Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 22
Mánudagur 18. febrúar 198ft. 26 /feíERX ,—(tUONAi_______, ÞUSUNDLIM! Gód reyrtsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Lisftmi Írshm S(sS«5 Ö* JrtaiA pfÍnUS & igæsíl Jh Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. VlSIR*&86611 - smáauglýsingar OPID KL. 9-9 Allar skreytingar unnar ai fagmönnum.___________________ Nag blla.tcaBi a.m.k. á kvöldin lil .OMt \M\nu II \l \ \US I K I II Sinii 12:1: Nýjar bœkur um stjórnmál Safn 10 greina um stefnu Sjálf- stæðisflokksins HÖFUNDAR: Jún Þorláksson Jóhann Hafstein Bjarni Bcnediktsson Gunnar Gunnarsson Birgir Kjaran Óiafur Björnsson Benjamfn Eiriksson Geir Hallgrimsson Jónas H. Haralz Gunnar Thoroddsen /Dreifingaraðiiar? s. 82900 og V 23738 Safn 15 nýrra greina um frjáls- hyggjuna HöFUNDAR: Hannes Gissurarson Jón St. Gunnlaugsson Pétur J. Eiriksson Geir H. Haarde Jón Asbergsson Þráinn Eggertsson Baldur Guölaugsson Halldór Blöndal Bessl Jóhannsdóttir Erna Ragnarsdóttir Þór Whitehead Davið Oddsson Friörik Sophusson Þorsteinn Pálsson Bœkurnar fást í helstu bókaverslunum og kosta kr. 4.000 og 3.500 Hver er „Mr. Blunt” I Háskðla fslands? - spyr úiafur E. Einarsson, forstjúri 1 fyrra kom út i London bók eftir rithöfundinn Andrew Boyle, sem vakti feykilega at- hygli i Bretlandi og raunar flestum vestrænum löndum. Efni hennar, sem snýst að mestu um bresk þjóöfélagsmál og neðanjaröarstarfsemi i skólakerfi Bretlands, hefur vakiö mikla furöu og komið viö kaunin á mörgum háttsettum mönnum i hinu breska stjórn- kerfi. Þaö hefur lika vakiö menn til margvislegrar umhugsunar i öðrum löndum, þar sem menn spyrja, hvort hið sama eigi sér stað þar, þótt ekki hafi upp um það komist. Bókin f jallar — i stuttu máli — um leynistarfsemi kommúnista innan æöstu skóla Bretlands. Hún skýrir frá þvi, aö hin þokkalega iöja þeirra hafi hafist 1 hinu fræga menntasetri Cam- bridge á árunum kringum 1930. Aöferöin viö aö skipuleggja moldvörpustarfiö var fólgið i aö leita uppi háttsetta, velmetna prófessora — sem sagt „aristo- kratiska laumukommúnista”, en ekki til aö ganga hreint til verks og ráða njósnara, heldur til aö leita uppi menn meöal nemenda, sem liklegastir virt- ust til aö vilja starfa i þágu kommúnismans og vinna þau verk möglunarlaust, sem yfir- boöarar þeirra byöu þeim hverju sinni. Þaö er nú sannað mál, að Anthony Blunt var einn af þeim fyrstu, sem létu ánetjast kommúnistum i þessum efnum. Þaö er ennfremur ljóst, aö starf hans sem njósnari og handbendi kommúnista bar mikinn og illan ávöxt. Þekktastir þeirra njósn- ara, sem gengu á mála hjá kommúnistum og unnu þeim allt, sem þeirgátu, fyrir atbeina Blunts, voru þeir Guy Burgess, Donald Maclean og Kim Philby, sem mikið hefur veriö um skrifaö á undanförnum árum og áratugum, en þeim er öllum lýst sem óþverramoldvörpum og kynvillingum. Þaö vekur annars sérstaka furöu, þegar menn hugleiöa þessar staöreyndir, aö Mr. Blunt, sem hefur játaö á sig njósnir og landráö, skuli ekki vera dreginn fyrir dómara og sakfelldur, heldur veriö gert þaö „samkomulag” viö hinn brotlega, aö hann skuliekki lög- sóttur, ef hann leysi nú rækilega frá skjóöunni. Þetta lýsir greinilega veilu I hinu breska kerfi, og er þaö enn huliö, hvaö þessu veldur. Hitt vita nú allir, aö þeir fjór- menningar, sem hér hafa verið nefndir — og eflaust margir fleiri — gátu smokraö sér inn i njósnakerfi Breta, þar sem þeir sátu og störfuöu i tiu til fimmtán ár — ýmist I aöalstöðvum leyni- þjónustunnar i London eöa i