóttir og Helga Hilmars- dóttir. Leikstjóri er Jórunn Sig- urðardóttir, en leikmynd gerir Geir Óttar Geirsson og Stefán Benediktsson. —KP. FLUGLEIÐAMENN SÝNA MÁLVERK SÍN Opnuðhefur verið i veitingabúð Hótel Loftleiða sýning á myndum eftir nokkra starfsmenn Flug- leiða i Reykjavik, og New York. Þrjátiu myndir eftir fimm starfsmenn eru á sýningunni, bæði oliumyndir og pastelmyndir. Þeir sem eiga myndir á þessari sýningu eru Björgvin Björgvins- son, starfsmaður á Kennedy-flug- velli i New York, Sigurður Ingva- son, söluskrifstofu Flugleiða Hótel Esju, Guðmundur Snorrra- son i Flugrekstrardeild, Guð- mundur W. Vilhjálmsson, inn- kaupastjóri og Einar Gústafsson, skrifstofu Flugleiða i New York. STAFF, Starfsmannafélag Flugleiða hefur innan sinna vé- banda margar deildir og er ein þeirra myndlistardeild. Kennsla i myndlistferfram i hverri viku og er þátttaka góð. Hugmyndin er að Hótel Loftleiðir gangist fyrir slikri sýningu árlega. Bjarni Guömarsson og Stefán G. Stefánsson I hlutverkum slnum sem Fogg og Passepartout. Visismynd: BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.