Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. mars 1980 Framkvæmdir við lijúkrunar- deild istu að Á fundi i Sjómannadagsráði, sem haldinn var að Hrafnistu laugardaginn 1. mars, var tekin fyrir tillaga um að byrja á verk- framkvæmdum viö byggingu hjúkrunardeildar við Hrafnistu f Hafnarfirði. Hér er um að ræða annan áfanga byggingar Sjó- mannadagsráðs þar. Fyrsti áfangi er eins og kunn- ugt er dvalarheimili aldraöra, sem var tekinn i notkun seint á árinu 1977 og búa þar nú um hundrað manns. Hinni nýju hjúkrunardeild er ætlað að rýma 75 vistmenn. Þær framkvæmdir sem sam- þykkt var að byrja nú þegar voru við grunn og botnplötu, og að steypt yrði upp jaröhæð á þessu ári, Gert er ráö fyrir að I byrjun næstu viku verði nauðsynleg gögn tilbúin svo hægt veröi aö senda Hraín- hefjast þau til nokkurra viðurkenndra verktakafyrirtækja og þau beðin um aö gera tilboð i framkvæmdir við grunn. Á fundinum kom fram, að á þessu ári yröi aðeins unnið fyrir handbært fé og aflafé þessa árs. Samtökin búa enn við mjög til- finnanlega vaxtabyrði af lánum, sem þau urðu að taka til að koma dvalarheimilinu i notkun. Þá kom einnig fram hjá formanninum, Pétri Sigurðssyni, að hann vonað- ist fastlega eftir þvi að rikis- stjórnin myndi þegar við af- greiðslu þeirra fjárlaga, sem nú er unnið að, koma verulega til að- stoðar við byggingu þessa sér- hannaða hjúkrunarheimilis aldraðra. Væri það i samræmi við þann málefnasamning, sem stjórnin hefur komið sér saman um. Er brennivínið hræ- ódýrl hórlendls? Hér á landi upphefst öðru hvoru um það mikill barlómur meðal vináhugamanna hversu óheyri- lega dýrt brennivinið sé á börum og rifa menn jafnvel hár sitt og skegg af æsingi. En er það raun- verulega svo dýrt hér miðað við önnur lönd? Það mæta blað „Norsk Bartenderblad” tók nýlega sam- an lista yfir það hvað 5 sentilitra sjúss af venjulegu skosku viskii kostar i ýmsum Evrópulöndum og kemur þar I ljós að viöast hvar er þessi vinsæli vökvi dýrkeyptari en hér. Það eru náttúrlega Irar sem drekka ódýrast.ef til vill er þar um magnafslátt að ræöa. Þar kostar 5 sl sjúss aðeins 10 norskar krónur en hér á Islandi 18. Af þeim löndum sem samantekt „Norsk Bartenderblad” náði til var dýrast að þjóra I Sviþjóð, þar kostaði þessi margumtalaöi sjúss 32 norskar krónur. Hér fer á eft trland .... Jiigóslavia Holland. Finnland Noregur ttalia ... tSLAND England Spánn .. Þýskaland Frakkland Sviss..... Danmörk . Sviþjóð ... r listi blaðsins: .. lOkrónur .. 14 krónur .. 14 krónur .. 16krónur .. 17 krónur .. 17 krónur .. 18krónur .. 18krónur .. 20 krónur ..25krónur .. 25 krónur .. 29 krónur .. 30krónur ..32 krónur — IJ. Orator með aðstoð vlð skattframtöl Orator, félag laganema I Há- skóla íslands, veröur meö leið- beiningar um skattframtöl dag- lega frá kl. 19.30 til 22 fram til 10. mars. Laugardag er opiö frá klukkan 10 til 18 en á sunnudag frá kl. 13 til 18. Fólki gefst kostur á að hringja I sima 21325, eða koma til viðtals i Lögberg, hús laganema Hl. Til að þjónustan komi að fullum notum, verða þeir sem hyggjast notfæra sér hana að hafa með- feröis öll nauðsynleg gögn. Gjald fyrir þessa aöstoð er 8000 krónur. Birna og Kristín aö störfum. (Vlsism JA). BISTV ð Smlöluvegl Ný rakarastofa, BISTY s/f er tekin til starfa að Smiðjuvegi 9 I Kópavogi, á annarri hæð hús- gagnaverslunar Axels Eyjólfs- sonar. Rakarastofan veitir alla hár- þjónustu fyrir unga sem aldna, meðal annars permanent fyrir herra. Viðskiptavinir geta pant- að sima I sima 43929 og þurfa þá ekki að biða á stofunni. Hárskerameistari er Gissur Gissurarson og með honum vinna Birna Lúöviksdóttir og Kristin Jónsdóttir. — SG Gömul bandarisk sprengjuflugvél af gerðinni B-29 Superfortress átti skamma viðdvöl hér á landi fyrir nokkrum dögum. Var hún á leið til Bretlands en þar átti að setja hana á sýningu hjá breska striðsminja- safninu. Flugvél þessi sem er ein af þremur slikum sem enn fljúga var framleidd árið 1945 en þó ekki notuð fyrr en i Kóreustriðinu þar sem hún flaug sjö árásarferöir. Seinna var hún notuð til að draga skot- mörk og að siðustu átti hún sjálf að verða skotmark annarra flugvéla I æfingaskyni — en engin hitti og þvi flýgur hún enn. Flugvélar af þessari tegund voru notaöar til að varpa atómsprengjum á Hirosima og Nagasaki i lok heimstyrjaldarinnar slðari. HR/VIsismynd Baldur Sveinsson DATSUN 140 Y Sedan — Station — 2ja dyra sjá/fskiptur Samkvæmt sparaksturskeppni svissneska bílablaðsins AUTOM REVUE, er eyðsla DATSUN 140 Y eftirfarandi: Hraði: 60 km á klst. eyðsla pr. 100 km. 4.3 1. 80 km á klst. eyðsla pr. 100 km. 4.9 I. 100 km á klst. eyðsla pr. 100 km.5.7 I. 120 km á klst. eyðsla pr. 100 km. 7.4 I. 130 km á klst. eyðsla pr. 100 km. 8.6 I. 140 km á klst. eyðsla pr. 100 km. 10.0 I. Þeir þurfa ekki að kvíða bensínverði sem aka á slíkum ■ Luxus innrétting «QvartS klukka ■ Útvarp ■ Höfuðpúðar á framsæti ■ Rafhituð bakrúða ■Lokað hólf milli sæta -2-hraða þurrkur með biðtíma ■ Háþrýsti framljósaþurrkur ■ Öryggis bakspegill ■ 3-hraða miðstöð ■ Hliðarrúðublástur ■ Aðvörunarljós fyrir: Hleðslu-olíuþrýsting-Há Ijós- handbremsu-Bremsuvökva-innsog ■ Neyðarljós ■ Litaðar rúður o.fl. ofl. Eigum til afgreiðslu strax nokkra bíla af þessum glæsivögnum Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa upplýsingar um verð og greiðslukjör ásamt öðru varðandi bílinn Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.