Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR Laugardagur 9. febrúar 1980. 99 99 Rætt vid þá alþingismenn Sjálfstædisflokksins sem standa að stjórnarmynduninni Kríttir fjölmibla i þessari viku hafa aö miklu leyti snúist um þrjá einstaklinga, alþingismenniua Gunnar Thor- oddsen, Friöjón Þóröarson og Pálma .lónsson. Tilurö þeirrar rikisstjórnar, sem nú hefur veriö mynduö undirforsæti Gunnars, átti mik- iö undir þvi hvort þeir Friöjón og Pálnii stæöu aö baki hennar eöa ekki. Uögunt sarnan sögðust þeir Friöjón og Pálmi enga á- kvörðun hafa tckiö um stuðning við stjórnina og kváöust vilja sjá inálefnasamninginn áöur en þeir geröu upp hug sinn. A íimmtudaginn var kváöu þeir loks upp úr um stuöning sinn við stiórn Gunnars og segja má aö þar með hafi hún orðið að veruleika. Þeim þremenningum hefur slöan ýmist veriö hrósaö i hástert fyrir pólitlskt hugrekki eöa þeim brigslaö um svik viö Sjálfstæöisflokkinn. Visir ræddi stuttlega viö þá félaga eftir stjórnarskiptin i gær. —P.M. ,,Vinn ad þvl að Sjátfstæöismenn nái aftur saman” sagdi Gunnar Thoroddsen forsætisrádherra ,,Ég er glaöur yfir þvi aö þessi stjórnarmyndun skyldi takast og ég er bjartsýnn á að þetta stjórnarsamstarf lánist vel” sagöi Gunnar Thoroddsen for- sætisráöherra hinnar nýju stjórnar i samtali viö Visi. Gunnar var spurður hvort persónulegar hefndir hefðu ráð- ið gerðum hans við þessa stjórnarmyndun. Sagði hann aö það væri fjarstæöa sem hann vildi ekki eyða orðum að. A- stæöan fyrir stjórnarmyndun- inni hefði verið sú að eftir tveggja mánaöa árangurslaust þóf hefði þetta verið eini mögu- leikinn á myndun þingstjórnar. Meö þessu samstarfi hefði veg og virðingu Alþingis verið borg- ið. Upplausnarástand hefði ver- ið farið að ríkja i þjóðfélaginu og ástandið orðið svo alvarlegt aö stjórnarmyndun þoldi enga bið. Aöspurður hvort persónu- legur ágreiningur hans og Geirs Hallgrimssonar hefði valdið svo óvenjulegri stjórnarmyndun, svaraði Gunnar því til að saga og aðdragandi þessarar stjórnarmyndunar sýndi það að frá upphafi hefði hann óskaö eftir þvi að þingflokkur Sjálf- stæöisflokksins væri aðili að þessari stjórnarmyndun. Eftir fyrstu könnun sina á möguleika þessa stjórnarsamstarfs hefði hann beðiö um þingflokksfund og skýrt þar ýtarlega hvernig málin stæðu. Þar hefði hann lagt fram tillögu um að þing- flokkurinn tæki upp viðræður við hina tvo flokkana um stjórnarmyndun,sem hlaut ekki samþykki. Um stofnun nýs stjórnmála- flokks sagði Gunnar að hann teldi engar likur á að til þess kæmi. Hann og fylgismenn hans myndu vinna að þvi að sjálf- stæðismenn næðu aftur saman þegar mesti móöurinn rynni af mönnum. Gunnar sagði að sér væri efst i huga viö upphaf ferils þessarar nýju stjórnar að henni tækist að leysa þau miklu vandamál þjóðarinnar sem við blöstu og að henni bæri gæfu til að veröa þjóðinni að gagni. Gunnar var spurður hvort þátttaka Alþýðubandalagsins i þessari stjórn tryggði að friður héldist á vinnumarkaðinum. Sagði hann að eitt megin mark- mið þessarar stjórnar væri að stuðla að þvi að samkomulag næðist á vinnumarkaðnum og væri i stjórnarsáttmálanum bent á ýmsar leiðir til að svo mætti verða. Hvað snerti Alþýðubandalagið þá væri það mikilvægt að sá flokkur sem ætti itök i verkalýðshreyfing- unni, beitti áhrifum sinum til að stuðla að samkomulagi og vinnufriði. —HR Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra kemur til skrifstofu sinnar f Stjórnarráöshúsinu I fylgd Guömundar Benediktssonar ráöuneytis- stjóra. Visismynd: BG. Pálmi mynd: Jónsson landbúnaöarráöherra i skrifstofu sinni. JA. Visis- ,,Vísa á bug öllu tali um svik” segir Pálmi Jónsson „Þaö liggur ljóst fyrir að ég er og verð sjálfstæðismaður hvaö sem öllu liður”, sagöi Pálmi Jónsson, landbúnaöarráöherra, þegar hann var spuröur álits á stööu sinni innan Sjálfstæöis- flokksins, nú þegar hann hefur tekiö sæti i rikisstjórn i and- stööu við þingflokk og miöstjórn flokksins. — Formaður þingflokksins hefur lýst þeirri skoðun sinni, að stuðningsmenn þessarar rikis- stjórnar ættu ekki að sitja þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Hvernig hyggstu bregðast við þvi? „Ég hef hugsað mér að sækja þingflokksfundi. Ef þingflokk- urinn ákveður annað er það hans mál. Annars situr þing- flokkurinn á fundi núna, sem ég hafði þvi miður ekki tök á aö sækja, og