Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 16
Revía, farsi eða raunsæisverk Heimilisdraugar eftir Böðvar Guðmundsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Leikmynd og búningar: Val- gerður Bergsdóttir Tónlist og áhrifahljóð: Áskell Másson Lýsing: David Walters Andlitsgrimur: Gisli Rúnar Jónsson Ég hef alla tið verið einlægur aðdáandi Böðvars Guðmunds- sonar. Hann er einn af okkar allt of fágætu húmoristum, og þau • tvö verk, sem ég hef séð eftir hann i Alþýðuleikhúsinu, Krummagull og Skollaleikur. voru bæði hin besta skemmtan, stilhrein og hnitmiðuð. Þessi tvö leikrit voru unnin af Þórhildi Þorleifsdóttur, og sýndi hún þar, sem oftar, að hún býr yfir frumleik og hugmyndaflugi. Það var þvi með talsverðri eftirvæntingu, að ég fór að hjá Heimilisdraugana i Lindarbæ ,nú i vikunni. Vænti ég mér góös af samvinnu þessara tveggja, Böövars og Þórhildar. En ein- hvernveginn skorti verkið nægi- lega dýpt til þess að ná veruleg- um tökum á manni. Maður gat ekki hlegið að hinu hlægilega og ekki grátið vegna hins sorglega, vegna þess að persónurnar eru of yfirborðslegar, boðskapurinn of einfeldningslegur til þess að vera trúverðugur. Höfundur málar allt i svörtu og hvitu og dregur þannig úr áhrifamætti textans. Allir hafa baslað við að koma leiklist Bryndis Schram skrifar yfir sig þaki, og hversu oft skyldi maður ekki hafa bölvað skattheimtunni, bankastjóran- um, fasteignasalanum og öðr- um þeim, sem hafa atvinnu af þvi að telja peninga. En engu að siður væri það fáránlegt að telja sjálfum sér trú um, að þeir einir beri sök á þvi, hvernig komið er fyrir okkur. Þar erum við öll meðsek, hvarsem við stöndum i þjóðfélaginu. Margt i byggingarbasli þeirra Hrafns og Svölu kemur okkur samt kunnuglega fyrir sjónir, og saga þeirra er eiginlega táknræn fyrir ástandið i þjóð- félaginu, eins og það er i dag. En það er framsetningarmátinn sem er ósannfærandi, mér ligg- ur við að segja fráhrindandi. Kann það að hluta til að felast i leikmyndinni, sem var köld og ógnvekjandi og hæfði ekki leik- verkinu nema á stundum, þar sem ýmist var verið að leika farsa, reviu eða raunsæisverk. _ Auk þess virtist hún vera of þung i vöfum og margbrotin fyrir þetta litla svið. 1 fyrsta lagi hefði mátt stytta verkið. Við það hefði sýningin eflaust orðið máttugri «g hnit- miðaðri. Mér þótti t.d. þáttur systkinanna, þeirra Ernu og Hauks, ekki til annars en lengja verkið að óþörfu. Þessi tvö hafa það hlutverk að skoða foreldra sina utan frá á sama hátt og við útii sal, þau taka litinn þátt i at- burðarásinni, og góðlátlegar út- leggingar þeirra eru óþarfa málalengingar. 