Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. febrúar 1980 neöanmáls Guömundur Heibar Frimanns- son meölimur i Andófsnefndinni islensku skrifar um mál sovéska andófsmannsins Andrei Sakharovs og hlutskipti andófs- manna i Sovétrikjunum af þvi tilefni. Hann segir m.a.: „Þaö er engin trygging fyrir þvi, aö iögreglan ryöjist ekki inn á heimili þeirra hvenær sem vera skal. Friöhelgi einkalifs er eng- in, málfrelsi ekkert. Lögreglan hefur óskoruö völd og er ekki bundin af neinu nema viija valdsmanna”. Alexander Solzhenitsyn lauk við að skrifa Gulag eyjarnar árið 1967. Hann segir í eftirmála (3. bindi ensku útgáfunnar): „Ég lýk því (handritinu) á ári, sem er tvöfalt afmælisár (og afmælin tvö eru sam- tengd): það eru fimmtíu ár síðan byltingin var gerð, sem ól af sér Gulag, og það eru hundrað ár, síðan gaddavírinn var fundinn upp (1867). Seinna afmælisins verður ef laust hvergi get- ið." Það fer engum ofsög- um af sambandi gadda- vírs og geðslags ráða- manna Sovétrikjanna. Höfundur Gulag eyjanna sat sjálfur í nauðungar- vinnubúðum í tíu ár vegna ógætilegra um- mæla um Stalín. Þegar vistinni var lokið, fékk hann bréf frá Hæstarétti Sovétrikjanna um, að hann hefði aldrei framið neinn glæp. Hver er „glæpur" Sakharovs? Nú nýlega var Andrei Sakharov sendur i útlegö frá Moskvu til borgarinnar Gorki, en þangað er útlendingum ó- heimilt aö koma. Það er ekki ljóst af fréttum, hvort honum var gefið nokkuð að sök umfram það að segja skoöun sina á mönnum og málefnum umbúða- laust. Það virðist nánast, að yfirvöld hafi gripiö tækifærið, þegar álit þeirra meðal sið- menntaðs fólks gat ekki versn- að, til að gera hann óvirkan, veita honum ekki tækifæri til þess lengur að gefa út yfirlýs- ingar og birta greinar, sem ganga þvert á opinbera trú og stefnu. Sakharov sætir nú refs- ingu fyrir þá skoðun sina, að all- ir menn hafi réttindi til að segja álit sitt óttalaust á hverju, sem verkast vill. Nú er það svo, að á yfirborð- inu er stjórnarskrá Sovétrikj- anna sú frjálslyndasta, sem sögur fara af. Þar er öllum þegnum rikisins tryggð flest réttindi, sem eftirsóknarverö teljast. En þau eru öll tengd einu skilyrði: réttindin má ekki nota gegn hinni opinberu ríkis- trú, sósialismanum. Sé þetta skilyrði ekki virt, eru þeir ein- staklingar, sem það gera, rétt- tækir og sekir aö lögum rikisins. Þetta þýðir, að i Sovétrikjunum hafa menn frelsi til að vera sósialistar og annars ekki. Og þætti eflaust flestum þrengjast sinn hagur, ef mannréttindi væru þetta eitt. „Aldrei til þægðar þeim, sem með völdin fara" Sá skilningur, sem viðtekinn er á Vesturlöndum, á mannrétt- indum, er, að menn hafi rétt til að segja hug sinn, hver sem hann er, án tillits til þess, hvort þeir eru ósammála eða sam- mála þeim, sem með völdin fara á hverjum tima. Þess vegna eru dagblöð og timarit i siðmennt- uðum löndum óháð rikisvaldinu, og vilja vera það. Sama á við um höfundskap af öðru tagi, i skáldskap, listum og visindum. Hann er unninn án tillits til þess, hvort hann er yfirvöldum