Vísir - 22.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1980, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstudagur 22. febrúar 1980 HAFNARDfÓ SÝNIR LAUSNARGJALD DROTTNINGAR A Spenna — hraði — djarfar áætlanir i litum og Panavision Islenskur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5-7-9 og 11. ^.vw.mw.v.v/.w.v.mv.v.'Asmv.v.v.v !í SPÓNLÁGNINGA- PRESSA Til sölu nýleg spónlogningapressQ I Stærð 125x275Cm. =: Uppl. í símo 92-0020 S og 92-2412 Íaw.wa^w.v/.vaw.v/.'.v.v.wvaw.v^.v^Í' Nauðungaruppboð sem auglýst var 174., 76. og 78. tbl. Lögbirtingablabs 1979 á hluta I Vesturbergi 8, þingl. eign Siguröar Gislasonar fer fram cftir kröfu Sveins H. Vaidimarssonar hrl., á eigninni sjálfri mánudag 25. febrúar 1980 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var f 77., 80. og 83. tbi. Lögbirtingabiaös 1979 á hluta i irabakka 32, þingl. eign Grétars Kjartanssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eigninni sjálfri mánudag 25. febrúar 1980 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var 174., 76. og 78. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Tunguvegi 15, þingl. eign Kristinar Jóhannsdóttur fer fram eftir kröfu Jóns G. Briem hdl. og Garöars Garöarssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 25. febrúar 1980 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik Heræfingar á vegum NATO viö Troms f Noregi. AHRIF AFGANISTANS A STEFNU NORDURLANDA í VARNARMALUM Noregur og Bandarikin hafa aö undanförnu átt viöræöur um möguleika á þvi aö koma upp hergagnabirgðum I Noregi, sem bandariskur liösauki gæti gripiö til, ef sendur yröi til Noregs aö hrinda hugsanlegri árás Rauða hersins. Þarna var um aö ræöa bandarisk vopn og skriödreka. Þarna er um aö ræöa aukningu á samstarfi þessara tveggja NATO rikja i sameiginlegum landvörnum, og er Iiöur I þeirri al- mennu endurskoöun, sem sum Norðurlandanna hafa tekiö upp eftir innrás Sovéthersins I Afganistan um möguleika sína til þess aö verj- ast, ef Kremlherrunum kæmi til hugar ,,aö liösinna” þeim meö sama hætti og Afgönum. — Meira aö segja hiö hlutlausa ríki, Svi- þjóö, hugsar sér til hreyfingar f landvarnamálum, og hefur leitaö hófanna um hugsanleg kaup á bandarfskum orrustuþotum, F-16. Þær hergagnabirgðir, sem koma á fyrir til geymslu i Noregi, eru ætlaöar til þess að fullnægja þörfum átta þúsund manna hersveitar. Hefur ekki verið látið uppi af eðlilegum ástæðum, af hvaða tagi þessi hergögn verða, en vitað er að þar i veröa lika skriðdrekar. — Yfirlýst er þó af hálfu Noregs- stjórnar, að hún muni ekki leyfa staðsetningu kjarnorkuvopna i Noregi, né erlends herliðs. í gildi er fyrir samningur milli þessara tveggja rikja um tiltækt eldsneyti og skotfæri fyr- ir bandariskt herlið , ef einhvern tima yrði sent til Nóregs, eins og gerter ráð fyrir I varnaráætlun- um NATO og Bandaríkjanna. Þessar viöræður Norömanna og Bandarikjamanna eru I anda þeirrar yfirlýsingar Harolds Brown, varnarmálaráðherra, I slðasta mánuði, að Bandarikin hefðu I ráðum koma upp meiri birgöum hergagna á nyrðri slóðum varnarsvæöis NATOS. Skiljanlegt er, að Norömönn- um og Svlum hafi oröiö meira bilt við innrásina I Afganistan en mörgum öörum, svo nærri sem lönd þeirra liggja að Sovét- rlkjunum og innan seilingsfjar- lægðrar frá stærstu herstöð heims, sem er aðstaöa Rauða hersins á Kolaskaga. Enda hafa margir viljað llkja