1 öðru lagi eru sumar persón- urnar farsakenndar, eins og t.d. auðvaldsrotturnar hans Gisla Rúnars, sem voru frábærar hver um sig, og svo Bessý, vin- kona Svölu, sem Anna Einars- ■ dóttir gerði mjög góð skil. Aðrar Hér hefur ein persóna leiksins lent i kerfiskarli. eru beint út úr gömlu reviunum, eins og Jón Fróði, hvern Bjarni Ingvarsson gerði ein af eftir- minnilegustu persónum kvölds- ins, mjög gott gervi og finlegur leikur. Innan um allar þessar ýktu persónur eru svo hjónin, hversdagsleg og óljós, að leita að öryggi i tilverunni. Og það veitist bæði Sólveigu Hauksdótt- ur og Birni Karlssyni erfitt að skapa trúverðugar persónur, gæddar holdi og blóði, innan um allar þessar skopfigúrur. Þó gerði Sólveig marga góða hluti, og það fór ekki hjá þvi, að mað- ur fyndi til með henni i veikleika sinum. Tónlistarflutningur var til fyrirmyndar og einkar smekklega samansettur. Atriði úr reviunni Möppudýragarður eftir Óttar Einarsson. Mðppudýragarður Möppudýragarðurinn heitir revia eftir Óttar Einarsson sem Leikfélag Hveragerðis frumsýnir i kvöld klukkan 21. Revian fjallar um hrakninga manns I kerfiskraðakinu. Honum hefur oröið á sú smá yfirsjón að geta 12 börn með jafnmörgum stúlkum á einu ári. Leikendur i Möðpudýragarðin- um eru 14 og með helstu hlutverk fara Sigurgeir H. Friðþjófsson, Bergþóra Arnadóttir og Steindór Gestsson. Leikstjóri er Aðal- steinn Bergdal og undirleik ann- ast Theódór Kristjánsson og Arni Jónsson. Háskóia- tónlelkar Dóra M. Reyndal söngkona og Úrsúla Ingólfsson-Fassbind pianóleikari leika á fjórðu Háskólatónleikum vetrarins i Félagsstofnun stúdenta á laugar- dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Þær Dóra og Úrsúla flytja lög ■ eftir Hugo Wolf við ljóð Paul Heyse úr itölsku ljóðabókinni og nokkur lög eftir Richard Strauss. Dóra M. Reyndal söngkona syng- ur i Félagsstofnun stúdenta á laugardag. Carmlreill og Arnl Kristjánsson - á tónleikum Tónitsiartél agsins Pina Carmirelli fiðluleikari og Arni Kristjánsson píanóleikari leika á tónleikum Tónlistar- félagsins i kvöld i Austurbæjar- biói. Tónleikarnir hefjar klukkan 21. Carmirelli hefur verið talin meðal fremstu fiðluleikara allt siðan hún vann fyrstu verðlaun i samkeppni sem haldin var i til- efni af þvi að liðin voru 200 ár frá dauða fiðlusnillingsins Antonio Stradivari árið 1937. Hún leikur jöfnum höndum ein- leiks og kammerverk og stofnaði bæði Boccherini-kvintettinn og Carmirelli kvartettinn, sem báðir hafa leikið á fjölda tónleika i Evrópu og Ameriku við mjög góð- an orðstir. Pina Carmirelli leikur á Toskano Stradivariusfiðlu sem hún fékk að gjöf frá itölsku rikis- stjórninni i virðingarskyni fyrir list sina. A efnisskrá þeirra Carmirelli og Arna Kristjánssonar eru verk eftir Johannes Brahms, sónata fyrir fiðlu og pianó i G-dúr op 78 nr. 1, Sónata i A-dúr op 100 nr. 2, og sónata i D-dúr op 108 nr. 3. -KP. Pina Carmirelli. Arni Kristjánsson. Haiisieinn i FÍM-salnum Ilallsteinn Sigurðsson hefur opnað sýningu i FtM-salnum við Laugarnesveg. Þar sýnir hann 15. skúlptúra. Hann nam við Myndlista og handiðaskólann og við St. Mar- tin’s School of Art i London. Einnig hefur hann farið náms- ferðir til Italiu og Grikklands. Hallsteinn hefur sýnt verk sin t.d. á sýningunni Young Artists ’73 i New York, i Noregi, i Finn- landi, Hollandi og Belgiu. Þá hefur hann einnig sýnt hér heima t.d. á Kjarvalsstöðum á samsýningu Myndhöggvara- félagsins. Visismynd JA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.