sendiráöi Breta i Washington, en á báöum þessum stööum fóru auðvitaö flest og mest leyndar- málin um hendur og huga starfsmannanna. Þar kom þó um slðir, aö svo sterkur grunur féll á Maclean, aö ákveöiö var aö kalla hann heim til London til aö láta hann gera grein fyrir ýmsum málum, og er taliö, aö yfirheyrsla yfir honum heföi leitt til handtöku þeirra félaga allra og eflaust fleiri. En þá kom Mr. Blunt til hjálpar, kom til þeirra aövörun, svo aö þeir gátu foröaö sér undir verndarvæng húsbænda sinna I Moskvu. Þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyrir aö Mr. Blunt hefur játaö á sig sakir, er hann látinn ganga laus. Þaö hlýtur aö vera eitthvaö bogiö viö réttarfarið i Bretlandi, úr þvi aö svona getur fariö, ekki siöur en viöa annars staöar. Er þaö helsta skoöun manna i þessu sambandi, aö þaö, sem stöövaö hafi frekari rannsókn þessa vfötæka njósnamáls, hafi veriö, aö hringur svikaranna hafi verið svo stór og náö svo langt inn I raöir breskra embættismannastéttar og aðalsins, aö nauösynlegt hafi veriö aö firra breskt réttarkerfi frekari hneisu og hindra skip- brot breskrar viröingar meöal þjóöanna. Andrew Boyle kemst svo aö oröi á einum staö I bók sinni: „Engum einasta marxista- kennara i Cambridge, þar sem hin vaxandi pólitiska ólga var fljót aö magnast, var hægt að treysta til þess i Moskvu aö starfa beinllnis sem nokkurs konar ráöningarstjóri. Þeir komu að góöum notum þar viö aö finna hæfileikamenn og siöar I Oxford, London og öörum en ekki eins fornum fræöasetum.” Þarna hafa menn þaö, svart á hvitu. Or þvi að sannaö er, aö Rússar hafa menn á mála i flestum eöa öllum æöri mennta- stofnunum i Bretaveldi, hvi skyldu þeir þá ekki hafa hreiör- aö um sig á sama hátt meðal annarra þjóöa — til dæmis hér á landi? Þaö er á allra vitoröi, aö við Háskóla Islands er harö- snúin sveit kennara og nem- enda, _sem viröast fyrst og fremst "telja hlutverk sitt fólgiö I aö standa fyrir alls konar áróöri og efna til ókyrröar og óláta, þegar stjórnarherrar i vissum löndum, sem óþarfi er aö nafn- greina, geta haft gagn af. í sambandi viö þetta vaknar áleitin spurning, sem vert væri aö kosta nokkru til að fá svar viö: Hver er „Mr. Blunt” i Há- skóla íslands? ólafur E. Einarsson F ■ ■ Sölubörnum verða afhent merki fíauða krossins á neðantöldum stöðum frá kl. 9.30 til kl. 12. — n.k. miðvikudag (Öskudag) Gert er ráö fyrir að börn Ijúki sölu og geri skil fyrir kl. 14.30 REYKJAVIKURDEILD R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum stöðum frá kl. 9.30 á öskudag 20. febrúar. Börnin fá 10% sölulaun, og þrjú söluhæstu börnin fá sérstök árituð bókaverðlaun VESTURBÆR: Skrifstofa Reykjavíkurdeildar R.K.l Oldugötu 4. Verzlunin — Vesturgötu 53 Melaskólinn v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Verslunin Perlon, Dunhaga 20. AUSTURBÆR: Skrifst. R.K.I. Nóatúni 21 Háaleitis-Apótek, Austurveri/Háaleitisbr. 68 Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 SunnukjörSkaftahlíð Hlíðaskóli v/Ha-mrahllð Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið Skúlagötu 54 SMÁÍBÚÐA- OG FOSS VOGSHVERFI: Brauðstofan, Grímsbæ v/Bústaðaveg Álftamýrarskóli LA UGA RNESH VERFI: Laugarnes-apótek Kirkjuteig 21 Laugalækjarskóli v/Sundlaugaveg KLEPPSHOLT: Langholtsskóli Vogaskóli ÁRBÆR: Árbæjarskóli Hraðhreinsun Árbæjar, Rofabæ 7 BREIÐHOLT: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli— Breiðholti III Hólabrekkuskóli v/Suðurberg Vesturberg ölduselsskóli v/öldusel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.