Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 16
ingvar Jónsson leikur einieik meö Sinfóníunni islenski dansflokkurinn, Myndin er tekin á æfingu á atriOi úr dönsum eftir Sveinbjörgu Alexanders. — Visismynd JA Einu sinni á ári er ekki nóo Einleikari meO Sinfóniuhljóm- sveit Islands I kvöld er Ingvar Jónasson. Tónleikarnir hefjast I Háskólabíói klukkan 20:30. A efnisskránni eru verk eftir Fjölni Stefánsson, Kóplon, konsert fyrir víólu eftir Walton og Sinfónia nr. 2 eftir Tschaikovsky. Ingvar er fæddur á Isafirði og stundaði nám við Tónlistarskól- ann i Reykjavik á árunum 1944 til 50. Þá hélt hann til náms i Vin hjá Ernst Morawec. Hann lék með Sinfóniuhljómsveitinni frá 1957 til 1970. Ingvar kenndi á fiðlu og viólu við Tónlistarskólann I Reykjavik, en frá 1972 hefur hann kennt við Tónlistarskólann I Malmö. Hann var fyrsti vióluleik- ari I Sinfónluhljómsveit Malmö á árunum 1972 til 74 en einnig hefur hann leikið einleik kammertónlist I Ameriku og flestum Vest- ur-Evrópulöndum. Hljóm^veitarstjóri I kvöld er Göran W/Nilson. Hann er fæddur i Halmstad 1941 og hóf nám I píanóleik þriggja ára að aldri. TIu ára gamall fékk hann inngöngu I Konunglega Tónlistarskólann I Stokkhólmi, þrátt fyrir að lág- marksaldur til inngöngu I skólann sé miðaöur viö 15 ár. Einn aðal- kennari hans við skólánn var Olof Wibergh, en einnig stundaöi hann framhaldsnám I París, London og New York. Frá 1963 til 69 starfaði hann sem hljómsveitarstjóri við Kon- unglegu Operuna 1 Stokkhólmi og hefur slöan 1974 veriö aöalstjórn- andi við Sinfónlu og Kammer- sveitina I örebro. Ungmennafélagið Leifur heppni I Kelduhverfi frumsýnir leikritiö Hart I bak á sunnudag klukkan 21 I Skúlagaröi. Hart I bak er annað leikhús- verk Jökuls Jakobsáonar og Listdanssýning Tónlist: Tsjaikovski o.fl. Lýsing: Asmundur Karlsson Umsjón búninga: Dóra Einars- dóttir Leikmynd: Birgir Engiiberts. Dansarar: tsienski dansflokk- urinn o.fl. Danshöfundur og stjórnendur: Kenneth Tillson og Sveinbjörg Alexanders. Um síðustu helgi var haldin heil helgarráðstefna að Kjar- valsstöðum um stöðu hinna ýmsu listgreina I Islensku menníngarlífi og um starfsað- stöðu listamanna I ýmsum greinum. I fróðlegu yfirlitser- indi Rannveigar Agústsdóttur kom meðal annars fram, að af alls 315 milljörðum á fjárlögum islenska ríkisins, er alls varið 1,47 milljarði til skapandi lista og listtúlkunar. Þessi upphæð nemur 3,2% af heildarútgjöld- um á vegum menntamálaráöu- neytisins en 0,46% af rikis- útgjöldum I heild Af þessum tölum virðist mega álykta, að sú blómlega listastarfsemi, sem þrátt fyrir allt er haldið uppi I höfuðborg Islendinga, sé ekki til oröin vegna stuðningsaðgerða stjórnvalda, heldur beinlínis þrátt fyrir þær. En það er ekki einasta að handhafar rlkisvaldsins stað- hefur það hlotið miklar vinsæld- ir. