Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 11
vtsm Þriöjudagur 19. febrúar 1980 11 'H'öp ö "gagnpýhT á ’r’ekstii p] log verkehii stofnunarinnar Áiangaskýrsla um FramlelOsluettlrllt siávarafurOa: Hægt væri að endurskipu- leggja störf og verkefni Fram- lei&slueftirlits sjávarafuröa þannig aö fækka mætti starfs- mönnum stofnunarinnar úr 76 stööugildum niður f 18, aö þvi er segir f áfangaskýrslu um endur- skoöun laga um Framleiöslu- eftirlitiö, sem nýlega var skilaö til sjávarútvegsráöherra. Áfangaskýrsla þessi er nú til umsagnar hjá ýmsum aöilum, sem málib snertir, og hefur Vfsir fengiöupplýsingar um efni hennar. Sjávarútvegsráöherra skipaöi nefndina 6. september slöast- liöinn og eiga sæti I henni full- trúar ýmissa samtaka, sem hagsmuna hafa aö gæta. Fram kemur I nefndarálitinu, aö höfuöröksemdin fyrir setn- ingu laganna um Framleiöslu- eftirlit sjávarafuröa áriö 1975 var „aö meö þvf mættiiná fram sparnaöi og betri nýtingu "á mannafla”. Siðan segir: „Ekki veröur séö, aö sú fyrirætlan hafi tekist. Heildarkostnaður af starfsemi Framleiöslueftirlits sjávar- afuröa var áriö 1978 365 millj- dnir króna, og áriö 1979 er kostnaöur áætlaöur hafa verið um 550 milljónir króna”. - gerð tmaga um breytl verkeini og skipuiag. svo tækka megl starfsmönnum I ie „ Innanhússósætti” I skýrslunni er gerö grein fyrir starfsemi Framleiöslu- eftirlitsins og skipulagi. Fram kemur, aö heildarfjöldi starfs- manna er 96, en þar sem 39 matsmenn vfös vegar um landiö eru i 10-80% störfum, eru stööu- gildin færri, eöa 76. Fram kemur aö „frá hags- munaaðilum hefur fiskmatiö veriö gagnrýnt fyrir ófagleg vinnubrögö, stifni og stiröleika og jafnvel hlutdrægni, enn- fremur misræmi á mati á milli landshluta og á milli manna á sama staö. Einnig hefur veriö kvartaö yfir vafasömum og ósamræmdum innheimtu- aögerðum einstakra mats- manna”. Siöan er fjallaö um „gagnrýni hins opinbera”, og sagt aö hún sé „sennilega hvaö mest vegna fjármála stofnunarinnar og kostnaöar, einkum af ferskfisk- matinu, þar sem þaö þjóni I dag litlum öörum tilgangi en aö vera verölagningaraöili, þ.e. milli- gönguaöili á milli kaupenda og seljenda. Þáttur þessarar starf- semi hefur numið nærri helm- ingi af heildarkostnaöi viö Framleiöslueftirlitiö”. Loks segir aö ekki sé minnst um verö „hin innri gagnrýni, þ.e. sjálfra starfsmanna Fram- leiöslueftirlitsins. Viröist sem innanhússósætti hafi átt tals- verðan þátt i þvi aö minnka veg þessarar stofnunar og komi þaö bæöi niöur á þeirri þjónustu, sem stofnunin á aö veita, og kostnaði viö rekstur Fram- leiöslueftirlitsins”. Mikill niðurskurður 1 nefndarálitinu eru tillögur um hugsanlegt skipulag og lág- marksstarfsmannafjölda nýrrar stofnunar, sem tæki viö af Framleiöslueftirliti sjávarafuröa og nefndist „Rikismat sjávarafuröa”. Um þaö segir m.a. i nefndarálitinu: „Miöaö viö þær forsendur, sem gert er ráö fyrir i þeim hug- myndum og valkostum, sem raktir hafa verið hér aö framan, rey ndi nefndin aö gera sér grein fyrir, hver væru þau minnstu umsvif, sem fiskmat á vegum rikisins, „Rikismat”, þarf aö hafa til aö sinna nauðsynlegasta Utflutningseftirliti og vera Urskuröaraöili i deilumálum milli kaupenda á fiski og selj- enda eöa framleiöenda og sölu- samtaka”. Samkvæmt þeim tillögum „sem lengst ganga i átt til ein- földunar og hagræöingar”, er gert ráö fyrir 18 starfsmönnum. Þeir eru auk forstööumanns og tveggja skrifstofumanna fimm yfirmenn sérsviöa eöa sér- fræöingar, fimm