Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 4
vtsnt Þriöjudagur 12. febrúar 1980 ACRYSEAL þéttir vel og sparar hita Kaupmenn — kaupfélög — verktakar byggingarfélög. Ólíkt öllum öðrum þéttiefnum á markaðnum harðnar acryseal þéttiefnið alveg í gegn svo að t.d. börn geta ekki plokkað það úr. # Acryseal er sérstaklega auðvelt í meðförum og hentar því vel fyrir leikmenn. • Acryseal er lyktarlaust, óeldfimt og má nota úti og inni, t.d. til þéttinga með hurðum, gluggum og fleira. • Acryseal er gott að mála yfir. # Acryseal hefur góða viðloðun við tré, stein- steypu, tígulstein, flest plastefni og fleira. Fæst í öllum þekktari byggingarvöruverslunum /andsins QMAsgeirsson HEILDVERSLUNGrensásvegi 22 — Simi: 39320 105 Reykjavik — Pósthólf:434 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkrofu Altikabúoin Hverfisgotu 72. S 22677 6S Smurbrauðstofan B JORISJirSJINJ Njálsgötu 49 - Simi 15105 LAUSSTAÐA Staða fjármálafulltrúa hjá Lyfjaverslun ríkisins er laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambæri- leg menntun er áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, sem m.a. tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Lyfjaverslun rikisins, fyrir 8. mars 1980. LYFJAVERSLUN RIKISINS, 7.febrúar 1980. »• i Lenin-leikvangurinn í Moskvu, sem hefur veriö endurbyggöur og stækkaður fyrir 70 milljaröa króna. Þar veröa leikarnir settir og þeim slitiö. ðlympíulelkarnir dýrt sport mjðp Ef Alþjóða ólympiunefndin, sem i dag þingar um kröfu Bandarlkjamanna um aö flytja sumarleikana frá Moskvu, léti undan þvi — sem alls ekki er sennilegt — yrði þaö Rússum mikiö fjárhagslegt tap. Þeir hafa f járfest miklu I leik- unum og byggingafram- kvæmdir þeirra og annar undirbúningur hefur staöiö árum saman. Þaö er ætlaö, aö Moskvustjórn hafi þegar lagt út um 200 milljaröa króna til ólympiumótsins, og jafnvel þótt þeir fengju einhverjar bætur hjá Alþjóöa ólympiunefndinni — og gætu nýtt sér mannvirkin — yröi tapið hrikalegt. Eins og margsinnis hefur komiö fram i umræðum um undirbúning ólympiuleika, eins og fyrir Montreal, eru þeir ofboðslega kostnaöarsamt fyrirtæki, og naumast á færi annarra en efnahagsrisa aö leika gestgjafahlutverkið. Undirbúningur þeirra hefst oftast átta, tiu eða tólf árum áöur en þeir eiga aö fara fram. Langur aðdragandi. Þegar iþróttafrömuöir eöa stjórnmálaforingjar einhverra stórborgarinnar hafa gert upp hug sinn um, aö þeir óski eftir aö halda leikana, er byrjað á þvi aö setja á laggirnar undirbún- ingsnefnd. Hún hefst handa viö áætlanagerö um smiöi Iþrótta- mannvirkja, ibúöarhúsa, trygg- ingar, samgöngur, fjölmiölun og þúsund aöra hluti. A fundi með nefndinni gera umsækjendur grein fyrir þvi, hvernig þeirhyggjast standa aö leikunum. Oftast eru fleiri en ein borg um hituna. Eftir aö hafa grúskaö i öllum áætlunum, vegiö og metiö rök meö einum umsækjandum eöa á móti öörum, velja fulltrúar nefndar- innar (IOC) hinn heppna, sem á þá aö halda leikana eftir sex ár. aöutan Stundum er erfitt aö gera upp á milli, og hefur æöi oft komiö til hlutkestis. Þannig var þaö, þegar Montreal fékk — eftir haröa samkeppni við Moskvu — að halda leikana 1976 (ákvöröunin tekin 1970), meðan Moskva vann hinsvegar 1974 réttin til þess aö halda leikana 1980. Um leið og ákvöröunin liggur fyrir er hafist handa viö undir- búningsframkvæmdir. Tugir þúsunda starfa aö þvi aö reisa „ólympiuþorpiö”. Sjaldnast hefur tekist aö halda áætlunum varöandi kostnað . Skattgreiö- endur i Quebec eru ekki enn farnir aö sjá fyrir endann á Utgjöldum sinum vegna leik- anna 1976 I Montreal. Montreal kemur I hugann vegna hugmynda um að flytja leikana frá Moskvu og þangaö, sem yröi i reynd nær ógjörn- ingur. Hvar ætti t.d. að koma þátttakendum fyrir? Þeir skipta tugum þúsunda. Ibúöirnar, sem byggöar voru til aö hýsa keppendur á leikunum 1976, hafa veriö siöan afhentar borg- unum til ábúöar. Fjölmiölamiö- stööin, eitt stærsta háhýsiö i Montreal, hefur fyrir löngu veriö selt til annarra nota. Iþróttamannvirkin eru til staö- ar, en þyrftu endurnýjunar viö. Tillögur Margrétar Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, um aö deila leikunum niöur á marga staöi I Englandi þykja heldur ekki ýkja aögengilegar. Aöalaödráttarafl ólympiuleik- anna er, aö þar er keppt I mörg- um Iþróttagreinum á einum staö. Engan lætur sig dreyma um aö taka að sér leikana fyrir- varalaust. Ekki einu sinni þær borgir, sem haldið hafa leikana. Flestar töpuöu þær stórt á fyrir- tækinu. Dýrt sjónvarp Rússarnir segja, aö meö þvi ofboöslega átaki, sem sovéska rikisapparatiö hefur gert i undirbúningnum, hafi þeir lokiö 97% undirbúningsvinnunnar sex mánuðum fyrir leikana. Eitt af þvi sem gestgjafarnir og Alþjóöa ólympiunefndin hafa reynt aö slá sér fjárhagslega upp á, er sala á réttinum til kvikmyndunar og sjónvarpsendinga af leikunum. Hafa þar orðið skipti á hrikaleg- um fjárhæðum. Sjónvarps- stöðvarnar hafa siðan oröiö aö endurselja útsendingarnar æ hærra veröi.uns nú er svo kom- iö, að útvarpsráö Svíþjóöar og Danmerkur segja, aö þetta verði I síöasta sinn, sem þau sjónvarpi ólympiuleikunum I sinum löndum. Þeir telja sig einfaldlega ekki hafa efni á þvi lengur, svo dýrt sport, sem þaö er oröiö. Ólympiuþorpiö, sem risiö er upp i Moskvu á 107 hektara landi. Þessi átján 16 hæöa-hús eiga aö hýsa tóif þúsund manns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.