Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 1
^5^
Þriðjudagur 4. mars 1980, 53.tbl. 70. árg.
Hugmyndír um 50 maiijarða verksmiöiu í tengslum við saltiðjuna á Reykianesi:
Magnesíum-verksmiðja at
sömu stærð og Álverið!
„Það Htur vel út á pappirnum aö hefja magnesiumvinnslu hér á landi, en þaö eru þó ýmis tækniatriði
sem þarf að reyna fyrst", sagði Bjarni Einarsson forstöðumaður byggðadeildar Framkvæmdastofnun-
ar rikisins I samtali við VIsi en hugmyndir eru uppi um að reisa slfka verksmiðju hér á landi. Yrði hún
þá af svipaðri stærð og álverið og er áætlaður kostnaður viö ao reisa slfka verksmiðju um 50 milljarðar.
I
Bjarni sagði að unnið hefði
verið að könnunum i þessu máli
i sambandi við iðnþróunaráætl-
un Suðurnesja og yrði slik verk-
smiðja þá væntanlega i tengsl-
um við saltiðjuna á Reykjanesi,
en salt þarf einmitt til fram-
leiðslu á magnesium. Fyrst yrði
þó að reisa tilraunaverksmiðiu
svipaða þeirri sem reist var
vegna saitframleiðslunnar.
Baldur Lindal efnaverkfræð-
ingur sagði magnesiumvinnslu
vera mjög vænlegt verkefni að
ráðast i núna, þvi magnesium-
notkun færi stöðugt vaxandi i
heiminum. Er málmurinn léttur
og töluvert sterkur og notaður I
vaxandi mæli i bifreiðaiðnaði.
Sagði hann að engin hráefni
þyrfti að flytja til landsins, þvi
vinna mætti magneslum úr sjó.
Málmurinn væri unninn með
rafgreiningu og vinnslan þvi
orkufrek, en við hefðum aðgang
að orkunni hérlendis.
Baldur sagði að enda þótt góð
ytri skilyrði væru fyrir hendi
tæki langan tima að koma
magnesiumframleiðslu af stað,
eða allt að tiu ár og er þá miðað
við verksmiðju af svipaðri stærð
og álverið. Enn sem komið væri
hefðu engar ákvarðanir veriö
teknar og málið þvi enn á athug-
unarstigi.
— HR
Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust að máli á heimili dr. Gunnars Thoroddsens við Vfðimel i gærkvöldi. Frá vinstri: dr. Gunnar Thorodd-
sen, Mauno Koivisto, Odvar Nordli, Anker Jörgensen og Thorbjörn Fálldin.
RÆDDU UHII AÐILD FÆREYJA
„Þetta var óformlegur kynn-
ingar- og viðræðufundur og ekk-
ert eitt mál var tekið fyrir ððrum
fremur", sagði Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra, I samtali
við Visi I morgun, en forsætisráð-
herrar Norðurlandanna komu
saman til fundar á heimili Gunn-
ars I gærkvöldi.
Gunnar sagði að ýmis mál heföi
borið á góma, enda væri þetta I
fyrsta skipti sem þessir menn
hittast allir sem forsætisráðherr-
ar. Að sögn Gunnars var meðal
annars rætt um tillögur Dana um
sjálfstæða aðild Færeyinga og
Grænlendinga að Norðurlanda-
ráði, en engar ákvarðanir veriö
teknar.
Forsætisráöherrarnir munu
hittast aftur um hádegið I dag og
þá verða orkumálin á dagskrá.
Þann fund munu einnig sitja sam-
starfsráðherrar og orkumálaráð-
herrar landanna.
—P.M.
Aksturs- og dagpeningar h]á Framlelðslueftirlitlnu:
Fimm menn fengu tæpar
átta milljðnlr í fyrra!
Kostnaður hreinlæt-
is- og búnaðardeildar
Framleiðslueftirlits
sjávarafurða vegna
aksturs og dagpeninga
starfsmanna
var á sl. ári
átta milljónir
fimm
hennar
tæpar
króna.
Þessar upplýsingar fékk Vlsir
hjá Jóni Þ. ólafssyniskrifstofu-
stjóra Framleiöslueftirlitsins.
Nam kostnaðurinn alls 7,83
milljónum króna, þar af var
bflakostnaður tæpar 4,8 milljón-
ir, en dagpeningar rúmlega
þrjár miíljónir. Arið 1978 var
sami kostnaður á sömu deild 6,5
milljónir króna.
Þessi deild framleiðslueftir-
litsins er einn sá þattur i starf-
semi stofnunarinnar, þar sem
talið er að mætti spara, sam-
kvæmt þvi sem kemur fram I
áfangaskýrslunni um stófnun-
ina.
Guðmundar HE málið:
Saksóknari
fékk loksins
dðminn
Þórður Björnsson rfkissak-
sóknari hefur loksins fengið I
hcndur dóminn f Guðmundar RE
málinu og var það sfðdegis á
föstudaginn sem haiin barst sak-
sóknara. Þá var liðinn mánuður
frá þvl dómurinn var kveðinn upp
I sakadómi, tveimur árum eftir
að saksóknari gaf út ákæru f mál-
inu.
1 Guðmundarmálinu var kveðinn
upp sýkiiudómur f sumum ákæru-
liðum og sök talin fyrnd i öörum.
Efir að þessi dómur féll hafa
skipakaupamálin verið I biðstöðu
I kerfinu. Nokkur þeirra eru hjá
Rannsóknarlögreglu rfkisins og
rikissaksóknara en önnur enn hjá
gjaldeyriseftirliti Seðlabankans.
Framhald þeirra mála kann að
ráðast af athugun saksóknara á
dómnum I Guðmundarmálinu.
— SG
verður Heimers að
hælla páttlðku?
Nú er farið að siga á seinni
hluta Reykjavikurskákmótsins
og ætti enginn skákáhugamaður
að láta sig vanta við þær umferðir
sem eftir eru. Staðan að loknum
átta umferðum er sii að
Kupreichik er efstur með fimm
og hálfan vinning og frestaða
skák en þeir Browne og Sosonko
eru einnig með fimm og hálfan.
Alþjóðameistarinn Helmers frá
Noregi þjáist af igerð I hálsi og
munni og hefur orðið að fresta
tveimur umferöum. Hann getur
ekki nærst á öðru en vökva og
viröist hafa fengi einhvern vlrus-
sjúkdóm.
Einar S. Einarsson, formaður
skákstjórnar, sagði i samtali við
VIsi f morgun aö ef Helmers gæti
ekki mætt tilleiks Idagyrði hann
að hætta keppni. i'Jr þessu fæst
skorið um hádegi og ef Helmers
hættir munu dómarar mótsins
koma saman til fundar og ákveða
hvernig farið verður meö þær sex
skákir sem Norðmaðurinn hefur
teflt. Niunda umferð hefst klukk-
an 17 I dag. r
— SG.