Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 6
Mánudagur 11. febrúar 1980. 6 Þri&judaginn 5. febrúar siðast liðinn birtist i Visi grein eftir Lúðvik Jósepsson fyrrv. alþingismann, undir fyrirsögn- inni: „Eru umsagnir Þjóðhags- stofnunar um efnahagstillögur flokkanna ekki marktækar ?” Efni greinarinnar er tviþætt. Annars vegar gagnrýnir Lúðvik harðlega það, sem hann kallar „ósjálfstæði og skoðanaleysi” sumra stjórnmálamenna, og hann telur meðal annars birtast i þvi, aö leitað sé eftir ábending- um og umsögnum frá sérfræði- stofnun eims og Þjóðhagsstofn- un, þegar ræddar séu tillögur flokkanna i efnahagsmálum og umsagnirnar siðan teknar sem „einhver stóri sannleikur.” Hins vegar staöhæfir Lúðvik, „að forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar (sé) farinn að notfæra sér ósjálfstæði og skoðanaleysi þessara stjórnmálamenna og (gefi) þvi umsagnir um mál- efni, sem (séu) langt frá sér- fræöiþekkingu hans, og reyndar sýnist „sérfræðin” æði hæpin á stundum”. Þá heldur Lúðvik þvi fram, að umsagnir Þjóðhags- stofnunar séu „illa unnar, óná- kvæmar og beinlinis vilhallar”. Um fyrri þátt málsins ætla ég ekki að fara mörgum orðum: Stóryrði Lúðviks um undir- gefni stjórnmálamanna við hið imyndaðs sérfræðinga veldi eru fjarri öllu lagi, og dæmin, sem hann tekur i þvi sambandi, marklitil. Siðari þátturinn i grejn Lúð- viks, sá sem snýr að störfum Þjóðhagsstofnunar og forstöðu- manns hennar, felur i sér svo al- varlegar ásakanir, að ekki verður hjá komist að gera við þær athugasemdir. Fullyrð- ingar sinar um störf Þjóðhags- stofnunar reynir Lúðvik að styðja með fimm dæmum úr umsögnum Þjóðhagsstofnunar um tillögur stjórnmálaflokk- anna i efnahagsmálum, sem fram hafi komið i stjórnar- myndunarviðræðum á undan- förnum vikum. Aður en ég fer nokkrum orðum um dæmin fimm, er ekki úr vegi að nefna, að umsagnir þær, sem hér um ræðir, hafa allar verið samdar beinlinis að beiðni forystumanna stjórn- málaflokkanna, reyndar með ákaflega litlum fyrirvara og eingöngu til þess að svara ákveðnum spurningum. Umsagnirnar, áem svo eru nefndar, ber þvi eingöngu aö skoöa sem vinnuskjöl — minnis- atriði og ábendingar — sem styðjast mætti við, þegar til- lögurnar skyldu ræddar og metnar i viðara samhengi af viðræðuaðilum. öll birting og dreifingá þessum vinnuskjölum á opinberum vettvangi er auð- vitað á ábyrgð þeirra manna, sem óskuðueftir þeim. Efnisvið umsagnanna er vitanlega háð hugmyndunum, sem um er fjallað hverju sinni, en sumar þeirra voru alls ekki fullmótað- ar tillögur og þvi fráleitt áð túlka mat á þeim eða einstökum þáttum þeirra sem einhverja endanlega niðurstöðu. Umsagn- irnar eru þannig efniviður með öðru við stefnumótun, hvorki meira né minna. Þær voru allar samdar meö sama hugarfar. þ.e. að meta sem réttast afleið- ingar aögerðanna, sem um er fjallaö, að vekja athygli á tengdum atriðum, sem máli gætu skipt, og jafnframt reyna að benda á vandkvæði, sem kynnu að vera samfara fram- kvæmd þeirra. Vitanlega er hin- um gamalreynda