Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 8
vlsm Fimmtudagur 14. febrúar 1980 8 / ""y utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjorar: olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjornarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra fretta: Guómundur G. Petursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Pall Magnússon, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pálsson. Ljosmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn. Utlif og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson Auglysinga og sölustjori: Pall Stefánsson Askrift er kr. 4.500 a mánuöi Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. innanlands. Verö í lausasölu Auglysingar og skrifstofur: 230 kr- eintakiö. Siöumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f Eðlileg ákvörðun Steingrims Me6 tilliti til vi&halds lo&nustofnsins er ekki þorandi aö vei&a meira af loönu til bræ&slu en gert hefur veriö á yfirstandandi vertiö. Atvinnuerfiöleika, sem skapast vegna minni dreifingar aflans en í fyrra, veröur aö leysa meö öörum hætti en áframhaldandi loönuveiöum nú. Fyrsta meiriháttar ákvörðun nýskipaðs sjávarútvegsráðherra, Steingrims Hermannssonar, hefur valdið gífurlegu fjaðra- foki, einkum þó í sölum Alþingis og á loðnumiðunum. Þar var um að ræða stöðvun loðnuveiða á yfirstandandi vetrarvertíð, sem staðið hefur í rúman mánuð. Svo virðist sem þessi ákvörðun hafi komið flatt upp á hags- munaaðila í þessari grein sjávarútvegs, enda þótt þegar sé komið fram yfir það heildar- veiðimagn, sem tilkynnt hafði verið og allt bendi til þess, að bræðsluaf linn nálgist það að vera þrefalt meiri en upphaflega hafði verið ákveðið og tilkynnt af hálf u sjávarútvegsráðuneytisins. Mun minna er aftur á móti áætlað að veiða til frystingar og hrognatöku en upphaflega hafði verið ákveðið. Ákvörðun Steingríms byggist á þeirri stefnu, sem mörkuð hafði verið í sjávarútvegsráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Eftir fund ráðuneytisins með full- trúum Hafrannsóknarstofnunar- innar og hagsmunasamtaka í loðnuveiðum og vinnslu, þann 18. desember síðastliðinn, var ákeðið að leyfa veiðar á 100 þús- und lestum af loðnu til bræðslu, 150 þúsund lestum til hrognatöku og 25-30 þúsund lestum til fryst- ingar, eða samtals um 280 þúsund lestum. Vegna lélegra söluhorfa á frystri loðnu og loðnuhrognum ákvað sjávarútvegsráðuneytið í janúarlok að stækka bræðslu- loðnukvótann um 60-80 þúsund lestir, eða í allt að 180 þúsund lestir. Það ætti því engum að koma á óvart, þegar tilkynnt er stöðvun á veiðum loðnu til bræðslu nú, er af lamagnið er að nálgast 290 þús- und lestir. Það er því þegar búið að veiða allt það loðnumagn, sem samanlagt var ráðgert að veiða til bræðslu, frystingarog hrogna- töku, og það hefur allt farið í bræðslu. Engu að síður hefur sjvarútvegsráðherra lýst þeirri skoðun sinni, að til greina komi að veiða svo sem 50 þúsund lestir síðar í vetur til frystingar og hrognatöku. Þetta þýðir með öðrum orðum, að heildarloðnu- af linn á vetrarvertíðinni yrði um 40 þúsund lestum meiri en fiski- fræðingar og sjvarútvegsráðu- neyti höfðu talið varlegt til þess að skerða ekki veiðiþol loðnu- stofnsins. Að þessu athuguðu er engan veginn hægt að áfellast Stein- grím Hermannsson vegna ákvörðunar hans um veiðibannið nú, ef við á annað borð höfum hug á að nýta okkur loðnustofn- inn á komandi árum. Þótt útreikningar færustu vís- indamanna okkar á sviði fiski- f ræði kunni að vera umdeilanleg- ir, getum við í stórum dráttum vart tekið mið af nokkru öðru einsog nú háttar til, ef við viljum fara að öllu með gát. Rök sjó- manna þess efnis, að veiði hafi aldrei verið betri en nú eru létt- væg og lítill mælikvarði á heildarloðnumagnið í sjónum. Skýringin á því getur meðal annars verið sú, sem Hjálmar Vilhjálmsson, f iskifræðingur.gaf í Vísi í gær, að öll loðnan haf i nú gengið austur með Norðurlandi í stað þess að skipta sér í tvær göngur vestur- og austur með landinu eins og í fyrra. Það er því augljóst að afstaða andstæðinga loðnuveiðibannsins hefur ekki mótast af umhyggju fyrir loðnustofninum, heldur vegna hagsmunasjónarmiða út- gerðar- og vinnsluaðila, og um- hyggju fyrir einstökum byggðar- lögum, sem