Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 14
Fðrum ekki tii Moskvui Valsari skrifar: Mér finnst iþróttamenn okkar ekki standa sig jafnvel á öllum sviöum. Auövitaö erum viö Valsarar i sjöunda himni yfir sigrinum 1 handboltanum og sýnir þaB, sem viB höfum alltaf haldiö fram, aö viö Islendingar eigum erindi sem erfiBi i alþjóBlega keppni. bar sem mér finnst aftur á móti iþróttamenn okkar standa Hér hefur ValsmaBur látiö stinga upp I sig, en bréfritari sem einnig er ValsmaBur væntir þcss aB svo fari ekki hvaB snertir ólympfu- leikana f Moskvu. sig sföur er sú makalausa vönt- un á sjálfsviröingu, sem þeir sýna meö þvi aö ætla aö mæta á ólympiuleikana i Moskvu eins og ekkert hafi 1 skorist. Mig langar bara til þess aB spyrja þá einnar spurningar. Hvaö er Iþróttaandi? Finnst iþróttamönnum okkar þaö Iþróttaandi af stórveldi aö ráö- ast gegn smáþjóö? Nú skulum viö sleppa allri pólitik úr þessu. Einfaldlega þessi spurning: Er þaö iþróttaandi, þegar sá sterk- ari neytir aflsmunar og lætur kné fylgja kviöi I samskiptum viö aöra? Viö Valsmenn teljum okkur byggja á háleitum hugsjónum i okkar Iþróttastarfsemi. Eflingu manngildis, jafnt auknum þroska einstaklingsins til lik- ama og sálar. Þessu hefur veriö haldiö aö okkur frá stofnun okk- ar félags og persónulega verö ég aö segja aö ég hef alltaf veriö hreykinn af þessu. Innrás Sovétmanna I Afgan- istan er níöingsskapur. Greini- lega samrýmist þaö ekki fyrr- nefndri hugsjón aö varpa dýrö á Sovétrfkin meö þvi aö stuöla aö þvi aö ölympiuleikarnir verði haldnir þar. Þvi segi ég. Valsmenn og allir þeir mörgu sem hefja fána Iþróttanna á loft sem merki manngildis og drengskapar. Stigiö ekki fæti ykkar á Olympiuleikana I Moskvu ef Rússar eru meö her I Aganistan. Stofniö frekar til landskeppni viö aörar þjóöir eöa takiö þátt I Olympiuleikunum, ef þeir veröa færöir. Ráöherrarnir I nýju rfkisstjórninni eru tlu og er þá fjöldi þeirra brá&um orBinn hinn sami og I Bret landi, ef marka má kvæ&iB. „Ráðherrataian er bráðum hin sama” VIsi barst þetta bréf meö kvæöinu „Tveir fánar” eftir Jón Helgason prófessor, i tilefni af ráðherrafjölda nýju stjórnar- innar sem bréfritari vill nefna Rúbluna: ö&rum er lotiB I öllum hnattarins beltum, og aö honum sópast úr löndunum stórfelldur gróöi, hann blaktir þungur af allra úthafa seltum og orustublóöi. Hinn er litils metinn og ungur aö árum, og engum finnst til um þaö vald sem á bak viö hann stendur: vanmegna smáþjóö sem velkist á Dumbshafsins bárum, vopnlausar hendur. Eitt er þó nálega álika veglegt hjá báöum, þvi örlögin veittu oss I smæö vorri dýrmætan frama: Ráöherratalan á islandi og Englandi er bráöum oröin hin sama. Leggjum sölulúgurnar nlðurl baö voru orö I tima töluð hjá Austurbæingi I VIsi á þriöjudag, aö nauösyn bæri til aö leggja niöur þetta makalausa sölu- lúgukerfi, 'sem rlkir hér i Reykjavik. Er nokkurt annað byggöarlag á Islandi, sem heimilar svona molbúamennsku en Reykvfk- ingar? Hvaö þá aörar þjóöir. Nú er allt þetta opnunarkerfi verslana I Reykjavik svo ein- stakt, aö þaö þyrfti helst sér- fræöing I vitleysu til þess aö skilja þetta. Þó tekur nú út yfir meö þetta lúgukerfi. Nýtisku verslánir meö fleiri hundraö fermetra gólfpláss, innréttingar fyrir tugmilljónir og jafnvel þjónustu eins og barnagæslu og molasopa detta allt I einu klukkan sex niður á þaö makalausa plan aö hand- langa fimmaurastykki út úr ein- hverju gati á einu horni verslun- arinnar. Hverskonar þjónusta er þetta nú eiginlega viö ibúa Reykja- vlkur? Nú er ég auövitaö sammála Austurbæingi, aö söluturnar, sem sérstaklega eru byggöir fyrir blaösölu eöa einhverja tó- baksafhendingu eigi rétt