Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 12.02.1980, Blaðsíða 23
* é * i vtsm Þriöjudagur 12. febrúar 1980 Umsjón Katrin Pálsdóttir Davlð Stefánsson frá Fagraskógi Útvaro ki. 21.45: Furðufuglinn Sðlvi Helgason Slónvarp kl. 22.30: Umheimurinn: Júgósiavía í fortíð og framtíð „Ég ætla að fjalla um þjóð og sögu Júgóslavíu, bæði i fortið og framtlð”, sagöi Bogi Agústsson, fréttamaður, umsjónarmaður þáttanna „Umheimurinn.” Bogi sagði ennfremur að spjall- að yrði við Stefán Bergmann, sem vel er inni í sögu Júgóslaviu, og við hann rætt um hina ýmsu þætti hennar. Þá verður einnig rætt um Saudi-Arabíu, en Bogi sagðist ekki enn vita hve ýtarlegt það yrði, og þvi yrði llklega auk þess drepið lítillega á gullæðið, sem greip um sig við það að Sovét- meiin réðust inn I Afganistan. H.S. Bogi Agústsson, fréttamaður Það var ekki út I loftið, sem Davið Stefánsson frá Fagraskógi samdi skáldsöguna „Sólon íslandus”, sem kom fyrst út árið 1940. Sagan fjallar um einn merkilegasta mann á sfðari hluta 19. aldar, nefnilega Sölva Helga- son, landshornaflakkara og lista- mann með meiru. Davlð hefur reyndar ekki veriö einn um það að segja frá viðburð- aríkri ævi Sölva Helgasonar. Hljómsveitin Mannakorn hefur einnig sagt frá furðufuglinum Sölva I söng slnum. Sölvi Helgason var að mörgu leyti mjög merkur listamaður, og telja margir, að hann sé I hópi sérstæðustu „naivista”, sem hér á landi hafa verið. t kvöld mun Þorsteinn ö. Stephensen lesa úr skáldsögunni I ellefta skipti, og fullvíst má telja, að aldrei sé of seint að leggja hlustirnar við merkissög- um sem þessari. Þriðjudagur 12. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Valdi's óskarsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar á sögunni „Skelli” eftir Barbro Werkmaster og önnu Sjödahl. . 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 ,,Aður fyrr á árunum” Agústa Björnsdóttir stjórn- ar þættinum. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjónarmaöur: Jónas Haraldsson. Fjallað um atvinnuréttamál vél- stjóra og skipstjórnar- manna. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 112.20 Frétitir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A frí- vaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 Islenskt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aöalsteins Jónssonar frá 9. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa Létt- klassisk tónlist, lög leikin á ýmis hljóðfæri. 15.50 Tónleikasyrpa Létt- klassísk tónlist, lög leikin á ýmis hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amin sér um þáttinn. 16.35 Tónhorniö Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar. 17.00 Slðdegistónleikar 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 10.00 Fréttir. Viðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 A hvitum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Barist við vindmyllur i Madrid Dr; Gunnlaugur Þórðarson flytur siðara erindi sitt. 21.35 Orgelleikur i Landa- kirkju I Vestmannaeyjum. Guömundur H. Guöjónsson leikur „Piece Heroique” eftir César Frank. 21.45 Utvarpssagan: „Sólon islandus” eftir Daviö Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn ö. Stephensai les (11). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma (8). 22.45 A hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- sonlistfræðingur. ,Gotcha’, einþáttungur eftirenska nú- timaskáldið Barrie Keefe. Stúdentar i enskudeild Há- skóla Islands flytja: Guðjón Ólafsson, Margrét Benedikz, Einar Þ. Einars- sonogHerbert J. Holm.Ni- egel Watson bjó til flutnings fyrir útvarp og stjórnar leiknum. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp ÞRIDJUDAGUR 12. febrúar 1980 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 MUmín-álfarnir. Loka- þáttur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. (Nordvision) 20.40 Saga flugsins. Loka- þát tur. H I jóðm úr inn. Fjallað er um helstu fram- farir i flugvélagerð á árun- um 1945-1960. Þýðandi og þulur Þórður örn Sigurðs- son. 21.40 I)ýrlingurinn. Striðs- hetjan kemur h.eim. