Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 2
vtsnt Fimmtudagur 14. tebrúar 1980 Visir spyr i sjávarút- vegsráðuneytinu: Hefurðu komið á sjó? I Frá bilasýningu Bifreiða-og landbúnaðarvéla, sem haldin var um helgina að Suðurlandsbraut 14. BllDU 500-600 gestum á bfla- sýningu kaffisopa Jóhanna H. Haraldsdóttir, ritari: Nei, ég hef aldrei komið á sjó, en pyndi langa til að prófa það”. Jón L. Arnalds, ráöuneytisstjóri: „Já, oft og mikið. Ég hef bæði verið á togurum og öðrum fiski- skipum”. Svala Bjarnadóttir, ritari: ,,Já. Einu sinni fór ég i siglingu til Bandarikjanna með Goðafossi og svo hef ég oft siglt hér innan lands og aldrei orðiö sjóVeik”. Lárus Sigfússon, bflstjóri: ,,Já, ég byrjaði á árabátunum hér i gamla daga og ég hef líka stundað fugla- og selaveiöar af sjó”. Jón B. Jónasson, deildarstjóri: ,,Já, ég hef stundað sjómennsku i ein átján sumur og auk þess verið á þreiflur vetrarvertiðum”. Bilasýning á vegum Bifreiða og land- búnaðarvéla, var hald- in um siðustu helgi, og sóttu sýninguna á milli 500-600 manns, að sögn Hlyns Árnasonar, sölu- stjóra hjá fyrirtækinu. Á sýningunni voru eingöngu bifreiöar árgerö 1980. Þeir bílar sem einkum vöktu athygli voru Lada Sport (kostar 5,3 milljón- ir), og einnig sérlega fin útgáfa af þessari tegund (5,450), Lada 1600 (3,8), Lada Topas 1500 (3,650) og Station (3,635), Lada 1200 (3,120) og Lada 2102 Station (3,350). Þá þótti Moskvitch sendiferöabifreiðin, sem til sýnis var, mjög góöur gripur. Á meðan á sýningunni stóð voru bókaðir um 50-60 bilar. Hlynur Arnason sagöi að mjög góöur gaumur hefði veriö gefinn aö sýningunni, og hefði fólk fariö i burtu hið ánægöasta, eftir að hafa fengiö sér kaffi- sopa, sem þar var á boöstólum. —H.S. Heildarúifiutnlngur landsmanna 278,5 mllllarðar I fyrra: Útflutningur iðnaöar- vara rúmur fimmtungur Heildarútflutningur landsmanna nam 278.5 milljörðum króna árið Heildarútflutningur lands- manna nam 278. 5 milljöröum króna árið 1979 þar af nam út- flutningur iðnaöarvara 60.4 milljörðum eöa 21.7% af heildarútflutningi. tJtflutningur áls nam 37.4 milljöröum en kisiljárns 3.3 milljöröum eöa samatals 40.7 milljöröum, sem jafngildir 14.6% af heildarút- flutningi. Útflutningur annarra iönaöarvara nam hinsvegar 19.6 milljöröum eöa 7% af út- flutningi landsmanna og er þaö svipaö hlutfall og undanfarin ár (var 6,3% áriö áöur). Hins veg- ar hefur útflutningsverömæti iönaöarvöru aukist hraöar á ár- inu en útflutningsins i heild, sem aftur bendir til þess aö markaö- ir hafi verið hagstæöir og hag- stæöari en markaöir fyrir Islenska útflutningsvöru I heild, segir I yfirliti frá útflutnings- miðstöö iönaöarins. Að vanda eru það fjórar út- flutningsiöngreinar, sem bera uppi útflutninginn en þaö eru ullarvörur, skinn og skinnavör- ur, niöursuöa og klsilgúr og nemur útflutningur þessara fjögurra vöruhópa 85% af heildariðnaöarvöruútflutningi. Langfyrirferöarmestur er út- flutningur ullarvara, samtals 8.3 milljarðar eöa 42% af heildariönaöarvöruútflutningn- um. Þessi útflutningur var áöur 4.5 milljaröar og hefur þvi auk- 1979. ist aö verömæti um 84% en aö magni um tæp 13%. Utflutningur skinna og skinnavara nam aö þessu skinni 3.6 milljöröum en haföi áriö áö- ur numiö 2.1 milljaröi. Útflutningur niöursuöu nam 3.1 milljaröi haföi áöur numiö 2 milljöröum og útflutningur kisilgúrs 1.8 milljöröum en var áöur 1.3 milljaröur. Útflutningur vara til sjávarútvegs ýmist rekstrar- vara (veiöarfæri, umbúöir) eöa vélar og tæki nema samtals 1.3 milljöröum króna en nam I fyrra 0.7 milljöröum og hafa þvi næstum tvöfaldast á árinu. Fyrirferðarmesti hlutinn i þess- um útflutningi eru veiðarfæri og veiöarfærahlutar samtals 0.7 milljarðar en vélar og tæki eru ört vaxandi þáttur og nemur n ú útflutningur þeirra 0.25 milljöröum króna. Einn vaxtamesti útflutning- urinn á árinu var vikurút- flutningurinn er jókst úr 45 milljónum króna i 206 milljónir eða rúmlega fjórfaldaöist. Rannsókn pyrlu- slysslns loklð hér ð landl - framhaidsrannsókn erlendls „Sá hluti rannsóknarinnar sem fer fram hér á landi er búinn og er nú unnið aö framhaldsrannsókn- um erlendis” sagöi Mik Magnús- son blaöafulltrúi varnarliösins þegar Visir spuröi hann hvaö liöi rannsókn þyrluslyssns I vetur. Mik sagöi aö veriö væri aö bera saman gögn um samskonar slys annars staðar og ekkert heföi enn veriö upplýst sem hægt væri aö draga ályktun af. J.M. Björn Bjarnason. Utanríkis- ráðuneytiö kynnir mátstað íslands i Jan Mayen málinu - Dreifir hæklingi ettir Biörn Blarnason um málið Islenska utanrikisráöuneytiö hefur nú hafiö dreifingu sérstak- lega I Noregi, á bæklingi eftir Björn Bjarnason lögfræöing og blaöamann um sjónarmiö lslendinga i Jan Mayen málinu. Bæklingurinn er á norsku og heitir: „Noen islandske synspunkter i Jan Mayen-saken”. Upphaflega birtist efni hans sem grein I ritinu Iriternasjonal Poli- tikk, 4. tölublaði 1979, sem gefiö er út af norsku untanrikismála- stofnuninni. Börn jarðar Bókaútgáfan BJALLAN hf., hefur sent frá sér bókina Börn jarðar eftir danska rithöfundinn Palle Petersen. Kristin Unn- steinsdóttir og Friöa S. Haralds- dóttir hafa þýtt bókina. Börn jarðar er upphaflega gefin út af Barnahjálp Sameinuöu þjóöanna (UNICEF) og hefur komiö út i mörgum löndum. Bókin lýsir I máli og myndum aöstööu og lifs- kjörum barna viða um heim. Aft- ast I bókinni eru Itarlegar leiö- beiningar til foreldra, kennara og fóstra um hvernig fjalla má um efni bókarinnar. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu og prentun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.