Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 8
 vísm Mánudagur 18. febrúar 1980. 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Davið Guömundsson Ritstjorar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltruar: Bragi Gudmundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra fretta: Guðmundur G Petursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina AAichaelsdottir, Kaír.n Palsdottir, Pall AAagnusson, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson iþrottir: Gylfi Kristjansson og Kjartan L Pálsson. Ljosmyndir: Gunnar.V. Andre'sson, Jens Alexandersscn. Utlil og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnus Olatsson Auglysinga og sölustjori: Pall Stefánsson Dreifingarstjori: Siguröur R. Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Siöumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siöumula 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 a manuði innanlands. Verö i iausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f verður frlður á vinnumarkaðnum? Kristján Thorlacius, formaður BSRB. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins. Snorri Jónsson, forseti ASl. Hvaða sjónarmið verða nú ofan á hjá þessum mönnum? Knýja þeir fram kauphækkanir á grundvelli kröfugerðar sinnar? Halda þeir að sér höndum og reyna að þóknast samherjum sinum í rlkisstjórninni? Eða eiga einhverjir þessara manna e.t.v. óuppgeröar sakir við öfl innan rikisstjórnarinnar? Verður friður á vinnu- markaðnum næstu misserin? Eða hef jast kaup- og kjaradeilur og e.t.v. verkföll innan tiðar? Þessar spurningar brenna á vörum manna alls staðar um landið, enda eru nú allir kjara- samningar lausir, bæði samn- ingar opinberra starfsmanna og samningar á hinum almenna vinnumarkaði. Heildarsamtök launþega, ASÍ og BSRB, hafa þegar sett fram helstu kjarakröfur sínar, og sé litið á þær annars vegar og sjónarmið vinnuveitenda þeirra hins vegar, getur útlitið varla tal- ist friðvænlegt. BSRB setti þegar í haust fram himinháar kröfur, þar sem krafist var 17—39% hækkunar á grunnlaunum, auk vísitöluhækkana á laun. Kröfur ASÍ, sem þó er óvíst, hvort eru endanlegar eða tæmandi, virðast vera mun hófsamari, þó með þeim fyrirvara, að aðrir hópar fengju ekki meiri hækkanir. Ríkisstjórnin hefur nú svarað kröfum BSRB, að vísu ekki formlega, heldur í blaðayfirlýs- ingum. Bæði Ragnar Arnalds f jármálaráðherra og Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra hafa sagt: „Það er eng- inn grundvöllur fyrir grunn- kaupshækkunum." Ef við völd hefði verið ríkis- stjórn, þar sem Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið ættu ekki sæti, er hætt við, að bæði þessir menn og fyrirsvars- menn launþega væru búnir að svara þessari yfirlýsingu í hæðnistón: „Þetta er nú bara gamla vinnuveitendaviðkvæðið." Engar slíkar raddir heyrast enn þá, að sjálfsögðu ekki frá hinni pólitísku forystu Alþýðu- bandalagsins og ekki heldur frá launþegaforystunni. En áreiðan- legar heimildir herma, að launa- málaforysta BSRB, sem er í nánu sambandi við hina svoköll- uðu menntamannaklíku, sem stjórnar Alþýðubandalaginu, vilji nú gjarnan reyna að finna einhver ráð til þess að gleyma stóru orðunum frá í haust. Að sjálfsögðu voru kröfur þeirra gjörsamlega óraunhæfar, þó að Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, fagnaði þeim reyndar mjög, þegar þær voru settar f ram. En hann reikn- aði víst ekki með því á þeim tíma, að það kæmi í hlut flokksbróður hans að sitja á móti samninga- mönnum BSRB þegar að því kæmi að semja um þessar kröf- ur. Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafa ekki enn svarað kröfumASI. Viðbrögð VSf hljóta þó að verða mjög á sömu lund og talsmanna ríkis- stjórnarinnar, þ.e. að ekki sé grundvöllur fyrir grunnkaups- hækkunum. Þessi staðreynd ætti að vera öllum augljós. Röksemdir efnahagslífsins hafa sjaldnast haft mikil áhrif á verkalýðsrekendur Alþýðu- bandalagsins, þegar þeim hefur svo boðið við að horfa. Nú sitja flokksbræður þeirra að vísu í ríkisstjórn, svo að margir þeirra vilja sjálfsagt létta þeim nokkuð lífið með hófsemi í kröfugerð. Lífið er nú þó ekki alveg svo einfalt. I fyrsta lagi fer því fjarri, að öll verkalýðsfélög í landinu hagi sér eftir pólitískri hentisemi Alþýðubandalagsins. Og í öðru lagi er ekki að vita nema verkalýðsforysta ASI telji sig eiga einhverjar óuppgerðar sakir við menntamannaklíkuna í forystu Alþýðubandalagsins sem nú hefur látiðsparka nokkrum af forystumönnum ASí, eins og Guðmundi J. Guðmundssyni og Snorra Jónssyni, út úr einni helstu valdastofnun