Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 8
vtsm i Mánudagur 11. febrúar 1980. 8 WUiSEM utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastiori: Daviö Guömundsson Ritstjbrar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstiórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guómundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Pall Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir. Sæi^undur Guðvinsson. iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pólsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn. Utlit og hónnun: Gunnar Trausti Guóbjörnsson, Magnus Olatsson. Auglýsinga og sölustjori: Páll Stefánsson Dreifingarstjori: Siguröur R. Pétursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siöumula 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f Rangiæti sem stingur í augun f fáum greinum eru ákvæði málefnasamnings hinnar nýju ríkisstjórnar jafnrýr og ákvæði hans um kjördæmamálið. Þar er engin stefna mörkuð — og ekki einu sinni sett fram stefnumið um efnislega niðurstöðu í mál- inu. Ekki kveðið á um jöfnun at- kvæðisréttarins. Allt og sumt, sem i málef nasamningnum segir um kjördæmamálið, er það að stjórnarskrárnefnd skuli Ijúka störfum á þessu ári, þannig að Alþingi hafi nægan tíma til að Ijúka afgreiðslu stjórnarskrár- og kjördæmamálsins fyrir lok kjörtímabilsins. Vitaskuld geta aðilar núver- andi stjórnarsamstarfs ekki komið sér saman um af nám þess misréttis í atkvæðisrétti milli kjósenda eftir búsetu þeirra, sem leiðiraf núverandi kosningaregl- um. Framsóknarflokkurinn, sem enn hagnast á misréttinu, mun standa í vegi fyrir sanngjörnum leiðréttingum svo lengi sem hann mögulega getur. Baráttan fyrir jöfnun kosn- ingarétti hér á landi er orðin löng og hef ur tekið á sig ýsmar mynd- ir. Lengi vel var t.d. konum neit- að um kosningarétt og einnig þeim, sem ekki guldu tiltekna lágmarksfjárhæð til opinberra þarfa. Smám saman tókst að fá slíkar hömlur á kosningaréttin- um felldar úr gildi. Þá kom til það ranglæti í kjördæmaskipun- Baráttan fyrir jöfnum kosningaréttir til Alþingis er oröin löng og ströng. t þeirri bar- áttu hafa margir merkir áfangar náöst, en nú er eftir aö ná þvi fram, aö fólkiö i landinu hafi jafnan atkvæöisrétt án tillits til búsetu sinnar. inni, sem leiddi til þess, að stjórnmálaflokkarnir í landinu fengu ekki kjörna fulltrúa á Al- þingi í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn alltaf fengið fleiri þingmenn heldur en atkvæða- magn hans segir til um, og í skjóli þess hefur Framsóknarflokkur- inn haft miklu meiri völd en eðli- legt getur talist. Með kjördæma- breytingunni á árinu 1959 var stigið stórt spor í þá átt að auka jöfnuð milli flokkanna, og hefur þó Framsóknarf lokkurinn enn fleiri þingmenn heldur en fylgi hans með þjóðinni gefur tilefni til. Alvarlegasta vandamálið í þessum efnum nú er hinn ójafni atkvæðisréttur kjósendanna eftir því hvar þeir búa á landinu. Þannig hafa kjósendur í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi ekki nema brot úr atkvæði miðað við kjósendur í öðrum kjördæmum landsins. Þetta ranglæti stingur orðiðsvo í augun, að stjórnmála- flokkarnir geta naumast vikið sér undan því öllu lengur að bæta úr þessu misrétti. Auðvitað hafa talsmenn mis- réttis í kosningaréttarmálinu alltaf talið sig hafa einhver rök, sem réttlættu misréttið. