Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 12
vísm Fimmtudagur 21. febrúar 1980 12 vísm Fimmtudagur 21. febrúar 1980 1 Þessi stóll sem hér sést er dæmigerður fyrir þann hús- búnað sem var í þeim herbergjum sem blaðamenn skoð- uðu. VlSIR SKOÐflB BORGARTÚN 27 í REYKJflVÍK: HriKaleg að- Koma I lelgu- liúsi Félags- máiastofnunar A efstu hæð hússins að Borgartúni 27 i Reykjavík er ibúðarhúsnæði á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, sem tæplega getur talist manna- bústaður og á sér vonandi enga hliðstæðu hér á landi. Þegar blaBamenn Vísis gengu upp stigann i húsinu lagöi á móti þeim megnan þef, sem skýring fékkst á þegar upp var komiö. Veggir og gólf voru þakin óhrein- indum og húsnæöiö bar þess greinileg merki að allt viöhald er af mjög skornum skammti. Hér búa sex manneskjur á veg- um Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar og sumar þeirra hafa veriö hér árum sam- an. Vistarverur þessa fólks eru i niöurniðslu og allt hreinlæti meö þeim hætti aö heilsuspillandi hlýtur aö teljast. Af þessum sex ibúum er ein kona, en hún er gift einum af karlmönnunum og býr meö hon- um I herbergi. Greiða 20 þúsund á mánuði í leigu Alls eru á hæöinni sjö herbergi Páll Magnússon, blaðamaöur og býr umsjónarmaður i einu þeirra, en eitt stendur autt. Dval- argestirnir hafa allir sér herbergi utan hjónin sem nefnd voru hér á undan og borga þeir rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði i leigu til Félagsmálastofnunar fyrir hvert herbergi. Hreinlætisaöstaöa er engin é þeim herbergjum sem viö skoö uöum, en á gangi var salerni og vaskur, sameiginlegt fyrir alla i búana. Þegar komiö er upp stiganm sem liggur upp á hæöina, tekur viö tviskiptur gangur. Viö þann Gunnar V. Andrésson, ljósmýndarii fremri eru þrjú herbergi, auk sal- ernisins sem fyrr er getiö, en viö innri ganginn eru herbergin fjög- ur. Engin húsgögn eru á þessum göngum ef frá er taliö kefli, sem skitugur dúkur hefur veriö lagður yfir, og er greinilega hugsaö sem borö. Veggir ganganna hafa aö öllum likindum veriö málaöir hvitir á sinum tima, en þeir eru orðnir svo skitugir aö ómögulegt er aö segja til um núverandi lit þeirra. A gólfinu var ljósbrúnn dúkur, rif- inn og skitugur. Stæk ólykt Af þeim tveimur herbergjum sem viö skoöuöum var annaö sýnu verra. Stæka ólykt lagöi aö vitum okkar þegar huröin var opnuö og viöbjóöslegur óþrifnaö- ur blasti viö þegar inn var komiö. Um það leyti sem blaðamenn Vísis bar að garði í leiguhúsnæði Félagsmálastofnunarinnar kölluðu starfsmenn stofnunarinnar á lögregiuna tilað f jarlægja tvo af íbúunum. Á myndinni má sjá hvernig umhorfs var. A gólfinu voru óhreinar mottur og fyrir glugganum hékk lérefts- tuska, stif af skit. Húsbúnaðurinn Þetta kapalskef li með dúk á er eina húsgagnið sem Félagsmálastofnun hefur séð ástæðu til að hafa í húsa kynnum sínum við Borgartún. samanstóö af stóru rúmi, tveimur borðum, tveimur stólum og fata- skáp. 1 einu horninu stóö isskáps- ræfill. Allt var þetta af þvi tagi, að liklegast hefur þaö veriö fengiö á haugunum. Varla varö þverfótaö i herberg- inu fyrir tómum áfengisflöskum, óhreinum fatnaði, tómum lyfja- glösum og ööru rusli. 1 einu horni herbergisins var hitunarplata og viö hliö hennar eldhúsborö. A diskum á boröinu og i fötum undir þvi, voru rotn- andi matarleifar og lagöi af þeim slikan fnyk aö varla var vært i herberginu. Hitt herbergiö sem viö skoöuö- um var mun snyrtilegra, en þó tæpast i þvi ástandi aö viö veröi unaö. Á vegum Félagsmála- stofnunar í 3-4 ár. „Félagsmálastofnunin hefur haft þetta húsnæði á leigu I 3-4 ár og þaö er rekiö sem framleigu- húsnæöi fyrir einstaklinga”, sagöi Gunnar Þorláksson, hús- næðisfulltrúi Félagsmálastofnun- ar, i samtali viö Visi. Gunnar kvaö þetta húsnæöi alls ekki vera hugsaö sem neina stofnun og leigjendurnir sæju um sig sjálfir. „Einn af búendunum hefur aö visu haft auga meö þvi fyrir okk- ur ef eitthvaö fer úrskeiðis og læt- ur hann okkur þá vita, en aö ööru leyti er þetta eins og hús úti i bæ”, sagöi Gunnar. Hann sagöi ennfremur aö leig- an fyrir hvert herbergi væri rúm- lega 20 þúsund krónur á mánuöi og væri þá innifalið ljós og hiti. Húsið að Borgartúni 27. Á efstu hæð þessa húss rekur Félagsmála- stofnun leiguhúsnæði það sem sagt er frá í greininni. A myndinni sést I einu herbergjanna var þessi aðstaða til að matast. Til hægri á myndinni sést hita- lögregluþjónn leiða einn ibúanna á brott. plata, en á borðinu til vinstri og i ílátum undir því voru rotnandi matarleifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.