stjórnmála- manni, Lúövik Jósepssyni, þetta allt miklu ljósara en svo, að um þaö þurfi að fara orðum hans vegna. En flestir lesendur greinar Lúöviks munu vera ó- fróðari en hann um gang mála á þessum vettvangi og eiga rétt á betri leiðsögn en hann gefur i grein sinni. Ugglaust má i ýmsum grein- um draga i efa gildi þeirra að- ferða, sem hagfræðingar Þjóð- hagsstofnunar og aðrir sérfræð- ingar nota við vinnu sina, en ég visa á bug öllum aödróttunum Lúðviks Jósepssonar um það, að umsagnir Þjóðhagsstofnunar séu visvitandi vilhaliar ákveðn- um flokkum eða stórnmála- skoöunum. Ég vik nú stuttlega að dæmunum fimm. 1. Sérfræði Seðlabank- ans og sérfræði Þjóð- hagsstofnunar. Lúövik segir, að Seðlabankinn hafi haldið fram skoðunum gjörólikum þeim, sem Þjóöhagsstofnun hafi sett fram, um tillögur, sem formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram til umræðu og athugunar i árs- byrjun. Um þetta mál hefur reyndar þegar verið nokkuö fjallað i dagblöðum. 1 Morgun- blaðinu hinn 15. janúar sl. segir höfundur orðanna, sem Lúðvik vitnar til, Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur Seðlabankans: „...Sagt er, eða látið að þvi liggja, að hagfræðideild Seðlabankans hafi gert sjálf- stæða útreikninga á kjara- skerðingaráhrifum hinna mismunandi tillöguhug- mynda og fengið niðurstöður verulega frábrugðnar þeim, sem Þjóðhagsstofnun lét frá sér fara. Þetta er misskiln- ingur og missir marks um meginefni þess álits, sem hagfræðingur Seðlabankans lét i té. Hagfræðideildin hefur enga slika útreikninga gert að þessu sinni. Að visu hefur deildin komið sér upp reikni- likani áþekkrar gerðar og Þjóöhagsstofnun notar, en það hefur sýnt mjög svipaðar niðurstöður og þvi engin ástæða til þess að ætla aö þaö muni sýna aðra mynd að gefnum sömu forsendum og Þjóðhagsstofnun hefur fengið upp i hendurnar.” Þá veröur ekki séð, hvernig það má vera Þjóðhagsstofnun til hnjóðs, að dæmi eða hluti úr dæmi, sem hún hefur fengið i hendur frá öðrum, gefi þá niður- stöðu,” að stefnt sé aö mun meiri kjaraskerðingu en raun- verulegt efnahagslegt tilefni sé til.” Væri ekki nærtækara að velta fyrir sér, hverju breyta þyrfti i tillögunum, sem um ræðir, svo niðurstðan yrði önnur? 2. Meint dæmi um hroðvirkni i vinnu- brögðum. Lúðvik telur, að Þjóðhags- stofnun hafi ekki fjallað nógu itarlega um tillögur Alþýðu- bandalagsins um lækkun vaxta um 10%-stig i tveimur áföngum. Út af fyrir sig má vel fallast á það, að æskilegt hefði verið að fjalla rækilegar um vaxtatil- lögur Alþýðubandalagsins en gert var. Til þess gafst þvi miður ekki timi. Tilvitnun Lúð- viks — fáein orð tekin úr sam- hengi — gefur hins vegar ranga mynd af þvi, sem sagt var um vaxtamál i umsögn Þjóðhags- stofnunar. Hann lætur i veðri vaka að um „talnalega stærð” vaxtalækkunarinnar hafi alls ekki verið fjallað, sem reyndar er þó vert, að þvi er sjávarút- veginn varðar i umsögn Þjóð- hagsstofnunar. Abendingar Þjóðhagsstofnunar i þessu máli voru meðal annars um sérstöðu vaxta sem kostnaðarþáttar á veröbólgutimum, það er