Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 2
vtsnt Föstudagur 8. febrúar 1980. \ Hvað myndir þú gera, ef þú vaknaðir eina nótt upp við það, að þjófur væri að brjótast inn i íbúðina hjá þér? 2 Hervör Jónasdóttir, húsmóöir: Ég hugsa bara aö ég yröi ofsalega hrædd, svo myndi ég liklega hrópa upp - ALMATTUGUR - og reyna að komast i sima. Ann- ars missi ég oftast málið, þegar ég verö mjög hrædd. Kristjana Júiiusdóttir, nemi: Guð, ég veit þaö ekki. Ætli ég reyndi ekki fyrst aö sjá hvernig þjófurinn liti út og breiöa siöan upp fyrir haus. Guömunda Jónsdóttir, setjari: Ég myndi nú bara taka hann á sálfræðinni. Bjóöa honum inn i eldhús, upp á kaffi og kökur. Hróar Þorsteinsson, nemi: Það færieftirstæröþjófsins. Ég hugsa samt aö ég myndi láta hann hlaupa. Ég myndi ekki þora að ráöast á hann. Guöjón Pálsson, forstjóri: baö er alveg klárt mál aö ég myndi taka á móti honum, ef hann væri ó- vopnaður. Ég geröi þaö hérna einu sinni um áriö, þegar brotist var inn hjá mér eina nótt, en sá var lika óvopnaöur. Fréttablaðið, sem Arnarflug gefur út og dreifir á þeim stööum innanlands.sem þaö sinniri áætlunarflugi. Afkoma Arnarflugs góD á síðasta ári Slarfsmenn fyrirtæklsíns rúmlega flmmtíu ,,Það var mjög góö afkoma hjá okkur á siðasta ári og greinilegur hagnaður af starf- seminni, en cndanlegar tölur liggja ekki enn fyrir”, sagöi Halldór Sigurösson, sölustjóri Arnarflugs hf., i samtali viö Vísi, en fyrirtækiö birti nýlega rekstraryfirlit fyrir áriö 1979. / Þar kemur fram að liðlega fimmtiu manns vinna nú hjá fyrirtækinu og launagreiðslur námu alls tæplega 384 milljón- um á siðasta ári, en veltan var tæpir 2 milljaröar. Til skamms tima voru tvær Boeing 720-þotur i eigu Arnar- flugs, en önnur þeirra var seld til Air Lingus á Irlandi nú fyrir áramótin. „Viö seldum þessa vél með endurnýjun I huga, en þaö hefur ekki verið gengið frá þeim kaupum ennþá”, sagöi Halldór. Heildarfjöldi farþega hjá Arnarflugi á sið- asta ári var um 140 þúsund. Eins og kunnugt er hóf Arnar- flug innanlandsflug i september á siöasta ári og i desember keypti félagið þrjár flugvélar til þeirra nota. Tvær af gerðinni Twin Otter-200 og eina Piper Navajo. I kjölfar innanlandsflugsins var hafin útgáfa upplýsinga- blaðs á vegum félagsins. Visir spurði Halldór Sigurðsson um tildrög útgáfunnar. „Þegar við hófum flug innan- lands urðum við varir við að fólk úti á landi vissi hreinlega ekki um tilvist fyrirtækisins og viö byrjuðum þessa útgáfu með- Boeingþota Arnarflugs. al annars til að bæta úr þvi. Við vonumst til að ná sambandi við fólk með þessu móti. Við reynum einnig að miðla upplýsingum um það sem er að gerast i Reykjavik til fólks úti á landi, þannig að það eigi auð- veldara með að skipuleggja feröir sinar i höfuðstaðinn. Blaðið er gefið út einu sinni i mánuði og ef þvi verður vel tek- ið kemur til greina að stækka það, en núna er það fjórar siður i dagblaðsbroti”. —P.M 1 Bændaskóllnn á Hólum: StarfsliDl sagt upp „Þaö er nú niál Aiþingis hvort framhald verður á skólahaldi að Hólum i Hjaltadal þvi til þess aö svo geti oröiö vantar fjárveitingu til hitaveitu og landbúnaöarráöu- neytið hefur sótt um það til fjár- veitinganefndar aö peningar verði veittir i það”, sagði Bragi Sigurjónsson, landbúnaöarráö- herra i samtali viö Visi vegna Bændaskólans á Hólum. Eins og Visir skýrði frá i janúar hefur svo litil aðsókn verið i skól- ann undanfarið að ekki hefur ver- ið unnt að halda