Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 1. mars 1980 12 helgarpopp Gunnar Sal- varsson skrif- ar Piltarnir sikátu I Madness. Van Morrison hefur aldrei öölast verulegar vinsældir hér heima og verður það aö teljast miður. Madness er trúlega eina hljómsveitin I henni veröld, og þó víöar væri ieitað, sem telur sex og hálfan liðsmann. Kaunar heyrir þessi skilgrein- ing fortlðinni til, en hún þótti býsna skondin meðan hún gilti. Þessi hljómsveit er ber heitið Madness eða Brjálsemi hefur á undanförnum vikum vakið mikla athygli, komið lagi I efsta sæti breska vinsældalistans og fyrsta breiðsklfa þeirra fór alla leið upp I annaö sæti breska LP-plötu listans. Hermt er að margar poppstjörnur hafi hneigst að tónlist I einhverskonar uppreisn gegn foreldr- um sinum. Þvl er öfugt farið með Van Morrison, þennan hlédræga og gagnmerka tónlistarmann, sem aldrei hefur hlotið þá frægð sem honum ber. Morrison ólstupp á heimili þar sem tónlistin var I heiðri höfö og allt frá barnæsku kynntist sonur- inn ungi hinum ýmsu tónlistarstefnum. Móðir hans söng blús og djass, og faðir hans var mikili djassáhugamaöur og átti gott safn djassplatna. Glettin, spaugsöm og spræk Madness leikur fjöruga danstónlist, að nokkru leyti meö áhrifum reggaetónlistar og þess sem breskir kalla „ska”, en sjálfir hafa liösmenn Madness einfaldaö allar útskýringar á tónlist sinni og kallað hana „fiflahljóð” eða „Nutty Sound”. Höfundur nafngiftarinnar, Lee Thomp- son saxófónleikari, segir tónlistina vera gáska- fulla og textana spaugsama, og hægt væri að likja henni viö feðgana frægu, Steptoe og son hans, sem flestir ættu aö kannast við úr dæma- lausum sjónvarpsþáttum. Madness hefur starfað I einhvers konar mynd allt frá árinu 1976. Fyrst nefndu þeir sig Morris & The Minors og síðar The Invaders. Hljómborösleikarinn Mike Barson bauð fyrst gltarleikaranum Chris Foreman og saxófónleik- aranum Lee Thompson aö taka lagið með sér á heimili þess fyrsttalda, og framkölluðu þeir þá óttalegan hávaða, aö því er þá rekur minni til. Trymbilsskipti urðu ófá. Bæöi Chas Smash og núverandi umbi þeirra John „Tin Tin” Hasslér, fengu að spreyta sig á settinu. Chas hafnaöi aö» lokum sem bassaleikari, John sem umboðsmað- ur. En Chas plokkaöi ekki lengi bassann, til þess var hann ekki nægilega flinkur. Þá hóf hann að vekja athygli á hljómsveitinni og hægt og bltandi snerist þaö upp í sérkennilega fótatilburði á sviði. Flfladansinn er heiti þess. Skriðið úr egginu Um áramótin 77-78 bættist Graham McPher- son, ööru nafni Suggs, I hópinn, enda féll Cockneyrödd hans einkar vel að tónlistinni. Engu að slður varö hann að taka poka sinn skömmu slöar, sökum þess að hann skrópaði á æfingu og fór á fótboltaleik. Honum var stuttu seinna veitt fyrirgefning. I september 1978 var Daniel „Woods” Wood- gate og Mark „Bedders” Bedford boöið 1 hljóm- sveitina sem trymbli og bassaleikari. Þá skreið Madness fullsköpuð úr egginu. Fyrsta ár hljómsveitarinnar geröist fátt markvert, en svo fór aö færast f jör I leikinn. The Specials slógu í gegn og þar sem rætur tónlistar þeirra voru af sama meiði og þeirra eigin, gáfu þeir sig á tal viö hljómborðsleikara Specials, — sem síöar nefndi þá I blaðaviðtölum, samkvæm- um og víðar. Slöan hefur lukkan veriö meö Mad- ness, Stiff hefur þá nú á sínum snærum, væntir þess að brjálsemin aukist á áratugnum nýja miöaö við þann nýliðná, — og það er óhætt að taka undir þau orö svo fremi brjálsemin verði jafn áhyggjulaus og skemmtileg og hjá Mad- ness. —Gsal Æska & unglingsár Van Morrison fæddist 31. ágúst 1945 í Belfast, Noröur-lrlandi. Þegar nýir straumar fóru aö leika um tónlistarsviöið undir lok sjötta áratugs- ins, fylgdist