Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 5
vtsnt ÞriAjiMtagur 12. Mkrúar 1980 Samið um gisia I Salvador Herskáirstúdentar, sem náöu á sitt vald I siöustu viku mennta- málaráöuneyti E1 Salvador, munu yfirgefa ráöuneytiö i dag og sleppa gislum, eftir undirritun samninga viöyfirvöld siöar i dag. Talsmaöur stvidenta sagöi, aö herforingjastjórnin heföi fallist á aö hætta inntökuprófum I skólum landsins, en þaö var ein af megin- kröfum stúdenta, sem náöu 400 gislum á sitt vald, þegar þeir tóku ráöuneytiö. Ollum gislunum nema tólf hefur veriö sleppt. Meöal þeirra, sem enn eru á valdi stúdentanna, er Eduardo Colindres, mennta- málaráöherra. Annar hópur vinstrisinna hefur spænska sendiráöiö enn á valdi sinu og spænska sendiherrann. Þeir krefjast þess, aö pólitiskir fangar veröi látnir lausir. Sex- burarnir dafna Sexburarnir, sem fæddust I Flórens fyrir mánuöi, hafa dafnaö vel, en eru enn I gjör gæslu. Tveir þeirra eru I súr- efnisvöggum. Sexburarnir, fjórir drengir og tvær telpur, voru teknir meö keisaraskuröi eftir 35 vikna meögöngu. Vógu þeir eitt kiló eöa rúmlega þaö viö fæöingu, en eru nú orönir tvö kíló flestir. MARGIR KVILLAR HRJÁ TÍTÚ Heilsufar Titós veldur löndum hans alvarlegum áhyggjum eftir aö hjartakvilli hefur bæst ofan á annan krankleika Júgóslavlu- forseta. Hinn 87 ára gamli leiötogi er enn undir læknismeöferö en vinstri fótur hans var tekinn af fyrir rúmum þrem vikum. Heilt ráö átta lækna stundar Titó forseta, en þeir höföu áöur sagt, aö nýrnaveiki og meltingartrufl- anir hömluöu bata hans eftir fóta- aögeröina. Þar til núna i vikunni haföi almenningi veriö taliö trú um, aö hinn aldni forseti heföi náö furöu- góöum bata, og heföi tekiö til viö sum hinna mikilvægari embættis- verka sinna. En I gærkvöldi rétt fyrir aöalfréttatima júgóslav- neska sjónvarpsins var gefin út tilkynning, þar sem skýrar var kveöiö aö oröi en áöur: „Enn eru ýmsir erfiöleikar vegna nýrna- veiki forseta lýöveldisins, en meöhöndlunin er þeim vanda bundinn, aö I ljós hefur komiö, aö forsetinn á einnig viö hjartakvilla aö striöa.” Frést hefur, aö læknarnir hafi haft miklar áhyggjur af þvl I slöasta mánuöi, hve lengi Tltó var aö jafna sig af svæfingunni. Enn- fremur hefur kvisast, aö þaö tor- veldi meöalameöferö, aö hann eigi einnig viö sykursýki aö striöa. Frá bandariska sendiráöinu I Teheran sem verib hefur 100 daga á valdiherskárra stúdenta. Nú þykja möguleikar á því, aö stddentarnir feli stjórnvöldum glslana I hendur. Hreyfing á máii gfslanna I Teheran Vænst var I dag umsagnar Khomeinis æöstaprests um yfir- lýsingu Bani-Sadr, forseta Irans, þar sem lagt er til aö stjórnvöld taki viö bandarlska sendiráöinu og gtslunum úr hendi stúdent- anna. I viötali, sem birtist I Parísar- blaöinu ,,Le Monde”, sagöi Bani- Sadr I gær, aö hann sæi fyrir sér, aö gislarnir, sem veriö hafa á valdi róttækra stúdenta, sem her- tóku sendiráöiö 4. nóvember, veröi afhentir stjórnvöldum. — „Þetta er möguleiki, sem ég sé fyrir mér, aö geti orbiö aö veru- leika innan fárra daga,” sagöi Bani-Sadr. Stúdentarnir sögöu vegna þess- ara ummæla Bani-Sadr, aö þeir mundu láta glslana af hendi, ef Khomeini æöstiprestur skipaöi svo, sem þeir sögöust ekki búast viö. Hinn 79 ára gamli trúarleiötogi er á sjúkrahúsi I Teheran vegna hjartakrankleika. Hann hefur til þessa stutt töku stúdentanna á sendiráöinu, en hefur slbustu vikurnar engar yfirlýsingar gefiö um gislana. I yfirlýsingu, sem hann gaf I gær vegna eins árs af- mælis byltingarinnar, varaöist hann aö nefna glslana einu oröi. Þar fordæmdi hann hinsvegar Bandarikin og Sovétrlkin, en gat þess þó i lokin, aö þegar Iran heföi slitið af sér „fjötra” viö Ameriku gæti landiö aftur tekiö upp eðlileg stjórnmálasamskipti viö Washington. vetrarielkarnir: ishokkíiö byrjar I dag, en setningin á morgun Næstu tvær vikurnar verður athygli manna bundin viö ólympíuþorpiö I Lake Placid, en vetrarleikarnir veröa settir þar á morgun. Þangaö eru komnir um 1.400 iþróttamenn og konur til þátttöku I leikunum. Viö setningarathöfnina á morgun veröa tendraðir tveir ólympiueldar. Annar vegna þrettándu vetrarleikanna, en hinn til minningar um Ólympiu- leikana 1932, sem einnig voru haldnir á þessum sama staö viö fagrar hliöar Adirondackfjalla. En keppnin hefst strax I dag, sólahring fyrir setninguna, þvi aö byrjað veröur strax á Ishokkileik- unum. I augum margra áhorf- enda hefjast leikarnir þó ekki fyrir alvöru fyrr en á fimmtudag, þegar alpagreinarnar byrja á bruninu. Mugabe setur nýja kosti Robert Mugabe, einn leiötoga þjóöernissinna blökkumanna I Ródesiu, á i dag fund með Soames lávaröi, landstióra Breta. Mugabe hefur sakað Breta um aö vera I samsæri með Suður- Afriku og hvltum Ródeslu- mönnum um aö hindra hann I aö taka þátt I kosningunum síðar I þessum mánuöi. Honum hefur tvivegis verið sýnt banatilræöi, slðan hann sneri heim til Ródesiu úr útlegö- inni, en á blaöamannafundi i gær sakaöi hann öryggissveitir Ródesiustjórnar um aö sitja á banaráðum við sig. Hann sagöist mundu segja Soames lávaröi á fundi þeirra í dag, aö hann mundi segja upp vopnahléinu, ef öryggissveitirnar yröu ekki reknar til búða sinna og eftirlits- sveitirnar sömuleiöis, eöa ef flokkur hans yröi bannaður ein- hverstaðar i landinu. Ef svo færi, ætlar Mugabe að kalla skæruliöa sina aftur út i skógarkjarriö til nýrra hryðju- verka. Frá ólympluþorpinu I Lake Placid.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.