þar uppi kennslu en engu að siður hafa 11 starfs- menn verið á launum við skólann. Bragi sagöi að skólastjó'ra og fastráðnu starfsfólki hefði nú ver- ið sagt upp störfum og skólastarf- semin lögð niður i þeirri mynd sem verið hefur. Það var hugmynd skólanefndar að breyta fyrirkomulagi skólans og taka þar upp ýmsar greinar sem ekki eru kenndar á Hvann- eyri, svo sem fiskeldi og loðdýra- rækt en Bragi sagði að til þess þyrfti hitaveitu á staöinn og heföi i þessu sambandi verið rætt um að setja á stofn fiskeldisstöð á Hólum, Hólalax h.f. Einsog áður segir er það mál nú komið til fjárveitinganefndar Al- þingis en Bragi kvaöst ekki vita hvenær beiðnin yrði afgreidd. —IJ. Stjórn og starfsmenn Kvenfélagasambands tslands: 1 fremri röö: Maria Pétursdóttir formaöur, Sigriö- ur Thorlacius,ritstjóri Húsfreyjunnar. Aftari röö: Sigurveig Siguröardóttir varaformaöur, Margrét S. Einarsdóttir meöstjórnandi, Sigriöur Haraldsdóttir forstööumaöur Leiöbeiningarstöövar húsmæöra, Guöbjörg Petersen afgrteiöslumaöur Húsfreyjunnar og Ingibjörg Bergsveinsdóttir aöstoöarritstjóri. Kvenfélagasamband íslands 50 ára: ÞungamlDjan aD vínna aD heill heimlia Fimmtiu ár voru liðin frá stofn- un Kvenfélagasambands Islands l. febrúar siðastliðinn. Tildrög stofnunar sambandsins voru brennandi áhugi á bættri hús- stjórnarfræöslu i landinu. Starfsvettvangur þess hefur siöar orðið viötækari en þungamiðjan jafnan sú aö vinna að heill heim- ila og fjölskyldu og efla samstöðu kvenna, segir i tilkynningu sem Kvenfélagasambandiö hefur sent frá sér. Fimm félagasamtök stóðu að stofnun KI en það er aö þvi leyti frábrugöiö flestum landsamtök- um kvenfélaga að innan þess sameinast almenn kvenfélög, verkakvennafélög, pólitisk kven- félög og fágfélög kvenna. Nú eru innan þess 21 héraössamband og eitt einstakt kvenfélag. Félaga- taia er alls um 25 þúsund. Kvenfélagasamband Islands er samnefnari þessa hóps út á viö. Þaö hefur skrifstofu að Hallveig- arstööum i Reykjavik, starfrækir þar leiðbeiningarstöð húsmæðra, gefur út timaritið Húsfreyjuna fjórum sinnum á ári og fræðslurit um ýmis efni, svo sem manneldi, aðrar greinar heimilisreksturs, þjóðbúninga og fleira. Rekstrarfé samtakanna er rikisstyrkur sem ákveöinn er I fjárlögum. Berklabóluelnl reynist gagniaust Bóluefni gegn berklum, sem notaö hefur veriö I mörg ár um ailan heim, meöal annars á ts- landi, viröist vera gagnslaust. New York Times skýröi nýlega frá niöurstööum tilrauna, sem geröar voru i Indlandi aö frum- kvæöi og meö stuöningi Banda- rikjastjórnar og Heilbrigöismála- stofnunarinnar (WHO) á tveimur geröum berklabóluefnisins BCG. Þessar tvær geröir reyndust gagnsiausar. Allmiklar umræður hafa verið um gagnsemi efnisins i nokkur ár og eru enn. Þá hefur verið rætt um aukaverkanir, sem geta fylgt lyfinu, svo sem miklar heila- bólgur. „Island hefur þá sérstööu, að það er sennilega eina landið I heiminum, þar sem aldrei hefur veriö bólusett gegn berklum aö ráöi”, sagði Ólafur ólafsson, landlæknir. „En I þeim tilfellum, þegar bólusett hefur veriö þá hefur BCG veriönotað.Læknanemarog þeir, sem störfuðu I heilbrigðisþjónust- unni, voru gjarnan bólusettir og enn eru nokkrir bólusettir árlega. Það er komin áratuga reynsla á þetta efni og það hefur sýnt sig, að það er gagn að þvi. Ég trúi varla öðru en að -hér sé um að ræöa einhver mistök i framleiðslu efnisins, sem rannsakað var.” — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.