Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 4
iLaugardagur 9. febrúar 1980 4 Forsetakosningarnar í Bandarikjunu Flestir efast um aö kosningarnar breyti miklu — Enginn frambjóöenda viröist hafa lausn á vandamálunum er viö aö etja Nokkrir eru þeir menn i Banda- rlkjunum sem eiga sér þann draum æðstan að verða forseti landsins og róa þeir aö þvi öllum árum. Kosið verður milli þessara manna 4. nóvember n.k. en þang- að til mega Bandarikjamenn þola linnulausa kosningabaráttu, endalaus ræðuhöld og þar fram eftir götunum. 35 sinnum veröur kosið forkosningum og siðla sum- ars munu flokkarnir tveir ákveða sina menn. Er þaö næsta skiljan- legt að ýmsir þar vestra velti þvi nú fyrir sér: hvaö þarf til sigurs? Hitt er svo annaö mál aö meiri- hluti kjósenda virðist örvænta um að á nokkurn hátt rætist Ur kreppu þessa eftirsdtta embættis, hver sem það verður sem hlýtur hnossið. Þaö er vaxandi erfiðleik-. Þó kenna megi Carter um mörg þeirra vandamála sem við er aö gilma eru gallar stjórnkerfisins ekki slður þungir á metaskálun- um. um bundið fyrir forseta að sýna nokkurnskörungsskap i starfi en slikt munu Bandarikjamenn þrá allra helst og þvl kjósa þann sem þeim llst mynduglegastur, burt- séö frá ftokkslínum enda oröinn næsta óljós munurinn milli flokk- anna tveggja, demókrata og repúblikana. Þó það kunni aö hljóma órökrétt I landf hins frjálsa framtaks þá er það stað- reynd að menn I þvlsa landi vilja helst mikinn leiötoga fyrir for- seta, mann sem getur stjórnað þjóöinni og um leiö veitt hrjáöri sál hennar styrk. Miklar efasemdir eru nU um það i Bandaríkjunum hvort hefð- bundin pólitísk ráð dugi til lausn- ar þeim vanda sem við er að etja. Frambjóðendur neyðast hins vegar til að skipuleggja baráttu sina á harla heföbundinn hátt, með hefðbundnum ráöum og Ur- ræðum, vegna hins flókna kosn- ingafyrirkomulags og skipulags kosningavélanna. Æ meiramáli skip tir fyrir kjós- endur hvert er viðhorf frambjóö- andans til embættisins sjálfs, hverjar eru hans hugmyndir um hlutverk þess og tilgang. Um nokkra þversögn er að ræða: annars vegar óska Bandarikja- menn eftir forseta, sterkum for- seta sem er þess megnugur aö leiða þá og leiðbeina Utúr öllum erfiðleikum en hins vegar vilja þeir sem minnst af „forsetavald- inu” vita og telja — þegar allt kemur til alls — að honum beri að hafalítii raunveruleg völd, a.m.k. á honum ekki að vera kleiít aö hlutast til um þau mál sem al- menningur telur aö honum komi ekki við, og þau eru býsna mörg. Upp á siðkastið hefur reynst erfitt fyrir forsetana að uppfylla kröfur kjósenda sinna og siðan Dwight D. Eisenhower leiö hafa forsetarnir jafnan endaö feril sinn harla litilmótlega. John F. Kennedy var að visu myrtur ai leiðamá aö þvirök að menn hefðu fljótlega þreyst á honum og bjart- sýnin sem fylgdi embættistöku hans snúist i vonbrigði. Lyndon B. Johnson var nálega neyddur til þessaðdraga sig f hlé og allir vita hvernig fór fyrir Richard M. Nixon. Þó flestir hafi virt Gerald Ford að vissu marki vakti hann enga hrifningu og þeir menn eru un»i neiöbundnum frjálslyndis- pólitikusum er hinn eftirtektar- verði rlkisstjóri I Kaliforniu and- vlgur miklum ríkisafskiptum. til sem telja feril Jimmy Carters hreint skólabókardæmi í óreiðu og vitleysu. Nú riður á, telja þess- ir menn,að vel takisttil um næsta kjörtimabil forseta, ella komist embættið, og þar með allt banda- riska stjórnskipulagið, I mikla og hættulega kreppu. Traustui; öruggur og skapandi forseti er, aö áiiti þessara efasemdarmanna, einmitt það sem bandariskir kjósendur vilja — og þarfnast. Af hálfu demókrata eru það sem kunnugt er þeir