Vísir - 22.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 22.02.1980, Blaðsíða 8
vtsm Föstudagur 22. febrúar 1980 8 Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davií Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri eriendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylti Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. Moskvulelkarnir eru pólltískir Nú er taliö vlst aö 50-60 þjööir muni veröa viö áskorun Carters Bandarlkjaforseta um aö sniöganga ólympluleikana IMoskvu. Meöal þeirra má nefna Noreg, England, Kanada, Holiand, Japan, Klna, Nýja Sjáland, Ástraltu, yfir tuttugu rlki Múhameöstrúarmanna ýmis Afrlkurlki og aö öllum likindum Vestur-Þýskaland og Frakkland. Þaö er nú orðið I jóst, að sumar- ólympíuleikarnir í Moskvu verða ekki sú alþjóðaíþróttahátíð sem þeir hefðu orðið ef ekki hefði komið til versnandi ástand í al- þjóðamálum í kjölfar hernaðar- innrásar Sovétríkjanna í Afganistan og aukinna ofsókna sovéskra stjórnvalda á hendur andófsmönnum f Sovétríkjunum. Endanleg ákvörðun Bandaríkj- anna um að senda ekki íþrótta- menn til þátttöku í leikunum ligg- ur nú fyrir, þó að hin formlega ákvörðun verði tekin síðar. Aðildarríki Efnahagsbandalags Evrópu hafa ákveðið að fresta formlegri ákvörðun sinni þar til séð verður, hvort Sovétríkin fall- ast á þá tillögu þeirra, að Afganistan verði gert hlutlaust ríki með alþjóðlegu samkomu- lagi með svipuðum hætti og gerð- ist um Austurríki árið 1955. Fæst- ir búast við, að ráðamenn Sovét- ríkjanna gangist inn á þá hug- mynd, og er þá f ullvíst, að a.m.k. flest Efnahagsbandalagslöndin muni ákveða að sniðganga AAoskvuleikana. Lengi vel var gert ráð fyrir, að Vestur-Þjóð- verjar og Frakkar teldu það þjóna hagsmunum sínum að senda íþróttafólk til AAoskvu hvað svo sem aðrar þjóðir gerðu. En nú þykir nær öruggt að Vest- ur-Þjóðverjar fari hvergi og vax- andi líkurá, að Frakkar sitji líka heima. íþróttamálaráðherra Frakklands, sem í upphafi hafði lýst því yf ir, að ekki kæmi annað til mála en að Frakkar tækju þátt í AAoskvuleikunum þrátt fyrir síðustu atburði í alþjóðamálum, hef ur nú dregið í land og sagt, að Frakkar muni ekki senda íþróttafólk sitt til leikanna nema þeir verði í reynd alþjóðlegir leikar. Og það verða þeir auðvit- að ekki, ef 50-60 þjóðir ákveða að sniðganga þá, þ.ó m. allar helstu íþróttaþjóðir heims utan komm- únistaríkjanna. Þrátt fyrir allt, sem á hefur gengið siðustu mánuðina, eru enn ýmsir, m.a. hér á landi, sem halda því fram, að þjóðir heims eigi að taka þátt í AAoskvuleikun- um, eins og ekkert hafi í skorist. Það á ekki að blanda saman íþróttum og stjórnmálum, segja þeir. Undir þessa frómu ósk er í sjálfu sér hægt að taka. En hinn kaldi raunveruleiki er bara ekki í samræmi við þessa fallegu draumsýn. íþróttum og stjórn- málum er sífellt blandað saman og engin ríki gera það í ríkara mæli en Sovétríkin og önnur kommúnistaríki. Sovétmenn hamra stöðugt á því, að afrek íþróttamanna þeirra séu að þakka „hinu göfuga þjóðskipu- lagi kommúnismans". Og þeir halda því fram, að ákvörðunin um að halda Ólympíuleikana í AAoskvu hafi falið í sér viður- kenningu á friðarstefnu Sovét- stjórnarinnar og yfirburðum sovésks þjóðskipulags. Þó að þessi túlkun ráðamannanna í Kreml sé að vísu alröng, þá er hitt staðreynd, að ákvörðunin um að halda Olympíuleikana í AAoskvu var af pólitískum toga spunnin. Hún var tekin á blóma- skeiði slökunarstefnunnar og var af hálfu vestrænna þjóða hugsuð sem viljayfirlýsing um frið milli Austurs og Vesturs og góða sam- búð hinna ólíku þjóðfélagskerfa. Entímabil slökunarstefnunnar er liðið, a.m.k. í bili. Nú ríkir spenna í öllum samskiptum Aust- urs og Vesturs. Við það verða menn að horfast í augu, þó að þeir vil ji vinna að breytingu á því ástandi. Af því leiðir m.a. að ís- lenskir stjórnmálamenn og ís- lensk íþróttahreyfing geta ekki frekar en aðrir lifað í einhverj- um draumaheimi. í sambandi við Ólympíuleikana í AAoskvu standa íslendingar einfaldlega frammi f yrir því, hvort þeir ætla að skipa sér í fylkingu þeirra þjóða, sem vilja fordæma ofbeldið