svæöamats- menn og fimm farandmats- menn, sem veröi á stööugum feröalögum um landiö. I skýrslunni kemur fram að hér sé um „algert lágmark starfsmannafjölda aö ræöa” og bent er á aöra valkosti, sem ekki ganga eins langt. Nefndin hefur samiö uppkast aö nýjum lögum fyrir „Rikismat sjávarafuröa,” og kveöst reiöu- búin aö aöstoöa viö gerö heildartillagna og laga- breytinga ef þurfa þykir aö fengnum umsögnum hags- munaaðila um áfangaskýrsl- 1 tillögum nefndarinnar er gert ráö fyrir þvi nýmæli, aö stofnunin hafi sérstaka st jórn og er sú tillaga óháö því, hve stór eöa umsvifamikil stofnunin veröur. Nefndarmennirnir 1 nefndinni áttu sæti fulltrúar ýmissa hagsmunaaöila i sjávarútvegi: Ingólfur Ingólfs- son tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Islands og Sjómannasambandi Islands, Gisli Jón Hermannsson til- nefndur af Landssambandi islenskra Utvegsmanna, Hjalti Einarsson, fulltrúi Sölumiö- stöövar hraöfrystihúsanna og sjávarafuröadeildar SIS, og Tómas Þorvaldsson, tilnefndur af Sölusambandi islenskra fisk- framleiöenda og Sildarútvegs- nefnd. Ráöherra skipaöi Björn Dagbjartsson formann nefndar- innar, og Valdimar Tómassyni var faliö aö starfa meö nefnd- inni af hálfu Fjárlaga- og hag- sýsLustofnunar. —ESJ Fundlr BSRB um skattskýrsluna Miövikudaginn 20. febr. 1980 kl. 20.30 mun Jón Guömundsson, námsskeiösstjóri hjá rikisskatt- stjóra útskýra helstu atriði skattalaga og leiöbeina varöandi skattaframtöl og um gerö skatt- skýrslna, aö Grettisgötu iReykja- vik. Einnig mun hann svara fyrir- spurnum um ýmsar þær breyt- ingar sem leiöa af nýjum lögum um tekjuskatt og eignaskatt og gerbreyttu framtalseyöublaöi. Á Akureyri, Iönskólanum, mun Guömundur Gunnarsson fulltrúi á Skattstofu Noröausturlands halda erindi um skattskýrsluna sama kvöld kl. 20.00. Fræðslulundir Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöövaandstæðinga munu gangast fyrir fræöslufund- um, sem veröa opnir öllu áhuga- fólki. Á þessum fræöslufundum veröur fjallaö um ýmsar hliöar á aöild Islands aö Noröur-Atlants- hafsbandalaginu og herstöðvum Bandarikjamanna hérlendis,bæöi I erindum og umræöum. Elias Davlösson, kerfisfræöing- ur mun flytja erindi er hann nefn- ir: Hinir fjórir þættir heims- valdastefnunnar. Árni Björnsson, þjóöhátta- fræöingur, mun fjalla um: Þróun herstöövamálsins. Ásgeir Danielsson, kennari, mun fjalla um: Efnahags- og við- skiptatengsl hersins viö innlenda aöila og félagsleg samskipti Guömundur Georgsson, læknir, nefnir efniö sem hann mun fjalla um: Hætta eöa vernd? Fundimir veröa I Sóknarsaln- um, Freyjugötu 27, dagana 27. februar, 5. mars, 12. mars, og 19. mars, og hefjast kl. 20.30. Hverfafundir f Hafnarlirði Bæjarstjórn Hafnarfjaröar hef- ur ákveöiö aö efna til tveggja funda meö Ibúum Hafnarfjaröar, þar sem rætt veröur um málefni Hafnarfjaröarbæjar. Fyrri fundurinn veröur i Viði- staöaskóla miövikudaginn 20. febrúar n.k. kl. 20:30 og er sá fundur einkum ætlaöur þeim Ibúum Hafnarfjaröar sem búa vestan Reykjavikurvegar. Siöari fundurinn, sem er fyrir ibúa austan Reykjavikurvegar, verður haldinn miövikudaginn 27. febrúar n.k. Fundarstaöur þá veröur i Flensborgarskóla og hefst fundurinn kl. 20:30. K YNNINGAR VERD • Magnari: 2x50 RMSW Kr. 224.300 • Utvarpsmagnari 2x25 RMSW Kr. 286.500 • Hátalari 50 RMSW Kr. n 9.500 • Kassettutœki frá kr. 229.800 GÆDAVAHAN FRÁ MITSUBISHI Lœkjargötu 2 - Box 396 - Simar: 27V92 og 27V33

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.