að háir vextir eða verðtrygging séu ekki bláber kostnaður, þegar verðbólga geisar, þar sem á móti þeim standi verðhækkun eigna. Þá var i umsögninni visað á álitsgerðir Seðlabanka tslands um vaxtamál i sam- bandi viö verðlagsþróun, þar sem jafnan hefur verið lögð áherzla á, að áhrif vaxtanna á þróun peninga- og lánamála og á verðgildi sparifjár almenn- ings, séu afdrifarikari fyrir verðlagsþróunina en kostnaðar- áhrif þeirra i reikningum fyrir- tækja. En vaxtamál eru einmitt á sérsviði Seðlabankans. Kenn- ingarum áhrif vaxtalækkunar á veröbólgu eru ekki óumdeildar, en dæmið, sem Lúðvik tekur, sýnir ekkert annað en viðhorf hans sjálfs i vaxtamálum, en þau eru reyndar löngu kunn. 3. Meint andstaða við útflutningsbætur á landbúnaðarvörur. Lúðvik heldur þvi fram, að umsögn Þjóðhagsstofnunar beri vott um andstöðu gegn „öllum tillögum til að leysa úr vanda- málum bænda.” Þetta eru stað- lausir stafir. 1 umsögn Þjóð- hagsstofnunar var einungis bent á, að eðlilegast virtist að lita á tillögu Alþýðubandalagsins i þessu máli eins og hún var fram borin fremur sem tillögu um rikisframlag til landbúnaðarins en milligöngu um lánsfjárút- vegun. Þessi túlkun væri eðli- leg, þvi ekki væri ráðlegt að reikna með endurgreiðslum frá bændum á þessu fé. Þá var bent á, að þessi tillaga væri umfram lögskylt hámark útflutnings- bóta. Erfitt er að skilja, hvernig þessar ábendingar — það er að lita á úrlausn á vandamálum bænda, hver sem hún yrði, fyrst og fremst sem fjárhagsvanda- mál rikisins — má túlka sem andstöðu gegn hagsmunum bænda. 4. Meint ósamræmi i samanburði á tillögum. Lúðvik telur, að ósamræmi sé i samanburði á tillögum flokk- anna i umsögnum Þjóðhags- stofnunar. Hið rétta er, að Þjóð- hagsstofnun hefur ekki að eigin frumkvæði gert neinn slikan samanburð. Það hafa hins vegar forystumenn flokkanna sjálfir gert, og þá væntanlega á þann hátt, sem þeir telja rétt- astan. Forystumenn Sjálf- neöanmals Jón Sigurðsson hagrann- sóknastjóri svarar hér m.a. þeim ásökunum Lúðviks Jósepssonar formanns Alþýðu- bandalagsins, að umsagnir Þióðhaesstofnunar um tillögur stjórnmálaflokkanna i stjórnar- myndunarviðræðunum hafi verið „illa unnar, ónákvæmar og beinlinis vilhallar”. Jón segir: „Umsagnirnar eru þannig efniviður með öðru við stefnumótun, hvorki meira né minna. Þær voru allar samdar með sama hugarfari, þ.e. að meta sem réttast afleiðingar aðgerðanna, sem um er fjallað”. stæðisflokksins óskuðu reyndar eftir þvi, að gerður yrði saman- burður á fimm dæmum um þróun kaupgjalds og verðlags og lögðu til meginforsendur þessara dæma, sem sum voru byggð á tillögum annarra flokka. Enginn samanburður var i upphafi gerður á kaup- máttarþróun 1981, þar sem stofnunin taldi ekki forsendur til að gera hann þannig, að gagn væri að . Þess vegna var einmitt ekkisett upp samanburðartafla af þvi tagi, sem Lúðvik heldur fram að gert hafi verið, um kap- máttarbreytingar á árinu 1981. Þau dæmi, sem siðar voru sett fram um þetta efni, voru með rækilegum fyrirvörum einmitt um það, að