Morrison grannt með. Rokk og rhythm & blues áhrif flæddu inn í tónlistina, en Morrison fann einnig til skyldleika við kántri- tónlistina bandarlsku og meðal listafólks, sem hann mat mikils á þessum árum má nefna Hank Williams, John Lee Hooker, Leadbelly, Muddy Waters og Sonny Boy Williamson. Morrison hóf á barnaskólaárum sínum nám I saxófónleik, lærði þá sópransaxófón. Þrettán ára að aldri var hann byrjaður að leika með rokk og djasshljómsveitum I Belfast og var þess þá umkominn aö leika á gítar og munnhörpu, auk saxófónsins. Fimmtán ára að aldri segir hann skilið yiö skólann I þeim tilgangi að helga sig tónlistinni. Tenórsaxófónninn var honum hug- leikinn og lærði hann að leika á hljóðfærið hið næsta ár. Þá gekk hann til liös við rokkhljóm- sveitina Monarchs og ferðaöist með henni um Evrópu. Meðal annars gisti hljómsveitin V-Þýskaland og kvikmyndaleikstjóri nokkur hreifst svo af’ leikni piltsins aö hann bauð honum aö leika djassleikara f kvikmynd sem hann var að vinna að. Them og síðan sólóferill Eftir kvikmyndaleikinn sneri Morrison heim, opnaði R&B búllu f Belfast, stofnaði eigin hljóm- sveit, Them aö nafni, og lék með henni um nokk- urt skeiö I klúbbi slnum uns herjað var á Eng- lendinga. A þvl ferðalagi heyrði nafntogaður hljóðstjóri I Them og árangurinn varð þrjú feykivinsæl lög, „Baby, Please Don’t Go”, „Here Comes The Night” og „Gloria”. Þetta var 1965. Ari seinna fór Morrison og Them til Banda- rlkjanna og var leikiö á hljómleikum vlðsvegar með The Doors, sem þá var óþekkt. Um sumarið sneri Morrison heim, þreyttur mjög, og í ágúst- mánuði var hann gersamlega búinn að fá sig fullsaddan af kvöldvinnunni. Næstu misseri tók hann lífinu meö ró, samdi lög og hugsaöi um framtíðina. Them komu ekki aftur fram, en Morrison skrifaði undir hljóm- plötusamning og hefur æ siðan sent frá sér sóló- plötur, misgóðar að sönnu, en margar hverjar dýrindis perlur, svo gripið sé til klisjukenndra orða. Blaðamaðurinn Ritchie Yorke hefur skrifað sögu Van Morrison og nefnist hún „Into The Music”. Sama heiti er á nýjustu sólóplötu Van Morrison, sem nýlega kom út og hlotiö hefur góöa dóma. Segir þá ekki meira af George Ivan, sem ber listamannsheitið Van Morrison. —Gsal Kristján Róbert Kristjánsson skrifar London calling - The Clash Með þessari nýju plötu sinnl, sýna Clash þaö að þeir hafa lifað af „punk-íö”. Lykilmenn hljóm- sveitarinnar þeir Mick Jones og Joe Strummer eiga mikiö iof skiliö fyrir þann árangur sem The Clash hafa náö I gegnum árin, með þeim þremur LP-plöt- um er þeir hafa nú gefiö út. London Cailing er tvöföld plata og eru flest laganna eftir þá Jones og Strummer. Tónlist- in spannar ýmsar stefnur og má telja aö aldrei hafi verib gefin út jafn fjölbreytt plata meö hljóm- sveit sem tilheyrt hefur punk-stétt. Textar eru flestir sem áöur nokkuö ádeilukenndir og margir þeirra mjög góöir. Svo má náttúrulega deila um hvort einföld plata heföi ekki veriö frábær. k.r.k. SURVIVAL - Bob Marley and the Waiíers Bob Marley ætlar ekki aö gef- ast upp á trúar-boöskap slnum og öllu natty og dread sem þvl fylgir. Flestar eöa reyndar allar hans plötur hafa byggst upp á þessu. Survival hefur þaö sama upp á aö bjóöa og auk þess svip- aöa tónlist og áöur, en alltaf jafn vel gert og framfært. EinnigferMarley mikiöinná málefni Afrlku I textum slnum og hvetur þá svörtu til uppreisn- ar og uppbyggingar á þvl sem miöur hefur fariö hjá þeim sem fariö hafa meö völdin I gegnum árin. Lögin Africa Unite og Zim- habne eru góö dæmi um þetta. Eins og áöur kemur fram er Survival typisk Mariey-plata og aö engu betri né lakari en aörar plötur hans. k.r.k. 8.0 8.0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.