Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 9. febrúar 1980 „ENGINN MUNUR Á AÐ SKERA UPP BONDAKALL EÐA KEISARA” — segir Björn Þorbjörnsson læknir i New York, sem skar upp íranskeisara í haust ,/Áður þekkti mig enginn/' segir Björn Þorbjörnsson/ læknir við New York Hospital/ sem komst í fréttirnar sl. haust/ fyrir þá sök að framkvæma aðgerð á hinum út- læga íranskeisara Reza Pahlavi. Björn hélt utan til Bandarikj- anna árið 1948, eftir að hafa lokið prófi i læknisfræði frá Háskóla íslands. Sem raun ber vitni, þá hefur Björn getið sér orð sem einn fremsti sérfræðingur i Bandarikjunum i meltingar- færas kur ðlækningum. Enginn munur á að skera upp keisara og íslenskan bóndakall ,,Það er enginn munur á að skera bóndakall á íslandi upp eöa keisara,” segir Björn. „Sjúkdómar koma jafnt niöur á öllum. Eini munurinn var sá að spitalinn var sem i hers höndum á meðan keisarinn dvaldi hér. Vopnaðir verðir voru alls staðar og á meðan á aðgerðinni stóð vöktuðu þrir verðir, gráir fyrir járnum, skurðstofuna. Sömu- leiðis fór margs konar vinna fram að nóttu til.” Einhver sagði i grini, að ef að Björn hefði skorið örlitið dýpra, þá væru minni vandamál i heiminum i dag. En Björn telur að Carter forseti hafi gert rétt er hann veitti keisaranum land- vistarleyfi á meðan á sjúkrahús- Sigriður Þor- geirsdóttir, fréttamaður Visis i Banda- rikjunum skrifar: dvöl hans stóð. „Keisarinn var mjög veikur og þurfti á sér- fræðingsaðstoð að halda. Carter myndi gera það sama fyrir aðra. Um sama leyti var m.a. staddur hér i borginni á öðru sjúkrahúsi náinn samstarfsmaöur Kho- meinis og enginn talaði um það.” Mikil spenna á meðan keisarinn var „Þessi skurðaðgerð hefur ekki breytt neinu,” bætir Björn við. „Það var nóg að gera áður og það er nóg að gera núna. Læknar hafa litið með auglýs- ingu að gera. Ég myndi með- höndla Komeini á sama hátt og keisarann og hugsa eins vel um Khomeini. Við læknar erum ekki pólitiskir. Ég vona bara að ástandið i tran fari batnandi fljótlega. Annars er keisarinn indælismaður, skarpur og vel aö sér. Hann var undrandi á að vera i New York og skorinn upp af tslendingi, en hann var ánægð- ur og þakklátur að komast i burt lifs og heilsu. Hingað kemur fólk frá öllum löndum heims að leita sér lækninga. Það var þó mikil spenna á meðan keisarinn dvaldi hér. Þegar einræðisherra er bylt þá er hatrið svo mikið.” Björner ættaöur frá Bildudal, sonur Þorbjörns Þórðarsonar, fyrrverandi héraðslæknis þar, og Guðrúnar Pálsdóttur. Hann stundaði sjó á skólaárunum, og var m.a. á skútu og sildarbát. „Það hefur margt breyst siðan þá,” segir Björn. „Þegar ég var á sfld, drógum við nótina inn með höndunum. Einnig var ég nokkur sumur með Birni Jónssyni frá Ánanaustum á linubátnum Sig- riði frá Reykjavik. Það var minnisstæður timi.” Stafaöi um stuttan tíma á Islandi Björn starfaði um stutt skeið sem læknir á Islandi, m.a. á Djúpavik og Rangárvöllum. „Þá ferðaðist maður á hestum i hriðarbyl i júni upp á fjöllum. Sá er einnig rnunurinn á starfinu þá og núna, að þá hafði maður meðal annars töng i töskunni til að draga úr tennur,” segir Björn. „Það er eins með læknisstarfið nú og sjómennskuna i gamla daga, þegar vel veiddist voru stutt stim. Ég fer að heiman frá mér klukkan sex á morgnana og ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá er ég kominn heim um sjö leytið á kvöldin.” Fyrir utan almenn læknis- störf, þá hefur Björn unnið að viötækum fræöi- og rannsóknar- störfum. Hann hefur skrifað svo nemur tugum greina i sérfræði- timarit og einnig hefur hann skrifað nokkrar bækur. Auk þess kennir hann við Cornell læknaháskólann sem er i tengsl- um við New York Hospital. Starfinu fylgja ferðalög út um allan heim, þar sem Björn hefur gert mikið af þvi að flytja erindi um læknisfræðileg máiefni. „Það er e.t.v. ekki eins mikill ljómi yfir meltingarfæraskurð- lækningum og t.d. hjartaskurö- lækningum,” segir Björn, „en það bætir það upp þegar maður fær keisara til meðferðar.” — SÞ, New York. KItrinSkyldan Samank0min- 1 fremri rö6 er Margaret, Páll og Lfsa. I aftari röð eru Björn, John og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.