illa verða úti. í þessu efni verða menn að hugsa fyrst og fremst um loðnu- stofninn og mega ekki gleyma því, hvernig fór um síldarstofn- inn okkar á árunum vegna óvarkárni. Ef eitthað er, þarf að fara enn varlegar gagnvart loðn- unni en síldinni sökum þess, hve skammlífur fiskur loðnan er, og koma því af leiðingar ofveiði mun fyrr fram en varðandi síldina. Vandamál, sem skapast í ein- stökum byggðarlögum vegna óvenjulegrar hegðunar loðnu- göngunnar að þessu sinni og minni dreifingar afla, verður að leysa með öðrum hætti en að halda áfram veiðum. Slík vanda- mál eru raunar gamall fylgi- fiskur allra fiskveiða og hljóta að verða það hér eftir sem hingað til. Orðaskvggnlr isu NSK ORÐARÓK HOKM M vel viö börnin sin ættu að færa þeim þessa bók frekar en marg- ar aðrar. Ég óska útgefanda og öðrum þeim sem að útgáfu Orða- skyggnis standa til hamingju með útgáfu bókarinnar og um leið vona ég að áframhald verði á útgáfu bóka sem létta fólki lifsbaráttuna. Siguröur Ilelgason HEIMUR MðBURMÁLSINS Oröaskyggnir. Islensk oröabók handa börnum. Ritstjórn: Arni Böövarsson. Teikningar geröi' Vflhj. G. Vil- hjálmsson. Bjallan, 1979. Arið 1966 var stofnaö hér á landi Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Strax fyrsta starfsárið kom sú hugmynd fram I stjórn félagsins, að nauð- synlegt væri að semja og gefa út sérstaka orðabók, til að auð- velda kennslu heyrnardaufra barna. 1 árslok 1979 leit svo dagsins ljós bókin Oröaskyggn- ir, sem ætlað er að þjóna ofan- greindum tilgangi. Fyrir þá sem ekki búa við skerta skynjunarhæfni er mjög erfitt að setja sig i spor þeirra sem þannig er ástatt fyrir. Möguleikar heyrnarskertra i mannlegum samskiptum tak- markast verulega, einkum þar sem fáir aðrir en ættingjar og nánir vinir skilja táknmál heyrnarlausra. Hins vegar má segja, aö frumkvæöi þeirra sem heilir eru þurfi að koma til eigi eölileg samskipti aö koma til. Mér virðist aö vel hafi til tek- ist varöandi þessa útgáfu og bókin takmarkast engan veginn við að koma heyrnarskertum að gagni, heldur er hér um að ræða mjög góða orðabók handa öll- um börnum. Stærsti kosturinn er fólginn i þvi að bókinni er fremur ætlað aö auka málskiln- Eins og sjá má er merking orðanna fyrst útskýrð og siðan er sýnt i þessum tilfellum nefni- fall og eignarfall af orðunum I eintölu og nefnifall i fleirtölu. Myndefnið hefur án efa meira gildi fyrir börn með skerta heyrn, heldur en önnur börn. Hins vegar er alveg óhætt að fullyrða, að þær geta hjálpað til við að útskýra merkingu margra orða sem af ýmsum á- stæðum vefjast fyrir börnum. Flestar myndirnar i bókinni eru eftir Vilhjálm G. Vilhjálms- son. Þær eru flestar skýrar og einfaldar og óhætt er að telja það kraftaverki næst hversu ljósan málskilning Vilhjálmur hefur, þar sem hann er heyrnar- laus. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn við útgáfu þessarar bókar. Val uppflettiorða er einkum verk þriggja manna, Benedikts Axelssonar, Sveins Herjólfs- sonar og Hallgrims Sæmunds- sonar. Arni Böðvarsson cand. mag. sá um lokaundirbúning bókarinnar undir prentun og er mjög vel að þvi verki staðið. Mér virðist að flest algengustu orö i islensku hafi fengið inni i þessari bók. Möguleikarriir sem svona bók veitir við kennslu eru mjög miklir. Þessvegnaer sérstök á- stæða til að benda kennurum á að kynna sér hana og reyna að sjá út á hvern hátt hún getur komiðaðgagni viðkennslu. Hún getur aukið áhuga barna á islensku máli og jafnvel aukið orðaforða barna, sem er oft á tiðum sorglega fáskrúðugur. Þeir foreldrar sem vilja gera bókmenntir Siguröur Helgason skrifar ing, en minni áhersla er lögð á málfræöina. Eöa eins og segir i formála bókarinnar: „Bókinni er ætlað að vera tæki til móður- málsnáms en ekki málfræðilær- dóms.” Mörgum finnst aö nóg sé af málfræðikennslu, en aö allt of lítil áhersla sé lögð á mál- skilning og máltilfinningu. Má segja, að full ástæða sé til að auka þann þátt móðurmáls- kennslunnar. 011 framsetning bókarinnar Orðaskyggnir er mjög skýr. Taka má sem dæmi eitt eða tvö orð úr bókinni og sýna hvernig þau eru útskýrð: nunna, Nunnur eru konur í klaustrum. nunna, nunnu, nunnur nýár, Nýáriö byrjaði fyrsta janúar. nýár, -árs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.