ákvarðanir i kjara- og skattamálum fyrir árið 1981 myndu einmitt snúast um það, hvaða kaupmáttarstigi mætti ná og halda til samræmis við raunverulegar aðstæður i þjóðarbúskapnum, þegar þar að kæmi. Lúðvik heldur þvi fram, að litið tillit hafi verið tekið til tillagna Sjálfstæðisflokksins um skattalækkun, þegar kaup- máttaráhrif hafi verið metin. Þetta er rangt, fullt tillit var til skattbreytingar tekið. Ummæli Lúðviks gefa þvi ákaflega vill- andi hugmynd um umsögn Þjóðhagsstofnunar og notar hann reyndar i þessu sambandi tilvitnun úr skrifum um önnur efni. 1 grein sinni lætur Lúðvik i það skina, að Þjóðhagsstofnun hafi tekið sér fyrir hendur — að þvi er helst má skilja óumbeðin, — að láta i ljós álit sitt á öllum hliðum efnahagstillagna stjórn- málaflokkanna samtimis og gert á þeim samanburð lið fyrir lið á sama tima. Þetta er fjarri sanni, eins og þegar hefur verið vikið að. Þjóðhagsstofnun hefur ekki gert neinn slikan heildar- samanburð og hefur til að mynda ekki samið almenna um- sögn um tillögur Alþýðuflokks- ins i efnahagsmálum. Stofnunin hefur hins vegar, eins og henni er skylt lögum samkvæmt, reynt að veita alþingismönnum umbeðnar upplýsingar og álit á tilteknum viðfangsefnum, sem oft hafa verið sett fram með litl- um fyrirvara. Umbeðnar um- sagnir stofnunarinnar um efna- hagstillögur, sem Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag lögðu fram, mótuðust vitaskuld af þvi, hversu mikilvægar að- gerðir á sviði rikisfjármála voru i þessum tillögum. Þess vegna var mikið um þær fjallað og reynt að draga upp sem rétt- asta mynd af þeim rikisfjár- málahorfum, sem þeim fylgdu. Dæmið, sem Lúðvik rekur um rikisfjármál i tillögum Alþýðu- bandalagsins, er sett upp af Þjóðhagsstofnun á grundvelli tillagna og forsenda Alþýðu- bandalagsins og sýnir 8 1/2 milljaröi króna lakari stöðu rikissjóðs i árslok 1980 en að er stefnt i fjárlagafrumvarpi. En bæði vegna þess, að sýnt þykir, að heildarendurmat á rikisfjár- hagnum á grundvelli nýrrar vit- neskju um rikisfjármálin 1979 gefi lakari niöurstöðu en i fjár- lagafrumvarpi, og ekki siður vegna hins, að reynslan af framkvæmd tillagna af þessu tagi bendir til þess, að útgjöld falli til fyrr og tekjur seinna en ætlað er, er sú skoðun sett fram, að afkoman gæti reynst allt að 12-14 milljörðum króna lakari en að er stefnt i fjárlagafrum- varpi. Siðan er sagt berum orðum, að þetta sé óviss áætlun. Þetta eru hófleg varnaðarorð en ekki áfellisdómur. Hvað það snertir, að rikisfjár- málin hafi verið tekin mildari tökum þegar fjallað var um til- lögur Framsóknarflokks, nægir að vitna til umsagnar Þjóðhags- stofnunar um meginatriði i til- lögum Framsóknarflokksins i efnahagsmálum i desember 1979, en þar sagði: „Ekki er sett fram ákveðin hug- mynd um rikisútgjöld að öðru leyti. Til þess að hafa ákveðna viðmiðun i þessu efni verður gengið útfrá þvi, að rikisfjár- málin verði i aðalatriðum i þeim skorðum, sem fram komu i fjárlagafrumvarpi i október sl.” Og ennfremur: „1 tillögunum er nefnt, að á- formaður sé