Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 8
vism Miövikudagur 13. febrúar 1980. 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hbrður Einarsson Ritstjornarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra fretta: Guðmundur G Petursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdottir, Katrin Palsdottir, Pall AAagnusson, Sigurveig Jonsdottir. Sæi'iundur Guðvinsson iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn. Uilil og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglysinga og sölustjori: Pall Stefánsson Dreifingarstjori: Siguröur R. Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 8661 1. Ritstjorn: Siðumula 14, simi 8661 1 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i íausasölu 230 kr. eintakió. Prentun Blaðaprent h/f Jan Mayen aftur á flagskrá Innan tibar hljóta samningaviðræbur milli Islendinga og Norömanna um Jan Mayen máliö aö veröa teknar upp á nýjan leik. Viö skiptingu efnahagslegra réttinda á Jan Mayen svæöinu hljótum viö aö sjálfsögöu aö taka nokkurt tillit til eignarréttar Norö- manna aö sjálfri eyjunni Jan Mayen, en öll sanngirni mælir meö þvi, aö þeir viöurkenni yfirgnæfandi hagsmuni okkar til auölindahagnýtingar á svæðinu. Þar sem ný ríkisstjórn hefur verið mynduð hér á landi, hlýtur deila okkar við Norðmenn um efnahagsleg réttindi á Jan Mayen svæðinu að verða tekin upp innan tíðar milli íslenskra og norskra stjórnvalda. Þegar vinstri stjórnin sprakk á sl. hausti, stóðu fyrir dyrum við- ræður um málið milli utanríkis- ráðherra (slands og Noregs, eins og menn rekur sjálfsagt minni til, en þeim var af eðlilegum ástæðum frestað við fall stjórnarinnar. Starfsstjórn Al- þýðuf lokksins hafði ekki pólitíska stöðu til þess að taka upp viðræður um málið, svo að það er ekki f yrr en nú, sem í raun og veru hefur verið unnt að taka aftur upp samningaviðræður um málið. Að undanförnu hefur enn einu sinni aukist þrýstingur á norsk stjórnvöld frá hagsmunaaðilum í norskum sjávarútvegi að hef jast handa um útfærslu efnahagslög- sögu umhverfis Jan Mayen í 200 milur.Hið beina tilefni er loðnu- veiðar okkar íslendinga síðustu vikurnar, en að sjálfsögðu er hin raunverulega ástæða vaxandi erfiðleikar í norskum sjávarút- vegi, m.a. vegna minnkandi þorskveiði og banns við sildveið- um. Það f lækir nokkuð deilu (slend- ingaog Norðmanna um réttindi á Jan Mayen svæðinu, að Danir fyrir hönd Grænlendinga hyggja nú á frekari útfærslu efnahags- iögsögunnar við austurströnd Grænlands. Þetta þýðir trúlega, að lausn á Jan Mayen málinu verður naumast fundin nema með heildarsamkomulagi (slend- inga, Norðmanna og Dana fyrir hönd Grænlendinga. Að sjálfsögðu er ólíku saman að jafna kröfu Grænlendinga til fullrar efnahagslögsögu við Grænland og kröfu Norðmanna til efnahagslögsögu við Jan Mayen. Eins og íslendingar eiga Grænlendingar lífshagsmuni sína undir f iskveiðunum, svo að við hljótum að sýna eðlilegum kröfum Grænlendinga fyllsta skilning. Norðmenn eiga þarna aftur á móti sáralítið í húfi, og í rauninni mæla öll sanngirnisrök gegn nokkrum efnahagslegum réttindum þeim til handa á Jan Mayen svæðinu. Hið eina, sem gerir það að verkum, að ekki verður hjá því komist að fallast á einhver réttindi þeirra á þessu svæði, er sú staðreynd, að þeir náðu því á sínum tíma að kasta eign sinni á þessa smáeyju norður í höfum, — og er þó stutt síðan. Á móti réttindum Norðmanna mælir hins vegar allt annað: Jan Mayen