Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 4
IÞriðjudagur 19. febrúar 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 77., 80. og 83 tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta I Laugavegi 39, þingl. eign. Vignis Asbjörns Jónsson- ar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjáifri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 77., 80 og 83 tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta í Goöheimum 15, þingl. eign Jóns Guðnasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eign- inni sjáifri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta I Vesturbergi 138, þingl. eign Björns Björnssonar fer fram á eigninni sjáifri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 77., 80. og 83.tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta i Kleppsvegi 132, þingl. eign Jóhanns Friöriks Kára- sonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta I Kleppsvegi 150, Iþíngl. eign Ingibjargar Einarsdótt- ur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hlula I Laugavegi 96, þingl. eign Byggingatækni sf. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar 1 Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Langholtsvegi 164, þingl. eign Árna Egilssonar fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Vatnsstíg 3 þingl. eign óðins Geirssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungoruppboð sem auglýst var i 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Iiöfðatúni 2, þingl. eign Leifs Ingólfssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. febrúar 1980 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 186., 91. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1979 á eigninni Hjallabraut 23, 1. hæð t.v., Hafnarfiröi, þinglesin eign Kristinar ó. Kristinsdóttur fer fram eftir kröfu Brunabótafélags islands, á eigninni sjálfri föstu- daginn 22. febrúar 1980 kl. 4.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var 168., 70. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1978 á eigninni Brekkuhvammur 8, Hafnarfiröi, þing- lesin eign Þórunnar Jónsdóttur fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrlmssonar, hrl., á eigninni sjálfri föstudag- inn 22. febrúar 1980 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði 4 samay aosons- mlklll eftlr kosnlngarnar Mánuði eftir að Indira Gandhi komst til valda að nýju, þykjast menn sjá bóla hjá henni á hand- bragðinu, sem minnir á neyðar- ástandsstjórnina árin 1975-77, en hún var af mörgum kölluð harðstjórn. t þeim anda þótti mönnum vera ólögleg handtaka á einum af rannsóknarlögreglumönnum Nýju Delhi fyrir nokkru, en sá hafði mest unniö að rannsókn máls, sem leiddi til þess að sonur Indiru, Sanjay, var dæmdur I tveggja ára fangelsi. Ýmislegt annað hefur borið upp á þennan mánaðartima sem þykirbera að sama brunninum. Eins og ráðningar embætt- ismanna, sem fengu á sig illt orð i neyðarástandsstjórninni, til ýmissa viðkvæmra trúnaðar- starfa i þágu hinnar nýju stjórn- ar Kongressflokksins. Enn- fremur hefur verið felld niður málssókn á einn slíkra, og vaktar hafa veriö upp á ný „stormsveitir”, ungmennadeild Kongressflokksins, sem fara um og „telja menn á” að láta framlög renna I flokkssjóði Kongressflokksins. Þessir ungu „hugsjónamenn” þykja sérlega „sannfærandi” og hliðstæðu við árangur þeirra i fjársöfnuninni naumast að finna nema þar, sem bófaflokkar ráða rikjum og telja kaupsýslumenn á að kaupa af þeim „tryggingu” gegn skemmdarverkum og óáran. Skrilsmenning hefur einnig haldið innreið sina I þingið, og tjóar þar ekkert fyrir leiðtoga stjórnarandstöðunnar að biðja um oröið. Sanjay og skutil- sveinar hans púa þá niður, eða gera þann hávaða, að ekki heyr- ist orö úr ræðupúltinu. Eini möguleiki stjórnarandstöðunn- ar til þess að láta I sér heyra, er I efri málstofunni, þar sem stjórnarandstæöingar eru i meirihluta. — Þegar þeir báru upp fyrirspurnir um handtök- una á N.K. Singh. rannsóknar- lögreglumanninum frá Nýju Delhi, sem handtekinn var af lögreglu nágrannafylkisins, Haryana, (án þess að hún hefði nokkuð umboð til þess) var i fyrstu þverneitað, að nokkur slikur atburður hefði átt sér stað, en síðar var Singh sleppt gegn tryggingu að fyrirmælum forsætisráðherrans. Annað vakti hneyksli þing- manna á dögunum. Þá var blás- in upp i fjölmiölum skýrsla, þar sem ættmenni Morarji Desai og Charan Singh, tveggja fyrrver- andi forsætisráðherra, voru sökuð um spillingu. Þingmenn fimm stjórnarandstöðuflokka gengu af þingfundi og fullyrtu aö niöurstöður skýrslunnar hefðu verið afbakaðar i frétta- flutningi. Var þá loks birtur úr- dráttur úr henni I efri deildinni. — Charan Singh hefur krafist formlegrar ákæru á hendur konu sinniog dómsmeöferðar til þess að fá nafn hennar hreinsað, en dómarinn, sem málið hefur til meðferðar — og sýknaði flesta sakborningana af öllum ákærum — segir að fyrst þurfi frekari rannsóknar með i henn- ar tilfelli. 