sparnaður og samdráttur i ákveðnum svið- um rikisútgjalda til þess að skapa svigrúm til félagslegra umbóta og kjarajöfnunar, t.d. að þvi er varðar húshitunar- kostnað. Nánari grein er þó ekki fyrir þessu gerð.” Af þessu má vera ljóst, hvernig litið var á rikisfjár- málin i tillögum Framsóknar- flokks. Frekari upplýsingar um aðgerðir i rikisfjármálum hefðu vitaskuld kallað á endurskoðun, og er þarflaust að fara um þetta fleiri orðum. A hinn bóginn var i tillögum þeim, sem forystu- menn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks lögðu fram i stjórnarmyndunarviðræðum, eins og áður sagði, beinlinis um að ræða meiriháttar ráðstafanir á sviði rikisfjármála sem uppi- stöðu i efnahagsaðgeröum og þvi beindist athyglin sérstak- lega að þeim. Þessi athugum á dæmunum fimm, sem Lúðvik tilfærir úr umsögnum Þjóðhagsstofnunar um efnahagstillögur flokkanna, sýnir svo ekki verður um villst, að ummæli Lúðviks um vinnu- brögð Þjóðhagsstofnunar eru ekki á rökum reist. Lúðvik iðkar gamalkunna þrætubókarlist. Hann tinir upp einstök atriöi, setningar og setningarhluta úr ýmsum átt- um, stundum óskyldum, allt slitið úr samhengi. Á þessu er greinin byggð. Hann lætur i veðri vaka, að Þjóðhagsstofnun setji sig i dómarasæti gagnvart efnahagsmálatillögum flokk- anna. Ekkert gæti verið fjær sanni. Eins og fram hefur komið i fréttum, hafa stjórnar- myndunaraðilar leitaö um- sagnar Þjóðhagsstofnunar um hugsanlegar ráðstafanir i efna- hgamálum. Þjóðhagsstofnun hefuraðsjálfsögðu freistað þess að leggja sem réttast mat á lik- legar afleiðingar tiltekinna dæma um efnahgasaðgerðir. Þetta mat er oft óvisst og ófull- komið, en felur ekki i sér neina dóma um það, hvort niður- stöðurnar séu æskilegar eða ekki. Athugasemdir Þjóðhags- stofnunar eru eingöngu ætlaðar sem efniviður i stefnumótun i viðara samhengi á vettvangi stjórnmálanna, enda mörg þeirra dæma um efnahagsað- gerðir, sem komið hafa við sögu að undarfförnu, ekki fullmótuð og sum hver eingöngu hugsuð sem umræðuefni en ekki tillögur aðila. Grein Lúðviks virðist i heild byggð á mistúlkun á þessum til- gangi umsagnanna. Það liggur i hlutarins eðli, að margt af þvi, sem hagfræðingar hafa til mála að leggja, ber nokkurn svip af búsáhyggjum, einfaldiega vegna þess, að þeim ber að fjalla um þær fjárhagslegu tak- markanir, sem þjóðarbúskapn- um eru settar hverju sinni. Auð- vitað er skiljanlegt, að stórhuga umbótamönnum þyki þvilikt fjas til trafala, þegar þeir vilja koma góðum málum fram, en við þvi er ekkert að gera. Það er vissulega þörf ábending hjá Lúðvik Jóseps- syni, að allir menn — stjórn- málamenn sem aðrir — ættu jafnan að taka ábendingum og niðurstöðum svokallaðra sér- fræðinga með gagnrýni og freista þess að mynda sér skoðun útfrá brjóstviti sinu. Grein Lúðviks ber þvi miður ekki vitni um þau vönduðu vinnubrögð, vakandi gagnrýni og viðsýni, sem hann brýnir svo mjög fyrir öðrum. ATHUGASEMDIR VIÐ UM MÆLI LÚÐVÍKS JÓSEPS SONAR UM STÖRF ÞJOÐHAGSSTOFNUNAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.