Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 9
VISIR
Miðvikudagur 13. febrúar 1980.
', t .M- ¦ 1
.... cwv -.%%; - -.
9
HflRMLEIKUR AMNE MflQUIRE h EMDfl:
MÓÐIR BARNANNA
SEM FÉLLU í BEL-
FAST 76 FRAMÐI
SJALFSMORÐ
Þrjú ung börn Anne Maguire urðu í ágúst 1976 fórn-
arlömb ofbeldisins á Norður-írlandi. Þau létust af
völdum hryðjuverks. Þessi hörmulegi atburður leiddi
til þess að stof nuð var friðarhreyfing sem síðar fékk
friðarverðlaun Nóbels. Nú nýlega átti Anne Maguire
að mæta í réttarsal vegna skaðabótamálsins eftir
dauða barna hennar. Hún mætti ekki. Hún hafði fram-
ið sjálfsmorð.
Dauði þriggja barna
Það var 22. janúar sl. að Anne
fannst látin á heimili sinu i Bel-
fast. Hún hafði skorið sig á púls
og háls með rafmagnseldhús-
hnif og blæddi henni út i stofu-
stól.
Anne Maguire hafði orðið að
þola meira en flestir aðrir. Fyr-
ir þremur og hálfu ári missti
hún þrjú af fjórum börnum sln-
um þegar þau urðu fyrir bil
hryðjuverkamanns uppi á gang-
stétt. Þetta leiddi til þess að
stofnuð var friðarhreyfing Ul-
sters sem um skeið tókst að
glæða vonir manna um frið á
svæöinu. En þrátt fyrir að leið-
togar hreyfingarinnar, Maired
Corrigan og Betty Williams,
fengu friðarverðlaun Nóbels i
desember 1977, er jafnlangt I
frið á Norður-Irlandi nú og
nokkru sinni fyrr.
Einn hlýjan ágústdag árið
1976 var Anne Maguire úti i
labbitúr með börn sin fjögur
skammt frá heimili þeirra I
kaþólska hluta Vestur-Belfast.
Hún ók Andrew, sex vikna
gömlum syni sinum, I barna-
vagni, Joanna, átta ára gömul,
gekk á undan vagninum og
leiddi John bróður sinn, sem var
tveggja ára, en Marc, sex ára,
hoppaði tifog frá.
Danny Lennon skæruliði
IRA
Allt I einu kom bill á ofsa-
hraða og stefndi á þau. Við stýr-
ið sat Danny Lennon, 22 ára
gamall skæruliði og hryðju-
verkamaður IRA. Hann var dá-
inn. Nokkur hundruð metra I
burtu hafði hann orðið fyrir
skotum lögreglunnar. Billinn
hentist upp á gangstétt þar sem
Anne og þr jú barna hennar urðu
fyrir honum, Marc var sá eini
sem slapp. Börnin þrjú dóu
samstundis en Anne Maguire
var illa limlest. Hún lá I dái i
margar vikur og fékk ekki frétt-
irnar fyrr en hún vaknaði.
Mikill meirihluta ibúa Norð-
ur-Irlands urðu djúpt snortnir
við þessar fréttir. Þó ofbeldis-
aðgerðir séu daglegir viðburðir
á þessu svæði kom dauði
þriggja saklausra barna illa við
menn. Frænka barnanna,
Maired Corrigan kom fram I
sjónvarpi og sagði, hágrátandi
frá hinni hamingjusömu fjól-
skyldu sem nú var ekki lengur
til. Betty Williams horfði á við-
talið og saman stofnuðu konurn-
ar friðarhreyfingu Ulsters.
Nokkrum dögum síðar héldu
þær sina fyrstu friðargöngu.
Það kom öllum á óvart að mörg
þúsund manneskjur mættu, sér-
staklega konur. Þettta var fólk
sem búið var að fá nóg og hvern
laugardag jókst fjöldinn i frið-
argöngunum. Þær Corrigan og
Williams urðu fyrir aðkasti ým-
issa ofstækismanna en héldu
hugrekki sinu.