á sér. Viö sliku er auövitaö ekkert aö segja, enda ekki meira pláss fyrir hendi. En þegar stórverslanir detta á svona hornkellingaleik þá er skörin farin aö færast upp I bekkinn. Ég veit bara aö I minu hverfi ganga menn heila þingmannaleiö, (sem viröist nú eitthvaö löng um þessar mund- ir), til þess að losna viö þaö aö eiga viöskipti við „gatiö”. Fara frekar I almennilega sjoppu. En blessuö litlubörnin komast auö- vitaö ekkert annaö. Ég hef vissulega lika séö litil börn meö peninginn I hendinni aö kaupa eitthvaö fyrir mömmu eöa pabba biöa lon og don i kuldan- um, þangaö til afgreiöslufólkiö uppgötvar þessi litlu skinn. Þó þaö væri ekki nema fyrir bless- uö börnin, þá ætti aö leggja þetta gatakerfi niöur. Annar Austurbæingur. Annar Austurbæingur vill einnig láta útrýma þessum svokölluöum sölulúgum, þar sem þessi „litlu skinn” eru látin húka úti þegar þau eru send I söluferöir fyrir pabba og mömmu. Fyikingin I Féiags- stofnun slúflenta Háskólastúlka skrifar: Ég átti leiö upp I Félagsstofn- un stúdenta ásamt skólafélög- um minum i hádeginu nú fyrir skömmu. Þegar inn kom blasti viö okkur hálf-gremjuleg sýn. Yfir inngangi matsalsins héngu tvö mannhæöarhá skilti meö merki anarkista og hamri og sigö. Ekkert okkar hefur haft nein afskipti af pólitik uppi i Háskóla hingaö til og höfum viö látiö allt gott heita. En slik mis- notkun á húsnæöi stúdenta hlýt- ur aö kalla fram einhver viö- brögö Þvl viljum viö mótmæla þessar- rr.isnotkun róttæklinga á húsnæö: okkar. Aö ii.'kum höldum viö aö þaö sé kommn timi til aö breyta um forystu i stúdentamálum. Fylkir.gin sem hreiöraö hefur um sig á skrifstofu stúdentaráös á þar ekki heima. Hún er þarna fyrst og fremst til aö ota sinum eigin tota en ekki til aö sinna hagsmunamálum stúdenta. sandkorn Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar RÆÐAN Sóknarnefndin hélt gamla fólkinu á elliheimilinu kaffi- samsæti. Presturinn hélt- ræöu þar sem hann las meöal annars gamankvæöi og sagöi sögur af sérkennilegum mönnum. Stina gamla hlustaöi á þetta allt saman meö mikilli andakt eins og henni þótti til hlýöa þegar prestur átti I hlut. Þegar samsætinu lauk spjallaöi presturinn viö gamla fólkiö og Stina þakkaöi honum mörgum oröum fyrir gó&a ræöu. — Þaö gleöur mig aö þér féll þetta vel i geö, sagöi prestur- inn. — Já, greip Stina fram I, ef ég heföi ekki vitaö aö þetta var Guösorö.heföi ég meira aö segja hlegiö af og til. Hlerað Þekktur framsóknarmaöur var staddur I Alþingishúsinu á dögunum og sér Birgi tsleif Gunnarsson koma á móti. Frammaranum var þá hugsaö til þess er sjáifstæöismenn réöu borginni, lélegrar út- komu flokksins i siöustu kosn- ingum og klofningsins aö undanförnu. Hann kallar þvi til Birgis: — Nú er hún Snorrabúö stekkur! „Já, börnum og hröfnum aö leik”, svaraöi Birgir aö bragöi og hélt áfram. Það sjötta Hann hlýtur aö hafa sjötta skilningarvitiö. Maöur veröur aldrei var viö þessi fimm. • ' Gððlr pistiar Eggert Jónsson borgarhag- fræöingur hefur af og til I vet- ur flutt erindi I útvarpiö um borgarmál. Umræöur um borgarmál hafa allt of oft ein- kennst af pólistlsku þrasi og iiitt höföaö til áhuga almenn- ings. Ég hef hlustaö á nokkra af þeim pistlum sem Eggert hefur flutt og honum tekst aö gera þessi mál bæöi llfleg og skemmtileg um leiö og hann kemur ýmsum gagnlegum upplýsingum á framfari. Full ástæöa er til að þakka útvarp- inu og Eggert fyrir þetta framtak. Um leiö er þeirri hugmynd varpaö fram hvort útvarpiö ætti ekki aö leita fanga I fleiri sveitarfélögum um silka pistla. Þaö þarf bara aö hafa I huga aö enginn hefur áhuga á þurrum skýrslum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.