þókn- anlegur. Steinn Steinarr segir i Að fengnum skáldalaunum: I kulda og myrkri ég kvaö og ég baðst ekki vægðar, og kvæöiö var gjöf min til lifsins, sem vera ber. Ég veit hún er litil, og þó var hún aldrei til þægðar þeim, sem með völdin fóru á landi hér. A Vesturlöndum hafa menn frelsi til að vera annað en sósialistar. Um „opinber sannindi" þarf ekki að deila En þvi er ekki að heilsa, að þessi sami skilningur stjórni gerðum manna alls staðar. Þvi er ekki að heilsa i Sovétrikjun- um. Það er ekki einungis, að 0- heimilt er að vera á öndverðum meiði við valdsmenn í dýrðar- MANNRÉTTINDI? riki verkamannanna og opin- bera trú þeirra, heldur eru þeir, sem telja sig sömu trúar, ofur- seldir duttlungum framvarðar- sveitar verkalýðsins, Komm- únistaflokks Ráðstjórnarrikj- anna. Þannig hafa flestir þeir, sem játa sósialisma en fylgja ekki sömu linu i trúfræðinni og yfirvöld, orðið að sæta jafn slæmri, ef ekki verri meöferð en hinir, sem hafna trúnni alger- lega. Það er alkunna, aö alla þessa öld hafa staðiö miklar deilur um skilning á helgum rit- um gerzka ævintýrsins, ritum Marx og Engels. Þær deilur hafa fariö fram á Vesturlönd- um, ekki i Sovétrikjunum. Þaö þarf ekki að deila um þau I aust- urvegi: þau eru opinber sann- indi. Greini einstaklinga þar á viö yfirvöld, telja þau sig hafa rétt á aö fara með þá að vild sinni. Þar er ekki um það að ræöa, að yfirvöld hafi sama málfrelsi og þegnarnir, heldur hafa þau meiri rétt, rétt til að ráðskast með lif og limi þegna sinna. Enda er rikisvaldið reist á opinberuöum sannindum um sögulegt hlutverk sitt. Þessu hefur Sakharov nú þurft að sæta. Stöðugt eftirlit Það liggur ekki i augum uppi fyrir Islendinga, hvaða afleið- ingar þessi óliki skilningur á mannréttindum hefur i för með sér fyrir þá einstaklinga, sem þurfa að lifa við hann. Nú hef ég engar frásagnir af þvi eftir Sakharov sjálfan. Hins vegar skrifaöi Petro Grigorenko, sem nú er i útlegð i Bandarikjunum og var áður hershöfðingi i Rauða hernum, frásögn, sem hann nefndi Vinur minn Mykola Rudenko, i timaritið Index on Censorship i fyrra. Rudenko er úkrainskt skáld og var dæmdur i fangelsi fyrir baráttu fyrir mannréttindum og aö vera for- maöur úkrainsku Helsinki- nefndarinnar. Grigorenko hefur grein sina svo: ,,í september 1976 fór ég og kona min að heimsækja Mukila og Raya Rudenko. Eins og venjulega fylgdu okkur þrir KGB menn. 1 Koncha-Zaspa hittu þeir leynilögreglumenn, sem vöktu yfir Rudenko. Tvær deildir KGB — Moskvu og Kiev — fundu óvenjulegan sam- starfsstað, sem var i anddyri biósins i bænum beint á móti i- búö Rudenkos. Afleiðing þessa var, að ibúarnir i Koncha-Zaspa gátu ekki farið i bió allan tim- ann, sem við dvöldum þarna. En þetta fór ekki i taugarnar á neinum. Þvert á móti komu margir einir saman til aö vara þau hjón við, að verið væri að njósna um þau úr anddyri biós- ins. Þeir sögðu jafnvel frá tæknibúnaðinum, sem komið var fyrir þar. Við vorum vön þvi að vera undir stöðugu eftirliti, og þvi hlógum viö að þessum klunna- legu óþægindum, KGB