Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 22
22 VÍSIR Fimmtudagur 7. febrúar 1980 Umsjón: ’Stefán Guðjohnsen REDOBLH VAR SOS Margar sögur eru til af lax- veiðimönnum i leit aö þeim „stóra”, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt um þann „stóra” í bridgeheiminum. Þeir sem spila keppnisbridge vita þó, að til þess að fá hámarks- stigagjöf þarf að skora 4000 púnkta, sem gerir 24 impa. Svo stórar tölur eru þó sjaldgæfar og á rúmlega þrjátiu ára ferli i bridgekepfxtum hafði ég aldrei fengið hámarksstigagjöf i einu spili, þar til i áttundu umferð undankeppni Reykjavikurmeist- aramótsins. Austur gefur/allir á hættu. Norður * K D V D 10 ♦ K D Vestur * 6 A A 8 7 3 V A 6 5 2 ♦ 4 * G 10 7 4 Suöur G 6 9 4 8 7 Austur * 10 v 87 3 ♦ 10 9 6 5 2 * D 9 5 2 * 9 5 4 2 V K G O A G 3 aAK83 Makker minn i þessu tima- mótaspili var Þórarinn Sigþórs- son, sem einnig fékk sinn „stóra” i fyrsta sinn, vel að merkja i bridgeheiminum. Sagnir gegnu á þessa leið: Austur Suöur Vestur Norður pass 1 L pass 1 T pass 1 G pass 3 L pass 3 G pass 4 L pass 5 L dobl redobl pass pass pass Þaö er náttúrulega ljóst að mis- skilningur varö í sögnum hjá n-s og redobl norðurs var SOS — siö- asta tilraun til þess að bjarga ó- gæfunni. En ekki komast öll neyöarköll til skila og svo fór einnig um þetta. Vestur spilaði út hjartaás, sið- an spaöaás og meiri spaöa, sem austur trompaði. Að bragði kom tfgull til baka og nú gat safnhafi sloppið tiltölulega „vel”. Með þvi að taka tvo hæstu f trompi og spila þriðja trompi, þá sleppur hannmeð þrjá niður. En hann tók aðeins einu sinni tromp og spilaði tigli. Vestur trompaði, austur trompaði spaða, vestur trompaði tigul, austur trompaði spaða og áttunda slag varnarinnar fékk vestur með þvi aö trompa tigul. Sex niöur redoblaðir á hættu — 3400 til a-v. Við hitt borðið spiluöu n-s þrjú grönd og unnu fimm. Það voru 660 til viöbótar og sá „stóri” var á landi. Reyklanesmót I sveltakeppnl Reykjanesmóti i sveitakeppni 1980 lauk I Kópavogi sunnudaginn 3. febrúar. Fyrirsiðustu umferð áttu þrjár sveitir möguleika á sigri og spenna þvi' nokkur i lokaumferð- inni. Sigurvegari varð sveit Skafta Jónssonar, en auk hans spiluðu I sveitinni: Viöar Jónsson, Helgi Jóhannsson, Alfreð forseti Aifreðsson og bræðurnir Gisli og MagnUs Torfasynir. Sveit Skafta tapaöi engum leik I keppninni, gerði eitt jafntefli og hlaut 136 stig af 180 mögulegum og var þvi vel að sigrinum komin. Röð efstu sveitanna varð ann- ars þessi: stig 1. sv.Skafta Jónssonar 136 2. sv. Ármanns J. Lárussonar 132 3. sv. ÓlafsValgeirssonar 115 4. sv. Vilhjálms Vilhjálmss. 92 4. -6 sv. Alberts Þorsteinss. 90 5. -6. sv. Aðalsteins Jörgensen 90 Þrjár efstu sveitir eiga rétt á þátttökui undamlrslitum Islands- móts 1980. Enn er óðal nr. 1 Að toknum 12 umferöum í undankeppni tslandsmótsins, sem jafnframt er Reykjavikur- meistaramót, er staöa efstu sveitanna þessi: l.Oöal 179 2. Sævar Þorbjörnsson 178 3. Hjalti Eli'asson 171 4. Ólafur Lárusson 136 5. Sigurður B. Þorsteinss. 133 6. Þórarinn Sigþórsson 133 7. Kristján Blöndal 130 8. Tryggvi Gfslason 127 Fjórar efstu sveitirnar Ur undankeppninni munu siðan spila til Urslita um Reykja- vikurmeistaratitilinn og er þvi mjög spennandi keppni um fjórða sætiö. Siðustu umferðirnar veröa spilaöarl Hreyfilshúsinu á sunnu- dag og hefst spilamennska kl. 12.30. Höskuldarmót hafið á Selfossi Staðan eftir 1. umferö i Höskuidarmótinu, tvimennings- keppni sem verður 5 umferöir. Meöalskor 156 stig. stig 1. Krstmann Guömundsson — ÞóröurSigurösson 201 2. Sigfús Þóröarson — VilhjálmurÞ. Pálsson 181 3. Sigurður Þorleifsson — Arni Erlingsson 173 4. Siguröur Sighvatsson — OrnVigfUsson 164 5. Friðrik Larsen — Grlmur Sigurös son 162 6. ólafur Þorvaldsson — Jóhann Jónsson 160 B)örn Borg í mjúkum höndum t Sviþjóð njóta þeir kapparnir Ingemar Stenmark og Björn Borg ámóta hylliog frægustu stjörnur kvikmyndanna. Ljósmyndarar fylgja þeim nær hvert fótmál, og einum þeirra tókst að smelia þessari mynd af tenniskappanum, Björn Borg, og unnustu hans, Marina Simoniescu frá Rúmeniu. — Hún var aö óska honum til hamingju meö aö vera útnefndur heimsmeistari 1979 af alþjóöa tennissamtökunum. Þaö hafa ekki borist ýkja margar fréttamyndir frá þingkosningunum i Indlandi I sföasta mán- uöi, en þessi mynd var tekin daginn, scm Indira Gandhi varð forsætisráðherra aö nýju, eftir þriggja ára göngu utan stjórnaraöstööu. — Kosningasigur lndiru og kongressflokks hennar þótti meö ólikindum, svo gjörsamlega sem snú- iö var við blaðinu frá kosningunum, þar sem Janataflokkurinn gjörsigraöi Indiru. Hjónin á myndinni, Perri og Edward Klick, sjást hér vfirgefa réttasal I Harrisburg i Pennsilvaniu fyrir nokkru, en þau höföuöu mál gegneigendum kjarnorkuversins á Þriggja milna-eyju. Kröfö- ust þau bóta vegna þess aö barn þeirra fæddist andvana, en þau vildu kenna þaö þvi, aö geisla- eitrun frá verksmiöjunni eftir slysiö I fyrra, heföi borist út í umhverfið. Þau búa um 5 km frá verksmiðjunni. Klerkarnir í fyrsta sæti Þessi múr giröir af margnefndan staö úr fréttum undanfarinna vikna. Hann umlykur bandaríska sendiráöiö i Teheran, höfuöborg irans. Múrinn fékk á sig æriö skrautlega mynd i forsetakosningunum i ir- an á dögunum, þar sem Abol Hassan Bani-Sadr fór meö yfirburöar- sigur af hólmi. Myndskreytingin á veggnum segir sitt um tiðarand- ann I iran um þessar mundir. Þaö eru þrjár myndir af Bani-Sadr (manninum meö yfirskeggiö og gleraugun), einum helsta fram- bjóöanda kosninganna, en hinsvegar er múrinn veggfóöraöur meö myndum af æðstuprestunum og þá fyrst og fremst Khomeini.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.