Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 31
vísm Laugardagur 9. febrúar 1980 31 Nýsendíng af ódýrum skrautfiskum! M.a. gullfiskar á aðeins 950 kr. OPIÐ: laugardaga frá 10-1 ÖULLFI9KA VBUÐIN Aðalstrætí 4. (Físchersundí) Talsímí=11757 Stór veghefill fór útaf veginum fyrir Ölafsvikurenni nú i vik- unni, er snjóflóð féll á hann. Hef- illinn stöðvaðist á klettanös nokkru fyrir neðan veginn en hefði að öðrum kosti hrapað fr'am af björgunum og niöur i sjó. Rikharður Hjörleifsson veg- hefilsstjóri slapp ómeiddur. (Ljósmynd: Bæring Cecilsson) Fljúgandi flsklarmur Þrjú tonn af fiski voru á ferð og flugi milli Keflavikur og Lond- on um siðustu helgi. Fyrst var flogið með fiskinn út, siðan aftur heim og loks út i annað sinn. Farmurinn fór útan á laugardagin með DC-8 þotu Flug- leiða. Vegna misskilnings fór farmurinn ekki á pöllum heldur sem hver önnur frakt i lest og neituðu flugvallarmenn i London að losa farminn á laugardegi. Fiskurinnfór þviheim aftur með þotunnienvar sendur út á mánu- daginn og gekk þá allt að óskum. Engar skemmdir urðu á farminum á þessu flakki en þetta hefur verið orðinn hálfgeröur flugfiskur i lokin. — SG ingólfur andvígur stjórnlnnl Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra var i hópi þeirra, sem lýstu sig andviga stjórnarmynd- un Gunnars Thoroddsens á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna i Rangárvallasýslu sl. föstudagskvöld. Til fundarins var boðaö sam- kvæmt beiðni Eggerts Haukdals, sem kosinn var á þing af L-lista i Suðurlandskjördæmi i siðustu alþingiskosningum, en hann hefur lýst yfir stuöningi við stjórnarmyndun Gunnars. Um- ræðuefnið á fundinum var við- horfið til stjórnarmyndunarinn- ar. Eggert Haukdgl komst ekki til fundarins vegna óveðurs. Af þeim, sem til máls tóku, munu fleiri hafa lýst sig andviga myndun rikisstjórnarinnar, en nokkrir lýst sig meðmælta. Engin samþykkt var gerð á fundinum, en Sigurður óskar- sson, sem skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi i kosning- unum i desember sl. lagði fram bókun, þar sem lýst var yfir fullri andstöðu við þaö verk varaformanns Sjálfstæðis- flokksins að mynda rikisstjórn fyrir Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn. _ sigurvegamr 14-og/i Ef þu hefur nokkru sinni efast um sparneytni Volvo, þá er kominn tími til að þú sannfærist! Ef þú hefur nokkru sinni efast um sparneytni Volvo, þá er kominn tími til að láta sannfærast! Það hafa allir gert sér grein fyrir „Volvo öryggi" gæðin í framleiðslunni leyna sér ekki. Meðalendingin, talar sínu máli - og endur- söluverðið segir sitt. Úrslit sparaksturskeppni BÍKR í vor, sýndu greinilega yfirburði Volvo. í 4. fflokkl, 1301-1600 cc , sigraði Volvo 343 með yfirburðum. 343 (1397 cc) ók 77.12 km og eyðsla hans á 100 km var aðeins 6.48 I. í 7. flokki, 2001-3000 cc, sigraði Volvo 244 (2127 cc) ók 62.00 km með 8.06 eyðslu á hundraði. En hefur þú gert þér grein fyrir benzínnýtingu Þettaeru vissulegatölur.semtalasínumáli.-enn Volvo? ein staðfestingin á gæðum Volvo bifreiðanna. VOLVO - sparnaður, þægindi, þjónusta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.