Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 13
jSlIH Þriöjudagur 12. febrúar 1980 12 VISJLH Þriöjudagur 12. febrúar 1980 : 'MUS ■iffBÍI® X ' Það leika það ekki margir að sundriða i köldum sjónum þessa dagana. Hún vilaði það þó ekki fyrir sér hún Bella Ellertsdóttir. Hestar hennar þurftu á baði að halda til að skola burtu óværu og þvi ekki annað að gera en demba sér i sjóinn með þá. Farið var með hestana i sjóinn i Norðurkotsvör i Laugarnesi, beint niður af húsi Sigurðar Ólafssonar. Hann var reyndar ekki langt undan, heldur aöstoð- aði við verkið. Það var hjá Sigurði, sem Bella kynntist hestum. Hún byrjaði að koma i heimsókn til Sigurðar, þegar hún var smástelpa til að skoða hestana hans. Þar meö var hún komin með bakteríuna og nú fara flestar fristundir i að sinna hestunum. Bella fór tvær feröir I sjóinn með þrjú hross I senn. Hún var ekki að hafa fyrir þvi að bregöa sér I vöðlur, heldur skellti sér á bak eins og hún stóö I gallabuxun- um. Eftir fyrri ferðina fór hún með hestana i hús hjá Sig- urði. Kembdi úr þeim mestu bleytuna og gaf þeim tuggu. Þá var komið aö þvi að fara á nýjan leik i kaldan sjóinn. í þetta sinn tók hún trippi með, sem leist ekkert á blikuna, þegar komiö var I fjöruna. En hún kunni lagið á þvi að koma öllum út I og bleyta vel I hrossunum, þvi að hún lét ekki nægja aö fara eina ferð meö hrossin, heldur fór hún þrisvar og fjórum sinnum I sjóinn I hvert skipti. Þegar upp úr sjónum kom, var hleypt á sprett heim að Laugar- nesi og kamburinn dreginn fram á nýjan leik. Það voru þvi hreinir og stroknir hestar sem fóru i hús I þetta sinn. —KP Katrin Páls- dóttir skrifar Þaö leika varla margir þaö eftir Bcllu EUerts- dóttur að sundríöá i sjón- um þessa dagana. .V. v ' iMí** - Eftir baöiö var kamburinn dreginn fram og mesta bleytan kembd burt. Hesturinn hans Siguröar kann ýmsar listir. Hér réttir hann Siguröi fram fótinn eftir kúnstarinnar regium. filveg glóðvolg ísfrétt: SplSPr ■ ^ 1 •gPyqyyppygyyi 0 • í fyrra oþnuðum við hér nýstárlega mjólkurbúð með fjölbreyttu úrvali mjólkurafurða, brauða og brauðmetis. Nú gerum við enn betur með glæsilegasta ísbar landsins, Klakahöllinni og getum því boðið mjólkur- línuna eins og hún leggur sig. Eins og nafnið ber með sér eru á boðstólum allar mögulegar og ómögulegar tegundir ísa og ísrétta sem bera nöfn eins og: Bananasprengja, Evudraumur, Hrollur, Krapi og Týnda peran. Auk þess mjólkurréttir, emmessdrykkir s.s. Sopi og Jógi. Einnig bjóðum við hamborgara.samlokur, öl o.m.fl. Kíkíð við í Kíakahöllínní Opíð jfrá kl.9-23

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.