Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 1
 Föstudagur 8. febrúar 1980/ 32. tbl. 70. árg. I STJORNAR SKIPTI VERDA ÍDAG RáOherrar verða tíu „Við gerum ráö fyrir þvi aö stjórnarskiptin fari fram klukkan þrjú i dag", sagöi Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, i samtali við Visi i morg- un. Ráðherrarnir veröa nú alls tiu, en hafa áöur verið flestir niu. Alþýðubandalagið, sem fær þrjá ráðherra, ákvað sin ráðherraefni á þingflokks- fundi i nótt, en áður höfðu Framsóknarmenn, sem fá fjóra menn, og stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens, sem fá þrjá' menn, ákveðið sin ráð- herraefni. Ráðherrar Framsóknar- flokksins verða Steingrlmur Hermannsson, sem fer með sjávarútvegs- og samgöngu- mál, Ólafur Jóhannesson, sem fer meö utanrikismál, Tómas Arnason, sem fer meö við- skiptamál og Ingvar Gislason, sem verður menntamálaráð- herra. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins verða Ragnar Arn- alds, sem verður f jármálaráð- herra, Hjörleifur Guttormsson fer með iðnaðar- og orkumál, • og Svavar Gestsson, sem fer með félags- og heilbrigðis- og tryggingamál. Gunnar Thoroddsen verður forsætisráðhérra, Friðjón Þórðarson verður dóms- og kirkjumálaráðherra og Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra. — ATA ÞÁ ANNAR FER ... KáOherrar Alþýðuflokksins munu standa upp Ur ráöherrastólum sinum I dag og nýir menn setjast i þeirra stað. Einn þeirra, sem kveðja er Sighvatur Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi f jármálaráð- herra en hann er hér á tali viö einn nýju ráðherranna Steingrlm Hermannsson er fara mun með sjávarútvegs- og samgöngumál i ráðuneyti Gunnars Thoroddsen. Vlsismynd: GVA. RABHERRARNIR I STJÓRN QUNNARS THORODDSEN Gunnar forsæt- Pálmi landbún- Friðjón dóms- Svavar Hjörleifur iðn- Ragnar fjár- Steingrimur ólafur isráðherra aðarráðherra málaráðherra félagsmálaráð- aðarráðherra málaráðherra sjávarútvegs- utanrikisráð- herra ráðherra herra Tómas við- Ingvar mennta- skiptaráðherra málaráðherra „MIKIÐ UM FRAMHJA- GREIÐSLUR í NÍQERÍU" - segir Jöhannes Nordal „Nefndirnar hafa ekki komið nálægt máli önundar. Þar var ein- göngu um að ræða gjaldeyrisyfirfærslumál, og það eru einu afskiptin sem Islensk stjórnvöld hafa haft af þessu" sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og formaður oliuviðskiptanefndar, þegar Vlsir bar undir hann þau ummæli önundar Asgeirssonar I VIsi I gær, að margar nefndir væru I landinu varðandi ollumál, þær gerðu allar ógagn, en þó engin eins og nefnd Jóhannesar Nordal en fyrir hans atbeina hefði veriö spillt fyrir stórum samningi I desember. Jóhannes sagði, að önundur hefði taliö sig geta samið um kaup á miklu magni af hráoliu eftir að hafa farið til Nigeriu I desember, en skilyrði fyrir, aö samningar gætu hafist var að 500 þúsund dollarar yrðu greiddir inn á reikning ótilgreinds aðila í Sviss. Ekki lá fyrir hver viðtak- andi greiðslunnar yrði, né fyrir hvaða þjónustu hún færi innt af hendi. Ekki var hægt að staöfesta að af samningum yrði þo greiðsla ætti sér stað. Akvörðun um máls- meðferö var tekin af viðskipta- ráðuneyti I samráði við Seðla- barikann og Landsbankann, sem er viðskiptabanki OHuverslunar íslands hf. Gjaldeyrisyfirvöld buðust til að leyfa yfirfærslur sem fyrirfram- greiðslu upp I væntanlegan samn- ing um oliukaup, enda yrði ábyrgst að greiðslan gengi til baka, ef ekkert yrði af samning- um. Þessu var hafnað og bentu þau viðbrögð til þess að hér væri ekki um venjulega viðskiptahætti að ræöa. ,,Ég tel vafasamt, að stjórnvöld eigi aðild að eða samþykki, með leyfisveitingum viðskipti sem ekki þola dagsins ljós eða kunna jafnvel að skoðast ólögleg hét á landi. Það er vitað, aö mikið er um það I Nigeriu að það séu alls konar framhjágreiðslur bæði fyrir og eftir yiðskipti. En það liggur Hka fyrir að það eru alls ekki öll viðskipti gerö á þeim grundvelli i þessum löndum og vel hægt að skipta við þau án þess. Oliunefnd hefur ekkert komið nálægtþessu. önundur hefur ekki sent henni sinar athug- anir né hún lagst á móti þeim", sagði Jóhannes Nordal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.