Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 12
12 VISIR Miövikudagur 13. febrúar 1980. m AGGI IMIKKfl —\v y , & j=n pgSiJl VÍSIR Miðvikudagur 13. febrúar 1980. Noröurveggurinn i sal neöri deildar. Fyrir miðju sést innsti boröhringurinn, en sú hugmynd hefur komiö upp aö láta ráöherrana sitja þar. - en er rúm fyrir Dá alla í fundarsal sameinaös fllDlngis? Ráðherrum okkar íslend- inga hefur farið smá-fjölg- andi á undanförnum árum og nú er svo komið/ að ekki er rúm fyrir fleiri stóla undir norðurvegg Alþingis- hússins í salarkynnum neðri deildar. 1 tiö siöustu vinstri stjórnar var ráðherrum fjölgað úr átta i niu og nú hefur enn verið bætt um betur og ráðherrarnir orðnir tiu. Ekki skal um það dæmt hér hvað sé nauðsyn- legur eða æskilegur ráðherrafjöldi, en hitt er vist að sú þensla, sem virðist hlaupin i úthlutun ráðherra- stóla, hefur i för með sér ýmis tæknileg vandamál. Það sem helst veldur mönnum heilabrotum þessa stundina er hvernig koma megi fyrir, með góðu móti ráðherrastólunum tiu undir norðurvegg þinghússins. Visir ræddi við Friöjón Sigurðsson, skrifstofustjóra Alþingis, um þessi mál. „Það er ekki búið að ákveða endanlega hvernig þessu verður fyrir komið, en það er ljóst að ein- hverjar breytingar verður aö gera. Raðherrafjöldinn sem slikur er ekkert vandamál hvað varðar heildarrýmið i salnum, en sæta- skipan verður að breyta á einhvern hátt. Til bráðabirgða var þetta leyst þannig að fimmta stólnum var bætt við röðina á hægri hönd þingforseta og nær nú borð ráðherranna alveg út að vegg, þannig að þeir komast ekki út úr salnum þeim megin”. — Hvernig verður þetta mál leyst? „Það er aðallega þrjár hug- myndir sem hafa skotið upp kollin- um. I fyrsta lagi má minnka eða flytja ofnana, sem eru fyrir endum ráðherraboröanna sitt hvoru megin og vinnast þannig nokkrir senti- metrar. Einnig hefur mönnum dottið í hug að láta ráðherrana sitja eina í innasta borðahringnum. Likleg- asta lausnin er þó sú, að láta fjóra ráöherra sitja fyrir endanum, sitt hvoru megin við forsetastólinn, en að borðin komi siðan i bogum út frá endanum. Þá veröur hægt að bæta við stólum allan hringinn, þannig að fjölgun ráöherra veröur ekkert vandamál”. — Hefur komið til tals að minnka forsetastólinn og fá þannig aukið rými? „Forsetastóllinn var endursmið- aður 1974 og þá var tekið af skrifaraboröunum sitt hvoru megin til að koma mætti fleiri ráöherrum fyrir. Þaö er varla hægt aö minnka þau frekar”. — Nú var sá möguleiki fyrir hendi að við völdum tæki utan- þingsstjórn og þar með hefði fjölgað i salnum, sem næmi ráð- herratölu stjórnarinnar. Hvernig hefði veriö brugðist við þvf? „Við höfum engin tök á þvi aö stækka salinn og ef þingmönnum fjölgar, beint eöa óbeint, verður að finna aðrar lausnir á húsnæöis- vandanum. Eina leiðin til að rýmka i salnum er sú að minnka stóla og borð þing- manna. Þannig væri hugsanlega hægt að fá pláss fyrir fjóra til viö- bótar, en siðan ekki söguna meir”. P.M. Þaö er ekki mikiö borörými fyrir hvern ráöherrann um sig, en „þröngt mega sáttir sitja Friöjón Sigurösson, skrifstofustjóri Alþingis, sýnir blaöamönnum hvernig borö tfunda ráöherrans lokar útgönguleiöinni úr salnum ööru megin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.