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, en leikmynd er gerð eftir hug- mynd Steinþórs Sigurðssonar. Tónlistin er eftir Jón Þórarins- son. festi hugmyndafátækt slna og áhugaleysi á skapandi menn- ingu með slngirni I fjárframlög- um. Mönnum bar einnig saman um, að markvissa menningar- pólitlk væri hvergi aö finna I orði né verki yfirvalda menn- ingarmála. Til samanburðar var fróðlegt að heyra erindi Hans Kristjáns Arnasonar hag- fræðings, á umræddri ráð- stefnu, en hann fjallaði I erindi slnu um opinbera listastefnu I Hollandi. Þar var saijnarlega ólíku saman að jafna. Aðalat- riðið er e.t.v. ekki mismunur fjárveitinga, til listastarf- semi, þótt fullt tillit sé tekið til höfðatölureglu. Hitt skipt- ir meira máli, að ríkisvald- ið hefúr þar I landi mótað sér ákveðin markmið um stuðn- ing við skapandi menningar- starfsemi og komið á skipulagi, sem tryggir að þessum mark- miðum er náð I reynd. Þannig eru menningarstofnanir I eigu rlkis og sveitarfélaga skyldaðar til kaupa á listaverkum samtlð- arlistamanna og til þess að skapa listafólki starfsaðstöðu, sem einstaklingar eða venjuleg- ur viðskiptamarkaður gæti ella ekki látið I té. Eðli málsins skv. eru hinar ýmsu listgreinar misjafnlega illa á vegi staddar, án virks stuðnings opinberra stofnana. Leikendur I Hart I bak eru tólf. Meö helstu hlutverk fara Tryggvi Isaksson, Kristveig Arnadóttir, Friðgeir Þorgeirs- son og Guðný Björnsdóttir. Um tuttugu manns hafa unnið að uppsetningu sýningarinnar. Listdanshópur Þjóðleikhússins er sennilega eitt besta dæmið um unga listgrein sem á I vök að verjast, og getur ekki náð veru- legum þroska, án stóraukins opinbers stuðnings. Eins og er getur hópurinn eiginlega hvorki lifað né dáið. Meðlimir listdans- hópsins eru á launaskrá Þjóð- leikhússins, að vlsu I lægsta launaflokki opinberra starfs- manna. Reynt er aö sjá honum fyrir kennslu og þjálfun. Þetta leiklist Bryndis Schram skrifar hefur hingað til dugað til þess að hópurinn hefur ekki leystst upp, þótt margir snjallir einstakling- ar hafi leitaö erlendis, eftir raunverulegum starfstækifær- um. Hins vegar fær dansflokk- urinn aðeins einu sinni á ári tækifæri til sjálfstæðrar sýning- ar. Þaö segir sig sjálft, að við slikar aðstæður, getur ekki orö- iö um listræna þróun að ræöa, eða samanburð við atvinnu- dansara erlendra leik- og ball- etthúsa. „Féleysi? Hér er um upphæð- ir að ræða, sem ekki gerir til eða frá fyrir afkomu þjóðarbúsins. En sem getur auðgað tilveru þjóðarinnar. Hér með er þvl heitið á forsjármenn þessa lands að þeir láti þennan hug- prúða flokk lifa áfram og dafna við mannsæmandi skilyrði”. Þetta eru lokaorð Þjóðleikhús- stjóra I formála sýningarskrár. Vonandi verða þetta áhrlnsorð. Húsfyllir áhorfenda á frum- sýningu staðfestir, að dans- flokkurinn á marga velunnara og aðdáendur, sem fylgjast vel með framförum hans. En er þeim ljóst, að flokkurinn hefur að undanförnu ekki haft fastan kennara og löngum orðið að stunda æflngar án leiösagnar? Með slikum vinnubrögðum geta þeir einstaklingar, sem hópinn mynda, haldiö sér við, en flokk- urinn I heild tekur naumast list- rænum framförum. Heildar- svipur hópsins núna virðist staðfesta þetta ef borið er sam- an við slðustu sýningu flokksins. Sýningin er þrískipt: Fyrst er eiginlegur klasslskur ballett, nokkur atriði úr ballettum Tsjaikovskis. Annar þáttur er dramatlskt verk, ballett eftir Kenneth Tillson við tónlist