Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 4
vtsnt Mánudagur 11. febrúar 1980. ' vyvvvvwrvvvvvyvwwwwvwvwywowvywywyvv REYKJAPÍPUR Hinar vinsælu Maíspípur — Ben Hur — Pimpernei — Bruyere — Sjónvarpspípur ásamt f/eiri tegundum ával/t fyrir/iggjandi. HEILDSÖLUBIRGÐIR: RICHARDT RYEL Háaleitisbraut 37. 105 Rvík, Sími 84424 ADALFUNDVR Stjórnunarfélags íslands OLYMPÍULEIKARNIR í LAKE PLACID: Eftir að ólympfuleikunum lýkur, á verður ólympluþorpið gert að fangelsi og bera húsakynnin þess merki. Aðalfundur Stjórnunarfélags islands verður haldinn í Kristalssal Hótels Loftleiða fimmtu- daginn 14. febrúar og hefst kl. 12:15. J DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Tore Winsvold ráðgjafi hjá norska ráðgjafafyrir- tækinu Asbjörn Habberstad a/s flytja erindi sem nefnist „Hvorfor gár bedrifter kon- kurs?" Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, sími 82930. Stjórnunaíléiag Islands Síðumúla 23/ sími 82930. ACRYSEAL þéttir vel og sparar hita Kaupmenn — kaupfélög — verktakar — bygg- ingarfélög. Ölíkt öllum öörum þéttiefnum á markaðnum harönar acryseal þéttiefnið alveg í gegn svo að t.d. börn geta ekki plokkað það úr. Acryseal er sérstaklega auðvelt í meðförum og hentar því vel fyrir leikmenn. Acryseal er lyktarlaust, óeldfimt og má nota úti og inni, t.d. til þéttinga með hurðum, gluggum og fleira. Acryseal er gott að mála yfir. Acryseal hefur góða viðloðun við tré, stein- steypu, tigulstein, flest plastefni og fleira. Fæst í öllum þekktari b yggingarvöruverslunum landsins ÓMÁs^eirsson HEILDVERSLUN Grensásvegi 22— Sími: 39320 105 Reykjavik — Pósthólf:434 HALF milljún gesta í 3000 MANNA Þ0HP Herbergin i ólympiuþorpinu i Lake Placid eru aðeins þrír sinnum þrír metrar. Margar þjóðir hafa lýst óánægju sinni meö aöstööuna og hafa flutt keppendur sina annað. Síðan harmleikurinn varð á sumarólympiuleikunum i Munchen 1972, hefur löggæsla ‘og öryggismál verið mikilvæg mál. Um sjöhundruð lögreglu- þjónar verða stöðugt á vakt á svæðinu og sömuleiðis töluvert af gæslumönnum. Einnig hafa stórtækar ráðstafanir verið gerðar vegna umferðar um svæðið og i grennd við það. En þrátt fyrir allt mun and- rúmsloft leikanna koma til með að verða sérstætt að mörgu leyti. Sá blær sem rikir i smá- bænum Lake Placid er á hverf- anda hveli i bandarisku þjóðlifi. Bæjarbúarnir þykja vingjarn- tegir og traustir, en sá bragur mun viða hafa orðið undir i hringiðu stjórborgarmenningu Bandarikjanna. Eins og áður sagði þá kalla þeir borgarstjóra sinn með for- nafni og formaður Lake Placid ólympiunefndarinnar er meþó- distaprestur sem áður var lög- regluþjónn i bænum. Þegar gengið er eftir aðalgötu bæjarins sem reyndar heitir Að- algata, bera við fjallstoppar Adirondacks hálendisins sem liggur að Mirror Lake. Það hefur ekki svo margt breyst i bænum frá vetrarólym- piuleikunum 1934. Fyrir ibúa Lake Placid eru ólympiuleik- arnir að koma heim. Frá Sigriði Þorgeirs- dóttur fréttaritara Vis- is i Bandarikjunum. Ætli hann snjói, hefur verið aðaláhyggjuefni þeirra sem eitthvað eru viðriðnir Ólympiu- leikana i Lake Placid. Sú hefur ekki orðið raunin enn sem kom- ið er. Þvi hafa stórtækar vélar, til þess gerðar að framleiða snjó, unnið dag og nótt siðastliðnar vikur. Ibúar Lake Placid, þar sem vetrarólympiuleikarnir, þeir þrettándu i röðinni, hefjast á morgun, kalla bæjarstjóra sinn með fornafni. Það segir nokkuð til um stærð bæiarins. Lake Placid er i norðurhluta New York fylkis nálægt landamær- um Kanada. Þetta er vinalegur smábær með rösk 2700 ibúa eða hundrað en færri en bjuggu þar 1932, þegar vetrarólympiuleikar voru haldnir þar siðast. Undirbúningur frá 1972. Það eru aðeins ein götuljós i bænum, og þau eru við aðalgöt- una. Lögreglumenn bæjarins eru aðeins 14 talsins og ef þú ætlar að taka rútu til Montreal i Kanada, þá verður þú að biða fyrir utan bókabúðina, þar sem engin rútubilastöð er á staðn- um. Nú á þessi litli bær von á meira en 500 þúsund gestum á Ólympiuleikana. Undirbúningur hefur staðið siðan 1972. Draumur ráða- manna i Lake Placid er að end- urvekja þá hlýlegu og sveita- legu stemningu sem rikti á vetr- arleikunum fyrir 48 árum. Nokkuð af þeirri aðstöðu siðan þá verður notað, en flest hefur verið byggt frá grunni. Aætlað- ur kostnaður við uppbygging- una er tvöfaldur á við það sem áætlað var i byrjun. Þau mannvirki sem hafa ver- ið byggð eru húsnæði fyrir kepp- endurna, áhorfendasvæði sem getur tekið átta þúsund manns, völlur eða hringur fyrir skauta- hlaup, brautir fyrir bobbsleða eða þotusleða. Tveir skiða- stökkpallar og sömuleiðisverðui öll skiðaaðstaða i samræmi við þæv kröfur sem gerðar eru á Ólympiuleikum. Óánægja með aðstöðu Ólympiuþorpið sjálft i er i Ray Brook, smábæ um það bil tiu kilómetra fyrir utan Lake Placid. Aðstaðan þar hefur vak- ið nokkra óánægju þar sem hún verður nýtt undir fanga að leikj- unum loknum og ber öll merki þess. Nokkrar Evrópuþjóðir hafa lýst óánægju sinni með aðbún- aðinn. Giröingar, þungar stál- hurðir, þröngir rimlagluggar og herbergi sem öll eru þrisvar sinnum þrir metrar er það sem boðið er upp á. Norska og sænska ólympiulið- ið ákvað að dvelja annars stað- ar. Austurrikismenn keyptu hús fyrir sina keppendur og Italir og Vestur-Þjóðverjar fluttu sitt fólk annað. Það verður mjög erfitt að búa hérna sagði formaður sovésku ólympiunefndarinnar, Sergei Pavlov og hann bætti við að ólympiuþorpið i Moskvu væri eitt það besta sem hefði verið hannað, Væntanlegum áhorfendum hefur ekki verið gert auðvelt fyrir. Eitt hótel hefur verið byggt i tilefni leikanna og jókst þar með hótelrými bæjarins um hucjnrað prósent. Flestir gestir munu þvi koma til með að dvelja i nærliggjandi bæjum. Veitingastöðum hefur þó ver- ið fjölgað til muna og eru þeir tvöfalt fleiri núna en voru þarna fyrir tveimur árum. Ólympiuleikarnir komnir heiin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.