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá andstæðingum kosningarétt- ar kvenna, og ekki heldur hjá þeim, sem aðeins vildu láta eignamenn, embættismenn og menn með lærdómsprófi eða þá, sem guldu nokkuð til allra stétta eins og það var orðað, haf a kosn- ingarrétt. Með sama hætti hafa þeir, sem viljahalda í núverandi ranglæti í atkvæðisréttarmálinu, smíðað sér sínar röksemdir. Það, sem þeir hampa oftast, er að fólkið á þéttbýlissvæðinu, sem hefur skertan atkvæðisrétt, njóti góðs af ýmiss konar aðstöðu, einkum efnalegri, sem réttlæti minni stjórnmálaáhrif með rýrari at- kvæðisrétti þess. Sumar af þess- um ábendingum um mismunandi aðstöðu eru á rökum reistar, aðr- ar ekki. En hvort sem þær út af fyrir sig eiga við rök að styðjast eða ekki, skipta þær engu máli í sambandi við kosningarétt manna. Ef menn t.d. vilja jafna hitunarkostnað fólksins í land- inu, svo að vikið sé að einni vin- sælustu röksemdinni, sem nú er höfð uppi fyrir mismunandi at- kvæðisrétti, þá er auðvitað nær- tækara og eðlilegra að jafna þannan kostnað með f jármunum. Hann verður hvort sem er aldrei jafnaður með atkvæðum. Það er sjálfsagt mannréttinda- mál, að allir kjósendur hafi jafn- an atkvæðisrétt, hvar sem þeir búa á landinu. Að því verða nú allir réttsýnir menn að vinnaiQg mega ekki láta sýndarrök glepja um fyrir sér. FlugstöDin á Keflavfkurflugvelii: ArKilektar vilja samkeppnl um hönmmina íslenskir arkitektar geta ekki sætt sig viö, að hönnun is- lenskrar flugstöðvarbyggingar sé falin erlendum mönnum. Hér er ekki aðeins um gifurlegt hagsmunamál islenskra arki- tekta að ræða, heldur jafnframt þeirra sjálfstæðis- og réttlætis- mál”. Þetta segir i yfirlýsingu, sem stjórn Arkitektafélags Islands hefur sent frá sér um hönnun flugstöðvar á Keflavikurflug- velli. Siðan segir i yfirlýsingu arkitekta: Ljóst virðist af fréttum að bygg ingarnefnd, sem utanrikisráð- herra hefur skipað til að annast undirbúning, hefur nú þegar falið bandarisku fyrirtæki aö eiga ailan veg og vanda að undirbúningi og hönnun flug- stöövarinnar. Ákveðið að skilja að hernaðarumsvif og al- menna starfsemi. I samkomulagi viö Banda- rikin scm gert var árið 1974 er gert ráö fyrir þvi aö skilja að hernaðarumsvif og almenna starfsemi á Keflavikurflugvelli en alger forsenda sliks aðskiln- aöar er bygging flugstöðvar á nýjum stað. Er á þessum tima aðeins gert ráð fyrir þvi, að Bandarikjamenn annist fram- kvæmdir utan flugstöðvarinnar sjálfrar svo sem aðkeyrslu- brautir, vegi og flugvélastæði. Hinsvegar hefur bæði fyrrver- andi og núverandi utanrikisráð- herra leitað eftir þátttöku Bandarikjamanna i kostnaði við flugstöðvarbygginguna sjálfa og var þeirri málaleitan ávallt hafnað á þeirri forsendu, að hér væri um islenskt mannvirki að ræða. Loks þegar málið var lagt fyrir á þeim grundvelli, að byggingin nýttist sem sjúkra- skýli i neyðartilfellum, ákvað Bandarikjastjórn að veita 6-7 milljarða króna framlag til byggingarinnar af þeim 16.5 milljörðum kr. sem áætlað var að byggingin kostaði. Ljóst er af framanskráðu, að Bandarikjamenn hafa ávallt gert sér grein fyrir þvi, að hér er um islenskt mannvirki að ræða. Jafnframt er ljóst að um 9-10 milljarðar (áætlun 1979) af kostnaðinum mun lenda á okkur i einhverju formi. Hlutur islenskra arki- tekta aðeins til mála- mynda. 