Edward Kennedy öldungadeildarþing- maöur og Jerry Brown, rikis- stjóri,sem keppa að því aö ná út- nefningu til forsetaframboðs af Jimmy Carter. Þó Carter hafi nú yfirgnæfandi meirihluta I skoð- anakönnunum er liklegt aö at- burðirnir I íran og Afganistan ráði þar miklu, kjósendur fylki sér að baki forseta sínum er þeim finnst aðBandarlkjunum vegið en muni er þau mál leysast eða hverfa í gleymskunnar dá aftur snúa sér aö innanlandsvandamál- unum. Fjöldi repUblikana keppir aö sama markmiöi en af þeim mega fjórir teljast Hklegir til aö ná þessu takmarki — þeir Ronald Reagan, John Connally, Howard Baker og George Bush. Kunnur bandariskur blaöamaður, Everett Carl Ladd, kannaði ný- lega afstöðu þessara manna til hlutverks fœ-setaembættisins og farahelstuniöurstöður hanshér á eftir. Laddkemst — þegar á heildina er litiö — að þeirri niöurstöðu að frambjóðendurnir hafi næsta litl- ar áhyggjur af þessum hluta starfsins. Þeir geri sér að visu ljóst að til þess aö forseti megi stjórna með góöum árangri þurfi meira til en aðeinshæfni, reynslu, heppilega skapgerð og hugsjónir. Þeir viti að þeir þurfi einnig aö vera færir um að koma markmið- um sinum i framkvæmd og stjórntækin til þess — fyrst og fremst stjórnmálaflokkarnir — séu nú aðeins svipur hjá sjón. En Ladd segir þá hafa fádæma litlar áhyggjuraf þessu atriði, þvisiður að þeir hafi mótað nokkra stefnu sem unniö gæti gegn þessum vandamálum. Hnignun stjórnmálaflokkanna hefur mikið að segja í þessu sam- bandi. Hér áður fyrr gátu forset- öldungadeildarþingmaöurinn frá Massachusetts telur heilladrýgst að aðlaga „New Deal” stefnu Roosevelts nútimaaðstæðum. arnir treyst á flokk sinn, sér til aöstoðarviö að koma málum sin- um fram, þeir voru nokkurs kon- ar brúfrá forsetanum til þingsins og þjóöarinnar. Nú er vaxandi einangrun hlutskipti forsetans og varð þetta vandamál augljóst i tiö Richard M. Nixons en einnig hef- ur Jimmy Carter fundiö sig fjarska hjálparlausan. Þá er þingið einnig siaukin byrði á f orsetanum og llklega enn meiri en hnignun flokkanna. Fyr- ir ekki löngu byggðist þingiö upp af nokkrum sterkum nefndum sem höföu töluverð völd en nú hefur þaö leyst upp I 250 nefndir, undirnefndir og undirundirnefnd- ir. Þar meö er þingiö orðið mikiö bákn sem erfitt er að fást við erida segja gárungar i Washington að nú sé sérhver þingmaöur demó- krata formaður einhverrar nefndarinnar. Rétt einsog frambjóöendurnir sjö sem Ladd tekur til meöferðar hafa flestir harla óljósar hug- myndir um þaö hvernig styrkja eigi ftokksböndin, þá eru svör þeirra um þetta atriði — þingið ekkert til að hrópa húrra fyrir. Repúblikaninn John Connally hefur þó sett fram hugmyndir um ýmsar breytingar — kjörtimabil forseta verði sex ár og endur- kosning ekki leyfð, öldunga - deildarþingmenn verði kosnir til sex eða átta ára en fulltrúadeild- arþingmenn sætu fjórum sinnum tvö ár. Hann heldur þvi fram að þaö myndi styrkja stööu forset- ans og þingsins ef þeir menn sem kosnir væru til starfa þyrftu ekki snimhendis að byrja aö hafa áhyggjur af endurkjöri sínu og þar af leiðandi sifellt að stunda fyrirgreiðslupólitik fyrir ýmsa aðila. Þá hefur Jerry Brown lagt fram þá tillögu að þess veröi krafist I lögum að jafnvægi náist I fjárlögum, enda sé þingið, eins og það er nú, ekki þess umkomiö aö standa gegn eilífum kröfum um meiri fjárútlát til hinna ýmsu mála. Þessi tillaga, og aðrar henni likar, hafa þó litinn hljóm- grunn. Þá hafa margir kvartaö yfir þvl að sjónvarpsstöövarnar hafi slæm áhrif á virkni forseta I starfi, menn fái þar þá hugmynd aö allt stjórnkerfið sé eitt heljar- mikið leikhús sem engin