olli ibú- unum. Við minntumst gaman- yrða Alexanders Ginzburgs: „Þvi i ósköpunum hlera þeir? Það er ekki eins og við ætlum að segja eitthvaö gott um þá”. Við hlógum mikiö, tókum myndir hvert af öðru framan við bió- húsið og veittum taglhnýting- um, sem dröttuðust á eftir okk- ur tviefldir, enga frekari at- hygli”. óskoruð völd lögreglunn- ar Veröldin horfir með þessum hætti við andófsmönnum. Leynilögreglan er sifellt á hæl- um þeirra, þeir geta aldrei um frjálst höfuð strokið. Það er engin trygging fyrir þvi, að lög- reglan ryöjist ekki inn á heimili þeirra, hvenær sem vera skal. Friöhelgi einkalifs er engin, málfrelsi ekkert. Lögreglan hefur óskoruð völd og er ekki bundin af neinu nema vilja valdsmanna. Baráttumál Sakharovs hafa verið mannréttindi, aö hver ein- staklingur fái aö segja skoðun sina óttalaust, geti verið ósam- mála hverjum, sem verkast vill og fái að lifa lifi sinu óáreittur. Til þess að svo veröi, þarf að lita á hvern einstakling sem tilgang i sjálfum sér og að hann megi aldrei nota sem tæki til aö þjóna einhverju markmiði. Þá gildir einu, hvort markmiöið er alræði öreiganna, hið stéttlausa þjóð- félag eöa eitthvaö annað enn iskyggilegra. Séu mannréttindi á hinn bóginn virt, má þráttin blessuö fara að vara sig. Sakharov lagði allt í söl- urnar Það þarf hugrekki til að setja sig upp á móti rikisvaldi, sem virðir ekki nein mannréttindi þegnanna. Það getur enginn gert óttalaust, enda láta afleiö- ingarnar yfirleitt ekki á sér standa. Þaö skýrir og magnar hugrekkið, sem Sakharov hefur sýnt, þegar hugsað er til þess, að hann var kominn til æöstu metorða sem visindamaður i Sovétrikjunum, áður en hann hóf mannréttindabaráttu sina. Hann var hetja sósialiskrar vinnu, hlaut Stalin verðlaunin fyrir hlut sinn i smiði vetnis- sprengjunnar sovézku, var meðlimur i sovézku visindaaka- demiunni. Hann lagöi þvi allt i sölurnar, þegar hann ákvað aö setja sig upp á móti sovézkum yfirvöldum. Nú hefur hann glat- að öllu vegna þess, aö hann krefst þess, að yfirvöld i Sovét- rikjunum virði mannréttindi. Daginn, sem hann var geröur útlægur úr Moskvuborg, var hann sviptur öllum heiöurs- merkjum, sem rikið hafði veitt honum, og þeim hlunnindum, sem hann hafði notiö vegna að- ildar sinnar að visindaakademi- unni og aðildinni einnig. A til- skipunina um það var vélritað nafn Leonids Brezhnevs. Byltingin og gaddavírinn nátengt Grigorenko segir um vin sinn Rudenko: „Segðu venjulegum sovézkum borgara, að meðlim- ur i Kommúnistaflokknum, pólitiskur uppalandi i siðasta striði, vel þekkt sovézkt skáld og rithöfundur frá Úkrainu, aðalritstjóri bókmenntatima- ritsins Dnipro, ritari úkrainska kommúnistaflokksins, hafi af fúsum og frjálsum vilja snúið baki við öllu þessu, að hann hafi oröið sovézka kommúnista- flokknum ósammála um stefnu rikisins i efnum sem voru hon- um sjálfum óviökomandi, hann hafi siðan gengið i samtökin Anmesty Internationai og kom- ið á fót nefnd til að lita eftir framkvæmd Helsinkisáttmál- ans vitandi það, að hann myndi enda i