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 22.30 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Bogi Agústsson frétta- maður. 23.10 Dagskrárlok UTANRÍKISSTEFNU ÚHÁBA SKANDINUVUM „ólafur Jóhannesson er slður en svo ókunnugur utanrlkismalum, og frægt er orðið þegar hann snaraðist til kvöldveröar hjá Kdward Heath forðum daga.þegar leita þurfti lausnar á iandhelgismálinu.” Þá er útséð með að ólafur Jó- hannesson fari I forsetafram- boð. Hann hefur enn tekiö sæti inni við gafl á stjórnarheimili, ogmánú búa við neitunarvald I rikisstjórn um ákveöna þætti utanrikismála, eins og t.d. framkvæmdir á Keflavikurflug- velli, en aö auki eru raddir uppi um að taka beri Keflavikurvöll undan utanrlkisráðuneytinu. Ólafur Jóhannesson er slður en svo ókunnugur utanrlkismálum, og frægt var þegar hann snaraö- ist til kvöldverðar hjá Edward Heath foröum daga, þegar leita þurfti lausnar I landhelgismál- inu. Þau viðfangsefni, sem nú biða I utanrlkismálum eru ekki stór- vægileg frekar en fyrri daginn. Þau hafa þótt gagnslltil litlum rikjum, og löngu eftir fullveldis- sigur okkar 1918 sátu Danir fyrir okkur á alþjóöavettvangi, og létu óátaliö þótt t.d. Jan Mayen væri afhent Norömönn- um til eftirlits. Það gerðist á alþjóöasamkundu, sem nefndist Þjóðabandalagið, eitthvert máttlausasta og ómerkasta bandalag sem sögur fara af. Ekki er beint hægt að segja aö Danir hafi alveg verið hirðu- lausir um okkar hagi meðan þeir fóru með utanrikismál okk- ar, en þeim var sýnilega sama þótt Skandinavar skiptu með sér áhrifasvæðum I Noröurhöf- um, og byggðu þar eflaust á konungserfðum og gamalii hefð um áhrif hér noröurfrá. Við sitj- um svo I þessu fari hvað Jan Mayen snertir, en kannski bregður Ólafur sér til kvöld- verðar til Noregs til að ieysa það mál. Að öðru leyti hefur utanrlkis- stefna okkar miðast einkum að þvi að elta hin Norðurlöndin á þingi Sameinuðu þjóðanna, og virðist þá ekki skipta máli hve brengluö utanrikisstefnan er. Vinátta okkar við Noröurlönd og ósannindaþvarg um skyld- leika hefur gert okkur aö aftanl- ossum þeirra á alþjóðlegum vettvangi, og hefur stundum ekki jmátt á milli sjá hvort viö vorum öilu háðari þessum skrlthu smáþjóðum á tima Kristjáns tlunda rn við erum nú. Það þiá lika skilja I Jan Mayen- málinu, að hart þvkir undir þvl að búa að hin skandinavlska ný- lenda tsiand skuli hafa uppi kröfur um Jan Mayen-svæðið. Nýlendan tsland hefur þó hing- aö til getað hlýtt brengluöum skandinavlskum sjónarmiðum I fjarlægari málum eins og þeim er varða Kambódiu. Þaö ér ekki einasta að við þurfum að kom- ast til valda á heimahöfum okk- ar hér noröurfrá, heldur þurfum við Ilka að heimta sjálfstæöi okkar af Skandinövum með þvl að visa tilmælum þrirra um samstöðu I dellumálu.n á bug. Og við þurfum jafnframt að gera þeim grein fyrii þvl, aö skyldleikantálokkarvnv þá séu svo á reiki, að okkur verði ekki haldiö til lengdar I brókarhafti norrænnar samvinnu, sem er ekkert annaö en ómerkilegt trú- boð vinstri gólara á tslandi. Við erum ekki lengur þjóð fjósbaöstofunnar, eða samfélag einhverrar heimslistar, sem kotrikin I Skandinavlu þykjast vera aö kynna sér tii gildis með stærri þjóöum. Við erum nútlma samfélag, sem stendur um margt, m.a. I menningarlegum efnum, langt um framar Skandinövum sem eru sokknir I eitthvert félagslegt kjaftæöi, sem ætlar að enda I menntunar- leysi og kennaramorðum. Það skortir ekki að þeir eyöa nokkr- um fjármunum á tslandi til að reka sllkt trúboö. Ólafur Jóhannesson , utan- rikisherra, hefur haft mikil af- skipti af samvinnu viö hin Norðurlöndin. Vonandi hefur hann skilið nóg i þeim gambit- um til að spyrna við fótum til eflingar sjálfstæöis tslands á alþjóðlegum vettvangi. Mætti til dæmis byrja á þvi aö æskja eftir sendiherrum, sem vilja hafa annað fyrir stafni en kenna frumþjóðinni tslendingum marxisma og pornó, eins og nú tiökast I Háskólanum. Og stórt mál er að ljúka konungsveldi I Noröurhöfum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.