Prokoffjevs. Að lokum eru svo „dans-kokkteill” sem Svein- björg Alexanders er höfundur að og stjórnar einnig. Þetta eru gamanmál I revlustfl. Kenneth Tillson er bæði dans- höfundur og stjórnandi að atrið- um úr ballettum Tsjaikovskís. Þetta var eina atriöið þar sem um er aö ræða eiginlegan klass- Iskan ballett. Hér reyndi mest á einstaklinga hópsins, hvernig þeir standa tæknilega. Mér virt- ist þetta vera fallega útfærður ballett, án þess þó hann gæti hrifið okkur verulega. Vlða gætti ákveðins öryggis- og jafn- vægisleysis, jafnvel þreytu. 1 ballett af þessu tagi verður ekki slakað á Itrustu kröfum um full- komna þjálfun og öryggi. Kröf- urnar snúast um tæknilega ná- kvæmni, akróbatiskan léttleika og mýkt. Ballettmeyjar okkar hafa ekki til að bera þá fisléttu, næstum að segja loftkenndu llk- amsbyggingu, sem hér hæfir best. Einna best þótti mér tak- astlPas De Deux þeirra Ólavíu Bjarnleifsdóttur og Viktors Trutts I Neopólitanskum dansi úr Svanavatninu. Dans þeirra var gæddur ítölskum gáska og léttleika. Sólódans Helgu Bern- hard I Þyrnurósu (1. þætti) var þokkafullur, þótt einhvern herslumun vantaði til að full- nægja ýtrustu kröfum. Lokaatriðið Czardas úr Svanavatninu var vel gert og komst prýðilega til skila. Þetta atriði var sfður hátæknilegt — I eðli slnu, fremur karakterdans. I öörum þætti „Kerrunni” eft- ir Tillson við tónlist Prókoff jevs er sögð saga af fjölskyldu farandleikara, þar sem bærður berjast um sömu stúlkuna. Hér reynir meira á leikhæfni og dramatlska tilburði. Kóreo- grafia Tillsons fellur vel að efn- inu og Iheild er þetta atriði gott. Hér vakti mesta athygli mlna dans Helgu Bernhard I hlutverki trúðsins. ;,Dans-kokkteill” Sveinbjarg- ar Alexanders var lokaatriðið. Það kann aö vera umdeilanlegt, hvort revludansar af þessu tagi eigi heima I tæknilegri upp- færslu ballettflokks. En af undirtektum áhorfenda var ljóst, að þetta var lang vinsæl- asti hluti sýningarinnar, og hlaut bestar undirtektir. And- rúmsloftið eftir hlé var þvl gáskafullt og leikandi létt. örn Guðmundsson vakti mesta kátlnu I tangó-dansinum, sem hann geröi góð skil. Klassískir ballettdansarar njóta sln ekki endilega best I vélrænum rythma diskódansa. Þar naut Haukur Clausen sfn til hlltar, þótt hann verði að teljást við- vaningur I hópnum. Can-can at- riðið var einna slst. I þvl atriði var hópurinn varla nógu frískur og ekki fullkomlega samtaka heldur. Búningarnir sem Dóra Einarsdóttir ber ábyrgð á voru vandaðir og fallegir. Af fjár- hagsástæöum er ekki svo mikiö við haft að bjóöa upp á lifandi tónlist. Engu að síður var tón- flutningurinn betri en oft áður. Undirtektir áhorfenda voru mjög góðar og uppörvandi fyrir danshópinn. I þeim felst áreið- anlega einnig krafa um að dans- flokkurinn fái að reyna sig oft- ar. Einungis með því móti getur hann tekíð eðlilegum framför- uum. Aðdáendahópur hans er á- reiðanlega nógu fjölmennur — hann mun ekki láta sig vanta. Guðný Björnsdóttir, sem Ardís, Kristveig Arnadóttir sem Aróra og Friögeir Þorgeirsson sem Láki. HART f BRK SfNT í KELDUHVERFI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.