1 framhaldi af ákvörðun Bandarikjastjórnar um fjár- framlag til byggingarinnar er bandarisku arkitektafyrirtæki (Shriver and Holland Associates) falin forhönnun byggingarinnar. Byggingarnefnd leitaði siðar eftir samvinnu við islenska arkitekta um að taka þátt i hönnuninni með hinum banda- risku arkitektum. Þegar á reyndi kom þó i ljós að hlutur is- lensku arkitektanna var miðaður við litið brot af hönn- unarverkinu og þvi nánast til málamynda i þeim tilgangi að fullnægja islenskum lögum. Is- lenskir arkitektar hafa hafnað samvinnu á þessum grundvelli. 1 sambandi við þetta mál hafa ýmsar spurningar vaknað sem ástæða er til að vekja athygli manna á. 1. Er það augljóst mál að út- lendingar séu hæfari en Islend- ingar til að meta þarfir okkar varðandi flugstöðvarbyggingu, stærð hennar og gerð? Spurningin snertir m.a. a) skipulag og þróun innan- landsflugs. b) skipulag og þróun millilanda- flugs okkar og áhrif mismun- andi skipulags á stærð og gerð flugstöðvarhúss. 2. Er það vist að heppilegast sé að útlendingar meti hvaða gæða-staðall eigi að vera á is- lenskum mannvirkjum? Spurningin snertir m.a. a) Hverju höfum við efni á? b) Við hvað sættum við okkur og hvað getum við boðið gestum okkar upp á? 3. Þjónar það best islenskum hagsmunum að hönnun bygg- ingarinnar sé að mestu i hönd- um útlendinga. Spurningin snertir m.a. a) Eru islenskir arkitektar og verkfræðingar ekki nógu hæfir? b) Er sú staðreynd að Banda- rikjamenn muni fjármagna is- lensku flugstöðvarbygginguna að nokkru leyti næg ástæða til þess að við beygjum okkur undir þeirra hagsmuni hvaí hönnuninni viðvikur? c) Höfum við metnað gagnvarl sjáifum okkur og útlendingum er til landsins koma til þess að sýna i verki hvað við getum sem hönnuðir, arkitektar, verkfræð- ingar og listamenn. d) Hverjir eru hinir fjárhags- legu hagsmunir vegna launa, skatta o.s.frv. 4. Þjónar það best islenskum hagsmunum að bjóða fram- kvæmdir út á alþjóðlegum verk- takamarkaði? Spurningin snertir m.a. a) Hvort gert sé ráð fyrir áföngum sem henta stærð is- lenskra verktaka. 5. Hefur þjóöin og þó sérstak- lega alþingismenn gert sér grein fyrir þeim skuldbinding- um sem við erum að taka á okkur fyrir tilstuölan stjórn- valda. Tillögur arkitekta. Af framanskráðu má ljóst vera að hér er um alvarlegt mál að ræða. Hér fara saman hags- munir þjóðarinnar og hags- munir þeirra islensku sérfræð- inga er þarna gætu átt stóran hlut að máli. Arkitektafélagið vill benda á eftirfarandi leiðir til farsællar lausnar málsins. 1. Ytarleg endurskoöun tan fram á forsendum hönnunar, . einkum hvað varðar tilgang ‘ áfanga, stærðir, gæðakröfur. 2. Efnt verði til samkeppni um uppdrætti að gerð flugstöðvar. Samkeppni hefur þá stóru kosti, að vera ódýrasta og þó árangur- rikasta leiðin til þess að fá fram margar og fjölbreytilegar til- lögur til samanburðar, auk þess sem þaðauðveldar val hönnuða. 3. Ráðnir verði islenskir arki- tektar og verkfræðingar til þess að annast hönnun og þeim faliö að tilkalla erlenda sérfræðinga eftir þörfum. 4. Framkvæmdir verði boðnar út meðal islenskra verktaka. Stjórn Arkitektafélagsins hefur fylgst náið með þessu máli allt frá árinu 1971 og ávallt kynnt yfirvöldum sina afstöðu. Sú árátta stjórnvalda að ganga framhjá islenskum sérfræðing- um þegar um undirbúning meiriháttar verkefna er að ræða er óviðunandi. Islenskir arkitektar og aðrir tæknimenn eru menntaðir i sömu skólum og erlendir starfs- bræður þeirra. Það er skylda stjórnvalda að efla sjálfstæði þjóðarinnar á sem flestum svið- um. Flugstöðin á Keflavikurflugvelli á ekki að vera nein undantekn- ing að þessu leyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.