væntanlega verða við- brögð hans ákveðin þar.” — Hefur þátttaka ykkar sjálf- stæðismannanna i þessari stjórn valdiö klofningi innan flokksins og er stofnun nýs stjórnmálaflokks hugsanleg afleiðing þessa? „Við Friðjón Þórðarson höf- um gert itrekaðar tilraunir til þess að fá flokkinn sem slikan til að standa að þcssari stjórn og enn er ekki útséð um það, þar sem flokksráð hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Varðandi stofnun nýs flokks tel ég ekki rétt á þessu stigi að gera neinu sliku skóna. Min pólitiska framtið veltur á þvi sem fólk i minu kjördæmi gerir i sambandi við framboð og kosningar”. — Sumir hafa orðið til þess að draga i efa heiðarleika ykkar Friðjóns meöan á stjórnar- myndun stóð, þið hefðuð gert upp hug ykkar fyrir löngu og þessi óvissa hefði bara verið sjónarspil af ykkar hálfu. Hvað viltu segja um þetta? „Akvörðun min um aðild að þessari rikisstjórn mótaðist á mánudaginn var. Hún var auð- vitað meö þeim fyrirvara að ég gæti sætt mig við málefna- samninginn, en ég sá fyrstu drög að honum siðdegis á þriðjudag. Strax sama dag og þessi á- kvörðun lá fyrir tilkynnti ég for- manni Sjálfstæðisflokksins, for- manni þingflokksins og Eyjólfi Konráð Jónssyni hvernig mál- um var komið, þannig að ég hef ekki farið á bak við neinn i þess- um efnum. Ég visa á bug öllu tali um svik i þessu sambandi”. —P.M. ,,Land og þjóö veröa að vera númer eitt — jafnvel fyrir góða flokksmenn” segir Friðjón Þórðarson Friöjóns Þóröarsonar dómsmálaráöherra biöu tvö bréf, sem borist höföu i ráöuneytiö eftir aö umboö Vilmundar Gylfasonar féll úr gildi. Visismynd: GVA. „Það cr ekki gott að segja hvaö þessi stjórn situr lengi, en ég ætla aö minnsta kosti ekki að sitja lengur I henni, en meöan hún gerir eitthvaö gott og tekur á þeim málum sein þarf aö ráða fram úr" sagði Friöjón Þórðar- son dómsmálaráöherra þegar Visir ræddi við hann i gær skömmu eftir aö hann tók við embætti. Hann var spuröur hver staöa hans i flokknum væri nú. „Ef til vill óljós. En ég held á- fram þvi starfi sem ég hef verið i að undanförnu að reyna aö greiöa úr þessu máli . Ef hörðum deilum verður haldið áfram, skiptast menn i hópa með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum'.' — Telurðu þá ekki að flokkur- inn sé þegar klofinn? „Nei alls ekki” — Nú hefur formaður þing- flokks sagt að þið fengjuð ekki að sitja þingflokksfundi ef þið tækjuð við ráðherraembættum. „Ég ætla mér að sækja þing- flokksfundi eins og ég er vanur, en ég fer vitaskuld út ef ég verð beðinn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera i stjórnarandstöðu er auðvitað erfitt fyrir stjórn og stjórnarandstöðu að vera i sama herbergi. Hinsvegar er á það að lita að það er engan veg- inn óvanalegt að menn rifist á flokksfundum Sjálfstæðis- flokksins. Sumir hlaupa út og skella á eftir sér hurðum, — misjafnlega fast.” — Þin afstaða i þessu máli hefur komið á óvart þar sem þú ert talinn friðelskandi og litið fyrir átök og áhættu af þessu tagi . „Ég er stundum lengi að taka ákvörðun, en þegar ég er búinn að þvi, hvika ég ekki frá henni. Um miðjan dag i gær þegar ég gerði mér grein fyrir að ekki var hægt að fá flokkinn með i þetta samstarf varð ég alveg á- kveöinn. Og ég er sáttur viö sjálfan mig þó ég geri mér grein fyrir aö þetta er alvarleg á- kvörðun”. — Af hverju er Framsóknar- flokkurinn með fjóra ráðherra en þið aðeins með þrjá? „Það var ekki ákveðið fyrr en á siðustu stundu og þá af þeim sem leiddu umræðurnar. Ég veit satt að segja ekki með hvaða rökum. Ég er ekki ánægður með þá ráðstöfun, tel að flokkarnir eigi allir að fá jafnmarga og er auk þess al- gjörlega mótfallinn þvi að ráð- herrum sé fjölgað”. — Finnst þér ekki erfitt að fara inn á þessa braut án þess að hafa stuðning flokksins i farangrinum? „Nei, eiginlega ekki. Ég tek þvi sem að höndum ber. Eftir að ég tók þessa ákvörðun hef ég verið alveg rólegur og laus við hik og efa. — Þér finnst þá ekki að þú sért svikari við flokkinn? „Nei, hreint ekki. Telji ein- hver svo vera, þá visa ég til 48undu greinar stjórnarskrár- innar þar sem segir að alþingis- maður sé engu bundinn nema sannfæringu sinni. Land og þjóð verða að vera númer eitt, — jafnvel fyrir góða flokksmenn” sagði Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra. —JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.