1 siðustu viku voru felldar nið- ur átta málssóknir á hendur ein- um úr „fjögurramannaklik- unni” úr neyðarástandsstjórn Indiru. Nefnilega Bansi Lal. Þá ákvörðun tók aöaldómarinn i Haryana, en hann hefur nýlega gengið yfir i flokk Indiru. Enn sem komið er, hafa ekki veriö felldar niður rannsóknirn- ar á sakargiftum Indiru og San- jay. Um þau mál fjallaði dóm- '' if: ' -A' % w%m. w Sanjay á ferðalagi með skutilsveinum slnum. stóll I Nýju Delhi, sérstaklega til þess skipaöur. Daginn eftir kosningasigur Indiru, lýsti þessi dómstóll þó þvi yfir, aö hann hefði ekki lögsögu i tveim ákær- um vegna hinnar illræmdu Marúti-bilaverksmiðju Sanjays, sem engan framleiðir bilinn. — Sagt er, að ráðgjafar Indiru leggi aö henni, að skynsamleg- ast sé að leyfa þessum málum að hafa sinn gang, en tryggja sér sýknu I málinu með dauft rekinni málssókn. Annars geti ávallt verið hætta á þvi að kom- andi rikisstjórnir láti taka mál- in upp. Eitt málið verður hvort sem er ekki ónýtt úr þessu, en þaö er dómurinn yfir Sanjay fyrir að láta eyðileggja kvik- mynd, sem þótti andsnúin móður hans. Þeim dómi var áfrýjað til hæstaréttar, sem enn hefur ekki skorið úr. Fyrir kosningar lýsti Indíra þvi yfir, að hún myndi ekki setja son sinn til ráðherraembættis eða til mikilla áhrifa á vegum stjórnarinnar. Við það fyrra hefur hún staðið, þvi að Sanjay fékk ekki ráðherrastól, en i ýmsu þykir mönnum hins gæta, að hann njóti mikilla áhrifa. Aðalhjálparkokkur hans frá vönunarofsóknunum iDelhi 1976 hefur verið gerður að fylkis- stjóra höfuðborgarsvæöisins, en aöutan Umsjón: Guðmundur Pétursson ■ ■■■■! Indlandsforseti hefur frestað embættistöku þessa manns, meðan enn eru ekki gengnir dómar i ákærumálum gegn hon- um. Annar Sanjay-maður með vafasama fortiö, P. Bhinder að nafni, hefur verið geröur að lög- reglustjóra I Delhi. Kvisast hefur að hann hafi gefiö öllum lögreglustöðvum sins umdæmis fyrirmæli um að veita ekki blöð- unum upplýsingar um afbrot i höfuðborginni. Indiru-stjórninni er nefnilega ekki vansalaust, hve ránum hefur fjölgað mikið siðan hún komst til valda, en eitt mest brennandi kosningaloforð hennar var að koma á lögum og reglu eftir mikla aukningu af- brota I stjórnartlð Janata- flokksins. Ráðherra Karnataka-fylkis, þar sem Kongressflokkurinn ræður rikjum, var valinn náinn vinur Sanjays og það gegn ein- dregnum vilja flokksmanna i Karnataka. En vinurinn haföi unnið sér það til ágætis að duga vel, þegar hann skipulagði og smalaði til mótmælaaðgerða vegna handtöku Indiru 1978. Ungmennafélagar úr Kongress- flokknum lömuðu þá höfuðborg- ina I Karnataka I heila þrjá daga með þvi að hóta verslunar- eigendum ikveikjum og búöar- hnupli og sýndu i verki alvöru hótana sinna með þvi að grýta ökutæki. — Efnt var til mót- mæla i þessari borg (Bangal- ore) I siðasta mánuði þegar þessi Sanjay-smali var settur til embættis, en skarar ungra kon- gressmanna birtust þá á vett- vangi vopnaöir hnifum og rak- vélablöðum og réðust á mót- mælahópinn. Hin vopnaða lög- regla borgarinnar neitaði að skipta sér af málinu, og niu mótmælendur voru lagðir særð- ir inn á sjúkrahús. í sömu viku voru unnin skemmdarverk á verksmiðju einni i borginni, og greipar látnar þar sópa. Verk- smiðjan er i eigu manns, sem er bróðir frú Ambiku Soni, en hún var áður leiðtogi ungmenna- hreyfingar Kongress og snerist gegn Sanjay eftir neyðará- standsstjórnina. — Lögreglan sat sem fyrr hjá. Völdin innan ungmennadeilda Kongressflokksins eru algjör- lega I höndum Sanjay og hans handgengnustu stuðnings- manna, en þeir hafa ekki of góð tök á hinum óbreyttu félögum úti i dreifbýlinu. Þar eru fé- lagar úr samtökunum farnir að kúga fé út úr smákaupmönnum i nafni samtakanna. I sumum tilvikum er sú fjársöfnun skipu- lögðaf starfsmönnum flokksins, en i öðrum tilvikum hópum, sem „starfa sjálfstætt” og hlýða ekki flokksstjórnarfyrirmælum. A þessum fyrsta mánuði i for- sætisráðherrastólnum virðist Indira aöallega hafa beint at- hygli sinni aö lögreglu landsins og öryggisþjónustu. Yfirmaður leyniþjónustunnar hefur verið látinn vlkja, og fleiri háttsettir embættismenn á þessu sviði hafa fengið ábendingar um, að þeirra blði uppsagnir. — Slikt er ekki óalgengt við stjórnarskipti á Indlandi, en að þessu sinni eru þeir, sem stöðuhækkanirnar fá sumir hverjir menn, sem hafa blettótta fortið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.