Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 5
SOLZHENITSYN LÍKIR KOMMÚNISMANUM VIÐ ÆXLI, SEM STÆKKAR ÚSJALFRATT Arafat I heiðurssæti á byitingar- afmælinu í fran 1 árs bylt- ingarafmæli irans í dag Yasser Arafat, leiðtogi Palestínuaraba kom f morgun til Teheran til þess að vera viðstadd- ur hátiðahöldin vegna eins árs af- mælis byltingarinnar f Iran. Lfklegt þykir, að Arafat fái sæti í heiðursstúkunni meö Bani-Sadr, forseta, þegar byltingarvarðliöar fara sigurgöngu um Azadi-torgið f dag. Khomeini æðstiprestur sem vakti upp byltinguna og leiddi Iran til Islamsks lýðveldis, verður ekki viðstaddur hátíðarhöldin. Læknar hans við Mehdi Reza’i- spftalann f Teheran segja, aö hann þarfnist meiri hvildar, áður en hann fær að fara. Arafat sagði við komu sina til Teheran i morgun: „Þetta land er hluti af heimalandi minu”. — Hann var fyrstur erlendra áhrifa- manna til þess að heimsækja Iran eftir byltinguna. I dag verða bandarisku gislarn- ir 49 búnir að vera nákvæmlega 100 daga I haldi f sendiráði USA I Iran. Blikurálofti í Ródesíu Sex vikna langt vopnahlé Róde- siu þykir nú mjög ótraust orðið eftir nýtt morötilræði viö Robert Mugabe, einn af leiðtogum þjóðernissinna og vaxandi ágreining milli hans og lands- stjórans, Soames lávarðar. Mugabe slapp með naumindum f gær, þegar öflug fjarstýrð sprengja sem komiö hafði verið fyrir f ræsi á þjóðvegi, sprakk sekúndubrotinu eftir að bill hans var farinn yfir. Sprengingin gerði þriggja metra holu I malbikiö og neyddi næsta bfl út af veginum. Mugabe slapp ómeiddur en þetta er annaö tilræðið sem hon- um er sýnt á fjórum dögum. Soames lávaröur tilkynnti i gær, að hann bannaði einum af nánustu aðstoöarmönnum Mugabes, Enok Nkala, aö taka þátt f undirbúningi kosninganna, sem fyrirhugaðar eru f þessum mánuöi. Þykir það Ifklegt til þess aö kalla fram gremju Mugabes með landsstjórn Soames og ef til vill vekja ólgu á svæðunum, sem eru undir sérstöku vopnahlés- eftirliti. A þessum svæðum eru um 22 þúsund skæruliðar og 17 þúsund þeirra eru handgengnir Mugabe en hinir úr sveitum Nkomos. Soames segir, að bann sitt viö hlutdeild Nkala f kosningaundir- búningnum sé tilraun til þess að sporna við ógnar- og ofbeldisað- gerðum samtaka Mugabe, sem víða reyni að hræða Ibúa I dreif- býli til stuönings við sig. Nóbelsverðlaunahafinn, Alex- ander Solzhenitsyn, sagði i gær, að innrás Sovétmanna f Afganist- an opinberaði „sjúklega og ó- viðráðanlega löngun kommúnismans til heimsyfir- ráða”. I grein, sem rithöfundurinn skrifaði fyrir tímaritið „TIME”, sagði hann, aö vesturlönd hefðu misreiknað kommúnismann allt frá þvi 1918, og að þau héldu á- fram að beygja sig fyrir honum vegna „andlegs getuleysis” og „algers skilningsleysis á illsku og ósveigjanleika I eðli kommúnismans”. Hann visaði algerlega á bug vangaveltum um, að það væru vinstri og hægri armur til innan æðsta ráðs sovéska kommúnista- flokksins. „Allir, sem þar eiga sæti, eru einhuga um að stefna að þvi að sigra heiminn með hvaða meðölum, sem heppileg þykja”. Hann sagði, að sérhver tog- streita, sem upp kæmi innan Kremlstjórnarinnar, væri per- sónuleg, eins og „Jón Jónsson I Sovétrfkjunum gerir sér fullkom- lega grein fyrir”. Solzenitsynskrifar: „Reyniðaö spyrja æxli, hvað komi þvf til að vaxa. Það getur