Alþýðu- bandalagsins. Það kann því að fara svo, að nú sem endranær geti ýmis önnur atriði en greiðslugeta atvinnuveganna ráðið úrslitum um framvindu mála á vinnumarkaðnum. SKYIDUSPMWMNMNN A VEflBBÖLGUBAUNU Nýlega vakti ég undirritaður athygli á því í út- varpserindi hve miklu misrétti ungmenni eru beitt með framkvæmd laga um skyldusparnað. Þar skýrði ég frá þessu dæmi. Maður nokkur keypti sparimerki fyrir 221 þúsund kr. á árunum 1964 — 1972. I dag er skyldusparnaður þessa unga manns orðin 1.265.000,00 kr. Ef hann hefði hins vegar keypt verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs fyrir 220 þúsund kr. árið 1972 þá ætti hann i dag 3.867.930.00. Einhverja vexti og verð- bætur hefur maðurinn fengið á árunum 1964 — 1972 þannig að liklegt er að ef hann hefði tekið sinn sky Idu- sparnað út árið 1972, árið sem hann var 26 ára, og keypt verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, þá ætti hann i dag yfir 4 millj. kr. Ef honum hefði hins vegar aldrei verið gert skylt að spara, en hefði keypt spari- skírteini á frjálsum markaði fyrir sömu uphæð og hann lagði í sparimerki, þá ætti hann í dag á áttundu milljón kr. Lög um skyldusparnað Þri&ji kafli laga um Hús- næ&ismálastofnun rikisins heit- ir:: Um sparnaö til ibúöabygg- inga. Þar segir m.a.: „Sérstök innlánsdeild skal starfa á vegum Byggingasjóös rikisins. — Þeir, sem leggja fé I deildina skulu aö minnst 10 ár- um li&num, frá þvi a& innlög hófust, eiga kröfu á a& fá þaö út- borgaö, aö vi&bættum innláns- vöxtum meö viöbót samkvæmt kaupvisitölu”. Siöar i lögum segir aö öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára skuli skylt að leggja til hliöar 15% af launum sinum i þvi skyni að mynda sjóö til i- búöabyggingar eöa til bústofn- unar i sveit. Féö skal ávaxtað i innlánsdeild Byggingasjóös rikisins fyrir þá, sem búsettir eru i kaupstööum eöa kauptún- um, en i Stofnlánadeild land- búnaöarins fyrir þá, sem bú- settir eru i sveit. Lög um spariskirteini Oft hafa veriö samþykkt lög á alþingi, sem heimila fjármála- ráðherra aö gefa út til sölu innanlands rikisskuldabréf eöa spariskirteini. 1 samræmi viö þau lög hafa verðtryggð spari- skirteini rikissjóös veriö gefin út. Efnislega stendur i þeim lög- um. — Heimilt er aö verötryggja skuldabréf þau og spariskir- teini, sem veröa gefin út sam- kvæmt lögum þessum meö þvi aö binda vexti af þeim og af- borganir visitölu. — Um láns- tima vexti og önnur lánskjör svo og fyrirkomulag verö- tryggingarinnar fer eftir nánari ákvöröun fjármálaráöherra. Sami andi — önnur fram- kvæmd Ég held allir geti veriö sam- mála um þaö aö andi þessara laga er mjög svipaðs eölis. Aö visu er aðeins heimildarákvæöi aö verðtryggja spariskirteini rikissjóös, en hins vegar er skylt aö verötryggja skyldusparnað ungs fólks. Staöreyndin er hins vegar þessi. Sá, sem kaupir verö- tryggö spariskirteini rikissjóös fær til baka a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæö, en ungur maöur, sem lögum samkvæmt er gert skylt að spara 15% af sinum launum. Miðað er við aö báöir leggji sömu upphæð fyrir i upphafi. Þetta sannar dæmiö, sem ég birti i upphafi þessarar greinar. Ranglætið verður að leið- rétta Ég vil hér og nú taka það fram aö ég er hlynntur lögum um skyldusparnað ungs fólks, enda er það mikilsvert fyrir sérhvern að eiga fé handa á milli, þá heimili er stofnaö. En þetta fé veröur aö verðtryggja á sama hátt og frekast er mögulegt að verðtryggja sparifé i þjóöfélag- inu á hverjum tima. Aö öðrum kosti er ekki veriö aö hjálpa ungu fólki til þess að stofna heimili, heldur er veriö aö út- vega ódýrt fjármagn I lána- kerfiö. Hér veröa stjórnvöld að gripa inn i. Það veröur aö breyta út- reikningum á veröbótum á skyldusparnaöi ungs fólks I samræmi við þær reglur, sem gilda um reikning vaxta og veröbóta spariskirteina rikis- sjóös. Samhliöa veröur aö kanna á hvern hátt hlutur þess neðanmáis Magnús Ólafsson, Sveinsstöö- um, ræöir hér um það ranglæti, sem leitt hefur af framkvæmd verðtryggingar á skyldu- sparnaði ungmenna — sérstak- lega i samanburöi viö verð- tryggingu á spariskírteinum rikissjóðs. Hann segir m.a.: ,,Sá, sem kaupir verðtryggð spariskirteini ríkissjóðs fær til baka a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæð en ungur maður, sem lögum samkvæmt er gert skylt að spara 15% af sinum launum”. unga fólks verður réttur, sem á undanförnum árum hefur lagt fyrir stórfé samkvæmt laga- boöi, en þaö fé siðan brunniö upp á báli verðbólgunnar, þrátt fyrir lagaákvæ&i um veröbætur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.