Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 09.02.1980, Blaðsíða 32
síminner 86611 Spásvæbi Vcöurstofu Islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfiröir, 4. Noröur- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8, Suövesturland. Veðurspá 1 dag er gert ráð fyrir hvassri og sumstaöar all- hvassri austanátt, skýjað og sums staðar smá skúrir. A morgun er gert ráð fyrir sunnanátt, skúrum sunnan- lands en þurrt á Norður- og Vesturlandi, gengur i vaxandi austan- og suðaustanátt með rigningu sunnanlands þegar liður á daginn. Veður heldur áfram að hlýna. Veörið hér og har Veðrið klukkan 18 i gær: Akureyrialskýjað 3, Bergen iéttskýjað +6, Helsinki létt- skýjað -=-18, Kaupmannahöfn skýjað -í-1, Osló léttskýjað t17, Reykjavik skýjað 5, Stokkhólmur léttskýjað -s-14, Þórshöfn skúrir 3. Aþena skýjað 14, Berlin rigning 4, Feneyjarheiðrikt 8, Krankfurtskýjað 9, Nuuklétt- skýjað -i-6, London súld 11, Luxemburg skýjað 7, Las Palmas léttskýjað 19, Paris skýjað 10, Róm heiðrikt 12, Vin léttskýjað 6. Lokl seglp Nú þykjast stjórnarherrarn- ir vera biínir aö bjarga virö- ingu Alþingis. Og þá finnst þeim lika best aö senda þaö bara heim! Þorlákshðfn skll- in irá öifushreppi? - Dellur á hreppsnelndarlundl um hvorl segja eigl sveitarsijóranum upp Á f jölmennum og f jörugum hreppsnefndarfundi, sem haldinn var i Þorlákshöfn á fimmtudagskvöldiö, var samþykkt aö skilja ætti Þorlákshöfn frá ölfushreppi, Einnig var mjög til umræðu sú ákvörðun hreppsnefndarinnar að segja upp sveitarstjóranum, Þorsteini Garðarssyni. ,,Á fundinum fannst mér koma fram mikil óánægja með þá ákvörðun hreppsnefndar að segja sveitarstjóranum upp”, sagði Stefán Garðarsson, skrifstofustjóri ölfushrepps, er Visir leitaði til hans i gær. Stefán sagði, að sveitar- stjórinn væri vinsæll i Þorláks- höfn, en ef til vill væri einhver óánægja með hann i sveitinni, enda mætti segja, að Þorláks- hafnarbúar ættu litla samleið með ölfushreppi. Óánægja hreppsnefndar- manna með sveitarstjórann mun vera vegna skuldasöfnun- ar hreppsins, en ölfushreppur og Hitaveita Þorlákshafnar skulda nú um þrjú hundruð milljónir króna. ,,Þetta er timabundinn vandi hjá okkur, ég tel ekki að fjár- hagsstaða hreppsins sé svo slæm”, sagði Stefán. „Rikið skuldar okkur 30—40 milljónir vegna byggingar grunnskóla og við eigum eftir að innheimta gjöld vegna hitaveitulagna”. Þá lagði Stefán áherslu á, að óanægja hreppsnefndarinnar væri ekki sprottin vegna ein- hverrar óreiöu eða misferlis, enda færi þvi fjarri að um slikt væri að ræða. Á fundinum i Þorlákshöfn var samþykkt að gengist yrði fyrir undirskriftasöfnun, þar sem farið væri fram á, að Þor- lákshöfn og ölfushreppur yrðu aðskilin og Þorlákshöfn og ölfushreppur yrðu aðskilin og Þorlákshöfn yrði gerð að kaup- stað. Ibúar Þorlákshafnar eru tæplega eitt þúsund. — ATA Nýja rikisstjórnin ásamt forseta. Frá vinstri: Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra, Steingrimur Hermannsson, Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds, Ingvar Gislason, Ólafur Jóhannesson.Friöjón Þóröarson, Pálmi Jónsson og dr. Kristján Eldjárn forseti ís- lands. (Visism. B.G.) Rfkissiiórn Gunnars tekin við vðidum Starfsstjórn Alþýðuflokksins fékk lausn frá störfum á rikis- ráðsfundi sem haldinn var að Bessastöðum klukkan 11 i gær- morgun. Klukkan 15 tók svo for- seti Islands á móti Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra og ráðherrum hans og fól þeim formlega stjórn landsins. Að þvi búnu heldu hinir 10 nýju ráðherrar aftur til Reykjavikur, þar sem þeir fóru hver i sitt ráðuneyti og tóku við lyklavöld- um frá fyrrverandi ráðherrum Alþýðuflokks ins . Fóru lykla- skiptin friðsamlega fram. Af hinum 10 ráðherrum eru þrir sem ekki hafa gegnt ráðherra- embætti áður, Ingvar Gislason, Pálmi Jónsson og Friðjón Þörðarson. Sjá frásögn og myndir á bls. 6,9,30. — SG Svlptlngar út at skriistoiustióraembætti við Try gglngastof nunlna: Magnús vildl ekki sklpa I stöðuna - Talið. að Svavar sklpl flokksbróður sinn í byrjun janúar var auglýst laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Tryggingastofnunar rikisins, en umsóknarfrestur rann út 5. þessa mánaðar. Skrifstofustjórinn er jafnframt að- stoðarforstjóri stofnunarinnar. Fyrrverandi skrifstofustjóri, Eyjólfur Jónsson, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Tólf manns sóttu um embætti skrifstofustjóra, en beðið er um- sagnar tryggingaráös og for- Stjóra Tryggingastofnunarinn- ar. Heilbrigðis- og trygginga- ráðherra veitir siðan stöðuna. Tryggingaráð kemur saman á hálfsmánaðar fresti og var siðt asti fundur haldinn sl. miðvikú- dag 6. febrúar, og var þar ekki látin i té umsögn. Umsækjendur eru: Bjarni P. Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins, Ge- org H. Tryggvason, aðstoðar- maður ráðherra, Guðjón Al- bertsson, deildarstjóri, Guðjón A. Jónsson, fulltrúi á lögfræði- skrifstofu, Guðmundur Reykja- lin, deildarstjóri, Haukur Harð- arson, Hilmar Björgvinsson, deildarstjóri, Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri, Magnús Brynjólfsson, Ólafur Björgúlfs- son, deildarstjóri, Sverrir Kaaber, framkvæmdastjóri og örn Eiðsson, deildarstjóri. Talið er, að fráfarandi heil- brigðis- og tryggingaráðherra Magnús H. Magnússon hafi ætl- að að veita aðstoðarmanni sin- um Georg H. Tryggvasyni stöð- una. Þegar ljóst varð, að stjórnarskipti yrðu áður en um- sögn tryggingaráðs lægi fyrir, munu ýmsir aðilar innan Al- þýðuflokksins hafa lagt mjög fast að Magnúsi að veita stöð- una, þó að umsögnin lægi ekki fyrir, en aðrir verið þvi mjög andvigir. Tók Magnús siðan þá ákvörðun að skipa ekki i stöð- una. Kemur það þvi i hlut eftir- manns hans Svavars Gestsson- ar. Er talið fullvist, að hann skipi flokksbróður sinn Guðjón A. Jónsson lögfræðing, sem hef- ur starfað sem fulltrúi á lög- mannsskrifstofu Inga R. Helga- sonar hrl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.