frændrlki þeirra, Finnlandi, viö Afgan- istan hvaö því viðkemur, aö þaö hljóti aö verða ámóta stikil- steinn Sovétmönnum á noröur- jaðri NATO-svæðisins, og Afganistan á vegi þeirra til Persaflóa. Miklu uppnámi ollu einnig I Noregi skrif TASS-fréttastof- unnar sovésku I slðasta mánuði, þar sem sagt var: „Þeir æs- ingatilburðir, sem hafðir eru I frammi við landamæri Noregs og Sovétrlkjanna, eru runnir undan rifjum erlendra afla, og brjóta I bága við góðan grann- skap, sem hafður hefur verið I heiðri I utanrlkisstefnu þessara tveggja landa. Llta verður á þessa tilburöi sem fjandsam- lega Sovétrlkjunum, og grafa þeir undan friði og öryggi I Evrópu”. aöutan Umsjón: | Guðmundur Pétursson Þarna kvað við óvanalega harðneskjulegan tón og óvæntan. Viðvörunin, sem I skeytinu lá, hefur aö vlsu ekki verið endurtekin, en hún minnir óþyrmilega á ámóta kveöjur, sem Sovétrlkin sendu t.d. Finn- landi, þegar þau voru að æsa sig upp I Vetrarstrlðiö, eða aðdrag- anda annarra innrása þeirra I nágrannaríki sln. Við áhyggjur Norðmanna og Svia hefur slöan bætst, að boriö hefur á þreifingum frá Finn- landi, þar sem veitst er að þeim frændum fyrir hugmyndir þeirra um aö efla landvarnir slnar, og gefið I skyn, aö vin- attusáttmála Finnlands og Sovétrlkjanna yröi breytt með tilliti til þess. Strax I desember hóf blaðið Tiedonantaja, sem er málgagn þess arms finnska kommúnista- flokksins, sem einna tryggast þykir fylgja Moskvullnunni, máls á því, ,,aö ástæða væri til vegna hins ótrygga ástands I Evrópu, aö taka til nýrrar um- ræöu vináttusáttmála Finna og Rússa, samvinnu þeirra og gagnkvæman stuðning og þá með tilliti til hernaöarlegs sam- ráös”. Hið hættulega við sllkt tal geta menn séð, ef þeir rifja upp aö Kremlherrarnir hafa ósjaldan notfært sér svipaða málaleitan leppa sinna I grann- rlkjum til réttlætingar á hern- aðarlegri Ihlutun, eins og Afganistan er nýjast dæma um, en áróðursherrar Kremlar hafa kallað hana „drengileg við- brögö við hjálparbéiöni nauö- stadds félaga”. Þá varð mönnum ekki um sel, þegar málsmetinn Finni I flokki sóslaldemókrata, maöur, sem oft hefur kveöið sér hljóðs um utanrlkismál, sagði I sjónvarps- viðtali að „Sovétrlkin hefðu lagalegan rétt til aðgeröa, ef þeim fyndist aukin umsvif við landamæri þeirra leiða af sér innrásarhættu”. Þessi spá- maöur fór einnig orðum um „hættuna af því, aö Norðurlönd yrði herstöðvar”. Flokksbræður mannsins I sósialdemókrataflokknum finnska flýtti sér að vlsu, að af- neita þessari túlkun sérfræð- ingsins, en á Norðurlöndum finnst mönnum sem fnykurinn af sliku skrafi hafi ekki að fullu verið hreinsaður úr loftinu. A meðan margir telja Afgan- istan-málið ærna ástæðu til þess að skoða stefnu Sovétrikjanna I nýju ljósi, aö sem þeir sýndu, að þeir skirrast ekki við að ráðast inn I hlutlaust rlki til frekari út- þepslu áhrifasvæöis slns — hvað sem líöur öllum yfirlýsingum þeirra um vilja, til aö varðveita 1 heimsfriðinn — hafa Danir farið sér hægar. Svlar og Norömenn eru óánægðir meö yfirlýsingar Dana um, aö þeir vilji ekki auka útgjöld sfn til landvarna. „Danmörk hefur mikilvægu hlutverki að gegna við gæslu á siglingaleiöum til og frá Eystra- salti”, sagöi Bengt Shuback, aömlráll og yfirmaður sænska herráðsins, og mátti kenna I þvl varfærna áminningu til Dana um bregöast ekki trausti frænda sinna við þá gæslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.