Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 16
16 vtsm Miövikudagur 13. febrúar 1980. Jónlna Michaels- dóttir blaóama&ur Hérna sést skólahljómsveitin sem spilar undir i söngleiknum Kabarett. Dansmeyjarnar I „Kabarett” skemmta gestum staöarins. KABARETT I BREIÐHOLTI „Við byrjuðum aö æfa um miðjan nóvember og höfum þurft að leggja hart að okkur þvi það er svo mikið af dönsum og söngvum sem þurfa mikinn undirbúning” sagði Hanna Hansdóttir i samtali viö Visi en hún leikur i „Kabarett” sem leiklistarklúbbur Fjölbrautar skólans i Breiðholti frumsýndi i gærkvöldi og er auk þess gjald- keri klúbbsins. Fimm sýningar verða i Breið- holtsskóla að sögn önnu og auk þess verður sýning i Mennta- skólanum við Hamrahlið á menningarhátið sem þar verður á föstudag. 1 leiklistarklúbbn- um eru tuttugu og þrir en i skólahljómsveitinni sem sér um undirspilið eru fimm nem- endur. Leikstjóri er Sigrúr. Bjönsdóttir. Miðaverö fyrir þá sem eru ut- anskóla er tvö þúsund krónur en fylgir miöanum vönduð sýningarskrá. Anna sagði að Kabarett væri afar dýr sýning og væri fjármögnuð með miöa- verði annarsvegar og fé úr nem- endaráði skólans hinsvegar og vonast væri til að sýningarnar myndu standa undir kostnaöi. Leiklistaklúbbur Fjölbrautar- skólans i Breiðholti sem nefnir sig „Aristofanes” var stofnaður veturinn 1976 og er þetta fimmta leiksýningin sem hann færir upp siðan þá. 1 vetur hóf klúbburinn starfsemi sina i lok september með námskeiði sem Sigrún Björnsdóttir annaðist og um miðjan nóvember hófust svo æfingar og vinna við uppfærslu að þessu verki. Næstu sýningar verða, mánu- daginn 18. febrúar, þriðjudag- inn 19., fimmtudaginn 21. og sunnudaginn 24. febrúar. —JM Sviösmynd úr söngleiknum Kabarett. í faranorlnum Marge (Tuesday Weld) og Hicks (Nick Nolte) flýja undan lögregl- unni meö tvö kiló af heróini i farangrinum. Tónabíó: Dog Soldiers Leikstjóri: Karel Riesx Handrit: Judit Rascoe og Robert Stone, byggt á sögu eftir Robert Stone. Aöalhlutverk: Nick Noite, Tues- day Weld og Michael Moriarty. Bandarisk, árgerö 1978. Heróín Sumt fólk á sér engan sama- stað i tilverunni. Um slikt fólk fjallar myndin „Dog Soldiers”. Hún gerist á timum Viet Nam striðsins og segir frá fréttaritara nokkrum, Joh Converse sem fengið hefur sig fullsaddan á starfi sinu. Hann ákveður að reyna fyrir sér i heróinverslun og smygli og finnst hann hafa fengið einhverskonar köllun. „Mér finnst”, segir hann, ,,að þetta sé eini raunverulegi hluturinn sem ég hef nokkurntimann gert.” Converse smyglar þó ekki heró- ininu sjálfur til Bandarikjanna heldur fær til þess kunningja sinn, Ray Hicks, sem áður hefur feng- ist við svipaöa iðju. Hicks er um margt merkilegt eintak. Hann les Nietzsche, er fyrrum hippi, æfir forn kinversk glimubrögð og leggur stund á smáglæpi. Hicks kemst heilu og höldnu til Bandaríkjanna. Hann reynir aö afhenda Marge, konu Converse, heróiniö, en kemst þá að raun um að á hælum hans eru meira en lit- ið vafasamir rikisstarfsmenn, þrir kappar frá CIA. Kvikmyndin kvikmyndir er siðan æsispennandi eltinga- leikur og hann snýst að sjálfsögðu um heróinið. Conversehjónin og Hicks virð- ast fullkomlega slitin úr sam- bandi við umhverfi sitt. Striös- þreytán þjáir ekki aðeins karl- mennina sem báðir hafa verið i Viet Nam, heldur einnig Marge sem afgreiðir i bókabúð föður sins. Heróinsmyglið viröist gefa lifi þeirra tilgang, en ástæöurnar fyrir þvi eru harla óljósar. Það viröist nefnilega ekkert sjálfsagt að striðsfréttaritari gerist heróin- sali og ástæður þess að kona hans er dópisti eru heldur ekki sjáan- legar. t „Dog Soldiers” veröur út- skýring á þjóðfélagslegum að- stæðum að vikja fyrir hasarnum og spennunni. Aðalpersónan, Hicks er e.t.v. sú eina sem hægt að fá botn i. Hicks les Nietzsche og um leið og hann hefur fengið heróinið i hendur virðist honum komið að sér að sýna yfirburði. Leikarar „Dog Soldiers” eru einkar vel valdir i hlutverkin og það er aðall kvik- myndarinnar. í „Dog Soldiers” er reynt að hressa upp á útþvæld atriði. Aðal skotbardaginn fer fram á sviði með blikkandi ljósum og Con- verse er barinn sundur og saman i herbergi þar sem sjónvarp er i gangi og striðsmyndir á skjánum. Kvikmyndin er ekki einhliða slagsmálamynd, i henni eru kyrr- lát og nosturslega unnin atriði, t.d. þegar Hicks rifjar upp liöið timabil hippanna. „Dog Soldiers” er svo sem ekk- ert afrek en hún er fyrir ofan meöallag sé miðað við það sem kvikmyndahúsin hafa almennt uppá að bjóða. —SKJ Frumsýningu á balieitinum frestaö Ballettsýningin sem átti að frumsýna i Þjóðleikhúsinu i gær var frestað fram á sunnudag og gilda seldir miðar þá eða verða endurgreiddir ef menn óska þess. Þessi listdanssýning islenska dansflokksins verður i þremur þáttum og eru danshöfunar og stjórnendur, Sveinbjörg Alex- anders og Kenneth Tillson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.