Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 3
3 Ástin er svo sannarlega óútreiknanleg. Og hér hefur Debbie Reynolds tekist aö heilia Frank Sinatra upp úr skónum. Sjónvarp laugardagskvðld kl. 2145: ÁSTIN HEFUR HÝRAR RRÁR sjonvarp Föstudagur 8. febrúar 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrok(k) Þorgeir Ast- valdsson kynnir vinsæl dægurlög. 21.10 Kastljós Þáttur um inn- „ lend málefni. Umsjónar- maöur Guöjón Einarsson. 22.10 Lovey Ný, bandarisk sjónvarpskvikmynd, byggð á ævisögu Mary MacCrack- en, sem starfaö hefur að kennslu þroskaheftra barna. Aöalhlutverk Jane Alexander. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok Laugardagur 9. febrúar 16.30 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.30 Lassie önnur mynd af þrettán i bandariskum myndaflokki um tlkina Lassie og ævintýri hennar. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Spltalalff Bandariskur gamanmyndaflokkur. Þýö- andi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Cleo Tónlistarþáttur meö Cleo Laine og félögum hennar, Henry Mancini, Stephane Crappelli, i John Williams og Charlie Watts Þýöandi Ellert Sigurbjörns- son. 21.45 „Astin hefur hyrar brár” (Tender Trap) Bandarísk biómynd frá árinu 1955. ABalhlutverk Frank Si- natra, Debbie Reynolds og David Wayne. Charlie er um- boösmaöur leikara og bú- settur i New York. Hann er piparsveinn en margar stúlkur viröast telja hann hiö ákjósanlegasta manns- efni. Þýöandi Ragna Ragn- ars. 23.30 Dagskrárlok „Ástin hefur hýrar brár...” heitir kvikmyndin sem sýnd veröur i sjónvarpinu á laugar- dagskvöld og er það gömul og góð lumma frá 1955. Segir þar frá Charlie sem er umboðsmaður leikara og bú- settur i New York. Hann er piparsveinn og „allar vildu meyjarnar eiga hann” eins og Daviö sagöi, en hann ær lengi vel varist. Þó fer svo að lokum að ein þeirra fær klófest hann, þvi hvernig gæti myndin end- aö ööru visi... Margir frægir leikarar eru i þessari mynd og ber þar fyrst að nefna Frank Sinatra sem leikur auðvitað Charlie og Debbie Reynolds en hún leikur stúlkuna sem klófestir Charlie. 1 kvikmyndahand- bókinni okkar fær þessi mynd nokkuð góöa dóma eða þrjár og hálfa stjörnu og þykir titil- lagið sérlega vel heppnaö.-HR tír myndinni „Lovey”, sem sýnd verður i kvöld Sjónvarp löstudag kl. 22.10: Mynd um konu, sem starf- að hefur vlð kennslu hroskaheflra harna „Myndin „Lovey” er byggð á sumnefndri sögu, eftir Mary MacCracken og fjallar myndin um störf hennar, sem kennslukona þroskaheftra barna”, sagði Kristmann Eiðsson, þýðandi myndarinn- ar. Sagan segir frá MacCrack- en, sem skilið hefur við mann sinn fyrir nokkrum árum og byrjar aö starfa við skóla þroskaheftra barna. Kennslu- konan er búin aö hafa þrjá unga pilta i sinni umsjá um nokkurt skeiö, þegar skóla- stjórinn biöur hana um að taka við vangefinni stúlku, sem heitir Hanna, en hún er þaö ódæl og erfiö viðureignar, aö enginn skóli getur hatt hana innan sinna veggja, nema skamman tima i senn. MacCracken óttast að stúlkan muni eyöileggja allt þaö sem hún hefur veriö aö byggja upp, en aö lokum tekur hún við henni og gengur myndin aöal- lega út á þaö hvernig til tekst viö aö þroska hana. Inn i myndina fléttast einnig samskipti MacCracken viö samkennara og kunningja, sem reyna aö koma henni i samband við fráskilinn mann á svipuöum aldri og taka þau saman aö lokum. Myndin er frá árinu 1978 og er hún gerö af „Time-Life films.” —HS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.