fangelsi vegna alls þessa — og hinn venjulegi sovézki borg ari trúir þér ekki”. Sömu sögu má segja um Sakharov. Hann hafði einungis risið enn hærrra innan valdakerfis Sovétrikj- anna. Fall hans er þvi enn meira. Solzhenitsyn er ekki i nokkr- um vafa um, að gaddavirinn og byltingin i Rússlandi eru ná- tengd. Hann myndi að öllum lik- indum halda áfram og segja, að allt hið illa, sem af byltingunni hafi hlotizt, sé vegna þess, aö hún sé ó-rússnesk (þýzk að upp- runa) og andkristileg. Honum félli það eflaust vel i geð, ef staðhæft er, að litilsvirðing á mannréttindum og mannrétt- indabrot séu eðlileg afleiöing þeirra kennisetninga, sem boð- aöar eru i nafni sósialismans. Sósialisma fylgir skerö- ing á mannréttindum Sósialisma hlýtur að fylgja skerðing á mannréttindum, sér- staklega þeim, sem mestu máli skipta: málfrelsi, trúfrelsi og skoðanafrelsi. Ástæöan til þess ersú, að þjóðnýtt, miðstýrt hag- kerfi getur ekki þolað þegnun- um að vikja frá áætlunum, sem settar hafa verið. Af þvi leiöir, að gagnrýni á áætlanirnar er bönnuð. Meö þessu fylgir sú trú, að valdhafarnir eða flokkurinn sé likamnaður vilji fólksins. Þess vegna er ekki nokkur á- stæða að ætla einstaklingum önnur réttindi en þau, að vera sammála yfirvöldum, ætla þeim annaö frelsi en aö vera sósialist- ar. Það er ekki einungis, að mannréttindi eru fótum troðin, þar sem sósialismi er opinber rikistrú, heldur eru þar engin lög virt, og sannleikur er það eitt, sem flokkurinn boðar. Solzentisyn segir þau lög ein vera I Sovétrikjunum, að þar séu engin lög. Hann segir litla sögu þvi tiláréttingar. Hún er úr málgagni rikissaksóknara Sovétrikjanna, Solsialistichesk- aya Zakonnost, frá janúar 1962. Það var sent til fjölmiöla 27da desember 1961. „A siöum 73-74 er grein eftir Gregoryev (Gruzda) (sem heitir „Fasiskir böðlar”). Það er frásögn af rétt- arhöldum yfir eistlenskum striðsglæpamönnum i Tartu. Höfundurinn lýsir þvi, þegar vitni eru spurð, gögnum, sem til sýnis eru fyrir dómnum, þegar einn sakborningurinn er þrá- spurður („morðinginn svaraöi kaldhæðnislega”), = viðbrögð- um almennings, ræöu saksókn- arans. Frá þvi er lika skýrt, að kveðinn hafi verið upp dauöa- dómur. Þetta gerðist raunar allt nákvæmlega eins og þvi er lýst, en ekki fyrr en 16da janúar 1962 (sjá Pravda 17. janúar), en þá var búið aö prenta og byrjað að dreifa ritinu. (Rétturhöldunum hafði veriö frestaö og blaðið ekki látið vita. Höfundur grein- arinnar var dæmdur i eins árs nauðungarvinnu.)” Andrei Sakharov hefur ekki veriö dreginn fyrir dóm. Ef svo væri, þyrfti enginn að spyrja að úrslitunum. En hann hefur bar- izt fyrir þeim réttindum, sem stundum eru nefnd borgaraleg og verður að telja þeim til lofs, að fá að láta álit sitt i ljósi án þess aö þurfa að óttast hefndar- aögerðir yfirvalda. Eina vernd Sakharovs gegn þvi, aö sovézk yfirvöld niöist á honum, er virkt almenningsálit á Vest- urlöndum af þvi aö þar hafa menn rétt til að trúa öðru en kennisetningum sósialismans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.