einfaldlega ekki annað. Það sama er uppi á ten- ingnum varðandi kommúnism- ann, sem rekinn er áfram af ein- hverri illri innri hj/öt til þess að ná heimsyfirráðum og getur ekki að sér gert að hernema fleiri og fleiri lönd”. Solzhentisyn segir, að næsta lft- ill munur sé á sovéskum eða kfn- verskum kommúnisma. Hann segir, að það séu svik „við hina kúguðu kfnversku þjóð”, ef vesturlönd vingast við Kfna, enda væri það geðveik sjálfsmorös- stefna. „Hafandi útbúið þetta fjöl- mennasta riki heims með ameriskum vopnum, mun vestrið sigrast á USSR, en eftir það verð- ur ekkert afl hér á jörðu þess megnugt að sporna gegn þvi að Kommúnista-Kína leggi undir sig heiminn.” Sovéski útlaginn, Solzhenitsyn, sem sestur er að f Bandarikjunum, segir kommúnismanum ekki sjálf- rátt i landvinningastefnunni. Albjóða ól-nefndín ræölr Moskvulelkana Alþjóða-ólympiunefndin hefur nú til athugunar kröfu Banda- rikjamanna um, aö sumar- leikarnir f Moskvu verði færðir til vegna innrásar Sovétmanna 1 Afghanistan. Umræðum innan nefndarinnar var frestað I tvo daga, meðan nefndarfulltrúa væri að drifa að Lake Placid, þar sem nefndin heldur fund sinn um málið, en það var tekið fyrir f morgun. Vist þykir, að umræöur um Moskvuleikana munu standa að minnsta kosti I tvo daga, en ekki er öruggt, að nefndin gefi opin- bera yfirlýsingu um niðurstööur sinar strax. Hitt þykir nokkuð ljóst, að meirihluti nefndarfulltrúa sé staðráðinn i þvf að láta leikana fara fram I Moskvu en kvfða þvf þó margir, aö sú niöurstaða gæti leitt af sér mótmælaaðgerðir við vetrarleikana I Lake Placid. Jimmy Carter sigraði f Maine Sigur Carters Ifklegur í Maine Carter forseti viröist hafa unnið I gærkvöldi nauman sigur yfir Ted Kennedy þingmanni i innan- flokkskosningum demókrata I Maine, en það eru aðrar forkosn- ingarnar f kapphlaupi þeirra um aö hljóta útnefningu demókrata- flokksins fyrir forsetakosn-• ingarnar. Þegar talningu var lokið f 88% af 486 flokksfundum demókrata f Maine f nótt, hafði Carter hlotiö 44% fylgi, en Kennedy 39%. — Edmund Brown, ríkisstjóri Kali- fornfu, hafði fengið um 15%. Flokksstjórinn vildi engu spá um úrslitin, og taldi þau geta olt- iö á atkvæðum síöustu fundanna. Kennedy vildi túlka þessi úrslit sem sigur fyrirsig (þótt á heima- velli væri i Nýja-Englandi), þvf að skoöanakannanir höfðu spáð honum ósigri fyrir Carter með 20%. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, vfsaði slikum túlkunum á bug og sagöi, að ekki þýddi að snúa útúr þvf, aö sigur væri sigur og ósigur væri ósigur, hvernig sem á væri litiö. Stuöningsmenn Kennedys fögn- uöu þó því, að honum haföi tekist að minnka fylgismuninn frá þvi i Iowa, þar sem Carter fékk tvö at- kvæði fyrir hvert eitt, sem Kennedy fékk. Kiilanin iávarður (t.v., forseti Alþjóða ólympfunefndarinnar, og fyrsti varaforseti nefndarinnar, Vitaly Smirnoff, frá Sovétrfkjunum, voru broshýrir fyrir fund nefndarinnar. Sjólfstæðisfélögin ó Akureyri boðo til fundor í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Nýjustu viðburðir á sviði stjórnmálanna og staða Sjálfstæðisflokksins í Ijósi þess. Alþingismaðurinn Halldór Blöndal og flokks- ráðsfulltrúarnir Gunnar Ragnars og Gunn- laugur Fr. Jóhannsson koma á fundinn. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.