stendur á íslenska land- grunninu. Á Jan Mayen er ekkert efnahagslíf. Þetta eru ekki hefð- bundnar norskar fiskveiðislóðir (t.d. hófu þeir ekki loðnuveiðar þarna fyrr en árið 1978, eftir að þurfti að fara að takmarka veið- arnar). Og þarna eru ekki í húfi miklir hagsmunir Norðmanna, gagnstætt þýðingarmiklum hags- munum (slendinga. öll sanngirn- isrök styðja því að yfirgnæfandi hluta kröfu (slendinga til nýting- ar á auðlindum sjávar og land- grunns við Jan Mayen. Sem betur fer hafa (slendingar notað undanfarna mánuði til þess að kynna málstað sinn í Jan Mayen málinu meðal Norð- manna. Sendiherra okkar í Noregi og fleiri aðilar hafa ritað greinar um málið í norsk blöð, og nú síðast hefur utanríkisráðu- neytið unnið að allvíðtækri dreif- ingu í Noregi á greinargóðum bæklingi, sem Björn Bjarnason lögfræðingur og blaðamaður hefur skrifað um sjónarmið ís- lendinga í Jan Mayen málinu. Með þessu hefur verulega verið bætt úr fyrri vanrækslu á kynn- ingu á málstað okkar meðal Nprðmanna. Það hlýtur að segja til sín í þeim samningaviðræðum, sem í hönd f ara, því að þótt Norð- menn haldi fast f ram eigin hags- munum, hafa þeir ætíð reynst skilningsríkir á íslenska hags- muni og sameiginlega hagsmuni (slendinga og Norðmanna, þegar á hefur reynt. Gengu vatnsskarð, lentu (snlóllóðl og ðlðu I tlóra tima eltir llugvél: Komust á porradlót í Reykja- vík eftir níu tíma ferðatag Þeir félagar komu gagngert til höfuðborgarinnar til að mæta á blótið. En ferðin gekk ekki átakalaust fyrir sig. Þaö var ekki hægt aö fljúga frá Borgar- firði, svo þeir félagarnir fengu bíl til aö aka þeim að Vatns- skarði. Vatnsskarðið var ófært, og þvi þurftu þeir að ganga yfir það. ,,Ég er ekki mikið fyrir svona langar göngur”, sagði Kjartan Ólafsson, sem eftir þetta ferða- lag hefur verið nefndur Göngu- Hrólfur af kunningjum sinum. ,,Mér varð þvi ekki hugsað neitt hlýlega til Austur-flugs meöan ég var að kjaga yfir fjalliö Vegna frekar litillar ánægju af svona skemmtigöngum dróst ég nokkuð aftur úr félögum minum og rétt náöi að sjá þá þegar þeir kröfluðu sig upp úr snjóflóðinu,” sagði Kjartan. ,,Það var um 100 metra breið brekka sem ákvað að slást i för- ina með okkur”, sagði Björn Skúlason,” en það varð ekkert manntjón”. Þaö tók þá félagana tæpan - en borðhaidinu var lokið, begar belr loks komu klukkutima að komast yfir skarðið og þá tók bill á móti þeim. Þeir komust svo til Egils- staða um fjögur leytið, en flug- vélin átti að leggja af staö til Reykjavikur hálftima siðar. A Egilsstöðum slógust Sveinn Guðmundsson og Axel Björns- son með i förina, svo og Arni Halldórsson, sem átti að vera veislustjóri á þorrablótinu. Vélin, sem átti aö leggja af stað klukkan hálí fimm tafðist til klukkan að verða niu um kvöldið, svo félagarnir komust ekki i veisluna fyrr en klukkan ellefu og var þá borðhaldi lokið. En skemmtunin stóð fram eftir nóttu En borgar svona ferðalag sig? ,,Við höfum komist að þvi, að þaö er af og frá að þetta borgi sig fjárhagslega, þvi þetta hefur kostaö okkur 100-150 þúsund krónur á mann. En við sjáum ekki eftir þvi að hafa farið og það er á hreinu, að við mætum á þorrablót Borgfirðingafélagsins aftur næsta vetur”, sagði Pétur Hjaltason. — ATA Það er ýmislegt á sig leggjanditil að komast á þorrablót! Frá vinstri: Axel Björnsson, Petur Hjaltason, Kjartan Ólafsson, Sveinn Guðmundsson og Björn Skúlason. Visismynd: GVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.