Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 11.02.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 11. febrúar 1980. íþróttir helgarinnar Dðnsk hjálp til vais Valsmenn hafa sent spænska liðinu Atletico Madrid, sem þeir eiga að leika við i undanúrslitum I Evrópukeppninni i handknattleik karla, óskir sinar um leikdaga. Þeir höfðu ekkert heyrt frá Spánverjunum, sem eiga heima- leik fyrst, og sendu þeim þvi sinar óskir nú fyrir helgina. Þar stinga þeir upp á að leikurinn i Madrid fari fram laugardaginn 1. mars, en siðari leikurinn i Laugardals- höllinni sunnudaginn 9. mars. Mikið gengur á hjá Valsmönn- um i sambandi við leikina við Spánverjana eins og gefur að skilja. Eru þeir þessa dagana með allar klær úti til að afla sér upplýsinga um liðið og leikmenn þess og hefur orðið vel ágengt við það. Meðal annars kom i ljós, að HSI á i fórum sinum myndsegulband af spænska landsliðinu i leik, og er þar að finna marga af leik- mönnum Atletico Madrid. Stærsti fengurinn er þó eflaust i mynd- segulbandi af fyrri leik danska liðsins Fredericia KFUM og Atle- tico Madrid i 8-liða úrslitum Evrópukeppnihnar. Samband var haft við forráða- menn Fredericia KFUM og voru þeir strax tilbúnir að hjálpa Valsmönnum með allar þær upplýsingar, sem þeir ættu um Atletico Madrid. Sögðust þeir m.a. eiga i fórum sinum mynd- segulband af fyrri leiknum i Dan- mörku og var það strax sett i flug, og mun nú vera á leiðinni til ís- lands... . —klp— Leikmenn Fram hafa ekki haft inikla ástæðu til aft fagna I vetur, en þeir gerftu það hressilega eftir aft hafa iagt Islandsmeistara Vals f Laugardalshöll i gærkvöldi. v — Visismynd Friftþjófur. LOKSINS KOM SIGUR HJA FRAMSTRAKUNUM Sjálft undanúrslitaliðið i Evrópukeppninni i handknattleik karla og handhafi tslands- meistaratitilsins, Valur, var lagt að velli i Laugardaishöllinni i gærkvöldi af botnliðinu i deild- inni, Fram. I þeim leik sýndu Framararnir, sem ekki hafa sigrað I leik siðan á Utimótinu i sumar og sigruðu sið- ast innanhúss fyrir nær 11 mán- uðum, á sér sinar bestu hliðar. Þeir börðust eins og ljón i vörn- inni, og keyrðu leikkerfin sin út Boltinn fór ekki niöup í körfuna - En dómarinn dæmdl saml aD svo hefOí veríD - ÍBK kærOí og leggur kvikmynd af atburDinum fram sem sOnnunargagn Mjög sögulegur atburður átti sér stað i Iþróttahúsi Njarðvik- ur á laugardaginn, þegar IBK og Armann léku þar i 1. deild Is- landsmótsins i körfuknattleik. öðrum dómaranum i leiknum urðu á þau mistök að dæma Ár- manni körfu i siðari hálfleik, þótt boltinn færi ekki i körfu Keflvikinganna, og reyndist þetta afdrifarikt. Ármenning- arnir unnu nefnilega sigur með einu stigi i þessari viðureign toppliðanna, lokatölurnar 97:96, en ekki er vitað hvernig leikur- inn hefði þróast, ef mistök dóm- arans hefðu ekki komið til. Keflvikingarnir tóku hinsveg- ar allan leikinn upp á mynd- segulband, og eftir leikinn sýndu þeir dómurunum mynd af leiknum. Þar sást greinilega, er dómarinn gerði mistök sin, og ætla Keflvikingarnir, sem kærðu úrslit leiksins, að leggja filmuna af leiknum fram fyrir dómstólinn. „Það var alveg stimplað i mig að boltinn hefði farið i körfuna og þess vegna dæmdi ég körfu og tvö stig fyrir Armann", sagði Guðbrandur Sigurðsson dómari, en það var hann sem gerði þessi mistök i leiknum. „Ég hefði ekki trúað öðru en að svo hafi verið nema vegna