eða í fylkingu þeirra þjóða, sem vilja leggja blessun sína yfir það eða loka augunum fyrir því. „KAUPMATTUR VÆRI TÍU PRÓSENTUM MEIRI - ef verðbóigan væri eins og 1971 seglr Hjalll Geir Krlstiánsson formaður versiunarráðs fslands ,,Sé vilji og markviss efna- hagsstefna fyrir hendi er hægt aö halda jafnvægi I efnahags- málum”, sagöi Hjalti Geir Kristjánsson formaöur Verslunarráös tslands þegar hann setti 59. aöalfund ráösins I gær á Hótel Loftleiöum. Hann bætti viö aö ef veröbólg- an heföi veriö svipuö allan siöasta áratug og hún var áriö 1971 eöa 3% yfir áriö myndi eitt franskbrauö kosta 23 krónur i staö 209 króna og kiló af ýsuflök- um myndi kosta um 90 krónur i staö 1000 króna. Og heföu ís- lendingar búiö viö stööugt verölag heföi hagvöxtur, oröiö aö minnsta kosti 1% meiri aö meöaltali á ári en hann varö i raun. Kaupmáttur væri þvi 10% meiri en hann nú er og þaö sem meira væri, vextir væru 4-5% I staö 45% og lánastofnanir ættu gnægö fjár til útlána. Fjár- festingar einstaklinga og at- vinnuvega heföu grundvallast á þjóöhagslegri arösemi I staö ávinnings I skjóli óverötryggöra lána. Loks væri hagur atvinnu- vega þjóöarbúsins traustur I staö þesL aö nú þyldum viö illa minnstu áföll án almennrar kjaraskeröingar. Stefnumörkun Hjalti Geir hóf ræöu sina á aö minnast látinna félaga og Jóns Gislasonar fyrrverandi skóla- stjóra Verslunarskólans. Þá fjallaöi hann um framvindu efnahagsmála 1979, stefnu- mörkun, nýja rlkisstjórn, fram- tiöina og stjórnun. Hjalti Geir Kristjánsson for- maöur. Hann og aörir ræöumenn lögöu megináherslu á nauösyn þess aö vinna bug á veröbólg- unniog Hjalti sagöi aö markviss og samræmd efnahagsstefna væri forsenda þess aö þaö tæk- ist. Varöandi stefnumörkun sagöi hann: Viö viljum frjálsa verömynd- un og frjálsan sparnaö I þágu aröbærs atvinnurekstrar. Viö viljum friverslun og frjálsa gjaldeyrisverslun. Viö viljum samdrátt rikisum- svifa og minni skattheimtu. Viö teljum aö þessi starfsskil- yröi til handa atvinnulifinu skapi ákjósanlegasta jaröveg- inn til aö bæta lffskjör allra landsmanna. Ósamræmi i stjórnar- sáttmálanum Um stjórnarsáttmála hinnar nýju rikisstjórnar sagöi Hjalti Geir aö efnisatriöi hans væru á margan hátt afar óljós. Hvergi væri minnst á grundvallaratriöi eins og skattamál. Ekki væri hægt aö sjá aö hin nýja rikis- stjórn fylgdi samræmdri stefnu I efnahagsmálum þegar til dæmis ætti aö takmarka verö- hækkanir meö valdboöi án þess þó aö sömu takmarkanir giltu I Frá aöalfundi Verslunarráös Islands á Hótel Loftleiöum I gær. launamálum. Hætt væri viö aö launþegar geröu. sér ekki aö góöu aö fá engar veröbætur á si- hækkandi verölagi, llkt og nú væri stefnt aö gagnvart at- vinnurekstri. Ljóst væri aö er- fitt yröi aö samrýma hin ýmsu markmiö málefnasamningsins án þess aö varpa veröbólgubar- áttunni fyrir róöa eöa stórauka skattheimtu. Islendingar hafa dreg- ist aftur úr Um framtlöina sagöi Hjalti Geir aö tlmamót væru I aösigi og aö framundan væru glfurleg- ar framfarir I tækni og vlsind- um og heföu Islendingar dregist aftur úr I þeirri þróun. „Telja má aö ekki berist hingaö nema hluti þeirra tækni- nýjunga sem völ er á erlendis. Til lengri tlma leiöir sllkt óhjá- kvæmilega til afturfarar. Meö frlverslun og harönandi sam- keppni viö önnur lönd um markaöi og vinnuafl, dugar ekki aö hanga aftan I lestinni. Aukin tækniþekking I heiminum veröur aö berast hingaö jafn- skjótt og hún kemur fram er- lendis. Aö öörum kosti veröum viö hvorki samkeppnisfærir viö erlenda aöila né getum aukiö framleiöni og skapaö bætt llfs- kjör. A komandi áratug er þörf gagnsóknar. Sú sókn byggist fyrst og fremst á stjórnendum og eigendum atvinnufyrirtækja og leggur þar meö þunga skyldu á heröar þeim. Abyrgö stjórn- valda er ekki siöri þar sem nauösyn er á gjörbreyttri efna- hagsstefnu sem ýtirundir þessa sókn, en dregur ekki úr henni eins og nú er. Markviss efna- hagsstefna stjórnvalda er nauösynleg til þess aö atvinnu- llfinu takist aö sinna þessari skyldu”, sagöi Hjalti Geir Kristjánsson. _JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.