ástæða Reagan kveður fastar að orði en nokkur annar þegar hann mælir með þvi að rikisvaldið verði stór- lega skert. sé til að bera nokkra viröingu fyr- ir. Einnig hafi sjónvarpið þau áhrif að menn s jái greinilega alla galla þeirra sem gegna embætti forseta, hversu smáir sem þeir eru, og því sé erfitt fyrir menn að standast þann samanburö sem ætiö er gerður við „hina gömlu, góöu” forseta sem sérhver hollur Bandarikjamaöur dáir af öllum lifs og sálar kröftum, Washing- ton, Jefferson, Lincoln, Roose- velt og Roosevelt... Enda er sagt að litlu máli skipti lengur hversuhæfur forseti er eöa „sterkur” leiötogi, honum muni ætlð reynast erfitt meö núverandi stjórnkerfi aö koma málum sin- um framogsé jafnvel ekki lengur öruggur um að hljóta útnefningu flokks sins þegar til endurkjörs kemur. Þetta hafi þær afleiðingar aöút á við viröist staöa forsetans veik, af þvi leiði svo að vald hans yfir mönnum minnki etc.etc. Það er álit margra sem kunnugir mega teljast að þetta eftirsótta embætti sé hafnað I vitahring. Þrennt er það sem forseti þarf að ráða yfir til að geta náð ein- hverjum árangri; þegar hefur verið minnst á miidlvægi hæfi- leika hans sjálfs og svo virkni hans innan stjórnkerfisins. 1 þriðja lagi þarf svo forseti að hafa á takteinum „lausnir” á vanda- málunum sem við er að etja. A það er bent að þó vafa sé undir- orpið hvort „New Deal”-stefna Franklins D. Roosevelts hafi i rauninni verið þess umkomin að glima við vandræöi kreRJunnar miklu þá hafi það haft úrslitaþýö- ingu að mönnum hafi virst þessi frjálslyndispólitik geta borið árangurog þvi fyllst nýjum þrótti og bjartsýni aftur oriö rlkjandi. Hin tröllauknu vandamál nú- timans — verðbólga, atvinnu- leysi, efnahagsleg stöönun og orkuskortur — hafa nú riðið að fullu siöustu leifum „New Deal”-stefnunnar og breytinga er þörf, að flestra dómi. En þá velta bandariskir kjósendur þvf fyrir sér hvort frambjóðendurnir nú hafi einhver ráð sem greitt gætu úr málunum. Verðbólgan er höfuðóvinur allra frambjóðendanna — að Edward Kennedy einum undan- skildum — og þeir segja að verði henni ekki komiö niður úr þeim Óllkt Reagan vill þessi fyrrver- andi rikisstjóri I Texas ekki leggja hömlur á forsetaembættið en hyggst beita valdi sinu á ihaldssaman hátt. 13% sem hún er nú I muni kjör- timabil næsta forseta verða árangurslaust. Kennedy telur hins vegar aö lita verði á verð- bólguna i vlðara samhengi og taka þá tillit til hækkandi orku- verðs, svimandi læknisgreiöslna, atvinnuleysis og þar fram eftir götunum. Kennedy er llka einn um þaö að állta að „New Deal”-stefnan hafi ekki beðiö endanlegt skipbrot og hann held- ur því fram að aðlaga verði þessa stefnu aöstæöum nútlmans, þó hann geri sér grein fyrir þvl að næsti áratugur geti hvorki ein- kennst af hreinu frjálslyndi eða þá hreinni Ihaldsstefnu. Meðal baráttumála Kennedys er aukin rikisforsjá i ýmsum málum, svo sem læknisþjónustu, en aftur minnirikisforsjá iýmsum öðrum. Hann berst og fyrir aukinni að- stoð rikisins við þá sem minni- háttar eru. Báðir teljast þeir Kennedy og Jerry Brown frjálslyndir i stjórn- málum Bandarikjanna en er þó á milli skoöana þeirra hyldýpi mikið. Kennedy er einsog áöur segir frjálslyndur pólitikus af gamla skólanum, meðan Jerry Brown er fylgjandi hinni svoköll- uðu „nýju frjálslyndisstefnu” og eiga þær fátt eitt sameiginlegt. Nýja frjálslyndið hefur verið að mótast undanfarin 10-20 ár en þungamiðja þeirrar stefnu er aö taka verði mið af aðstæöum nútil- dagsi' pólitiskum aðgerðum. Með aukinni fjöldamenntun óx upp heil kynslóö manna sem þótti litíð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.