Nóbelsverðlaunin
Friðarhreyfingin vakti at-
Lát Maguire-barnanna var kveikjan að stofnun friðarhreyfingar,
sem um tima haföi mikil umsvif og fékk m.a. friftarverðlaun Nó-
bels, en hefur nú misst áhrif sin.
hygli um heim allan. 1 Noregi
var sett á stofn nefnd til að reka
áróður fyrir þvl að hreyfingin
fengi friðarverðlaun Nóbels en
það heppnaðist ekki fyrr en ári
siðar. 1 staðinn fengu þær svo-
kölluð Friðarverðlaun fólksins
og söfnunarfé að upphæð mill-
jón norskra króna.
Þegar um það leyti sem
Nóbelsverðlaunin skiluðu sér
var Friðarhreyfing Ulster lent I
íniklum vandræðum. Hinar
miklu friðargöngur voru ekki
lengur farnar og það reyndist
erfitt að benda á leiðir tir til
friðar. Þá voru þær Corrigan og
Williams harðlega gagnrýndar
þegar þær ákváðu að halda eftir
hluta af Nóbelspeningunum þær
gæfu miklar upphæðir til ým-
issa mála.
Þær hættu sem leiðtogar
hreyfingarinnar um tlma en þó
þær hafi snúið aftur hafa þær
ekki lengur neitt að segja. Þær
ferðast nú vitt og breitt um
heiminn og safna fé en hafa nú
runnið sitt skeið á enda.
Anne Maguire og maöur
hennar Jackie reyndu að endur-
byggja hina eyðilögðu tilveru
sina og þau fluttust i ágúst 1977
til Nýja Sjálands ásamt Marc
syni sinum. Þrátt fyrir ýmsa
aðstoð geklCþeim ekki vel og sjö
mánuðum seinna sneri fjöl-
skyldan aftur og nú með unga
dóttur, hún hét Joanna eftir
þeirri sem lést.
Skaðabætur
Þó fjölskyldan hafi haldið þvi
fram að hún hafi snúið aftur
vegna heimþrár var ljóst að
Anne Maguire hafði fengið al-
varlegt taugaáfall. Næstu mán-
uði var hún tvisvar til meðferö-
ar á sjúkrahúsi vegna þess að
hún hafði tekið of stóran
skammt af taugatöflum. Rétt
áður en hjónin sneru aftur frá
Nýja Sjálandi hafði rikið boðið
þeim 3 milljónir króna i skaða-
bætur en þvi var hafnað sem
móðgandi. Daginn sem Anne
Maguire átti að mæta I réttinum
var tekið þar til meðferðar
kröfu þeirra um a.m.k. 18.5
milljón króna skaðabætur
vegna andlegra og likamlegra
þjáninga Anne. Það virðist þó
hafa verið of mikið fyrir hana að
þurfa að rifja upp atburðina I
réttarsalnum og hún greip til
örþrifaráða.
Þegar hinn 9 ára Marc kom
heim úr skólanum kom hann að
húsinu læstu og eftir að hafa
kallað á aðstoð nágranna var
komiðað Anne Maguire látinni I
hægindastól I stofunni. A ann-
arri hæð var nýfædd dóttir,
Luisa, en hin tveggja ára Jo-
anna var i leikskóla.
Anne er látin...
Betty Williams var ein hinna
fyrstu sem komu á staðinn. Hún
sagði grátandi: „Það er hræði-
legt að Anne skuli vera dáin.
Það er hræðilegt fyrir hverja
konu að missa barn, ég tala nú
Hér létu börn Anne Maguire Hfið. I>að, sem eftir sést, er beyglað
reiðhjól og ónýtur barnavagn.
ekki um þrjú. Hún kvaldist
hræðilega!"
Maired Corrigan var ófær
um að segja nokkuð um dauða
systur sinnar.
Þó að harmleikur Anne
Maguire hafi um skeið kveikt
vonir um að friður væri á næsta
leiti er nú jafndökkt útlit og áð-
ur var....
Anne Maguire. Hún gat ekki hugsað sér að rifja hörmungarnar upp I
réttarsalnum og framdi sjálfsmorð daginn aður en málið var tekið
fyrir.