þess.að ég sá það svart á hvitu að boltinn fór ekki i körfuna, þegar filman var skoðuð eftir leikinn. Ég verð að segja það, að mér liður afar illa vegna þessara mistaka" sagði Guðbrandur. „Það hefur aldrei komið upp hér áður að kvikmynd af atvik- um hafi verið lögð fram sem málsgagn i kærumáli hér- lendis", sagði Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Iþróttasambands Islands, er Visir ræddi við hann um þetta mál, en Hermann er manna fróðastur hérlendis um allt sem viökemur reglum og kærumál- um i iþróttum. „Þetta verður algjört prófmál og það verður óneitanlega gaman að fylgjast með þvi, hvernig það verður af- greitt og hvað kemur út úr þessu", bætti hann við. gk— án þess að hósta eða hiksta, nema i lokin. Staðan þeirra var allt annað en glæsileg fyrir leikinn" júmbósæt- ið" var þeirra, og þeir uröu að ná sér i stig til að geta haldið i við hin liðin. Og það geröu þeir með þess- um glæsilega leik sinum, sem var þeirra besti i langan tima. Þeir báru enga virðingu fyrir tslandsmeisturunum og settu þá fljótlega úr stuði með miklum hraða og krafti. Atli Hilmarsson rak endahnútinn á hverja sóknina á fætur annarri hjá Fram með gullfallegum mörkum, og ef hann skoraði ekki sjálfur „fiskaði" hann viti, sem Erlendur Daviðs- son, önnur stórstjarna Fram i leiknum, sá um að skora úr. Upp úr miöjum hálfleiknum náði Fram forustunni og hafði 4 mörk yfir i leikhléi 14:10. Þann mun minnkaði Valur i 14:12, en þá komu 5 mörk i röð frá Fram og staðan þvi 19:12. Það bil tókst meisturunum aldrei alveg að brúa — þrátt fyrir mörg mistök og vitleysur Framara i lokin — og lokatölurnar urðu 25:23. , , , , >5 .^ t^ ^^ ¦ Þeir Atli og Erlendur voru stór- ^^ kostlegir i leiknum. Atli skoraði „. . ,, . .,. , , , ,, sjálfur 10 mörk og átti stærsta Sta?*n '*; *?* tf1*n*>n}i*?a þáttinn i mörgum hinna. Erlend- handknattleik karia eftir leikina ur skoraði 6 mörk — 5 viti — en *ær' hann var geysigóður i vörninni, HK-FH 19:19 ásamt Sigurbergi Sigsteinssyni, Fram-Valur 25:23 og I sókninni opnaði hann vel fyrir yflcingur ...... 9 9 0 0 210:165 18 öðrum. FH............8 5 2 1 178:174 12 M attu þeir Andrés Bridde og VJ-r.........8 4 0 4 168:158 8 Hannes Leifsson góðan leik, og }LR...........»•* • » "!•"» ¦ S£.nsssíassriE rkar'::::::: ;i ^W, se„ ».ro, * rai6g ££- .......... » j 4 l»;„ , Um góða markvörslu var ekki Næstu leikir: hægt að tala um hjá Val. Brynjar Annað kvöld i Laugardalshöll- Kvaran kom varla við bolta i inni Fram-Haukar. Um næstu leiknum — nema að sópa honum helgi leika svo Fram-Vikingur, úr netinu — og „afleysari" hans, Valur-HK, FH-KR og iH-Haukar. Jón Breiðfjörð, kom heldur eng- um vörnum við loks þegar hann fékk að koma inn á. Það var lika allt annað en skemmtilegt að standa i marki Vals i þessum leik, þvi að vörnin var aldrei með á nótunum. Mikiö munaði um að Stefán Gunnarsson vantaði, en hann var meiddur og lék ekki með frekar en Ólafur Benediktsson i mark- inu, sem einnig á við meiösl að striða. Allir leikmenn Vals hafa leikið betur en i þetta sinn, og bar þar enginn af öðrum. Þorbjörn Guðmundsson 5 mörk og Stefán Halldorsson 5 mörk — öll úr vit- um — voru markhæstir, en næst- ur þeim kom Brynjar Harðarson með 4 mörk. Dómarar voru þeir Arni Tómasson og Óli Clsen og gerftu erfiðum leik góð skil... —klp— STAÐAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.