Vísir - 11.02.1980, Síða 1

Vísir - 11.02.1980, Síða 1
Mánudagur 11. febrúar, 34. tbl. 70. árg. 103 lýstu andstöðu vlð stjórn Gunnars, 29 með Fiokksráðsfundí Slálfstæðisflokksins lauk á briðja tfmanum í morgun: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var i gær, samþykkti að lýsa yfir andstöðu flokks- ins við rikisstjórn Gunnars Thoroddsens og málefnasamning hennar. Fundurinn hófst klukkan 14.00 og stóð til kl. 2.30 i nótt. Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrimsson fluttu báðir ræður . i upphafi fundarins og lok hans þar sem þeir skýrðu sin sjónar- mið. Þá töluðu einnig Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson og fjöldi annarra fundarmanna. Geir gagnrýndi vinnu- brögð Gunnars Geir rakti stjórnarmyndunar- viðræður og þau óheilindi, sem hann taldi varaformann flokks- ins hafa sýnt með þvi að vera með einkaviðræður við aðra flokka án þess nokkurn tima að geta þess i þingflokki. Hann sagði aðTómas Árnason, Ólafur Jóhannesson og Steingrimur Hermannsson hefðu komið sér saman um, aðhann yrði að fá að vita um tilburði varaformanns- ins og hann hefði þvi mætt meiri hreinskiptni og hreinskilni frá þessum andstæðingum en vara- formanni Sjálfstæðisflokksins. Gunnar talaði um flokks- ofstæki Gunnar Thoroddsen sagði að i skipulagsreglum væri kveðið á um að flokksráð yrði að sam- þykkja stjórnaraðild ef þing- flokkurinn ákvæði að fara i stjórn, en það væri fjarstæða að bera það undir flokksráð þegar einstakir þingmenn færu i stjórn eins og nú væri. Hann átaldi for- ystu Geirs fyrir flokknum sem hann sagði ekki hafa verið sem skyldi og ætti sinn þátt i hvernig komið væri fyrir flokknum og sagði að sæmd Alþingis hefði legið við ef stjórn hefði ekki verið mynduð. Um samþykktir þingflokks miðstjórnar og ann- arra sagði hann: „Þetta flokks- ofstæki nálgast fasisma og nasisma of mikið til að hægt sé að una þvi. Það skiptir engu um |^flokka án þess nokkurn tima að þykkja stjórnaraðild ef þing- að una þvi. Það skiptir engu um ar og þingflokks til stjórnar- sátu hjá. sæmd alþingis og þjóðarheill né heldur um sæmd manna. Það á bara að beygja sig i duftið á hverjum tima”. I máli manna á fundinum kom fram mikil gagnrýni á vinnu- brögð Gunnars Thoroddsen, sérstaklega frá öðrum þing- mönnum og var Sverrir Her- mannsson harðorðastur. Samt sem áður kom fram i máli manna almennur vilji til að slita engin bönd meira en orðið væri og reyna sættir eins og kostur væri. Fyrir fundinum lá tillaga sem Geir Hallgrimsson mælti fyrir þar sem Flokksráðið lýsti stuðningi við afstöðu miðstjórn- ar og þingflokks til stjórnar- myndunar Gunnars Thoroddsen en i þessum samþykktum voru m.a. hörmuð vinnubrögð Gunn- ars. Áðurnefnd tillaga var borin upp i tveimur liðum. Siðari hlut- inn, þar sem lögðer áhersla á að samstaða Sjálfstæðisfólks um allt land sé meginforsenda fyrir framgangi sjálfstæöisstefnunn- ar og hvatt er til einingar og trúnaðar viö flokkinn til heilla landi og lýð var samþykkt sam- hljóða. Fyrri hluti tillögunnar um samstöðu með þingflokknum og miðstjórn og andstöðu við rikis- stjórnina var siðan samþykktur með 103 atkvæöum gegn 29, en 9 Foringjar heilsast á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins f gsr — f.v. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður og Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vfsismynd: GVA Fokker-flugvél í ..Egilsstaðaflugr yflr Reykjavík: Þurfti að eyða bensín- blrgðum fyrtr lendingu Fokkervél frá Flugleiðum sem var á leiö til Egilsstaöa og Fær- eyja sl. laugardag var snúiö viö vegna þess að tveir mælar i vél- inni virkuðu ekki. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiöa bilaði mælir sem sýnir hjólastillingu og ennfremur eldvarnaraövörunar- ljós og ákváðu flugmennirnir þvi að snúa við. Vegna þess hve flug- vélin var hlaöin var létt á henni með þvi að eyða bensinbirgðum og lenti vélin siðan eftir 36 minútna flug. Sveinn sagöi að engin hætta heföi verið á ferðum. Hélt vélin siöan aftur af stað einum og hálf- um tima seinna, eftir aö gert hafði verið við mælana. —HR Skjálftahrina víð Kröflu í nótt PÚSTURINN TIL GRÆNLANDS FER FYRST TIL DANMERKUR ,,Jú það er rétt að póstur sem fer milli islands og Grænlands hefur við- komu i Kaupmannahöfn þrátt fyrir það að á leiðinni sé millilent með hann i Keflavik” sagði Ólafur Bertelsen stöðvarstjóri SAS á íslandi i samtali við Visi. Ólafur sagði að SAS flygi einu sinni i viku milli Kaupmanna- hafnar, Keflavikur og Narsa- ssúak á Suöur-Grænlandi og til baka aftur sömu leiö. Hins veg- ar færi pósturinn ætið i gegnum Kaupmannahöfn milli Islands og Grænlands og væri skýringin sem póstþjónustan hefði gefið á þessu sú, að póstmagnið væri það lftið að ekki tæki þvi að setja þaö úr og i vélar á Kefla- vikurflugvelli. Þá hefur Visir einnig fregnaö að síma- og telexsamband milli tslands og Grænlands þurfi allt að fara i gegnum Kaupmanna- höfn þrátt fyrir að sæslma- strengurinn milli Danmerkur og Grænlands liggi um tsland. —HR ,,Það byrjaði skjálftahrina rétt fyrir klukkan ellefu I gærkvöldi og stærstu skjálftarnir fundust um klukkan hálf fimm i nótt”, sagöi Bryndis Brandsdóttir, jarö- fræðingur, en hún er á skjálfta- vaktinni viö Kröflu. „Stærstu skjálftarnir fundust i Reykjahliðarhverfinu og hafa reyndar flestir fundist þar.” t undanförnum umbrotahrinum hefur skjálftavirknin alltaf færst tiltölulega hratt til norðurs eða suðurs, en þaö hefur hún ekki gert ennþá. Hún er á tiltölulega af- mörkuðu svæði og hefur verið það siðan hún hófst i gærkvöldi. Hvaö úr þessu verður, getum við ekkert sagt á þessu stigi málsins”. Þegar Visir talaöi við Bryndisi um klukkan hálf ellefu i morgun, var hlé á skjálftahrinunni. —ATA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.